Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
Keflavík
1
0
Selfoss
Anita Lind Daníelsdóttir '28 1-0
16.09.2023  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Aðstæður: Rok og rigning. Blautur völlur
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Áhorfendur: 100
Maður leiksins: Dröfn Einarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
13. Sandra Voitane ('72)
16. Ameera Abdella Hussen
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('82)
21. Melanie Claire Rendeiro
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
5. Margrét Lea Gísladóttir ('72)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
13. Kristrún Blöndal ('82)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Sigurður Hilmar Guðjónsson

Gul spjöld:
Anita Lind Daníelsdóttir ('45)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík spilar í Besu deildinni 2024 Sanngjarn sigur.

Mikill fögnuður í Keflavík eðlilega.

Vel gert
91. mín
Selfoss fær horn.
90. mín
+2 í uppbót
90. mín Gult spjald: Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Of lengi að taka aukaspyrnu.
Ánægður með SOffíu dómara þarna
84. mín
Keflavík fær enn eitt hornið Ekkert verður úr því.
82. mín
Inn:Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) Út:Katla María Þórðardóttir (Selfoss)
82. mín
Inn:Kristrún Blöndal (Keflavík) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík)
81. mín
Selfoss fær sitt besta færi Mistök hjá Mikaelu í vörninni, Embla Dís sleppur innfyrir en skotið rétt framhjá. Þarna munaði litlu, skotið rétt framhjá stönginni
80. mín
Dröfn í dauðafæri! Dröfn líkleg í teignum, skotið af varnarmanni afturfyrir.
Ekkert verður úr horninu
79. mín
Stúkan vaknar Heimamenn sjá fram á sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Peppa sínar stelpur inn í síðustu 10 mínúturnar
78. mín
Dröfn komin út hægra megin, fyrirgjöf sem endar sem skot, framhjá
76. mín
Þórhildur með skot langt fyrir utan teig sem stefndi framhjá. Karen ver.

Eftir hornið á Ameera skalla framhjá.
75. mín Gult spjald: Elsa Katrín Stefánsdóttir (Selfoss)
Gult fyrir peysutog.

Hárrétt
74. mín
Keflavík vill aftur víti! Ameera fellur í teignum eftir samstuð við Karen.
Sýndist þetta vera víti héðan sem ég sit.

Soffía segir nei
72. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Keflavík) Út:Sandra Voitane (Keflavík)
69. mín
Inn:Elsa Katrín Stefánsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
68. mín
Keflavík vill víti Fyrirgjöf frá Dröfn og Melanie fellur í teignum. Ekkert dæmt
66. mín
Melanie stuttu síðar með skot fyrir utan teig en framhjá. Keflavík að hóta öðru marki
65. mín
Dauðafæri hjá Dröfn Skot úr teignum vinstra megin, ekki nógu gott skot sem fer framhjá.
59. mín
Keflavík fær horn Keflavík líklegri að bæta við þessa stundina.
Melanie með hornið sem er skot og Karen þarf að hafa fyrir því að verja það.

Síðara hornið afturfyrir endamörk
57. mín
Sandra með fyrirgjöf frá hægri, yfir Karen í Selfoss markinu en heimastúlkur ná ekki að gera sér mat úr því
55. mín
Inn:Ásdís Þóra Böðvarsdóttir (Selfoss) Út:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss)
55. mín
Inn:Auður Helga Halldórsdóttir (Selfoss) Út:Guðrún Þóra Geirsdóttir (Selfoss)
55. mín
Inn:Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
53. mín Gult spjald: Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss)
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur
52. mín
Madison brýtur á Unni við bekk Selfoss. Réttilega dæmt aukapsyrna, það er að færast harka í þetta
50. mín
Katla María brýtur á Ameeru inn á miðjunni, stúkan vill spjald en Soffía ekki sammála
49. mín
Madison með gamla góða Zidane snúninginn en endar á samherja sínum. Ekki vel framkvæmt en hugmyndin góð.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Soffía flautar til hálfleiks Fáum okkur kaffi og komum aftur með síðari hálfleikinn héðan úr Keflavík
45. mín
Katla María með fína aukaspyrnu en enginn hleypur inn í þá sendingu og boltinn afturfyrir.

Við erum komin í uppbótartíma
45. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Soffia lengi að dæma þetta.
Tækling hægra megin fyrir utan teig Keflavíkur. Þóra í Selfoss liðinu jafnar sig eftir hjálp sjúkraþjálfara

Glenn ósáttur
42. mín
Sif brýtur á sér á miðjum vallarhelmingi sínum.
Skalli frá Söndru en laus skalli og beint á Karen í markinu.
42. mín
Lítur vel út hjá Keflavík Það þarf mikið að gerast svo að Keflavík fari niður. Yfir í sínum leik og Tindastóll yfir fyrir norðan
38. mín
Unnur Dóra er tæp í bakverðinum á spjaldi. Fór í tæklingu en Soffia dómari notar hagnaðinn. Unnur verður að passa sig núna
31. mín
Næstum því sjálfsmark Dröfn að spila ótrúlega vel á vinstri kantinum hjá Keflavík. Sending inn í teig sem Áslaug Dóra sparkar í átt að sínu marki. Karen Rós gerir vel í markinu og kemur í veg fyrir slysalegt mark
29. mín
Dröfn fær frábært færi stuttu síðar en Karen ver vel. Þarna munaði ekki miklu að heimakonur kæmust í 2-0
28. mín MARK!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
Fínt horn inn á miðjan teiginn. Darraðadans í teignum sem endar á skoti sem fer í varnarmann og inn
26. mín
Keflavík fær horn
25. mín
Selfoss fær horn Katla með hornið sem er skallað í burtu
21. mín
Árekstur, Katla María liggur eftir samstuð en kemur strax aftur inná.
20. mín
Sif með skot frá 40 metrunum en vel framhjá. Hún ætlar að klára þetta tímabil með trompi
17. mín
Sif með aukaspyrnu sem fer afturfyrir endamörk
15. mín
Keflavík fær horn Melanie með hornið sem er skallað afturfyrir. Annað horn frá hægri sem fer beint afturfyrir endamörk
13. mín
Virðist vera hliðarvindur. Mikil stöðubarátta þessar mínúturnar. Farnir að mynast pollar á vellinum
9. mín
Bæði lið virðast vera í 4-3-3
Keflavík:
Vera
Kristrún-Anita-Mikaela-Caroline
Þórhildur-Ameera
Madison
Dröfn-Melanie-Sandra

Selfoss:
Karen
Íris-Sif-Áslaug-Unnur
Katla-Þóra
Guðrún
Jóhanna-Barbára-Hekla
8. mín
Áslaug Dóra að kveinka sér, jafnar sig og áfram heldur leikurinn
5. mín Gult spjald: Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Sparkar niður Dröfn við vítateiginn
4. mín
Keflvíkingar byrja þetta örlítið betur, skot frá Melanie fyrir utan teig beint á Karen í markinu
1. mín
Leikur hafinn
Flautað af stað Keflavík spilar í átt að Blue höllinni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Allt að verða klárt Liðin að gera sig líkleg að rölta inn á.
Það rignir og það er rok. Þetta verður áhugavert
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn Keflvíkingar stilla upp sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn ÍBV í síðustu umferð.

Hjá gestunum eru tvær breytingar.
Bergrós Ásgeirsdóttir fer úr byrjunarliði síðastas leiks og Íris Una kemur inn.
Embla Dís fer á bekkinn og Guðrún Þóra kemur inn í byrjunarliðið
Fyrir leik
Veðurspáin oft verið betri Gert er ráð fyrir suðvestan 14 m/s og talsverðri úrkomu þegar flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum. Vissara að klæða sig vel og hafa með sér regnhlíf á völlinn.

Mynd: Twitter

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Dómari
Soffía Ummarin Kristinsdóttir er með flautuna í þessum mikilvæga leik á HS Orkuvellinum. Henni til aðstoðar eru Sigurður Schram og Bjarni Víðir Pálmason. Fjórðí dómari leiksins er Patryk Emanuel Jurczak og eftirlitsmaður KSÍ er Þórarinn Dúi Gunnarsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Hver er staðan og hvað getur gerst? Staða liðanna

1. Tindastóll 23 stig markatala - 17
2. ÍBV 21 stig markatala - 12
3. Keflavík 21 stig markatala - 15
4. Selfoss 11 stig markatala - 27

Leikir umferðarinnar

Tindastóll - ÍBV
Keflavík - Selfoss

Hvað þarf Keflavík að gera?

Staðan er mjög einföld, vinni Keflavík er sæti liðsins í Bestu deildinni að ári tryggt óháð úrslitum í leik Tindastóls og ÍBV. Það má því segja að þær séu með örlög sín í eigin höndum.

Jafntefli gæti dugað þeim en þá þurfa þær að treysta á að Tindastóll vinni sinn leik gegn ÍBV. Jafntefli í báðum leikjum og Keflavík fellur á markatölu.

Tölfræðilega er mögulegt fyrir Keflavík að halda sæti sínu þrátt fyrir tap en þar þurfa þær aftur að treysta á Tindastól. Tapi Keflavík til að mynda 0-1 þarf Tindastóll að vinna ÍBV með fimm marka mun svo markatalan sveiflist nægjanlega til að Keflavík og ÍBV hafi sætaskipti. Ansi langsótt og raunhæft að ætla að tap þýði einfaldlega fall.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Keflavík Keflavík situr í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir þessa lokaumferð og er í bráðri fallhættu. Þær eru þrátt fyrir það með örlög sín í eigin höndum en víkjum að því ögn síðar.

Líkt og hjá gestunum hjá Selfossi hefur sóknarleikurinn verið þeirra helsti hausverkur þetta sumarið. Ellefu mörk skoruðu þær í hefðbundinni deildarkeppni og þurftu að bíta í það súra epli að missa sitt helsta sóknarvopn Linli Tu til Breiðabliks í glugganum.
Þær hafa þó bitið í skjaldarrendur þegar mest á reyndi og sigur þeirra á ÍBV setti allt í uppnám fyrir þessa lokaumferð neðri hluta deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Selfoss
Lið Selfoss er þegar fallið eftir mikið vonbrigðasumar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Markmið liðsins voru í það minnsta háleitari en svo að fall yrði niðurstaðan. Þegar horft er til baka hefur sóknarleikurinn verið helsti hausverkur liðsins sem til að mynda skoraði aðeins tíu mörk í hefðbundinni deildarkeppni þetta árið.

Framundan er því leikur upp á stoltið hjá liðinu og uppbygging til framtíðar í Lengjudeildinni að ári. Alls er óvíst hvernig þjálfaramálum verður háttað og einnig hvort að leikmenn eins og Sif Atladóttir taki slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Velkomin á HS Orku völlinn Framundan er mikilvægur leikur í fallbaráttunni. Selfoss eru fallnar úr deildinni. Keflvíkingar þurfa sigur til að bjarga sér frá falli.

Verða þetta liðin sem fara saman niður í Lengjudeildina ?
Byrjunarlið:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
Hekla Rán Kristófersdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
11. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('55)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('55)
16. Katla María Þórðardóttir ('82)
21. Þóra Jónsdóttir ('69)
22. Guðrún Þóra Geirsdóttir ('55)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
4. Ásdís Þóra Böðvarsdóttir ('55)
6. Brynja Líf Jónsdóttir ('82)
8. Katrín Ágústsdóttir
9. Embla Dís Gunnarsdóttir ('55)
10. Elsa Katrín Stefánsdóttir ('69)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir
25. Auður Helga Halldórsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Sigríður Elma Svanbjargardóttir

Gul spjöld:
Unnur Dóra Bergsdóttir ('5)
Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('53)
Elsa Katrín Stefánsdóttir ('75)

Rauð spjöld: