Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Þýskaland
4
0
Ísland
Klara Bühl '19 1-0
Giulia Gwinn '35 , víti 2-0
Lea Schüller '68 3-0
Klara Bühl '78 4-0
26.09.2023  -  16:15
Ruhrstadion
Landslið kvenna - Þjóðadeild
Dómari: Alina Pesu (Rúmenía)
Byrjunarlið:
1. Merle Frohms (m)
3. Kathrin Hendrich
5. Marina Hegering
6. Lena Oberdorf ('71)
8. Sydney Lohmann ('45)
11. Alexandra Popp ('79)
14. Lena Lattwein
15. Giulia Gwinn ('63)
19. Klara Bühl
22. Jule Brand ('63)
23. Sarai Linder

Varamenn:
12. Ann-Katrin Berger (m)
21. Laura Benkarth (m)
2. Chantal Hagel
4. Sophia Kleinherne
7. Lea Schüller ('45)
9. Sjoeke Nüsken ('71)
10. Laura Freigang ('79)
14. Janina Minge
16. Linda Dallmann ('63)
17. Felicitas Rauch ('63)
18. Nicole Anyomi
20. Lina Magull

Liðsstjórn:
Britta Carlson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Erfiðum degi í Bochum lokið. Ekki annað hægt að segja en að sigur Þjóðverja sé fyllilega verðskuldaður og að við höfum átt lítin möguleika í dag.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson er á vellinum og má vænta viðtala frá Þýskalandi innan skamms.

Við þökkum fyrir okkur í bili.
Sverrir Örn Einarsson
95. mín
Þetta er að fjara út hægt og rólega.
Sverrir Örn Einarsson
91. mín
Klara Bühl leikur inn á völlinn og reynir skotið. Boltinn af Glódísi og afturfyrir.

Tekur frákastið eftir hornið líka en hamrar því yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti sex mínútur.
Sverrir Örn Einarsson
88. mín
Inn:Lára Kristín Pedersen (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
88. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
84. mín
Marina Hegering yfirgefur völlinn vegna meiðsla. Þjóðverjar búnar með sínar skiptingar og leika því manni færri. Ekki að það muni breyta neinu úr þessu.
Sverrir Örn Einarsson
83. mín
Lea Schüller í skallafæri en í þetta sinn endar boltinn í fangi Telmu sem gerir vel í markinu
Sverrir Örn Einarsson
82. mín
Linda Dallman að valda usla á vinstri vængnum en Hildur Antonsdóttir kemur sér fyrir sendingu hennar út í teiginn
Sverrir Örn Einarsson
80. mín
Inn:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Ísland) Út:Guðný Árnadóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
79. mín
Inn:Laura Freigang (Þýskaland) Út:Alexandra Popp (Þýskaland)
Svanasöngur Popp með Þýskalandi?

Einhver orðrómur um að leikurinn í dag væri hennar kveðjuleikur og því mögulegt að þetta hafi verið hennar síðustu skref með landsliði Þýskalands.
Sverrir Örn Einarsson
78. mín MARK!
Klara Bühl (Þýskaland)
Stoðsending: Lena Lattwein
Klara Bühl show heldur bara áfram
En aftur er þetta hreinlega of einfalt fyrir Þjóðverja.

Linda Dallmann finnur Lattwein í teignum sem snýr baki í markið. Hún sér Buhl dauðafría fyrir utan teiginn og leggur boltann á hana. Buhl hikar ekkert og lætur vaða og firnafast skot hennar liggur í netinu.
Sverrir Örn Einarsson
76. mín
Hættuleg hornspyrna Felicitas Rauch frá hægri svífur rétt framhjá færstönginni. Þjóðverjar dæmdir brotlegir í teignum sömurleiðis.
Sverrir Örn Einarsson
74. mín
Aftur er Klara Bühl að setja boltann fyrir markið, getum þakkað fyrir að Linda Dallman var skrefinu of sein til að ná til boltans.
Sverrir Örn Einarsson
71. mín
Inn:Sjoeke Nüsken (Þýskaland) Út:Lena Oberdorf (Þýskaland)
Eini leikmaður Þjóðverja sem leikur utan heimalandsins. En Nusken leikur með Chelsea
Sverrir Örn Einarsson
69. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland)
69. mín
Inn:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
68. mín MARK!
Lea Schüller (Þýskaland)
Stoðsending: Klara Bühl
Vont verður verra Get ekki tekið það af henni Klöru Buhl að þessi fyrirgjöf var gjörsamlega geggjuð. Fullkomin í svæðið milli varnar og markmanns við marteigslínuna. Þar mæti Schuller og stangar boltann af krafti í netið framhjá varnarlausri Telmu í markinu.
Sverrir Örn Einarsson
66. mín
Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er að koma inn á í sinn fyrsta A-landsleik.
64. mín
Trekk í trekk í leiknum bognar liðið undan pressu Þjóðverja og tapa boltanum á hættulegum stöðum við eigin vítateig.

Býður hættunni svo sannarlega heim en við höfum sloppið vel í þessum síðari hálfleik á köflum.
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Inn:Felicitas Rauch (Þýskaland) Út:Giulia Gwinn (Þýskaland)
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Inn:Linda Dallmann (Þýskaland) Út:Jule Brand (Þýskaland)
Sverrir Örn Einarsson
59. mín
Sandra María reynir skot að marki eftir hornið en vill ekki betur til en svo að Lena Oberdorf kemst á milli og fer boltinn aftur beint í andlit Söndru sem liggur eftir.
Sverrir Örn Einarsson
58. mín
Hlín með fínan sprett upp hægri vænginn og sækir hornspyrnu fyrir Ísland.
Sverrir Örn Einarsson
56. mín
Þetta er alltof einfalt fyrir Þjóðverja að finna svæði til að sækja í. Ein sending og Lea Schüller kemst í 1 á 1 stöðu. Keyrir í átt að marki og reynir að lyfta boltanum yfir Telmu í markinu en sem betur fer svífur boltinn sömuleiðis yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
56. mín
Fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
54. mín
Alexandra Popp meö skot frá vítateig sem flýgur yfir markið. Þær þýsku að hóta þriðja markinu.
Sverrir Örn Einarsson
52. mín
Þung pressa frá þeim þýsku sem að vinna hornspyrnu og aðra til.

Boltinn yfir á fjær þar sem Hegering skallar boltann í átt að marki, Telma missir hann frá sér en Glódís vel á verði á marklínunni og kemur boltanum frá.

Sverrir Örn Einarsson
51. mín
Heimakonur að gefa í á ný, Sarai Linder með stórhættulega fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri sem Popp er hársbreidd frá því að reka ennið í
Sverrir Örn Einarsson
49. mín
Sarai Linder mundar skotfótinn en boltinn hátt hátt yfir mark Íslands
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
Jákvæð fyrsta mínúta að baki. Liðið stígur miklu hærra upp á móti þýska liðinu.

Ná fyrirgjöf inn á teiginn en brotið á Merle Frohms og aukaspyrna dæmd.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Brekkan brött og mikið sem mátti laga eftir þennan fyrri hálfleik.

Við vonumst til þess að stelpurnar hafi náð að endurskipuleggja sig í hálfleiknum takist að koma sér í betri takt við leikinn.

Við spörkum þessu af stað á ný.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Inn:Lea Schüller (Þýskaland) Út:Sydney Lohmann (Þýskaland)
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér í Bochum. Þýskaland betri á öllum sviðum fótboltans; þær eru með meiri gæði, þær eru sterkari, þær eru ákveðnari, þær eru skipulagðari og þær eru hugmyndaríkari en við. Þetta er búið að vera afskaplega erfitt og það þarf að fara vel yfir málin í leikhléinu.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleik.
44. mín
Lohmann með skalla yfir markið. Þetta er bara sókn eftir sókn hjá Þýskalandi. Við eigum engin svör.
Liðsfélagar í Bayern
42. mín
Lattwein var alein á teignum eftir fyrirgjöf en var sem betur fer ekki meðvituð um það. Með ömurlega skottilraun þegar hún hefði getað tekið boltann niður.
41. mín Gult spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Sá ekki alveg hvað gerðist þarna. Flautað á brot langt frá boltanum.

Popp ýtir á eftir Selmu Sól eftir baráttu um boltann og Ingibjörg kann lítið að meta það. ´Ýtir við Popp og dómarinn spjaldar hana fyrir það.

40. mín
Popp mætt aftur út á völlinn.
39. mín
Popp liggur í teignum og þarf aðhlynningu.
38. mín
Næstum því þriðja markið Þýskaland fær dauðafæri eftir hornspyrnuna. En íslenska liðið nær að koma sér fyrir skotið. Heimakonur fá aðra hornspyrnu og úr því verður annað flott færi en Telma nær að verja.
37. mín
Myndir úr fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
37. mín
Fyrstu tíu mínúturnar voru flottar en síðan þá höfum við bara verið eftir á í öllu.
36. mín
Þýska liðið að hóta þriðja markinu en Glódís skallar frá.
36. mín
Íslenska liðið tekur liðsfund út á velli eftir markið. Við verðum að fara að rífa þetta í gang. Það er bara eitt lið á vellinum þessa stundina.
35. mín Mark úr víti!
Giulia Gwinn (Þýskaland)
Telma fér í rétt horn en nær ekki til boltans.

Þetta er orðið afskaplega erfitt.

34. mín
Þýskaland fær víti! Berglind Rós brýtur af sér. Þjóðverjar yfirspila okkur. Sýnist þetta vera réttur dómur.
33. mín
Það er mjög lítið að frétta í uppspilinu hjá Íslandi. Ekkert sem bendir til þess að við séum líklegar til að jafna með þessu áframhaldi.
32. mín
Vel gert Telma! Upp úr innkasti er Popp komin í annað dauðafæri en Telma gerir frábærlega í að koma út á móti og verja skotið.

Við megum ekki gera þeim svona auðvelt fyrir!
31. mín
Popp í mjög fínu færi! Vel spilað hjá Þjóðverjum og Popp, fyrirliði þeirra, er komin í fínt færi en Glódís nær að trufla hana nægilega mikið svo hún skjóti fram hjá markinu.
28. mín
Okkur gengur afskaplega illa þegar við reynum að búa til eitthvað með boltann. Endar yfirleitt hjá þýska markverðinum eða varnarmönnum þeirra.
24. mín
Það er mikill kraftur í Þýskalandi eftir markið. Þær fá hér hornspyrnu en íslenska liðið gerir vel í því að koma boltanum í burtu.
23. mín
Þjóðverjar í hættulegri sókn sem endar svo með skoti frá Hendrich af löngu færi. Það fer vel fram hjá markinu.
21. mín
Það eru afar litlir möguleikar á því að sækja hratt í þessu kerfi sem við erum í, virðist vera.
19. mín MARK!
Klara Bühl (Þýskaland)
Andskotans Þetta var algjör óþarfi...

Klara Bühl fær boltann úti vinstra megin, köttar yfir á hægri fótinn og á skot sem endar í markinu.

Þetta var afskaplega auðvelt fyrir hana.
19. mín
Selma með aukaspyrnu inn á teiginn og það skapast smá hætta en heimakonur koma boltanum frá, því miður.
17. mín
Ísland fær innkast ofarlega á vellinum. Núna hefði verið gott að vera með Sveindísi til að setja þennan bolta inn á teiginn. Söknum ekki bara hraða hennar.
16. mín
Þjóðverjar fá hornspyrnu en Telma gerir vel í að kýla boltann í burtu.
16. mín
Næstum því sjálfsmark! Guðrún með skalla sem fer að eigin marki og endar næstum því í markinu. Telma var óviss og blakar boltanum yfir. Þetta hefði verið klaufalegt.
Mikil gæði í þessum Þjóðverjum
11. mín
Dauðafæri! Þá kom fyrsta tilraunin hjá Þjóðverjum. Þetta var stórhættulegt!

Bolti fyrir markið og þar er Brand á fjærstönginni en skalli hennar sem betur fer yfir markið. Hún var alein á fjær og átti að gera betur úr þessu.
9. mín
Heimakonur hafa ekki enn átt skottilraun. Íslenska liðið agað í byrjun leiks og verður að halda því áfram.
9. mín
Þjóðverjar með hættulega fyrirgjöf en Ingibjörg gerir afar vel, er á undan í boltann og sækir aukaspyrnu.
8. mín
Þjóðverjar að byggja upp hættulega sókn en Guðrún gerir vel í að stoppa hana og vinna boltann.
6. mín
Selma Sól kemur sér í skotfæri rétt fyrir utan teig en það fer í varnarmann. Maður heyrði andköf úr stúkunni þarna.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
5. mín
Karólína er staðin upp, harkar þetta af sér.
4. mín
Karólína fær högg og heldur um bakið. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
2. mín
Virðist vera svipuð varnarútfærsla og gegn Wales hjá íslenska liðinu. Erum að verjast í útgáfu af 4-4-2 sýnist mér. Reynum svo að sækja í þriggja manna vörn.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Ótrúlega margir þýskir fánar á lofti og það er gríðarlega vel mætt á völlinn. Það er gaman að sjá þessa mætingu en það er vonandi að við Íslendingar náum að skemma þetta partý.
Fyrir leik
Stefið! Þjóðadeildarstefið er ekkert eðlilega nett. Liðin að ganga út á völlinn.

Fyrir leik
Stress í Þjóðverjum Maður finnur fyrir smá taugatitringi í Þjóðverjum fyrir leikinn. Þær þurfa sigur ef þær ætla sér á Ólympíuleikana næsta sumar. Jafntefli eða tap og þá horfa þau á það þannig að draumurinn sé úti.
Fyrir leik
Myndir fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Geggjuð stemning í Bochum þegar lið Þýskalands er lesið upp, það er frábær mæting og mikil læti. Það væri nú gaman ef það væri svona stemning fyrir landsleiki heima á Laugardalsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Þjóðverjar hafa lokið upphitun. Vel klappað þegar leikmenn liðsins halda inn í klefa. Þó það gangi illa þá stendur þjóðin þétt við bakið á liðinu sínu.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Góður pepphringur Ási Haralds, aðstoðarþjálfari liðsins, var að taka góðan pepphring með byrjunarliðinu út á velli. Hann var líka aðstoðarþjálfari þegar við unnum Þýskaland fyrir sex árum síðan.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Það verður mikil stemning Í gær var búið að selja rétt tæplega 15 þúsund miða á leikinn en hér er pláss fyrir um 26 þúsund manns. Fólk er að koma sér vel fyrir en það eru einhverjir Íslendingar í stúkunni. Vonandi láta þau vel í sér heyra.
Fyrir leik
Sjö leikmenn úr Wolfsburg og þrjár úr Bayern Í byrjunarliði Þýskalands eru sjö leikmenn úr Wolfsburg sem fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Eru þar liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur. Þrjár eru liðsfélagar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Bayern München og þá leikur Sarai Linder með Hoffenheim.

Stærsta stjarna liðsins er fyrirliðinn Alexandra Popp en þetta eru allt leikmenn í hæsta klassa.

Fyrir leik
Lagið Parísarhjól með GDRN í tækjunum. Manni líður bara eins og heima sér.

Fyrir leik
Stelpurnar okkar eru mættar út á völl og fá býsna góðar móttökur frá þýsku áhorfendunum á vellinum í Bochum.
Fyrir leik
Tvær breytingar Það eru tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Wales á Laugardalsvelli.

Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers fara á bekkinn en inn í þeirra stað koma Guðný Árnadóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir.

Þessar skiptingar eru varnarsinnaðar en það er ekki skrítið í ljósi þess hve sterkur andstæðingurinn er í kvöld.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þjóðverjarnir eru í mikilli lægð Fyrirfram er Þýskaland sigurstranglegri aðilinn enda er það lið sem endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í fyrra. Þær eru með stjörnur í nánast hverri einustu og með gríðarlega mikil einstkalingsgæði.

En það ríkir óvissa hjá þýska kvennalandsliðinu þessa stundina, og það eru neikvæðar tilfinningar í spilinu.

Þýskalandi gekk afar illa á HM í sumar og liðið tapaði gegn Danmörku í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Það er einhvers konar niðursveifla í gangi.

Í þýskum fjölmiðlum er gengið svo langt að tala um stóra krísu og það er jafnframt talað um að leikurinn gegn Íslandi sé leikur sem liðið þurfi gjörsamlega að vinna ef þær ætla sér að komast á Ólympíuleika.

Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Sex ár frá ótrúlegum sigri Ísland hefur einu sinni lagt Þjóðverja að velli en það gerðist í Wiesbaden í Þýskalandi árið 2017. Sá leikur endaði með mögnuðum 2-3 sigri Íslendinga.

Íslenska kvennalandsliðið hafði ekki skorað gegn Þýskalandi í 30 ár áður en Dagný Brynjarsdóttir braut ísinn í leiknum með marki af stuttu færi á 15. mínútu. Þýskaland jafnaði fyrir hálfleik en Elín Metta Jensen endurheimti forystuna fyrir Ísland með frábæru marki. Dagný skoraði svo sitt annað mark og jók forystu Íslands í 3-1. Þýskaland náði að minnka muninn í lokin og pressaði stíft í blálok leiksins en tókst ekki að jafna.

Svo sannarlega einn fræknasti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið frá upphafi.

Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Ég spái því að landsliðsþjálfarinn geri eina breytingu frá leiknum gegn Wales. Sú breyting er varnarsinnuð; að Guðný Árnadóttir komi inn fyrir Diljá Ýr Zomers.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Myndir frá Þýskalandi Stjörnuljósmyndarinn Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir hefur verið dugleg að taka myndir af æfingunum og verður einnig á vellinum í kvöld. Hér eru nokkrar góðar frá æfingunni í gær.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Um hvað snýst þessi nýja keppni? Þetta er í fyrsta sinn þar sem Þjóðadeild kvenna er leikin en Ísland er í A-deild ásamt 15 af hinum sterkustu landsliðum Evrópu. Ísland er í fjögurra liða riðli með Danmörku, Þýskalandi og Wales. Okkar stelpur spila tvisvar við hvert lið, heima og að heiman.

Sigurliðið í riðlinum fer í úrslit í febrúar á næsta ári þar sem hægt er að vinna sér inn þann rétt til að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar. Liðið í öðru sæti riðilsins heldur sér í A-deild, liðið í þriðja sæti fer í umspil um að halda sæti sínu og liðið í fjórða sæti í riðlinum fellur í B-deild.

Að halda sæti sínu í A-deild skiptir miklu máli fyrir undankeppni EM 2025 sem hefst á næsta ári. Því er mikilvægt að ná í góð úrslit í dag.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjuðum Þjóðadeildina á sigri gegn Wales Stelpurnar byrjuðu nýja keppni, Þjóðadeildina, á sigri gegn Wales síðasta föstudagskvöld. Það var frábært kvöld á Laugardalsvelli en Glódís Perla Viggósdóttir gerði eina mark leiksins eftir hornspyrnu.

Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá Bochum í Þýskalandi. Á eftir spilar Ísland við lið Þýskalands í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni og Fótbolti.net er auðvitað á staðnum.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('69)
3. Sandra María Jessen ('69)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('88)
16. Hildur Antonsdóttir ('88)
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir ('80)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('88)
5. Lára Kristín Pedersen ('88)
9. Diljá Ýr Zomers
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('80)
15. Arna Eiríksdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('69)
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('69)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Andradóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Dúna
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Ingibjörg Sigurðardóttir ('41)

Rauð spjöld: