VÍKINGAR SKORA EKKI!?!
Aron Elís fær frábært skotfæri inn í teig en Anton Ari ver frábærlega og boltinn dettur til Erlings sem lyftir boltanum of hátt!
BLIKARNIR AÐ KLÁRA ÞETTA!
Jason Daða er þrætt í gegn og gerir allt hárrétt áður en hann leggur hann svo framhjá Þórði Ingasyni. Fékk pressu í sig frá varnarmanni Víkinga en snéri hann snyrtilega af sér.
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Stoðsending: Erlingur Agnarsson
LEIKURINN OPNAST!
Víkingar sækja hratt upp hægri vænginn þar sem Erlingur Agnars gerir frábærlega að halda boltanum og koma honum fyrir á Birni Snær sem kom í hlaupinu og setti hann framhjá Antoni Ara!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Stoðsending: Klæmint Olsen
BLIKAR TAKA FORYSTU!!!
Klæmint með frábæra skiptingu yfir á Viktor Karl Einarsson sem á svo þrumuskot beint á Ingvar sem fer í gegnum hann og lekur innfyrir línuna áður en Víkingar sparka frá en aðstoðardómarinn gefur merki um mark!
Líklega rétt en sjaldséð mistök frá Ingvari þetta sumarið!
Stuttu fyrir spjaldið voru Blikar að ógna en Erlingur Agnarsson reyndi skiptingu sem fór af Blikum og innfyrir þar sem þeir voru mættir 3v3 en Höskuldur náði ekki að finna Klæmint inni á teig.
Byrjunarliðin eru klár
Breiðablik mæta til leiks eftir langa ferð til Ísrael þar sem þeir mættu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. Blikar gera þá þrjár breytingar á sínu liði frá þeim leik en inn koma Viktor Karl Einarsson, Kristófer Ingi Kristinsson og Davíð Ingvarsson fyrir Kristinn Steindórsson, Jason Daða Svanþórsson og Andra Rafn Yeoman.
Víkingar gera þá einnig breytingar á sínu liði sem mætti KR í síðustu umferð en inn koma Gunnar Vatnhamar, Halldór Smári Sigurðsson, Birnir Snær Ingason, Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen fyrir Viktor Örlyg Andrason, Helga Guðjónsson, Gísla Gottskálk Þórðarson, Ara Sigurpálsson og Davíð Örn Atlason.
Innbyrðis viðureignir
Liðin hafa mæst 79 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ.
Breiðablik hafa oftar sigrað í þessum einvígjum eða 30 sinnum (38%).
Víkingar eru þó ekki langt undan með 27 sigra (34%).
Liðin hafa þá skilið jöfn í 22 skipti (28%).
????? 2011
???? Viktor Jónsson (f.1994) ???? Víkingur ???? Breiðablik
Heiður er eitthvað sem maður ávinnur sér. Það er ekki hægt að krefjast þess að vera heiður sýndur eða ætlast til þess alveg sama hvað maður vinnur marga leiki. Blix vs Vikes á eftir í besta sætinu.
Breiðablik
Blikar hafa átt mjög svo furðulegt tímabil. Deildin hefur verið mjög sveiflukennd hjá Blikum í sumar en á sama tíma hafa þeir verið í evrópuævintýri sem endaði með að þeir urðu fyrsta Íslenska félagslið karla meginn til þess að tyrggja sig inn í riðlakeppni Evrópu þegar þeir tryggðu sig í Sambandsdeild Evrópu en það má vel færa rök fyrir því að deildarkeppnin hefur svolítið orðið undir í þessari vegferð þeirra.
Breiðablik sitja í 3.sæti deildarinnar með 38 stig, stigi á undan Stjörnumönnum og FH sem eru í 4. og 5.sæti svo Blikar mega síður en svo slaka á ætli þeir sér að taka þátt í evrópu næsta sumar.
Breiðablik hefur skorað 44 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:
Nýkrýndir Íslandsmeisatarar Víkinga
Það varð endanlega ljóst eftir að Valsmenn náðu ekki að sigra KR í gær að Víkingar eru staðfestir sigurvegarar Bestu deildarinnar 2023. Fyrir leikinn í gær gat Valur tölfræðilega jafnað Víkinga af stigum með því að sigra alla sína leiki sem eftir eru en það gerðist ekki svo ekkert lið getur núna tölfræðilega náð Víkingum.
Víkingar hafa átt stórkostlegt sumar í ár bæði karla og kvenna og raðað inn titlum. Víkingar eru Íslands-og bikarmeistarar karla á meðan kvennalið Víkinga er Lengjudeildarmeistari, bikarmeistari og Lengjubikarmeistari.
Víkingar leiða Bestu deildina með 11 stigum þegar 9 stig eru eftir í pottinum góða. Víkingar eru í efsta sætinu með 60 stig.
Víkingar hafa skorað langflest mörk allra liða í sumar eða 67 talsins. Næsta lið á eftir eru Valur með 53 mörk skoruð.
Dómarateymið
Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verðuga verkefni að halda utan um flautuna í þessum slag og honum til aðstoðar verða Þórður Arnar Árnason og Patrik Freyr Guðmundsson.
Arnar Ingi Ingvarsson verður svo á skiltinu góða og á milli varamannabekkjana að stilla til friðar þar ásamt því að vera til taks ef eitthvað útaf bregður inni á velli hjá dómurum leiksins.
Gylfi Þór Orrason hefur svo eftirlit með því að allt fari eðlilega fram.
Heil og sæl!
Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Íslandsmeistarar mætast. Breiðablik tekur á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga í 2.umferð efri hluta Bestu deildarinnar.