Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Breiðablik
2
0
Stjarnan
Katrín Ásbjörnsdóttir '45 1-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '69 2-0
17.09.2023  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Sól og smá gola!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: Ca 100
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('90)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('64)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('22)
23. Valgerður Ósk Valsdóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
14. Linli Tu ('64)
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
29. Viktoría París Sabido ('22)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Kjartan Stefánsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir
Bjarki Sigmundsson
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Líf Joostdóttir van Bemmel

Gul spjöld:
Clara Sigurðardóttir ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Þetta er búið!

Breiðablik vinnur sinn fyrsta leik síðan 7. ágúst!

Skýrsla og viðtöl koma inn síðar í dag, takk fyrir samfylgdina!
90. mín
+4

Hafrún Rakel gerir vel í að halda boltanum upp við hornfána Stjörnunnar. Hleypa Stjörnukonum ekki ofar á völlinn.
90. mín
+2

Blikar eru að sigla þessu heim. Þær eru bara að reyna að halda í boltann eins og þær geta.
90. mín
+4 í uppbót Erum komin uppbótartíma, það eru að minnsta kosti 4 mínútur sem við fáum.
90. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
90. mín
Málfríður brýtur á Hafrúnu Rakel ofarlega á vellinum. Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað.
88. mín
Andrea Rut með fyrirgjöf en Linli Tu nær ekki til boltans.
88. mín
Jasmín reynir skot sem fer beint í hendurnar á Telmu.
85. mín
Stjarnan með skiptingu yfir til hægri á Eyrúnu Emblu sem nær að halda boltanum og koma skoti á markið en Telma er vel á verði og ver frá henni.
84. mín
Agla María lyftir boltanum í gegn á Linli Tu sem er flögguð rangstæð.
83. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu á miðjum vallarhelmingi Blika.

Andrea lyfir boltanum inn á teiginn og Gunnhildur Yrsa nær skallanum en yfir markið fer boltinn.
80. mín
Heiða reynir sendingu í gegn á Betsy en Valgerður gerir vel og stígur hana út.
78. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan að gera aðra tvöfalda breytingu.
78. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
78. mín
Stjarnan er áfram að sækja og reyna að finna opnanir á vörn Blika en ekkert gengur.
75. mín
Erin er staðin á fætur og leikurinn farinn aftur af stað.
73. mín
Katrín þræðir boltanum í gegn á Linli Tu en flaggið fer á loft. Linli keyrir af fullum krafti á Erin sem er komin vel út úr markinu.

Erin steinliggur eftir og fær aðhlynningu.
69. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Linli Tu
Blikar tvöfalda forystuna!! Jahérna!!

Málfríður með misheppnaða sendingu, Linli Tu vinnur boltann og setur boltann í hlaupið fyrir Andreu sem hefur nóg pláss hægra megin á vellinum, hún keyrir að markinu og á skot sem Erin ver en hún tekur frákastið og leggur hann í netið.

Vel útfærð skyndisókn hjá Blikum sem komast í 2-0!
68. mín
Blikar færa sig aftar og aftar á völlinn og eru komnar í hálfgerða nauðvörn þessa stundina. Stjarnan sækir og Blikar hreinsa frá er svolítið gangur leiksins.
67. mín
Sædís og Andrea tæta upp Blikavörnina og Sædís kemur svo með boltann inn í teig á Jasmín sem hittir ekki markið.
64. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
64. mín
Inn:Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
64. mín
Inn:Linli Tu (Breiðablik) Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
62. mín
Stjarnan fær horn.

Sædís setur boltann inn á miðjan teiginn og Hulda Hrund nær skoti á markið sem Telma ver vel í horn. Þetta var dauðafæri!
61. mín
Það er nokkuð rólegt yfir þessum leik, Stjarnan að mestu leyti með boltann en Breiðablikskonur eru skipulagðar og þéttar til baka.
59. mín
Hafrún Rakel virðist fá högg aftan á hnakkann eftir samstuð við Huldu Hrund. Leikurinn stöðvaður í stutta stund en hún þiggur ekki aðhlynningu og virðist vera klár að halda áfram.
55. mín
Sædís sækir hornspyrnu fyrir Stjörnuna.

Það er þéttur pakki fyrir framan Telmu og allskonar vandræði í teignum áður en Blikar koma þessu frá markinu.
53. mín
Betsy heldur áfram að fá pláss hægra megin og dæla fyrirgjöfum en í þetta skiptið kemst Toni fyrir boltann og Blikar ná að hreinsa.
52. mín
Betsy með fyrirgjöf á fjær þar sem Sædís er mætt en hún nær ekki almennilega til boltans.
51. mín
Stjarnan fær aftur aukspyrnu á svipuðum stað og áðan. Blikar koma þessu svo frá.
50. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu vinstra megin á vellinum.

Telma kemur út og virtist ætla að grípa boltann örugglega en hún missir hann frá sér, varnarmenn Blika koma þessu frá.
48. mín
Viktoría París gerir vel að koma sér í skot fyrir utan teig en skotið er rétt yfir markið! Fínasta tilraun.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Engar skiptingar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Kópavogsvelli þar sem Blikar leiða 1-0 eftir að hafa legið til baka nánast allan leikinn!
45. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MAAARK!! +2

Agla María með hornspyrnuna og Katrín nær að losa sig frá Heiðu Ragney og afgreiðir boltann snyrtilega í netið!

Blikar að taka forystuna, algjörlega gegn gangi leiksins!
45. mín
+2

Blikar sækja hornspyrnu.
45. mín
+1

Gunnhildur lætur vaða af löngu færi en skotið fer yfir markið.
45. mín
Blikar fá hornspyrnu.

Katrín nálægt því að ná til boltans en Erin gerir vel og slær boltann út.

Valgerður lætur svo vaða fyrir utan teig og Erin ver.

Fyrsta skot Blika á markið í leiknum og þeirra fyrsta hornspyrna.
44. mín
Betsy reynir skot en Clara gerir vel og rennir sér fyrir og Stjarnan fær horn.

Toni skallar hornið aftur fyrir og Stjarnan fær aðra hornspyrnu.
42. mín
Það er farið að hellirigna hér í Kópavogi.
41. mín Gult spjald: Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Togar í treyjuna á Betsy.
41. mín
Blikar að byggja upp fína sókn og Agla María reynir fyrirgjöf sem Fríða hreinsar frá.
39. mín
Stjarnan fær hornspyrnu. Sædís röltir yfir til að taka hana.
37. mín
Þetta heldur áfram að vera rólegt og mjög passíft.
32. mín
Gunnhildur reynir fyrirgjöf en boltinn fer beint í fangið á Telmu.
30. mín
Úfff. Betsy nær að koma fætinum inn í sendingu frá Telmu en boltinn fer aftur fyrir markið sem betur fer fyrir Telmu og Breiðablik.
30. mín
Stjarnan með yfirhöndina og leikurinn hefur að mestu farið fram á vallarhelmingi Blika sem hafa þó varist vel. Stjarnan ekki að ná að skapa nein opin færi.
27. mín
Sædís Rún reynir fyrirgjöf á fjær þar sem Betsy er stödd en of fastur bolti sem fer aftur fyrir.
25. mín
Andrea Mist reynir að lyfta boltann inn á teig í hlaupið hjá Gunnhildi Yrsu en Toni nær að koma tánni í boltann og hann endar í fanginu á Telmu.
24. mín
Valgerður Ósk færir sig niður í vinstri bakvörð og Viktoría París kemur inn á miðjuna.
23. mín
Telma Ívars!! Váá þvílík varsla!

Betsy fær svakalegt pláss til að athafna sig og koma sér í skot, hún lætur vaða frá vítagslínunni og snýr boltann á fjær en Telma kemur með alvöru sjónvarpsvörslu! Stjarnan á horn.
22. mín
Inn:Viktoría París Sabido (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Það er Viktoría sem kemur inn fyrir Vigdísi. Spilaði með Augnabliki í upphafi sumars og kom til baka í glugganum.

Hennar fyrsti leikur í Bestu deildinni skilst mér!
20. mín
Þá fer leikurinn aftur af stað, það er ljóst að Vigdís Lilja hefur lokið leik. Vonum að hún sé ekki alvarlega meidd.

Sýnist Linli Tu vera að gera sig klára að koma inn á.
16. mín
Arna Dís og Vigdís Lilja lenda hér í slæmum árekstri. Langur bolti frá Telmu og þær eru báðar að horfa áboltann en Arna Dís keyrir Vigdísi hressilega niður. Vigdís steinliggur og fær aðhlynningu.

Arnar Þór dómari dæmdi ekkert og boltinn fór útaf, Stjarnan á innkast. Stuðningsmenn Breiðabliks láta vel í sér heyra og vilja fá rautt spjald.
14. mín
Arna Dís reynir að skipta yfir á Huldu Hrund sem er með mikið pláss vinstra megin, en Telma kemur út og hreinsar.
9. mín
Þetta fer rólega af stað, bæði lið að reyna að byggja upp sóknir en lítið að ganga upp.
5. mín
Gunnhildur Yrsa fær boltann upp í horn, reynir fyrirgjöf sem fer af Toni og útaf, Stjarnan fær hornspyrnu.
4. mín
Gunnhildur Yrsa reynir að stinga sér í gegn en Toni er sterk og stígur hana út.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar hefja þennan leik og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Blikar gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Þór/KA. Vigdís Lilja og Hrafnhildur Ása koma inn í liðið, Linli Tu sest á bekkinn og Taylor Ziemer er farin til FC Twente.

Kristján gerir eina breytingu frá sigrinum á Val, Hulda Hrund kemur inn fyrir Gyðu Kristínu.
Fyrir leik
Taylor Ziemer til FC Twente
Taylor hefur verið einn af lykilleikmönnum Blika síðustu tímabil. Blikar misstu einnig á dögunum Bergþóru Sól Ásmundsdóttur til Örebro.
Fyrir leik
Spákona umferðarinnar Elízu Gígja Ómarsdóttir, leikmaður Víkings og fréttaritari Fótbolta.net, spáði í umferðina og hafði þetta að segja um þennan leik:

Breiðablik 0 - 2 Stjarnan
Heitasta lið landsins um þessar mundir mætir því liði sem hefur verið að brasa hvað mest. Þetta er risastór leikur í baráttunni um annað sætið og alveg hægt að færa rök fyrir því að þetta sé síðasti séns fyrir Blika að rífa sig í gang. Stjörnuvélin heldur áfram að malla í þessum leik og þær setja tvö. Andrea Mist heldur áfram að skora og Sædís Rún setur screamer.
Fyrir leik
Dómgæslan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dómari: Arnar Þór Stefánsson
AD1: Guðmundur Valgeirsson
AD2: Daníel Ingi Þórisson
Varadómari: Þórður Arnar Árnason
Eftirlitsmaður KSÍ: Jón Sveinsson
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Breiðablik og Stjarnan hafa mæst þrisvar í sumar, tvisvar í deild og í undanúrslitum í bikar.

Fyrst mættust liðin 7. júní á Kópavogsvelli í fyrri umferð Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Andrea Mist kom Stjörnunni yfir á 60. mínútu og Málfríður Erna varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 71. mínútu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Næst mættust liðin í undanúrslitum í Mjólkubikarnum á Samsungvellinum þann 1. júlí. 1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma en þar skoruðu Betsy og Birta Georgs. Andrea Mist og Hafrún Rakel settu mörk í framlengingunni og var staðan því 2-2. Þá var komið að vítakeppni þar sem Breiðablik hafði betur 4-1.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Í þriðja skiptið mættust liðin 16. ágúst á Samsungvellinum í seinni umferð Bestu deildarinnar og vann Stjarnan þar 4-2 sigur. Stjarnan komst í 3-0 með mörkum frá Huldu Hrund, Gunnhildi Yrsu og Jasmín Erlu en blikar klóruðu í bakkann og náðu að minnka muninn í 3-2 með mörkum frá Andreu Rut og Öglu Maríu. Andrea Mist innsiglaði svo 4-2 sigur Stjörnunnar með marki í uppbótartíma.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heitasta liðið á móti brotnum Blikum Það má segja að Stjarnan sé heitasta landið um þessar mundir en þær hafa unnið 5 deildarleiki í röð og koma inn í þennan leik eftir 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Þessi sigurganga hófst einmitt með 4-2 sigri á Blikum þann 16. ágúst.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það hefur ekkert gengið hjá Breiðablik síðan þær töpuðu gegn Víking í bikarúrslitunum, en fyrir þann leik voru Blikar á toppi Bestu deildarinnar. Síðasti sigurleikur Blika kom þann 7. ágúst. Fimm deildarleikir án sigurs og búnar að missa af tveimur titlum. Í síðustu umferð fóru þær norður og töpuðu 3-2 fyirr Þór/KA.
Það er hins vegar Evrópusæti í húfi og baráttan um það er gríðarleg. Þær þurfa nauðsynlega að ná í sigur hér í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í efri hlutanum Með sigri á Val í síðustu umferð lyfti Stjarnan sér upp fyrir Blika í töflunni sem hafa verið í miklu brasi undanfarið.

1. Valur - 45 stig
2. Stjarnan - 35 stig
3. Breiðablik - 34 stig
4. Þróttur R. - 34 stig
5. Þór/KA - 32 stig
6. FH - 28 stig

Heil umferð er spiluð í efri hlutanum í dag kl. 14:00.

14:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Þór/KA (AVIS völlurinn)
14:00 Valur-FH (Origo völlurinn)
Fyrir leik
Góðan daginn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verið velkomin lesendur góðir í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Stjarnan mætast í baráttunni um 2. sætið í Bestu deild kvenna.
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir (f) ('78)
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('64)
10. Anna María Baldursdóttir
11. Betsy Doon Hassett
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('64)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('78)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir ('78)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('78)
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('64)
19. Hrefna Jónsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld: