Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
Maccabi Tel Aviv
3
2
Breiðablik
Yvann Macon '11 1-0
Eran Zahavi '25 2-0
Dan Biton '32 3-0
3-1 Klæmint Olsen '44
3-2 Klæmint Olsen '55
21.09.2023  -  19:00
Bloomfield leikvangurinn
Sambandsdeildin
Aðstæður: 27 gráður og völlurinn frábær
Dómari: Vitalijs Spasjonnikovs (Lettland)
Byrjunarlið:
90. Roi Mishpati (m)
3. Roy Revivo
4. Enric Saborit
7. Eran Zahavi ('88)
10. Dan Biton ('78)
14. Joris van Overeem
17. Felício Milson
25. Derrick Luckassen
42. Dor Peretz
77. Osher Davida ('65)
97. Yvann Macon ('65)

Varamenn:
19. Daniel Tenenbaum (m)
2. Avishay Cohen ('65)
5. Idan Nachmias
9. Dor Turgeman ('88)
11. Yonatan Cohen ('65)
16. Gavriel Kanichowsky ('78)
21. Sheran Yeini
23. Eyal Golasa
27. Ofir Davidzada
34. Saied Abu Farchi
36. Ido Shahar
55. Nir Bitton

Liðsstjórn:
Robbie Keane (Þ)
Rory Delap

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar geta borið höfuðið hátt Kaflaskiptur leikur en liðið sýndi karakter með því að ná að minnka muninn í eitt mark eftir að hafa lent þremur mörkum undir. Blikar voru þó í raun aldrei nálægt því að finna jöfnunarmarkið.

Zorya og Gent gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik riðilsins.
94. mín
Robbie Keane stressaður á hliðarlínunni. Bendir á höfuðið, skilaboðin á hans menn að halda haus og landa þessu.
93. mín
Blikar í álitlegri skyndisókn en Viktor Karl nær ekki að koma boltanum á Ágúst Hlyns sem var í hættulegu hlaupi.
92. mín
Milson með fast skot sem Anton ver en missir boltann frá sér, Damir kemur svo boltanum afturfyrir.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur
89. mín
Marktilraunir: 16-9
88. mín
Inn:Dor Turgeman (Maccabi Tel Aviv) Út:Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv)
Nítján ára leikmaður að koma inná.
87. mín
Maccabi fær hornspyrnu. Ekkert sem bendir til þess að Breiðablik nái að jafna. Leikurinn fer algjörlega fram á vallarhelmingi Blika og langt síðan Kópavogsliðið náði að komast í álitlega stöðu sóknarlega.
85. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Brýtur á Avishay Cohen.
84. mín
Klæmint Olsen í baráttunni en flaggið á loft, rangstaða.
83. mín
Blikum gengur illa að halda boltanum þessa stundina, eru ekki að ná að koma sér á síðasta þriðjung.
80. mín
Önnur hornspyrna sem Maccabi fær. Klæmint Olsen skallar boltann afturfyrir. Hornspyrnan beint á Oliver sem setur boltann upp í loftið. Sókn Maccabi heldur áfram.
79. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
79. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
78. mín
Blikar að fara að henda í tvöfalda skiptingu
78. mín
Inn:Gavriel Kanichowsky (Maccabi Tel Aviv) Út:Dan Biton (Maccabi Tel Aviv)
78. mín
Zahavi með skot sem fer í Damir og afturfyrir. Hornspyrna sem heimamenn fá.
76. mín
Maccabi í smá vandræðum með pressu Blika. Það er alvöru spenna hér á lokakafla leiksins. Þessum sögulega leik fyrir íslenskan fótbolta.
74. mín
Blikar fá hornspyrnu. Höskuldur með spyrnuna. Maccabi menn ná að skalla boltann í burtu.
72. mín
Cohen með fyrirgjöf sem breytir um stefnu af Davíð Ingvars og endar svo í lúkunum á Antoni Ara.
71. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
69. mín
Maccabi að stýra ferðinni núna. Aftur komnir með undirtökin.
68. mín
Cohen með fyrirgjöf en Damir réttur maður á réttum stað og hreinsar frá. Stuttu seinna kemur svo skot frá Zahavi af löngu færi en Anton Ari með allt á hreinu og ver.
67. mín
Eran Zahavi með skot framhjá.
65. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
65. mín
Inn:Yonatan Cohen (Maccabi Tel Aviv) Út:Osher Davida (Maccabi Tel Aviv)
65. mín
Inn:Avishay Cohen (Maccabi Tel Aviv) Út:Yvann Macon (Maccabi Tel Aviv)
64. mín
Færeyingurinn sækist eftir þrennunni! Klæmint Olsen lét vaða úr nokkuð þröngu færi og Mishpati varði af öryggi.
62. mín
Robbie Keane að undirbúa tvöfalda skiptingu Ekki sáttur með þróunina. Heimamenn hafa haldið að þeir gætu bara tekið þetta 'með vinstri' í þessari stöðu.
61. mín
Leikurinn stopp og þá nær Gísli í skóinn og klæðir sig í hann. Spaugilegt atvik.
60. mín
Gísli Eyjólfsson er orðinn skólaus á vinstri fæti. Skórinn bara liggur á grasinu en Gísli heldur leik áfram!
59. mín
Höskuldur Gunnlaugsson tekur skot langt fyrir utan teig en í varnarmann. Var með kosti sitthvorum megin við sig.
Blikar áttu að hlusta á Bö!
55. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
ÞARNAAAAAA!!!!! AFTUR KLÆMINT!!!! Höskuldur með hornspyrnu, markvörður Maccabi misreiknar þennan bolta herfilega og missir hann yfir sig. Klæmint er á fjærstönginni, skallar boltann í jörðina og inn!

ÁHUGAVERÐ STAÐA!
55. mín
Flott byrjun á seinni hálfleik Hættuleg sókn Blika. Gísli Eyjólfs gerir vel, leggur boltann út en á síðustu stundu ná heimamenn að koma boltanum frá. Blikar að komast hérna í flottar stöður og það er svo sannarlega tækifæri til að minnka muninn enn frekar.
52. mín
Felício Milson með skot en Anton Ari fór í gott úthlaup og lokaði á hann, varði.
51. mín
Höskuldur með aukaspyrnu inn í teiginn en Mishpati kemur af línunni og handsamar boltann.
50. mín
Alexander Helgi lendir illa, fær högg á síðuna. Fljótur að standa á fætur og heldur leik áfram. Einn af sjö uppöldum Blikum í byrjunarliðinu.
48. mín
Klæmint Olsen krækir í aukaspyrnu og Breiðablik fær tækifæri á fyrirgjöf frá vinstri. Alexander Helgi með spyrnuna. Kemur boltanum í teiginn en heimamenn koma boltanum frá, Alexander brýtur svo af sér til að koma í veg fyrir skyndisókn.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Þetta sögðu sérfræðingarnir í hálfleik Baldur Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, talar um að Breiðablik hafi verið að klikka á grundvallaratriðum í fyrri hálfleik. Albert Brynjar Ingason talar um að Blikar séu oft að komast í góðar stöður en taka rangar ákvarðanir.

Athygli hefur vakið að Anton Logi Lúðvíksson er að spila sem hægri bakvörður. Albert talar um að Anton hafi verið í brasi og gæti trúað því að hann verði tekinn af velli. Þetta upplegg Óskars Hrafns sé að klikka og hann þurfi að bregðast við því.
Færeyingur í íslensku sögubækurnar
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks Með boltann: 61% - 39%
Marktilraunir: 9-6
Hornspyrnur: 2-1
Rangstöður: 2-0
Sendingar: 244-171
45. mín
Hálfleikur
Lettneski dómarinn flautar til loka fyrri hálfleiks
45. mín
Dor Peretz skallar yfir eftir aukaspyrnu. Það síðasta sem við sjáum í þessum fyrri hálfleik.
45. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Togar í Van Overeem og fær fyrsta gula spjaldið í leiknum.
45. mín
Að minnsta kosti 4 mínútur í uppbótartíma
44. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
VEL GERT!!! Alexander Helgi kemur boltanum upp hægra megin á Jason Daða sem tekur lága fyrirgjöf inn í teiginn, þar er færeyski sóknarmaðurinn Klæmint Olsen mættur og klárar í fyrsta. Vel útfært.
43. mín
Stór hluti áhorfenda kominn úr að ofan enda hiti í Tel Aviv.
39. mín
Leikurinn farinn í gang að nýju Anton Ari getur haldið leik áfram.
38. mín
Hætta á ferðum við mark Breiðabliks en búið að flagga rangstöðu. Leikmaður Maccabi lendir á Antoni Ara markverði Breiðabliks sem kennir sér meins og þarf aðhlynningu.
37. mín
Gísli Eyjólfs óhræddur við að láta vaða, tekur skot hátt yfir.
32. mín MARK!
Dan Biton (Maccabi Tel Aviv)
Stoðsending: Dor Peretz
Hrikalegur varnarleikur í þessu marki.

Dor Peretz gegn þremur Blikum nær að renna boltanum á Dan Biton sem er einn og yfirgefinn í teignum og skorar.
32. mín
Gísli Eyjólfs með bakfallsspyrnu! Skemmtileg tilraun. Gísli fær boltann í teignum og tekur bakfallsspyrnu en skotið endar í fanginu á Mishpati í mark heimamanna.
30. mín
Fyrirgjöf frá vinstri frá Maccabi en Viktor Örn kemur boltanum frá.
29. mín
Breiðablik fær sína fyrstu hornspyrnu. Höskuldur fyrirliði sér um að taka spyrnuna en Blikar ná ekki að gera sér mat úr henni.
27. mín
Úfff... Zahavi í markteignum og fær hörkufæri til að skora þriðja mark Maccabi. Eftir flotta byrjun Blika eru heimamenn búnir að taka gjörsamlega öll völd á þessum leik.
25. mín MARK!
Eran Zahavi (Maccabi Tel Aviv)
Stoðsending: Joris van Overeem
Stærsta stjarna Maccabi skorar Smá bras á varnarleik Breiðabliks og Zahavi fær boltann í teignum, tekur snúninginn og klárar af gríðarlegri fagmennsku. Er með Damir í bakinu en tekur laglegan snúning og klárar smekklega.

Brekka fyrir Blika.
Mynd af byrjunarliðinu
19. mín
Nir Bitton með skot í hliðarnetið.
18. mín
Draumamark bakvarðarins Yvann Macon sem skoraði markið er bakvörður og alls ekki mikill markaskorari. Hann er á láni frá franska liðinu Saint-Etienne en þar hefur hann skorað fjögur mörk í 42 leikjum.

Þetta mark hjá honum var svakalegt! Hann gerir þetta ekki aftur á lífsleiðinni.
17. mín
Jason Daði með frábæran sprett en er of lengi að gefa boltann frá sér, skömmu síðar tekur Gísli Eyjólfs skot en varnarmaður kemst fyrir.
15. mín
Dan Biton með hornspyrnu fyrir Maccabi. Boltinn á Jason Daða og afturfyrir. Annað horn.
11. mín MARK!
Yvann Macon (Maccabi Tel Aviv)
Stoðsending: Enric Saborit
NEI HEYRÐU!!!! ÞETTA VAR ÞRUMUFLEYGUR!! Macon með hreint rosalegt mark. Þvílík bomba vel fyrir utan teiginn og boltinn endar í markinu. Anton Ari á ekki möguleika.

Fyrsta marktilraun heimamanna endar með marki.
11. mín
Gísli Eyjólfsson með flott hlaup, skilur leikmann Maccabi eftir, sendir á Kristin Steindórsson sem framlengir á Jason Daða sem leitar inn. Jason Daði með skot en varnarmaður kemst fyrir.
8. mín
Maccabi í sókninni en brotið á Andra Yeoman í teignum. Aukaspyrna.
7. mín
Blikar eiga fyrsta skot leiksins Gísli Eyjólfs tekur skotið fyrir utan D-bogann en hittir boltann ekkert sérstaklega og skotið töluvert framhjá.
5. mín
Kristinn Steindórsson með fyrirgjöf, reynir að finna Klæmint Olsen en varnarmaður Maccabi kemur boltanum frá.
3. mín
Maccabi að spila boltanum á milli sín en pressan flott hjá Blikum í upphafi. Gísli Eyjólfs að láta menn hafa fyrir hlutunum.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar hófu leik Fyrir leikinn var stutt minningarathöfn fyrir þá sem týndu lífi í hamförunum í Marokkó og Líbíu.
Fyrir leik
Uppstilling Breiðabliks

Fyrir leik
Refurinn Eran Zahavi
Mynd: Getty Images

Breiðablik þarf að hafa góðar gætur á Eran Zahavi sem er helsti markaskorari Maccabi liðsins. Þessi 36 ára sóknarleikmaður er feikilega vinsæll í Ísrael enda markahæsti leikmaður landsins frá upphafi, með 33 mörk í 70 leikjum. Landsliðsskórnir eru farnir á hilluna en hann er svo sannarlega ekki hættur að skora og er með 22 mörk í 34 leikjum síðan hann kom aftur í raðir Maccabi frá PSV Eindhoven í Hollandi.

Alvöru markaskorari!
Fyrir leik
Aron Guðmundsson er í Tel Aviv fyrir Sýn
Fyrir leik
Svona er leikjaplan Blika í riðlinum fimmtudagur 21. september
19:00 Maccabi Tel Aviv - Breiðablik

fimmtudagur 5. október
16:45 Breiðablik - Zorya Luhansk

fimmtudagur 26. október
16:45 Gent - Breiðablik

fimmtudagur 9. nóvember
20:00 Breiðablik - Gent

fimmtudagur 30. nóvember
20:00 Breiðablik - Maccabi Tel Aviv

fimmtudagur 14. desember
20:00 Zorya Luhansk - Breiðablik

Heimaleikir Breiðabliks verða spilaðir á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Fyrir leik
Innlit í klefa Blika

Fyrir leik
Damir Muminovic í viðtali fyrir leikinn
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Gísli Eyjólfs í viðtali fyrir leikinn
Fyrir leik
Veðbankar telja Blika ekki eiga neina möguleika Ég skoðaði til gamans stuðlana hjá einni þekktustu veðmálasíðunni. Þar er stuðullinn 1,14 á sigur Maccabi - 8,0 á jafntefli - 19,0 á sigur Breiðabliks. Líkurnar á því að Breiðablik fái eitthvað úr þessum leik eru ansi litlar, en miði er möguleiki!
Fyrir leik
Ryðja brautina
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það eru ekki mörg lið sem fá tækifæri til að skrifa söguna á þennan hátt og gera eitthvað sem hefur aldrei verið afrekað áður. Að ryðja brautina og vera hluti af hóp sem afrekar þetta í fyrsta sinn í sögu íslensks fótbolta er ótrúlega verðmætt. Þetta verður örugglega frábær saga til að segja barnabörnunum," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.

Höskuldur: Verður örugglega frábær saga til að segja barnabörnunum
Fyrir leik
Blikar stilltir á íslenskan tíma
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Aðstæður eru mjög góðar, við erum á frábæru hóteli, 30 gráður, sól og ótrúlega næs," sagði Oliver Sigurjónsson við Fótbolta.net.

Leikurinn fer fram klukkan tíu, 22:00, á ísraelskum tíma. Er það eitthvað truflandi?

„Nei, það var mjög vel gert hjá þjálfurunum að leggja þetta þannig upp að við breytum ekki út frá íslenskum tíma á meðan við erum hér. Við erum ekkert búnir að snúa klukkunni, tókum af sjálfkrafa tímastillingu á símunum og erum bara á íslenskum tíma."

„Þannig þetta verður bara leikur klukkan 19:00 fyrir okkur. Við borðuðum morgunmat klukkan 12 á staðartíma sem er bara klukkan 9 heima. Ég held að það sé sniðug nálgun. Að spila klukkan 22 er ótrúlega skrítið en við erum í rauninni að spila klukkan 19."


Fóru vel yfir málin eftir síðasta leik
Hvernig er stemningin í hópnum að fara inn í þennan leik? Breiðablik er að prófa eitthvað alveg nýtt og spennandi en liðið fer inn í þennan leik eftir tvö töp í röð í Bestu deildinni. Er hægt að ýta því alveg til hliðar?

„Við leikmenn og þjálfarar spjölluðum vel saman eftir síðasta leik og það er ekkert mál að snúa sér að einhverju öðru verkefni núna. Eins og gefur að skilja þá fer maður í alla leiki til að ná góðri frammistöðu og vinna. Það er eitthvað sem við munum 100% reyna gera í leiknum."

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni
Fyrir leik
Megum ekki vera litlir í okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við ætlum okkur að gera eins vel og nokkur kostur er. Við þurfum að mæta öflugir, hugrakkir og með kassann úti. Við megum alls ekki vera litlir í okkur. Við þurfum að finna þennan sameiginlega streng sem er ástæðan fyrir því að við séum í þessu," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks við Fótbolta.net um þennan leik.

Blikum hefur gengið illa í deildinni heima fyrir en Óskar vonast til þess að liðið sýni aðra hlið á sér í leiknum í kvöld.
Fyrir leik
Innslag sem var gert um Breiðablik
Fyrir leik
Stjóri Maccabi er Robbie Keane

Stjóri Maccabi Tel Aviv er kunnur kappi, Robbie Keane sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham og írska landsliðið á sínum tíma. Hann kom víða við á sínum ferli og lék meðal annars fyrir Inter, Leeds og Liverpool.

Sjá einnig:
Ekkert vanmat hjá Robbie Keane: Vitum að Blikar verða erfiðir
Fyrir leik
Viðar Örn Kjartansson er fyrrum leikmaður Maccabi


Íslenski sóknarmaðurinn lék með Maccabi 2016–2018 og skoraði 32 mörk í 63 leikjum.
Fyrir leik
Lettar dæma en Spánverjar sjá um VAR dómgæsluna Vitalijs Spasjonnikovs frá Lettlandi og hans aðstoðarmenn sjá um dómgæsluna í þessum leik. Spánverjar sjá um VAR dómgæsluna en myndbandsdómari er Carlos del Cerro Grande, hann var aðaldómari í úrslitaleik Fiorentina og West Ham í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Hiti á Bloomfield

Leikið er á Bloomfield leikvangnum sem tekur tæplega 30 þúsund áhorfendur. Það verður um 27 gráðu hiti þegar flautað verður til leiks.
Fyrir leik
Um Maccabi Tel Aviv (af blikar.is) Stofnað árið 1906 sem HaRishon Le Zion-Yafo, Maccabi Tel Aviv er elsta og stærsta knattspyrnufélag Ísraels. Með stofnun Tel Aviv borgar árið 1909 breytti klúbburinn nafni sínu í Maccabi Tel Aviv. Árið 1922 urðu þeir fyrsta knattspyrnufélag gyðinga til að taka þátt í knattspyrnumótum. Merking nafnsins Maccabi - "Hver er eins og þú meðal guðanna" - er óaðskiljanlegur hluti af karakter liðsins, sem tók Davíðsstjörnuna sem merki sitt sem tákn gyðinga.

Nafn klúbbsins og gildi þess tekur mið af sögur Ísraels. Klúbburinn er nefndur eftir Maccabis, fornum uppreisnarher gyðinga, sem varð tákn um tilvistarbaráttu gyðinga í meira en 2000 ár. Maccabi andinn byggir á gildum um ágæti, tryggð og vilja til að ná árangri.

Maccabi Tel Aviv hefur unnið fleiri titla en nokkurt annað ísraelskt félag, unnið 24 deildarmeistaratitla (18 eftir sjálfstæði Ísraels), 24 bikarmeistaratitla (18 eftir sjálfstæði Ísraels), tvo asíska félagsbikara og sjö Toto bikara.

Maccabi Tel Aviv fjárfestir mikið í þróun og ræktun ungs knattspyrnufólks. Unglingadeild félagsins starfrækir fótboltaakademíur á þremur stöðum á Tel Aviv svæðinu og vinnur með yfir 750 börnum á aldrinum 5-17 ára. Þá rekur félagið 19 unglingalið með 400 leikmönnum á aldrinum 8 til 19 ára. Þessi lið spila bæði á Tel Aviv svæðinu og á landsvísu.

Sjá upphitun blikar.is
Fyrir leik
Sambandsdeildin heilsar! Fyrsti leikur Breiðabliks í Sambandsdeildinni er framundan, viðureign gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Á sama tíma fer fram viðureign milli hinna liða riðilsins; Zorya Luhansk og Gent.

Stöð 2 Sport sýnir leiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('71)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('79)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('79)
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Klæmint Olsen
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('65)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('71)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Viktor Karl Einarsson ('79)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Davíð Ingvarsson ('65)
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('79)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Jason Daði Svanþórsson ('45)
Ágúst Eðvald Hlynsson ('85)

Rauð spjöld: