Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Breiðablik
3
1
Víkingur R.
Viktor Karl Einarsson '36 1-0
Höskuldur Gunnlaugsson '42 2-0
2-1 Birnir Snær Ingason '86
Jason Daði Svanþórsson '90 3-1
25.09.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Anton Logi Lúðvíksson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('92)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson
20. Klæmint Olsen ('68)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('68)
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('92)
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('24)
Halldór Árnason ('28)
Alexander Helgi Sigurðarson ('67)
Jason Daði Svanþórsson ('83)
Gísli Eyjólfsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Blikar sem hrósa sigri hér í kvöld!

Sterkur sigur fyrir Blika sem hlítur að gefa þeim kraft fyrir komandi átök.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
92. mín
VÍKINGAR SKORA EKKI!?! Aron Elís fær frábært skotfæri inn í teig en Anton Ari ver frábærlega og boltinn dettur til Erlings sem lyftir boltanum of hátt!

JAHÉRNAHÉR!
91. mín
Fáum +5 í uppbótartíma.
90. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
BLIKARNIR AÐ KLÁRA ÞETTA! Jason Daða er þrætt í gegn og gerir allt hárrétt áður en hann leggur hann svo framhjá Þórði Ingasyni. Fékk pressu í sig frá varnarmanni Víkinga en snéri hann snyrtilega af sér.
90. mín
Anton Logi Lúðvíksson útnefndur maður leiksins af Blikum áður en við siglum inn í uppbótin.
89. mín
Við fáum mjög svo áhugaverðar lokamínútur í þessum leik.
86. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
LEIKURINN OPNAST! Víkingar sækja hratt upp hægri vænginn þar sem Erlingur Agnars gerir frábærlega að halda boltanum og koma honum fyrir á Birni Snær sem kom í hlaupinu og setti hann framhjá Antoni Ara!
85. mín
Það er að færast hiti í þetta! Damir haldið af dómara leiksins frá hamagangnum.
85. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
85. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
83. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Hef hreinlega ekki hugmynd fyrir hvað hann er að spjalda hann en eflaust er það eitthvað sem hann hefur sagt?
81. mín
Birnir Snær með flottan sprett og gott skot sem Anton Ari ver frábærlega!
79. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Komin tími til segja eflaust einhverjir.
76. mín
Alexander Helgi virkar brotlegur í baráttu við Aron Elís en sleppur með það. Innkast er það.

Stálheppinn þarna því þetta virkaði eins og klárt brot.
74. mín
Get ekki sagt að það sé margt sem bendir til þess að Víkingar vinni sig inn í þennan leik aftur en við skulum þó sjá.
72. mín
Davíð Ingvars með flottan sprett en kemur boltanum ekki fyrir markið.
69. mín
Víkingar fá horn og skallinn frá Erlingi framhjá markinu.
68. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Klæmint Olsen (Breiðablik)
67. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
63. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
63. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
60. mín
Höskuldur tekur spyrnuna en hún fer hátt yfir.
59. mín
Breiðablik að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað alveg við D-bogann.

Maður hefur séð Höskuld gera ýmislegt af þessu færi.
55. mín
Víkingar með flott spil upp völlinn en Birnir Snær Ingason nær ekki að koma skotinu á markið.
54. mín
Allt farið í gang aftur og báðir leikmenn virðast í lagi.
53. mín
Leikurinn er stopp þar sem tveir leikmenn liggja í valnum.

Pablo Punyed hjá Víkingi og Davíð Ingvars hjá Blikum.
51. mín
Þórður Inga aðeins að leika sér að eldinum en sleppur með það.
46. mín
Danijel Djuric sparkar okkur af stað aftur!
46. mín
Inn:Þórður Ingason (Víkingur R.) Út:Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Áhugaverð breyting!
45. mín
Fleiri myndir úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Það eru Blikar sem leiða í hálfleik!

Víkingur heilt yfir verið ögn sterkari aðilinn en það eru Blikar sem hafa nýtt færin og það skilur á milli!

Tökum okkur stutta pásu áður en við snúum aftur í síðari hálfleikinn.
45. mín
Fáum +1 í uppbót.
45. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Klæmint Olsen liggur eftir hann.
42. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Anton Logi Lúðvíksson
BLIKAR TVÖFALDA!! Höskuldur tekur hornspyrnu stutt og fær hann aftur við vítateigshornið og hótar skotinu og lætur svo bara vaða og inn fór hann!
36. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Klæmint Olsen
BLIKAR TAKA FORYSTU!!! Klæmint með frábæra skiptingu yfir á Viktor Karl Einarsson sem á svo þrumuskot beint á Ingvar sem fer í gegnum hann og lekur innfyrir línuna áður en Víkingar sparka frá en aðstoðardómarinn gefur merki um mark!

Líklega rétt en sjaldséð mistök frá Ingvari þetta sumarið!
33. mín
Gísli Eyjólfs merð flotta takta og fer illa með Víkinga áður en Pablo klippir hann svo niður. Áhugavert að Pablo fái ekki spjald þarna.
31. mín
Það er að færast svolítil harka í þetta og Sigurður Hjörtur er lítið að stressa sig á flautunni.
28. mín Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Lætur í sér heir á bekknum og fær spjald.
27. mín
Blikar keyra upp í skyndisókn hinumeginn og ekki langt frá þvi að komast yfir!

Það er að færast alvöru fjör í þetta!
27. mín
ÞVERSLÁIN! Blikar með virkilega flotta sókn sem endar með að Gunnar Vatnhamar þrumar að marki og boltinn smellur í þverslánni!
25. mín
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina í Kópavoginum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
24. mín
Stuttu fyrir spjaldið voru Blikar að ógna en Erlingur Agnarsson reyndi skiptingu sem fór af Blikum og innfyrir þar sem þeir voru mættir 3v3 en Höskuldur náði ekki að finna Klæmint inni á teig.
24. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Rífur í Danijel Djuric í skyndisókn
23. mín
Blikar vinna hornspyrnu.
21. mín
Það eru Víkingar sem eru að pressa vel á Blika þessa stundina.
19. mín
Aftur bjargað á línu! Aron Elís aftur að ógna og kemur kannski ekki á óvart að hann sé að ógna í horni en skallinn frá honum er bjargað á línu!
15. mín
Bjargað á línu! Víkingar sækja og fyrirgjöf fyrir markið finnur Aron Elís sem á skot sem Damir Muminovic nær að bjarga nánast á marklínu!
14. mín
Birnir Snær tekur aukaspyrnuna og virkaði beint af æfingarsvæðinu þar sem það kom fastur bolti fyrir markið á Niko Hansen sem á skot framhjá markinu.
13. mín
Blikar skalla frá en til Pablo aftur sem tekur hreyfingu og er sparkaður niður.
13. mín
Víkingar fá hornspyrnu. Pablo röltir að hornfánanum.
9. mín
Alvöru stuð Víkingsmeginn í stúkunni og mikill banter.
8. mín
Danijel Djuric reynir utanfótarsnuddu inn á teig en Blikar bjarga.
5. mín
Ekkert sem verður úr þessari hornspyrnu.
5. mín
Blikar fá fyrsta horn leiksins.
1. mín
Þetta er farið í gang! Það eru Breiðablik sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Heiðursvörður! Breiðablik stillir sér upp í heiðursvörð áður en Víkingar ganga út á völl.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Breiðablik mæta til leiks eftir langa ferð til Ísrael þar sem þeir mættu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. Blikar gera þá þrjár breytingar á sínu liði frá þeim leik en inn koma Viktor Karl Einarsson, Kristófer Ingi Kristinsson og Davíð Ingvarsson fyrir Kristinn Steindórsson, Jason Daða Svanþórsson og Andra Rafn Yeoman.

Víkingar gera þá einnig breytingar á sínu liði sem mætti KR í síðustu umferð en inn koma Gunnar Vatnhamar, Halldór Smári Sigurðsson, Birnir Snær Ingason, Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen fyrir Viktor Örlyg Andrason, Helga Guðjónsson, Gísla Gottskálk Þórðarson, Ara Sigurpálsson og Davíð Örn Atlason.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Liðin hafa mæst 79 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ.

Breiðablik hafa oftar sigrað í þessum einvígjum eða 30 sinnum (38%).
Víkingar eru þó ekki langt undan með 27 sigra (34%).
Liðin hafa þá skilið jöfn í 22 skipti (28%).

Fyrir leik
Breiðablik Blikar hafa átt mjög svo furðulegt tímabil. Deildin hefur verið mjög sveiflukennd hjá Blikum í sumar en á sama tíma hafa þeir verið í evrópuævintýri sem endaði með að þeir urðu fyrsta Íslenska félagslið karla meginn til þess að tyrggja sig inn í riðlakeppni Evrópu þegar þeir tryggðu sig í Sambandsdeild Evrópu en það má vel færa rök fyrir því að deildarkeppnin hefur svolítið orðið undir í þessari vegferð þeirra.

Breiðablik sitja í 3.sæti deildarinnar með 38 stig, stigi á undan Stjörnumönnum og FH sem eru í 4. og 5.sæti svo Blikar mega síður en svo slaka á ætli þeir sér að taka þátt í evrópu næsta sumar.

Breiðablik hefur skorað 44 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Stefán Ingi Sigurðarson - 10 Mörk
Gísli Eyjólfsson - 7 Mörk
Ágúst Eðvald Hlynsson - 5 Mörk
Klæmint Olsen - 5 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 4 Mörk
Damir Muminovic - 2 Mörk
Jason Daði Svanþórsson - 2 Mörk
*Aðrir minna


Fyrir leik
Nýkrýndir Íslandsmeisatarar Víkinga Það varð endanlega ljóst eftir að Valsmenn náðu ekki að sigra KR í gær að Víkingar eru staðfestir sigurvegarar Bestu deildarinnar 2023. Fyrir leikinn í gær gat Valur tölfræðilega jafnað Víkinga af stigum með því að sigra alla sína leiki sem eftir eru en það gerðist ekki svo ekkert lið getur núna tölfræðilega náð Víkingum.

Víkingar hafa átt stórkostlegt sumar í ár bæði karla og kvenna og raðað inn titlum. Víkingar eru Íslands-og bikarmeistarar karla á meðan kvennalið Víkinga er Lengjudeildarmeistari, bikarmeistari og Lengjubikarmeistari.

Víkingar leiða Bestu deildina með 11 stigum þegar 9 stig eru eftir í pottinum góða. Víkingar eru í efsta sætinu með 60 stig.

Víkingar hafa skorað langflest mörk allra liða í sumar eða 67 talsins. Næsta lið á eftir eru Valur með 53 mörk skoruð.

Mörk Víkinga í sumar hafa raðast niður á:

Nikolaj Hansen - 11 Mörk
Birnir Snær Ingason - 11 Mörk
Danijel Dejan Djuric - 11 Mörk
Matthías Vilhjálmsson - 5 Mörk
Helgi Guðjónsson - 4 Mörk
Aron Elís Þrándarsson - 4 Mörk
Pablo Punyed - 3 Mörk
Gunnar Vatnhamar - 3 Mörk
Erlingur Agnarsson - 3 Mörk
Viktor Örlygur Andrason - 2 Mörk
Oliver Ekroth - 2 Mörk
Logi Tómasson - 2 Mörk
Ari Sigurpálsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Mikið fjör í leikjum liðana á þessu tímabili!




Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verðuga verkefni að halda utan um flautuna í þessum slag og honum til aðstoðar verða Þórður Arnar Árnason og Patrik Freyr Guðmundsson.
Arnar Ingi Ingvarsson verður svo á skiltinu góða og á milli varamannabekkjana að stilla til friðar þar ásamt því að vera til taks ef eitthvað útaf bregður inni á velli hjá dómurum leiksins.
Gylfi Þór Orrason hefur svo eftirlit með því að allt fari eðlilega fram.


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Íslandsmeistarar mætast. Breiðablik tekur á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga í 2.umferð efri hluta Bestu deildarinnar.


Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m) ('46)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed ('83)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric ('63)
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('63)

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('83)
9. Helgi Guðjónsson ('63)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
24. Davíð Örn Atlason ('63)
27. Matthías Vilhjálmsson
29. Hrannar Ingi Magnússon

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('45)
Pablo Punyed ('79)
Oliver Ekroth ('85)

Rauð spjöld: