Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Fram
3
1
Keflavík
Guðmundur Magnússon '6 1-0
1-1 Edon Osmani '67
Jannik Pohl '72 2-1
Aron Jóhannsson '84 3-1
28.09.2023  -  19:15
Framvöllur
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 787
Maður leiksins: Breki Baldursson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('81)
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
26. Jannik Pohl
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('62)
28. Tiago Fernandes
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('67)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson
7. Aron Jóhannsson ('81)
11. Magnús Þórðarson ('67)
16. Viktor Bjarki Daðason
22. Óskar Jónsson ('62)
23. Már Ægisson

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík spilar í Lengjunni 2024 Gríðarlega sterk og verðskulduð 3 stig fyrir Framara í fallbaráttunni.
Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
90. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
+6
Klippir Jannik niður
90. mín
+5
Aron Jó í DAUÐAFÆRI eftir fyrirgjöf frá Jannik en aftur ver Mathias stórvel.
90. mín
+4
Frábært skot frá Magnúsi sem Mathias ver meistaralega í horn.
90. mín
+3
VIktor Andri er getur ekki gengið sjálfum og er kominn á börur. Vonandi að þetta hafi ekki verið jafn alvarlegt og það leit út fyrir að vera
90. mín
+3
Magnús sloppinn einn í gegn eftir góðan bolta frá Tiago en flaggið fór á loft.
90. mín
+2
Fáum fimm mínútur í uppbót
90. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík)
+1
90. mín
Fín sókn hjá Keflavík sem endar með skalla yfir en Viktor Andri liggur eftir sárþjáður, fékk ekki högg eða neitt og það verður að segjast að þetta leit ekki vel út.
89. mín
Stefan Ljubicic í fínu færi en hittir boltann illa og Ólafur ver auðveldlega.
88. mín
Fred og Magnús taka horn stutt og koma svo boltanum inn í á Delphin sem á skalla yfir.
85. mín Gult spjald: Oleksii Kovtun (Keflavík)
Tekur Jannik mjög hressilega niður.
84. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Fram)
Stoðsending: Jannik Pohl
Hann var ekki lengi að þessu!! Jannik fær boltann langan og gerir mjög vel í að halda í boltann þangað til hann rennir boltanum til vinstri þar sem Aron mætir og klárar mjög smekklega alveg út við stöng á fjær.

Þeir hljóta að vera að klára þetta hér.
81. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
Gummi getur ekki haldið leik áfram, þori ekki að fara með það hvar hann fékk högg.
80. mín
Óskar með fyrirgjöf sem Jannik og Gummi fara báðir upp í. Gummi virðist öskra á Jannik af því að hann beygir sig áður en hann nær að skalla boltann. Gummi nær ekki almennilegum skalla á markið og boltinn fer aftur fyrir en Gummi liggur eftir og þarf aðhlynningu.
75. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
74. mín
Keflavík strax að leita að jöfnunarmarkinu. Axel Ingi kemur með fyrirgjöf frá hægri sem finnur Stefan Ljubucic í teignum. Hann skallar hann til Edon sem á svo skalla á markið en hann hittir ekki rammann.
72. mín MARK!
Jannik Pohl (Fram)
Stoðsending: Delphin Tshiembe
2-1 Hornspyrnan fer alla leið á fjær þar sem Delphin skallar boltann aftur fyrir markið. Jannik, sem snýr baki í markið, gerir gríðarlega vel og heldur varnarmanninum frá sér á meðan hann nær að snúa og skila boltanum í netið.
71. mín
Magnús fær boltann inn á teignum frá Breka og á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
70. mín Gult spjald: Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
Ótrúlegt að þetta sé fyrsta spjaldið í þessum leik.
67. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
67. mín MARK!
Edon Osmani (Keflavík)
Stoðsending: Muhamed Alghoul
ÞEIR JAFNA Koma upp vinstra megin þar sem Muhamed kemur bolta fyrir markið sem fer yfir alla og endar hjá Edon á fjær sem skallar hann snyrtilega í netið.
66. mín
Þriðja aukaspyrna Keflavíkur á sama stað í þessum seinni hálfleik sem Sami Kamel tekur en Delphin skallar frá.
63. mín
Ólafur liggur og þarf aðhlynningu eftir að hafa gripið vel inn í fyrrigjöf.

Hann stendur á lappir og getur haldið leik áfram.
62. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram)
60. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
60. mín
Keflavík sækir hratt upp hægri kantinn og Stefan Ljubicic kominn í ágæta stöðu en nær ekki að hlaða í almennilegt skot. Framvörnin kemur boltanum frá en þó ekki lengra en á Sami Kamel sem lúrir fyrir utan teiginn en nær slöku skoti.
58. mín
Aron Snær setur háan bolta inn fyrir á Jannik en hann kemst ekki langt þar sem að Nacho þurfti knús. Aftur er Guðgeir að dæma á þetta en sleppa þeim með spjöldin.
56. mín
Keflavík fá aukaspyrnu á fínum stað sem Sami Kamel tekur og setur beint aftur fyrir.
55. mín
GUMMI MAGG Aron Snær gerir vel og setur bolta upp í hlaupið fyrir Jannik sem ber boltann inn á völlinn og setur boltann fyrir á Gumma sem á skot sem Magnús Þór kemstu fyrir.

Þetta var dauðafæri!!
54. mín
Fram fá hornspyrnu sem Fred tekur stutt á Tiago og fær hann aftur. Hann reynir þá að koma honum fyrir markið en þá er varnarmaður kominn í andlitið á honum og kemst fyrir.
53. mín
SLÁIN Muhamed Alghoul með hörku skot sem smellhittir slánna. Tréverkið heldur betur að fá að finna fyrir því.
51. mín
Sindri Þór í færi en nær ekki stjórn á boltanum og Ólafur nær til hans.
50. mín
Jannik er kominn inn á teiginn og nær fyrirgjöf en hún er beint í hendurnar á Mathias.
49. mín
Stefan Ljubicic komin í fínt færi en Delphin fljótur að átta sig og hendir sér fyrir skotið.
47. mín
Sami Kamel tekur spyrnuna en Delphin skallar frá.
46. mín
Sigfús brýtur á Oleksii og Keflavík fær aukaspyrnu á góðum fyrirgjafar stað.
46. mín
Jannik sparkar þessu aftur í gang.
46. mín
Inn:Stefan Ljubicic (Keflavík) Út:Ísak Daði Ívarsson (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur
1-0 í hálfleik! Framarar fara með 1-0 forystu inn í þennan hálfleik og ættu í rauninni að vera búnir að bæta við öðru. Keflavík fengið sína sénsa en þó sanngjarnt að Fram fari inn í hálfleikinn marki yfir.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Jannik kemur boltanum í netið en flaggið fer á loft.
43. mín
Fred með geggjaðan utanfótar bolta upp kantinn sem Jannik ver en Magnús Þór nær til boltans áður en Jannik gerir það.
42. mín
Sigfús með ágætist tilraun rétt fyrir utan teig sem fer rétt svo yfir.
41. mín
Enn og aftur er Fred að finna Gumma inn á teignum en í þetta skiptið hittir hann boltann ekki almennilega.
38. mín
Oleksii svoleiðis rífur Aron Snæ niður og Aron liggur eftir. Aftur eru Keflvíkingar að sleppa með spjöldin, spurning hvort að Guðgeir hafi gleymt þeim hreinlega.
37. mín
Liðin skiptast á að sækja þessa stundina án þess að finna opnanir.
31. mín
Stöngin!! Axel Ingi ern kominn inn á teiginn og nær skoti sem lendir í stönginni.
29. mín
Aftur vill stúkan rautt en núna á Magnús Þór fyrir brot á Jannik. Það kemur hár bolti upp völlinn sem þeir eru báðir að elta en Magnús fellir Jannik. Guðgeir dæmir á brotið en sleppir honum þó með spjaldið sem er heldur óvanalegt.
29. mín
Axel Ingi og Sindri Þór með gott spil hægra megin áður en Axel nær fyrirgjöfinni sem flýgur í gegn um allan pakkann.
26. mín
Delphin með skemmtilega takta og beygir sig undir háan bolta upp völlinn. Munaði litlu að Sami Kamel hefði náð að pota í boltann áður en Ólafur náði til hans en Delphin sleppur með skrekkinn.
24. mín
Hár bolti inn fyrir og Jannik og Nacho í baráttunni. Jannik virðist vera að koma sér fram fyrir þegar Nacho nær boti í boltann og Jannik fleygir sér niður. Guðgeir metur það svo að ekki sé um brot að ræða en stúkan tryllist og vill að Nacho sé sendur í sturtu. Frá mér séð var þetta rétt hjá Guðgeiri.
21. mín
SLÁIN Aftur finnur Fred ennið á Gumma inn á teig en nú setur hann boltann í slánna.
21. mín
Illa farið með góða stöðu. Jannik og Aron Snær eru skyndilega sloppnir tveir í gegn á Axel Inga. Jannik er með boltann og er allt of lengi að ákveða sig hvað hann ætlar að gera og Axel eltir hann uppi og kemur boltanum í horn.
20. mín
Sami Kamel tekur spyrnuna og aftur er það Gummi Magg sem skallar í burt.
19. mín
Fín sókn hjá Keflavík endar með fyrirgjöf frá vinstri frá Ísaki Daða en Þengill kemur boltanum aftur fyrir.
17. mín
Fred vinnur boltann á vallarhelmingi Keflavíkur og kemur honum á Jannik. Jannik stingur honum í gegn á Aron Snæ en boltinn er fastur og of nálægt Mathias.
14. mín
Ísak Daði komin í fína stöðu inn á teig eftir fyrirgjöf frá hægri en nær ekki að koma skoti á markið.
14. mín
Fred með skemmtilega sendingu inn fyrir á Jannik en hún er aðeins of föst og endar hjá Mathias í markinu.
12. mín
Fred á ferðinni upp vinstri kantinn en Axel Ingi verst vel og nær að setja boltann í Fred og aftur fyrir.
11. mín
Kamel tekur spyrnuna en Gummi Magg rís hæst í teignum og skallar boltann frá.
10. mín
Sami Kamel leikur listir sínar og kemur boltanum út til vinstri og þaðan kemur fyrirgjöf sem Delpnih hreinsar í horn.
6. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
1-0!!! Spyrnan kemur inn á teiginn en fer ekki yfir fyrsta mann og boltinn skallaður frá. Boltinn er hins vegar skallaður beint í lappirnar á Fred sem á frábæran bolta fyrir markið sem Gummi stangar í netið.
5. mín
Fred í baráttunni við Axel Inga og uppsker horn.
4. mín
Sindri Þór fær stungusendingu í gegn en er flaggaður rangstæður.
2. mín
Framarar búnir að halda í boltann nánast stanslaust þessi fyrstu augnablik leiksins.
1. mín
Sami Kamel sparkar þessu í gang.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Framarar eru í sínum hefðbundnu bláu og hvítu búningum en Keflavík leikur í hvítum varabúningum.
Fyrir leik
Fram í dauðafæri að slíta sig lausa frá Eyjamönnum ÍBV tapaði sínum leik fyrr í dag þegar þeir mættu KA fyrir norðan. Þetta þýðir að með sigri í dag sækja Framarar sér þriggja stiga forskot á ÍBV. Þetta eru auðvitað líka gleðifréttir fyrir Keflavík sem munu með sigri vera aðeins 3 stigum frá öruggu sæti.
Fyrir leik
Óbreytt hjá Fram og ein breyting hjá Keflavík Fram gerði 2 - 2 jafntefli við ÍBV í eyjum í síðasta leik á laugardaginn og Ragnar Sigurðsson þjálfari liðsins gerir engar breytingar frá þeim leik og þetta er þriðji leikurinn í röð sem hann heldur sig við sama byrjunarlið því það var einnig eins í leiknum gegn HK.

Keflavík vann 2 - 1 heimasigur á HK í síðasta leik á sunnudaginn. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu frá þeim leik. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur afrekað það að fá 10 gul spjöld í sumar og er því í þriðja sinn í leikbanni í sumar fyrir gul spjöld. Í hans stað kemur Oleksii Kovtun.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna í sumar Þeir hafa verið misskemmtilegir leikirnir á milli þessara liða í sumar. Fyrri leikurinn, sem var spilaður í Úlfarsárdalnum, fór 4-1 fyrir Fram þar sem að Fred setti tvö og Aron Jó og Delphin settu sitthvort fyrir Fram. Stefan Ljubicic skoraði eina mark Keflavíkur svo úr víti. Seinni leikurinn var ekki jafn fjörugur en hann endaði 0-0. Vonandi hefur Jón Arnar rangt fyrir sér og við fáum meira stuð en það í leiknum.
Fyrir leik
Jón Arnar spáir í spilin Jón Arnar Barðdal, leikmaður KFG, spáði hvernig leikirnir í þessari 3. umferð eftir tvískiptingu myndu fara:
Fram 0 - 0 Keflavík
El Classico leiðinlegra liða bestu deildarinnar þetta tímabil.
Mun líklega ekki horfa á þennan leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Flestir voru búnir að fella Keflavík fyrir löngu síðan enda hafði liðið ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð. Þeir hafa þó ekki sagt sitt síðasta í fallbaráttunni því þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu HK í síðasta leik 2-1. Með sigrinum fóru þeir upp í 15 stig sem þýðir að þeir eru 6 stigum á eftir ÍBV og Fram þegar þrjár umferðir eru eftir. Það má þó ekkert klikka hjá þeim en þeir falla með tapi í þessum leik í dag.
Er Keflavík að henda í The greatest escape?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Fram Það lítur allt út fyrir það að Framarar verði að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þangað til að síðasti leikur er flautaður af. Þeir eru búnir að sækja 2 stig í jafn mörgum leikjum eftir tvískiptinguna og leita því en af sínum fyrsta sigri í úrslitakeppninni. Þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn HK í Kórnum í síðustu viku, þar sem þeir voru heldur sterkari heilt yfir í leiknum, og náðu svo að jafna í 2-2 í uppbótartíma í eyjum um síðustu helgi.
Þeir sitja í 10. sæti með 21 stig sem er jafn mikið og ÍBV í 11. sætinu en Framarar skarta aðeins skárri markatölu. Það er því ljóst að þrjú stig væru ofboðslega mikilvæg fyrir Fram hér í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tríóið Guðgeir Einarsson er maðurinn með flautuna í dag og Andri Vigfússon og Kristján Már Ólafs eru með sitthvort flaggið. Eftirlitsmaður er Þóroddur Hjaltalín og Arnar Ingi Ingvarsson er varadómari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur! Verið velkomin í þessa þráðbeinu testalýsingu frá leik Fram og Keflavíkur í þriðju umferð Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Flautað verður til leiks í Úlfarsárdalnum kl. 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('75)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Muhamed Alghoul
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Sami Kamel
25. Frans Elvarsson (f) ('60)
26. Ísak Daði Ívarsson ('46)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('75) ('90)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('90)
11. Stefan Ljubicic ('46)
19. Edon Osmani ('60)
21. Aron Örn Hákonarson
89. Robert Hehedosh

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Axel Ingi Jóhannesson ('70)
Oleksii Kovtun ('85)
Nacho Heras ('90)

Rauð spjöld: