Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Víkingur R.
3
1
KA
Matthías Vilhjálmsson '38 1-0
Aron Elís Þrándarson '72 2-0
2-1 Ívar Örn Árnason '82
Ari Sigurpálsson '84 3-1
16.09.2023  -  16:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Þórður Ingason
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed ('46)
18. Birnir Snær Ingason ('83)
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen (f) ('73)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('46)
9. Helgi Guðjónsson ('73)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('83)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Birnir Snær Ingason ('11)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGUR ER MJÓLKURBIKARMEISTARI 2023! +7

VÍKINGAR ERU BIKARMEISTARAR!
90. mín
+5
Ekki mikið eftir fyrir KA en þeir mega þó eiga það að þeir eru ekki búnir að leggja árar í bát og sækja á mörgum mönnum.
90. mín
Þetta er svolítið að renna frá KA.
90. mín
Fáum +6 í uppbót.
90. mín
Hovering skoraði KA ekki þarna? Hallgrímur Mar með skot sem Þórður ver í stöngina og út í Ásgeir Sigurgeirs og svo afturfyrir!
89. mín
KA með horn og út frá horninu berst boltinn aftur inn á teig þar sem Dusan á skalla en beint á Þórð.
84. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
VÍKINGAR SVARA STAX!! Keyra upp í skyndisókn og Erlingur þræðir Ara Sigurpáls einan í gegn sem setur boltann undir Jajalo!

Ari ekki búin að ná mínútu inni á vellinum sennilega!

83. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
82. mín MARK!
Ívar Örn Árnason (KA)
Stoðsending: Jóan Símun Edmundsson
GAME ON! Jóan Símun Edmunsson með stórkostlega skiptingu yfir á Ívar Örn sem var grunsamlega einn úti hægra meginn á teignum og lagði boltann framhjá Þórði í marki Víkinga!

Víkingar vildu fá aukaspyrnu dæmda fyrir brot á Gunnari en Rodri hélt í hann í aðdraganda marksins.

ÞETTA ER ORÐIN LEIKUR!!

81. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Víkinga sem Þórður Inga misreiknar aðeins og missir framhja sér en KA nær ekki að gera neitt úr því.
79. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Harley Willard (KA)
78. mín
KA aðeins að ógna en ná ekki að koma skoti á markið.
76. mín Gult spjald: Jóan Símun Edmundsson (KA)
Framkvæmdastjóri KA alls ekki kátur
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
72. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
ÞEIR SKORA ÚT FRÁ AUKASPYRNUNNI! Frábær spyrna frá Danijel Djuric inn á teig þar sem Aron Elís Þrándarson skorar! Hrikaleg dekking hjá KA.

Umdeild aukaspyrna varð enn umdeildari!!

71. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Virkaði sem frábær tækling en ekki að mati dómarana.

Ívar Örn tryllist líka.
70. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
69. mín
Danijel Djuric tekur spyrnuna en beint á Jajalo í markinu.
68. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á frábærum stað fyrir skot rétt fyrir utan D bogan.
66. mín
Mistök hjá Daníel Hafsteins sem á furðulega sendingu sem Danijel Djuric kemst í og kemur boltanum á Birni Snæ sem á skot sem Dusan hendir sér fyrir!
62. mín
Niko Hansen að sleppa í gegn en Dusan Brkovic gerir frábærlega að elta hann uppi og ná stórkostlegri tæklingu sem bjargar marki!
60. mín
Birnir Snær fær langa sendingu innfyrir frá Viktori Örlyg en missir boltann of langt frá sér. Flaggið fór ekki á loft og illa farið með gott tækifæri þarna hjá Víkingum.
58. mín
Danijel Djuric með skot af varnarmanni og yfir.
54. mín
Hallgrímur Mar með tilraun yfir markið.
51. mín
KA virka grimmari svona í upphafi síðari hálfleiks.
50. mín
Daníel Hafsteins með hornspyrnu sem KA skallar að marki og boltinn fer af svona 2-3 áður en Víkingar koma boltanum svo loks frá.
49. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf sem Þórður Inga slær afturfyrir.
46. mín
Síðari farinn af stað! Danijel Djuric sparkar okkur af stað aftur.
46. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik! Það eru Víkingar sem leiða með einu marki þegar Helgi Mikael flautar til loka fyrri hálfleiks.

Veðrið sett sitt handbragð á leikinn að einhverju leiti en KA geta þó borið höfuð hátt þó svo að þeir séu undir í hálfleik.

Tökum okkur stutta pásu áður en síðari hálfleikur fer í gang.
45. mín
Jóan Símin Edmundsson reynir að snúa í teig Víkinga og ná skoti en varnarmúr Víkinga heldur.

Fáum svo upp +2 á skiltinu.
45. mín
Sveinn Margeir fer niður í teignum en Helgi Mikael gefur merki um boltann.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
38. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
VÍKINGAR LEIÐA!!! Birnir Snær með hornspyrnu sem kemur nálægt marki og Matti Villa er þar manna frekastur á nærstöng og flikkar boltnum yfir Jajalo í marki KA og í netið!

VÍKINGAR BRJÓTA ÍSINN!

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
36. mín Gult spjald: Dusan Brkovic (KA)
Dæmdur brotlegur í skyndisókn Víkinga - Hallgrímur Mar braut á Niko Hansen en Dusan fær ranglega spjaldið.
35. mín
Smá hit að færast í þetta og KA vilja meira en ekkert þegar Matti Villa brýtur á Sveini Margeir.
35. mín
Það er stemning í stúkunni!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
34. mín
Davíð Örn og Ívar Örn lenda saman og liggja eftir.

Virðist þó vera í góðu með þá og þeir halda vonandi leik áfram.
32. mín
Birnir Snær með frábæra hornspyrnu sem lekur í gegnum þvöguna og hreint ótrúlegt að enginn hafi náð að setja nánna í boltann en þeir fá þó horn hinumeginn.

KA nær að verjast því horni.
29. mín
Víkingarnir eru gríðarlega fastir fyrir og láta vel fyrir sér finna.
25. mín
Jóan Símun Edmundsson með fyrirgjöf fyrir markið sem Elfar Árni skallar að marki en Þórður Inga nær að halda.
23. mín
Aron Elís með skot rétt framhjá stönginni!
22. mín
Birnir Snær með skot úr aukaspyrnu en skotið hrikalega slappt.
21. mín
Víkingar að ógna en Jajalo ver í horn.

Fá lítið úr þessu horni.
20. mín
Skemmtilegt samspil hjá Danijel Djuric og Birni Snæ en skotið hjá Birni fer af varnarmanni og í innkast.
15. mín
Uppstilling KA
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
14. mín
Uppstilling Víkings
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
13. mín
KA mætt með alvöru krafti og baráttu í þennan leik. Víkingar enn að reyna komast í takt.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
11. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Dæmdur brotlegur fyrir að stöðva skyndisókn KA.
9. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins.
8. mín
Pablo Punyed brýtur á Sveini Margeiri og stúkan lætur alveg vita hvað henni fannst um þetta brot en Pablo sleppur með tiltal.
6. mín
Veðrið er svolítið að stríða okkur og búið að vera að því í dag en það býður ekki beint upp á að spila fallegasta boltann.
1. mín
Erlingur Agnarsson með flott hlaup og sendingu fyrir markið en KA kemur boltanum frá.
1. mín
Þetta er farið af stað! Það eru KA sem byrja með boltann. Hallgrímur Mar sparkar okkur af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin - Þórður Ingason í markinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarliðin eru komin inn.

Þórður Ingason heldur áfram traustinu í Mjólkurbikarnum og stendur í markinu hjá Víkingum í dag. Ingvar Jónsson fær sér sæti á bekkinn. Víkingar stilla upp gríðarlega sterku byrjunarliði.

Akureyringarnir í KA stilla sömuleiðis upp sterku byrjunarliði þar sem Ívar Örn Árnason mun leiða liðið út með fyrirliðabandið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingur mun sigurstranglegri
Mynd: Fótbolti.net

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Björn Bjartmarz heiðursgestur Víkinga á bikarúrslitaleiknum Björn er einn af dáðustu sonum félagsins. Hann hefur sem leikmaður, þjálfari, framkvæmdastjóri og gegnheill Víkingur haft mikil áhrif á framgang félagsins sl. 40 ár.

Björn æfði með félaginu upp alla yngri flokka og spilaði fjöldi leikja með meistaraflokki og náði ferill hans hámarki þegar hann skoraði, eins og frægt er, tvö mörk í sigri Víkings á Víði í Garði sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn árið 1991.

Björn gegndi stöðu framkvæmdastjóra félagsins frá árinu 1991-1996 þegar mikið gekk á og félagið var að flytja frá Hæðargarði í Víkina.

Björn hefur verið þjálfari hjá Víkingi í 36 ár eða frá 1987 og landað ófáum titlum sem slíkur. Nú hefur Björn ákveðið að láta staðar numið í þjálfun og því finnst félaginu viðeigandi að þakkað Birni fyrir sinn frábæra feril hjá félaginu með því að tilnefna hann sem heiðursgest á þessum bikarúrslitaleik.

Takk Bjössi

Fyrir leik
Evrópa í boði! Það er meira en bara Bikarmeistaratitill í húfi fyrir Akureyringa í dag en þeir eiga séns á að tryggja sig inn í Evrópukeppni næsta sumar með sigri og byggja þannig á flottan árangur sem þeir náðu í sumar þegar þeir fóru alla leið í 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu en féllu úr leik gegn gríðarlega sterku liðu Club Brugge frá Belgíu.
KA náðu ekki að enda í efri hluta töflunnar fyrir skiptingu svo þeir fá ekki tækifæri á að vinna sér inn Evrópusætið í gegnum deild en fá hér frábært tækifæri til þess að tryggja sér sætið eftirsóknarverða í gegnum Mjólkurbikarinn og um leið skilja 4.sæti deildarinnar eftir án Evrópusætis.

Fari svo að Víkingar verji Bikarmeistaratitilinn sinn mun Evrópusætið færast niður á liðið sem endar í 4.sæti deildarinnar þar sem baráttan er hörð.

Mynd: EPA

Fyrir leik
Leið Víkinga í úrslitin Víkingar mættu sömuleiðis til leiks í 32-liða úrslit keppninnar.

32-liða úrslit

Víkingur R. 6-2 Magni
1-0 Arnór Borg Guðjohnsen
2-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (Sjálfsmark)
2-1 Páll Veigar Ingvarsson
3-1 Danijel Dejan Djuric
3-2 Viktor Már Heiðarsson
4-2 Helgi Guðjónsson
5-2 Sveinn Gísli Þorkelsson
6-2 Arnór Borg Guðjohnsen

16-liða úrslit

Víkingur R. 2-1 Grótta
1-0 Helgi Guðjónsson
1-1 Sveinn Gísli Þorkelsson (Sjálfsmark)
2-1 Logi Tómasson

8-liða úrslit

Þór Ak 1-2 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson
1-1 Ingimar Arnar Kristjánsson
1-2 Ari Sigurpálsson

Undanúrslit

Víkingur R. 4-1 KR
1-0 Aron Elís Þrándarson
2-0 Erlingur Agnarsson
2-1 Benoný Breki Andrésson
3-1 Ari Sigurpálsson
4-1 Ari Sigurpálsson

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Leið KA í úrslitin KA mættu til leiks í 32-liða úrslitum keppninnar eins og öll lið efstu deildar.

32-liða úrslit

KA 5-0 Uppsveitir
1-0 - Pætur Petersen
2-0 - Dusan Brkovic
3-0 Pætur Petersen
4-0 Dusan Brkovic
5-0 Sveinn Margeir Hauksson

16-liða úrslit

HK 1-3 KA
0-1 Ívar Örn Árnason
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson
0-3 Bjarni Aðalsteinsson
1-3 Örvar Eggertsson

8-liða úrslit

KA 2-1 Grindavík
1-0 Birgir Baldvinsson
1-1 Marko Vardic
2-1 Jakob Snær Árnason

Undanúrslit

KA 2-2 Breiðablik (3-3 framlenging og KA vinur vító)
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson
1-1 Klæmint Olsen
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson
2-2 Ívar Örn Árnason
--Framlenging
2-3 Höskuldur Gunnlaugsson
3-3 Pætur Petersen
--KA sigrar í vító

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - ,,Við vitum hvar við getum meitt þá" „Þetta leggst mjög vel í mig, við erum orðnir spenntir fyrir þessum degi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net.

Á laugardaginn leikur KA til úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum á Laugardalsvelli.

„Við erum að æfa fyrir norðan, tökum æfingu á morgun, fljúgum svo suður og gistum hér. Við erum að æfa fyrir norðan en við höfum ákveðið að æfa á grasi fyrir þennan leik til að vera sem best undirbúnir."

KA fór síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 2004 þegar liðið tapaði á móti Keflavík.

„Þetta er mjög stór leikur, en við erum líka búnir að upplifa frábæra leiki í Evrópukeppninni. Við höfum verið að skrifa söguna í KA. Við vorum gríðarlega ánægðir með þá keppni. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan titil á móti flottu Víkingsliði. Ef það tekst þá verðum gríðarlega ánægðir."

Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og þeir eru búnir að vera handhafar Mjólkurbikarsins í meira en 1400 daga.

„Það skiptir mig svo sem engu máli. Við mætum góðu liði. Við erum búnir að skoða þá vel og við vitum hvar við getum meitt þá. Við vitum hvað við þurfum að undirbúa okkur vel. Leikplanið er klárt og svo er það að mæta leikinn með sigurhugarfar," sagði Hallgrímur.„Við þekkjum Víking vel en við erum búnir að spila á móti mörgum góðum liðum í sumar. Við vitum hvar við getum meitt þá og ætlum að reyna að gera það á laugardaginn."

Hallgrímur býst við góðum stuðningi á vellinum á laugardaginn, um 1500 KA-mönnum. „Vonandi getum við gefið þeim æðislegan dag."

Leikplanið klárt fyrir laugardaginn - ,,Við vitum hvar við getum meitt þá"

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nikolaj Hansen: Stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót „Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er skemmtilegur leikur að spila," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KA á laugardaginn.

Nikolaj er farinn að þekkja það vel að spila í bikarúrslitaleiknum en hann hefur núna verið hluti af sigurliðinu í Mjólkurbikarnum þrisvar sinnum.

„Ég held að þú verðir ekki vanur þessari tilfinningu. Þú þarft að vera spenntur og með smá í maganum þegar þú ferð inn á völlinn. Þú verður líka að njóta þess að spila svona leiki."

Hann býst við erfiðum leik gegn KA og segir þá erfitt lið að spila gegn. Nikolaj segir að strákarnir vilji fylgja á eftir stelpunum í Víkingi með því að vinna Mjólkurbikarinn.

„Já, klárlega. Þær eru búnar að eiga stórkostlegt tímabil og vinna allt. Þær eiga mikið hrós skilið. Við vinnum vonandi tvennuna og þá getum við fagnað vel eftir tímabilið."

Var hann að búast við því fyrir tímabilið að Víkingar myndu eiga eins gott tímabil og þeir hafa átt?

„Við höfum sýnt það síðustu ár að liðið okkar er mjög gott og okkur finnst gaman að vinna allt. Þetta ár hefur verið algjörlega frábært. Liðsframmistaðan og allt saman hefur verið mjög gott."

Víkingar hafa verið bikarmeistarar í meira en 1400 daga. Hvað gerir Víking að svona miklu bikarliði?

„Mér finnst við vera góðir í þessum erfiðu leikjum. Þessi bikarkeppni hefur verið frábær fyrir okkur. Ég held að við vinnum á laugardaginn og við stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót."

Nikolaj Hansen: Stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Ásgeir Sigurgeirs: Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast „Þetta er leikur sem við höfum beðið lengi eftir," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Á laugardaginn spilar KA við Víking í úrslitaleik Mjólkurbikars karla. Þetta er fyrsti úrslitaleikur KA síðan 2004 og það er mikil tilhlökkun innan félagsins og hjá stuðningsmönnum.

„Það er komin mikil tilhlökkun," segir Ásgeir en hefur biðin eftir leiknum verið löng?

„Já og nei. Það hefur verið nóg að gera í millitíðinni. Það voru hlutir sem maður gat gleymt sér við. Stemningin í félaginu er geggjuð. Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast. Við sjáum vonandi sem flesta Akureyringa á vellinum á laugardaginn."

KA missti af dögunum af sæti í efri hluta Bestu deildarinnar.

„Það voru auðvitað vonbrigði en við erum búnir að hrista það af okkur. Við stefnum á sigur á laugardaginn. Þetta er stærsti leikur ársins á Íslandi. Ef við vinnum leikinn, þá verður sumarið alltaf jákvætt," segir Ásgeir.


„Við þurfum bara að spila okkar leik og við megum ekki sýna þeim of mikla virðingu. Veðrið og aðstæður munu kannski hafa þannig áhrif á leikinn að menn geta ekki spilað sinn vanalega fótbolta. Það riðlar okkar skipulagi og þeirra. Við þurfum að nýta okkur veikleika í þeirra leik."

Ásgeir Sigurgeirs: Síðustu daga hefur þetta verið að stigmagnast

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs: Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt „Þetta er allavega mjög góð tilfinning að venjast. Það er ekkert eðlilega gaman að mæta hérna á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegt," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar hafa verið bikarmeistarar síðan 2019, í 1461 dag. Á laugardag munu þeir reyna að halda bikarnum í eitt til viðbótar þeir mæta KA á Laugardalsvelli.

„Við erum mjög auðmjúkir að taka þátt í þessu aftur. Strákarnir líka. Þetta er dagur sem við ætlum að njóta í botn, ég hef alltaf gert það. Við byrjum snemma og vöknum með bros á vör, svo er hádegismatur með staffinu mínu og svo er það Laugardalsvöllurinn. Þetta er geggjaður dagur í alla staði. Hann er reyndar kannski bara geggjaður þegar þú vinnur. Það er örugglega mjög svekkjandi að vera á hinum endanum."

„Þegar þú vinnur fyrsta titilinn 2019 þá heldur þú að þetta tækifæri komi aldrei aftur. Og ég meina það innilega. Það er svo stórt að vinna titil. Það er fullt af toppþjálfurum og toppliðum sem hafa aldrei unnið titil. Ég var einmitt að grínast með það í morgun að það er lið á Englandi, Tottenham Hotspur, sem einn bróðir minn er það óheppinn að halda með. Það er frábært lið sem vinnur aldrei neitt."

„Þetta eru forréttindi. Svo verður maður bara gráðugur, þú vilt vinna aftur og aftur. Ég er heppinn að vinna hjá frábæru félagi sem fær frábæra leikmenn sem eru jafn hungraðir og ég sjálfur. Svo koma stuðningsmennirnir á bak við þetta og þeir vilja ekki vera heima í sófanum sama hvernig viðrar. Þetta eru algjör forréttindi og ekkert sem við tökum sem sjálfsögðum hlut."

Arnar Gunnlaugs:Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Heiðursgestur KA Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag.

Þorsteinn Már forstjóri Samherja heiðursgestur á bikarúrslitaleiknum

Mynd: KA

Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna Það mun falla í hlut Helga Mikaels Jónassonar að dæma þennan leik. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikurinn sem Helgi Mikael dæmir á sínum dómaraferli.

Pétur Guðmundsson er fjórði dómari leiksins. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bryngeir Valdimarsson eru aðstoðardómarar.

Þá er búið að kasta upp á það á hvaða mark yrði sparkað ef til vítaspyrnukeppni kemur.

Þetta var gert til þess að flýta fyrir en markið sem verður sparkað á er markið sem er við Laugardalslaugina. Stuðningsmenn KA verða í þeim hluta stúkunnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá úrslitum Mjólkurbikars karla þar sem ríkjandi bikarmeistarar í Víking freista þess að verja bikarmeistaratitilinn gegn KA.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Jóan Símun Edmundsson
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard ('79)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('70)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
8. Pætur Petersen
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('70)
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason ('79)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Dusan Brkovic ('36)
Rodrigo Gomes Mateo ('71)
Jóan Símun Edmundsson ('76)

Rauð spjöld: