Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vestri
1
0
Fjölnir
Silas Songani '29 1-0
20.09.2023  -  16:30
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla - Umspil
Aðstæður: Norðan gola. Skýjað og þurrt. 6°C. Völlurinn ekkert sérstakur.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Um 400, vel mætt og stemmari
Maður leiksins: Tarik Ibrahimagic
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson ('53)
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic ('67)
10. Nacho Gil (f) ('89) ('89)
11. Benedikt V. Warén
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('67)
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
12. Rafael Broetto (m)
4. Fatai Gbadamosi ('89)
9. Iker Hernandez Ezquerro ('67)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
16. Ívar Breki Helgason ('89)
17. Guðmundur Páll Einarsson
77. Sergine Fall ('53)
80. Mikkel Jakobsen ('67)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
Atli Þór Jakobsson
Grímur Andri Magnússon
Ásgeir Hólm Agnarsson

Gul spjöld:
Morten Ohlsen Hansen ('42)
Elmar Atli Garðarsson ('57)
Vladimir Tufegdzic ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið! 1-0 forskot í Grafarvoginn, myndi segja að það sé á pari. Allt opið fyrir seinni leikinn!
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna og leikurinn að fjara út, eða hvað?
89. mín
Inn:Fatai Gbadamosi (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
89. mín
Inn:Ívar Breki Helgason (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
88. mín
Fjölnir horn Axel vinnur horn hægra megin. Reynir gefur fyrir á nær, boltinn berst síðan til Guðmunds sem lúðrar boltanum framhjá
86. mín
Völlurinn er heldur brúnni en í byrjun leiks, menn eru að renna á rassinn hérna.
85. mín
Vestri á horn Góður bolti frá Morten sem finnur Iker og hann vinnur horn hægra megin. Hornið er á fjær en skalli frá Ibra er laus og rétt yfir.
83. mín
Inn:Reynir Haraldsson (Fjölnir) Út:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
82. mín
Gera betur þarna! Vestri komnir í frábæra stöðu, 3 á einn en Benó finnur ekki samherja, sparkar boltanum beint í Dofra. Nagar sig í handabökin
80. mín
Horn Fjölnir Fyrirgjöf á fjær sem Elmar kassar aftur fyrir. Keyrt í bakið á honum og hann liggur eftir, Helgi Mikael mátti alveg flauta þarna mín vegna.
77. mín
Skot Vestri Mikkel köttar inn frá hægri en skot hans er varið af varnarmanni í horn. Var á leiðinni inn!
76. mín
Dauðafæri! Löng aukaspyrna frá vinstri sem Morten kastar sér á en boltinn siglir sína leið rétt framhjá fjærstönginni!
74. mín
Endana á milli núna, Axel með frábæran sprett upp hægri kantinn, rennir boltanum út en misskilningur hleypir Vestra í skyndisókn. Þar er Iker með boltann vinstra megin en fyrirgjöf hans er yfir allt og alla og siglir útaf.
72. mín
Beint í vegginn
70. mín
Hætta Fjölnir Máni fær boltann einn á fjær, lyftir boltanum fyrir en Vestri hreinsa í örvæntingu. Fyrir utan teiginn brýtur Iker klaufalega af sér á hættulegum stað. Júlíus mundar löppina
67. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
Hmm fýla ekki þessa. Silas er svo hættulegur, hlýtur að geta spilað 10 mínútur í viðbót
67. mín
Inn:Iker Hernandez Ezquerro (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa gamli búinn að djöflast í dag, fín vakt
67. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
Á spjaldi, ferskar lappir á miðjuna
67. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
65. mín
Ekki sofa á þessum leik. Komnir neistar í púðurtunnuna! Mikið öskrað og mikið flautað núna.
63. mín
Horn Vestri Nacho lyftir boltanum yfir vörnina, Silas er hársbreidd frá því að ná til boltans en Fjölnir bjargar í horn á elleftu stundu.
62. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tufa trompast og æðir í Helga Mikael sem launar honum með verðlaunum sem hann biður um með svoleiðis hegðun. Menn eru æstir.
62. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Það er hiti! Nokkur návígi og endar með því að Hans sparkar Tarik niður og fær gult spjald.
60. mín
Hendi? Bjarni Þór með frábæran kross frá vinstri, Máni í færi á teignum og skýtur framhjá. Heimtar strax hendi og fær allt liðið með sér. Helgi Mikael ræðir við línuvörðinn sinn en ekkert dæmt. Jú útspark.
57. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Stígur á Baldvin út við miðjuna. Óheppinn, enginn ásetningur í þessu
57. mín
Sammi misnotar hátalarakerfið og gargar inn með boltann! Fallhlífarbolti frá Silas sem dettur niður á fjær. Hætta á ferðum en endar að lokum aftur fyrir endamörk rétt við stöngina.
56. mín
Fall fer bara beint inn í vinstri bakvörðinn, vinnur horn með sínu fyrsta framlagi.
55. mín
Sigurjón fer í glæfralegt úthlaup, boltinn skoppandi fyrir utan teiginn. Fer hátt með fótinn og hefði Tufa verið í milli þarna hefði Sigurjón verið í allskonar basli. Reddaðist.
53. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
Hann splæsir ekki bara togvíra, hann spilar fótbolta líka. Kemur líklega inn í hægri bakvörð og Elmar færir sig yfir.
52. mín
Elvar er á leiðinni útaf.
50. mín
Elvar og Baldvin skalla saman og báðir sjúkraþjálfarar hlaupa inn á völlinn. Vonandi er í lagi með báða.
48. mín
Nacho með hörkuskot af löngu færi en Sigurjón grípur boltann. Heimamenn líklegir.
48. mín
Fjölnir taka sennilega 1-0 ef þú býður þeim það núna. Vestri þarf tvö mörk í forskot helst. Sigurjón er búinn að hægja á sínum aðgerðum.
47. mín
Horn Vestri Benó tvisvar einn á einn vinstra megin, Fjölnismenn bjóða hættunni heima. Benó lyftir horninu lengst uppí vindinn en enginn skorar Sigurjón á hólm sem grípur boltann örugglega.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur kominn af stað! Vestri með vindinn í bakið
45. mín
Hitti einn af örfáum Fjölnismönnum sem sáu sér fært að fara út fyrir borgina. Hann var uppfullur af ranghugmyndum um rangstöðu á Silas í markinu. Kíkti á það og markið var fullkomnlega löglegt.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar menn í kaffi. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru gott mark. Voru líklegir að bæta strax við öðru en allt kom fyrir ekki. Fjölnismenn unnu sig inn í leikinn seinni part hálfleiksins en Úlfur getur ekki verið sáttur við heildar frammistöðu liðsins hingað til. Segir sennilega eitthvað sniðugt í hálfleik.
45. mín
Sókn Vestri Tarik stöðvar gulan skyndibita með geggjaðari tæklingu og fagnaði henni, illa peppaður. Boltinn berst á Silas sem nær góðri fyrirgjöf á nær sem Ibra er hársbreidd frá því að koma á markið.
45. mín
Horn Fjölnir Bjarni Þór spyrnir boltanum fyrir, reyna að klessa Marvin niður en vindurinn feykir spyrnunni yfir markið og afturfyrir.
42. mín Gult spjald: Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Sá ekki almennilega, eitthvað samstuð. Júlíus seldi eitthvað fyrir allan peninginn með öskrum og meððí.
40. mín
Skárra frá Fjölni núna. Halda í boltann og búa eitthvað til sem minnir á sókn allavega.
38. mín
Langt innkast Fjölnir Dofri og Axel leika vel á milli sín hægra megin og uppskera innkast á hættulegum stað? Innkastið rennur út í sandinn aftur fyrir endamörk.
35. mín
Taktar hjá Silas! Biluð fyrsta snerting framhjá Vilhjálmi. Kominn upp að endamörkum og lætur Villa setjast á rassinn þar. Chippar inná teiginn en Ibra og Tufa finna ekki stöðu til að ráðast á boltann.
34. mín
Fjölnir hafa ekki byrjað leikinn vel. Eru seinir og bjóða hættunni heim.
33. mín
Hætta á teignum Silas og Ibra henda í þríhyrning á hægri. Ibra með fastan bolta fyrir sem skoppar í teignum. Smá bras en Dofri hreinsar á endanum.
32. mín Gult spjald: Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
Rífur í Marvin sem ætlaði að koma boltanum fljótt í leik. Auðveld ákvörðun
29. mín MARK!
Silas Songani (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Silaaaaaaaaas!!!! Vandræði í vörninni hjá Fjölni, Hans Viktor reynir að skalla boltann til baka á Sigurjón en hann stendur fyrir utan teig, neyðist til að sjanka boltann eitthvað útí loftið. Benó endar með boltann vinstra megin í teignum, lyftir boltanum á fjær þar sem Silas Songan stangar boltann inn! Frábært mark!
27. mín Gult spjald: Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
Samstuð við Elvar, var óheppinn þarna. Leit illa út en gult alveg hárréttur dómur. Elvar var rétt á undan í boltann.
25. mín
Afturelding komið yfir Rasmus Christiansen búinn að skora fyrir Aftureldingu
23. mín
Færi! Silas kveikir á afterburnernum eftir skallaeinvígi, kemst í stöðu vinstra megin og rennir boltanum fyrir markið, aðeins og langt fyrir Tufa. Hann heldur boltanum í leik, endar hjá Elmari sem chippar boltanum í teiginn. Silas nær skalla í góðu færi en hann er beint í fangið á Sigurjóni
21. mín
Vestri stimplar yfir á hægri. Silas reynir djúpa fyrirgjöf en hún siglir yfir pakkann. Silas og Benó báðir að komast inn í leikinn.
20. mín
Leikurinn er opinn og hraður núna
19. mín
Benó brunar upp kantinn, boltinn berst á Ibra sem hendir í barnalegan leikaraskap.
17. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
16. mín
Sigurvin er alblóðugur, kemur úr nefinu. Það lítur út fyrir að hann sé að koma útaf, Guðmundur Karl er að koma inná
16. mín
Samstuð Sigurvin og Ibra Balde lenda saman og Sigurvin liggur óvígur eftir
14. mín
Vestri horn Tufa nær að djöflast í einvígi og boltinn dettur fyrir Silas. Hann reynir að leika á tvo en Fjölnismenn hreinsa í horn. Hornið er djúpt á fjær, Morten nær skalla en hann er í góðri gæslu og boltinn dettur niður og í fangið á Sigurjóni í markinu.
12. mín
Vestri er að halda í boltann og eru líklegri. Fjölnismenn bíða færis
10. mín
2-1 Vestri segir Doddi Spáin frá Þórði Ingasyni komin í hús.
9. mín
Benó aftur í góðri stöðu, reynir fyrirgjöf á nær en Hans Viktor er á undan Tufa í boltann
8. mín
Frábær sókn Vestri Tufa flikkar á Ibra sem kemur boltanum á Benó í góðu plássi. Hann leikur á tvo og rennir boltanum innfyrir á Ibra en hann er flaggaður rangstæður.
8. mín
Langt innkast Bjarni Þór grýtir tuðrunni inn á teiginn frá hægri. Hættulegur bolti sem Ibra Balde skallar frá.
5. mín
Nákvæmlega ekkert að gerast fyrstu 5 mínúturnar. Menn vilja ekki gera neitt heimskulegt
2. mín
Baldvin og Júlíus eru á miðjunni hjá Fjölni. Máni er uppá topp/vinstra megin, Axel hægra megin og Bjarni þarna frammi líka. 4-4-2 eða 4-3-3 eftir því hvernig þú lítur á það sýnist mér.
1. mín
Leikur hafinn
Game ON! Vestri byrjar með boltann uppí vindinn.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn
Fyrir leik
Bjó á Verbúð í Bolungarvík Hebbi er farinn að þenja röddina í kerfinu, þá veistu að þetta er að bresta á. Liðin eru komin inn í klefa og bíða þess að Helgi Mikael flauti þau út á völl.

Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson

Fyrir leik
Vilhjálmur Inn Það fór framhjá mér að Vilhjálmur Yngvi Hjálmarson byrjar leikinn, Guðmundur Karl Guðmundsson er á bekknum. Guðmundur Karl er á hættusvæði varðandi leikbann, höfum auga með því ef að hann kemur við sögu í leiknum.
Fyrir leik
Nóg af nostalgíu í bili. Liðin eru að hita upp, sjoppan er opin, burgers á grillinu og fólk er að fylla stúkuna. Kaffi og kók á mig. Allir klárir eina.
Fyrir leik
Eitt helsta sameiningartákn þessa tveggja félaga er hinn hjartagóði Þórður Ingason. Spilaði með Fjölni 2004-2009 og aftur 2013-2018. Einnig spilaði hann við góðan orðstír hér í tvö tímabil fyrir vestan. 2011-2012. Sendi skilaboð á hann og heimtaði spá, von á henni von bráðar. Hann er auðvitað nýbakaður bikarmeistari, varði markið eins og kóngur um helgina. Legend in the game.

Mynd: Fótbolti.net - Ívar Atli Sigurjónsson

Fyrir leik
Fyrir leik
Talandi um stóra leiki Þegar maður hugsar um stóra leiki á Torfnesi þá koma tveir sterkt upp í hugann. 8 liða úrslit í bikar 2011 gegn Breiðablik. Sölvi Gylfi Gylfason með tvö mörk í framlengingu og Andri Rúnar eitt, 4-1. Heimaleikur við KR í undanúrslitum tók við og Gunnar Már "Wonderboy" Elíasson skoraði mark sem þarf að rifja upp vikulega í það minnsta. Úrslit leiksins öllum gleymd.

Smelltu hér til að sjá markið fræga
Fyrir leik
Stærsti leikur Vestra frá upphafi Þessi úrslitakeppni gefur Vestra tækifæri á því að spila í efstu deild í fyrsta skipti í sögu nafnins. Alvöru öskubuskusaga ef svo verður raunin! Ég býst við hörku stemmningu í dag, það eru allar kaffistofur bæjarins að tala um leikinn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Tarik Ibrahimagic byrjar leikinn á miðjunni, Fatai situr á bekknum. Örlítið sókndjarfara lúkk á miðjunni. Tarik kom frá Dannmörku á miðju tímabili og hefur náð að vinna sig inn í liðið. Davíð Smári veit að hann þarf að skora mörk hérna í dag. Hjá Fjölnismönnum hvílir Óliver Dagur Thorlacius og Bjarni Þór Berndsen startar í dag í hans stað.

Mynd: Næstved Boldklub

Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Fjölnis Keli lagði pensilinn frá sér autt augnablik og stillti upp líklegu Fjölnisliði

Mynd: Hákon Dagur Guðjónsson

Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Vestra
Mynd: Hákon Dagur Guðjónsson

Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrri leikir liðanna Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram í Grafarvogi 24. júní. Óliver Dagur Thorlacius kom heimamönnum yfir á 63. mínútu en Tufa jafnaði þremur mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð, 1-1 lokatölur. 8 gul spjöld fóru á loft í leiknum.

Fjölnir 1-1 Vestri
Oliver Dagur Thorlacius 63'
Vladimir Tufegdzic 66'

Seinni leikurinn fyrir vestan fór fram 26 ágúst. Mörk frá Gustav Kjeldsen og Benedikt Warén ásamt sjálfsmarki frá áðurnefndum Oliver Dag tryggðu sigur heimamanna. Bjarni Gunnarson skoraði mark Fjölnismanna, 3-1.

Vestri 3-1 Fjölnir
Gustav Kjeldsen 9'
Bjarni Gunnarson 37'(v)
Oliver Dagur Thorlacius 44'(og)
Benedikt Warén 88'

Oliver Dagur búinn að skora fyrir bæði lið í sumar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Nokkrir molar -Stuðlarnir á Lengjunni eru hnífjafnir fyrir leikinn, 2.30 á Vestra og 2.38 á Fjölni

-Fjölnir voru síðast í bestu deildinni árið 2020 þar sem þeir féllu í styttu móti vegna veirunnar

-Vestri hefur aldrei spilað í efstu deild, þó eru Ísfirðingar alvanir knattspyrnu á efsta stigi en ÍBÍ lék í efstu deild 1962, 1982 og 1983.

-Helgi Mikael Jónasson er dómari leiksins í dag, sjóðandi heitur eftir bikarúrslitaleikinn um helgina. Hann er skráður í Boltafélag Norðfjarðar en á leiki í 2. flokki með Breiðablik, Val og FH

-Mottó Boltafélags Norðfjarðar er Secundus Pila, eða seinni bolti. Það er viðeigandi í þessum leik þar sem leikir á Íslandi síðla september snúast oftar en ekki um baráttu og vilja og jú, þennan blessaða seinni bolta.

-Leikurinn verður líklega síðasti leikurinn á Torfnesi á grasi. Leggja á gervigras á gömlu ruslahaugana í vetur og verður tilbúið fyrir næsta tímabil ef allt gengur eftir.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tímabilið hjá Fjölni Tímabilið hjá Fjölni er talsvert ólíkt Vestra. Þeir byrjuðu frábærlega, töpuðu ekki fyrr en í 9. umferð og voru lengi vel í samtalinu um fyrsta sætið í deildinni. Sæti í úrslitakeppni var í rauninni aldrei í hættu en þá helst um miðbik sumars þegar kom smá kafli þar sem betur mátti fara, tap á heimavelli gegn Selfoss stendur þar uppúr. Úlfur þjálfari stelur oftar en ekki fyrirsögnunum en á bak við hann er þétt og gott lið, þeir enda einu stigi á eftir Aftureldingu og markatalan góð. Bjarni Gunnarson er markahæsti maður liðsins með 10 mörk en alls hafa 17 leikmenn skorað fyrir liðið í sumar. Það lýsir Fjölni ágætlega, erfitt að fara að beina sjónum á einstaka leikmenn þar sem breiddin er góð og liðið er framar öllu. Máni Austmann, Dofri Snorra, Hákon Ingi, Guðmundur Karl, Daníel Ingvar, listinn er langur af góðum leikmönnum í hópnum.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Tímabilið hjá Vestra Það hefur verið mikill stígandi í gengi Vestra þetta tímabilið. Þetta byrjaði hægt, 2 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Fengu á sig klaufaleg mörk og skoruðu ekki mikið á hinum endanum. Sigrar gegn Njarðvík og Leikni komu Djúpmönnum á bragðið og síðan hefur liðið ekki litið til baka. Danirnir tveir mynduðu feiknarsterkt miðvarðarpar og endaði Vestri með fæst mörk fengin á sig í deildinni í sumar. Silas Songani er jókerinn í liðinu, þegar Vestri hendir í góðan skyndibita er hann á tíðum "unplayable". Benedikt Waren hefur verið frábær í seinni umferðinni og Tufa er refur sem skorar alltaf mörkin sín. Vestri eru til alls líklegir í þessu umspili.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Velkomin! Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Fjölnis í úrslitakeppni Lengjudeildar karla. Helvika eins og hún hefur verið kölluð útí bæ er hafin, þetta verður algjör veisla!



Mynd: Lengjan

Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('17)
9. Bjarni Gunnarsson ('67)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson
11. Dofri Snorrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('83)
22. Baldvin Þór Berndsen ('67)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson ('83)
7. Dagur Ingi Axelsson
8. Óliver Dagur Thorlacius ('67)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
23. Hákon Ingi Jónsson ('67)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('17)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Baldvin Þór Berndsen ('27)
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('32)
Hans Viktor Guðmundsson ('62)

Rauð spjöld: