Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Ísland
1
0
Wales
Glódís Perla Viggósdóttir '18 1-0
22.09.2023  -  18:00
Laugardalsvöllur
Landslið kvenna - Þjóðadeild
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers ('61)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('85)
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('74)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('85)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('74)
5. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Arna Eiríksdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
20. Guðný Árnadóttir ('61)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
Dúna
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!! Ísland vinnur Wales!

Við tökum sterk 3 stig!

Viðtöl væntanleg.
94. mín
Íslenska liðið kemst á breikið og Karólína Lea nær að pikka boltanum innfyrir í hlaup fyrir Hildi Antonsdóttur en það var ekki mikið eftir á tanknum og Wales nær að bjarga!
93. mín
Wales ógna en Glódís Perla sem hefur verið frábær í leiknum kemur boltanum í horn.
92. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Glódís búin að vera frábær í kvöld!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
92. mín
Ffion Morgan með flotta fyrirgjöf fyrir mark Íslands en sem betur fer var enginn mætt í hættusvæðið á fjærstöng.
91. mín
Fáum +4 í uppbót.
90. mín
Velska liðið aðeins að þjarma að marki Íslands en þó án þess að ná skoti að marki.

Fá tvær hornspyrnu með stuttu millibili sem Íslenska liðið verst.
89. mín
Inn:Elise Hughes (Wales) Út:Carrie Jones (Wales)
88. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
88. mín
Velska liðið fær aukaspyrnu á flottum stað fyrir utan teig.

Reyna fyrirgjöf fyrir markið sem Telma kemur út og grípur við fögnuð áhorfenda.
86. mín
Það er ekki mikið sem bendir til þess að fá fáum annað mark í þennan leik en vonandi kemur Svava Rós með kraftinn sem þarf í Íslenska liðið.
85. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
83. mín
Flott spil hjá Wales og Ceri Holland á skot sem mér sýnist Glódís Perla komast aðeins í og boltinn framhjá. Mátti ekki miklu muna þarna!

Hornspyrnan er svo ekkert spes og Telma grípur boltann.
82. mín
Velska liðið að minna á sig frammi en ná þó ekki að koma skoti að marki.
80. mín
Íslenska liðið reynir að spila sig í gegnum varnarmúr Velska liðsins en komast ekki langt.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
77. mín
Hlín við það að sleppa í gegn en flaggið á loft.
76. mín
Inn:Ffion Morgan (Wales) Út:Jess Fishlock (Wales)
74. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland)
71. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
68. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Ísland)
67. mín
Velska liðið að búa til flottar stöður en ná ekki að nýta sér þær.
65. mín
Guðný Árna með tilraun sem Oliva Clarke ver.
64. mín
Færi! Guðný Árna sem fær boltann innan teigs og reynir að snúa í átt að marki en Velsku stelpurnar þéttar og Amanda tekur svo skotið sem hittir þó ekki á markið.

Hörku færi sem Íslenska liðið fékk.
61. mín
Inn:Rachel Rowe (Wales) Út:Kayleigh Green (Wales)
61. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
59. mín Gult spjald: Carrie Jones (Wales)
Brýtur á Selmu Sól í skyndisókn.
55. mín
Íslenska liðið við það að fá frábært færi en Karólína Lea hittir ekki boltann sem kemur fyrir markið og Velska liðið nær að koma boltanum frá en þó ekki lengra en til Selmu Sólar sem á skot framhjá markinu.
52. mín
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
51. mín
Íslenska liðið með hornspyrnu sem finnur Glódísi Perlu í lappir en skotið af varnarmanni og Velska liðið nær að hreinsa.
49. mín
Diljá Ýr Zomers að skapa hættulega stöðu en Velska vörnin heldur.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
46. mín
Hlín Eiríksdóttir sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Ísland leiðir í hálfleik!

Wales byrjaði leikinn betur en Íslenska liðið vann sig vel inn í leikinn og komst yfir. Íslenska liðið hefur náð að verjast liði Wales frábærlega í leiknum og nánast ekki gefið nein færi á sér.

Tökum okkur stutta pásu og snúum svo aftur í síðari hálfleikinn.
45. mín
+3
Carrie Jones fær boltann óvænt á teignum eftir smá bras í öftustu línu Íslands sem ná ekki að koma boltanum frá en Telma vel á verði og ver slakan bolta frá Carrie.

Þarna mátti ekkert svo miklu muna!
45. mín
Fáum +7 í uppbót.
42. mín
Wales fær hornspyrnu en Telma grípur boltann fyrir markið.

Wales ekkert fengið út úr föstum leikatriðum sínum í leiknum.
39. mín
Kayleigh Green liggur eftir eftir höfuðhögg og Steini nýtir tækifærið og tekur stuttan liðsfund.

Fáum sennilega myndarlegan uppbótartíma hér í fyrri.
35. mín
Bæði lið virkilega þétt fyrir og gefa enginn færi á sér.
28. mín
Dómaraskiptingin er klár og við förum aftur af stað.

Eszter Urban er hér með tekinn við flautunni.
27. mín
Ísland fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Alexandra Bía Sumarliðadóttir
24. mín
Það er gamla góða vatnspásan.

Sýnist dómaraskipti vera í uppsiglingu.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
22. mín
Ceri Holland reynir heiðarlega tilraun en framhjá markinu.
18. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
JÁÁÁÁ!!! Hornspyrna tekinn stutt á Amöndu sem á stórkostlegan bolta fyrir markið sem er eins og teiknað á ennið á Glódísi Perlu sem kemur Íslandi yfir!!

ÞARNA!!!!
16. mín
SANDRA MARÍA JESSEN!! Diljá Ýr Zomers með frábæra pressu og vinnur boltann hátt á velli og kemur boltanum á Karollínu Leu sem finnur Hlín Eiríks sem keyrir inn á teig og nær að koma með boltann fyrir markið sem fer í gegnum allan pakkann og Sandra María Jessen kemur á fjær og á bara eftir að skora en Rhiannon Roberts varnarmaður Wales nær að henda sér fyrir og bjarga þessu stórkostlega!!!

Hvernig skoruðum við ekki!??!
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
13. mín
Carrie Jones fær fínt skotfæri sem fer af varnarmanni og Telma ver í marki Íslands.
12. mín
Flott spil hjá Íslenska liðinu en sendingin fyrir markið frá Hlín Eiríks er bjargað í horn. Fyrsta hornspyrna Íslenska liðsins.

Náum hinsvegar ekki að gera okkur mat úr þeirri spyrnu.
8. mín
Íslenska liðið verst horninu ágætlega og ná að koma boltanum frá.
7. mín
Stelpurnar frá Wales eru grimmari þessar fyrstu mínútur. Eru að ógna og vinna annað horn.
6. mín
Hornspyrnan ágæt og Kayleigh Green nær skalla en aldrei hætta og ratar ekki á markið.
6. mín
Wales vinnur fyrsta horn leiksins.
Glódís Perla og Gunnhildur Yrsa heiðraðar fyrir leik
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
2. mín
Jess Fishlock með fyrstu tilraun leiksins en yfir markið.
1. mín
Þetta er farið af stað! Það eru Wales sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Sjáðu jökulinn loga! Ég er kominn heim farið að óma í kerfum Laugardalsvallar.

Styttist í að liðin fari að ganga út á völl.


Katla Tryggvadóttir átti góðan leik og var með tvær stoðsendingar er U23 landslið Íslands vann 3-2 sigur á Morókkó fyrr í dag.
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Fyrir leik
Númer tíu Karólína Lea er núna númer tíu.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Langþráð fyrir Söndru María Sandra María Jessen byrjar þá í dag en þetta er hennar fyrsti keppnisleikur í sex ár. Hún lék síðast keppnisleik í undankeppni HM 2019 í 8-0 sigri á Færeyjum. Sandra María eignaðist sitt fyrsta barn árið 2021 en hún hefur einnig glímt nokkuð við meiðsli síðustu ár.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þrjár að spila sinn fyrsta keppnisleik Telma Ívarsdóttir er í markinu og hún er að fara að spila sinn fimmta A-landsleik. Þetta er hennar fyrsti keppnisleikur.

Diljá Ýr Zomers, sem er í dag að spila í bakverði, er að spila sinn sjöunda A-landsleik en þetta er hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu.

Þá er miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir einnig að spila sinn fyrsta keppnisleik en hún á að baki fimm A-landsleiki.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Sveindís Jane meidd
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands Það eru stór tíðindi fyrir leikinn því Sveindís Jane Jónsdóttir, einn mesti lykilmaður Íslands, byrjar ekki vegna meiðsla. Hún er á bekknum en það spurning hvort hún geti komið við sögu.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fyrsta útgáfan af Þjóðadeild kvenna Það er stóra spurningin. Þetta er í fyrsta sinn þar sem Þjóðadeild kvenna er leikin en Ísland er í A-deild ásamt 15 af hinum sterkustu landsliðum Evrópu. Ísland er í fjögurra liða riðli með Danmörku, Þýskalandi og Wales. Okkar stelpur spila tvisvar við hvert lið, heima og að heiman.

Sigurliðið í riðlinum fer í úrslit í febrúar á næsta ári þar sem hægt er að vinna sér inn þann rétt til að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar. Liðið í öðru sæti riðilsins heldur sér í A-deild, liðið í þriðja sæti fer í umspil um að halda sæti sínu og liðið í fjórða sæti í riðlinum fellur í B-deild.

Að halda sæti sínu í A-deild skiptir miklu máli fyrir undankeppni EM 2025 sem hefst á næsta ári. Því er mikilvægt að ná í góð úrslit í dag.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Myndir frá æfingum Stelpurnar hafa verið að æfa í Reykjavík í þessari viku. Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir hefur staðið sig frábærlega í að taka myndir af æfingunum. Hér eru nokkrar góðar.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hvernig væri þitt byrjunarlið? Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson setti saman mögulegt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Wales, sterkasta liðið að hans mati fyrir þennan leik. Það er svona:

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Gleðilegan leikdag Í kvöld spilar íslenska kvennalandsliðið sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni er þær mæta Wales á Laugardalsvelli. Endilega fylgist með í þessari textalýsingu!

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
12. Olivia Clark (m)
2. Lily Woodham
3. Gemma Evans
4. Sophie Ingle
5. Rhiannon Roberts
7. Ceri Holland
8. Angharad James
9. Kayleigh Green ('61)
10. Jess Fishlock ('76)
14. Hayley Ladd
20. Carrie Jones ('89)

Varamenn:
1. Laura O'Sullivan (m)
21. Safia Middleton-Patel (m)
6. Josie Green
11. Mary McAteer
13. Rachel Rowe ('61)
15. Elise Hughes ('89)
16. Charlie Estcourt
17. Ella Powell
18. Esther Morgan
19. Megan Wynne
22. Anna Filbey
23. Ffion Morgan ('76)

Liðsstjórn:
Gemma Grainger (Þ)

Gul spjöld:
Carrie Jones ('59)

Rauð spjöld: