Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Valur
0
1
Breiðablik
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '52
06.10.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Frekar kalt en lítill vindur. Klæða sig eftir veðri og á völlinn!
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Laura Frank ('80)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('61)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('61)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('61)

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('61)
13. Lise Dissing ('80)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('61)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('61)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Berglind Rós Ágústsdóttir ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er ÞÞÞ búinn að flauta þennan leik af! Gleðistund fyrir bæði lið þar sem Valskonur fagna Íslandsmeistaratitli og Breiðablik búið að tryggja sér inn í Evrópu!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni!

Þangað til næst!
93. mín
Fá annað horn!
93. mín
Þær halda boltanum bara út við hornfánann.
93. mín
Breiðablik að fá horn! Linli Tu fær boltann inn á teig Vals og ætlar að taka skotið en Anna Björk kemst fyrir skotið og þetta fer í horn.
91. mín
Skjöldurinn mættur á svæðið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

90. mín
Að minnsta kosti 4 mínútur í uppbót á Hlíðarenda!
90. mín
Inn:Linli Tu (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Það rísa allir á fætur í stúkunni og klappa fyrir þessari stórkostlegri frammistöðu Katrínar. Geggjuð í dag!
87. mín Gult spjald: Valgerður Ósk Valsdóttir (Breiðablik)
Stoppar skyndisókn
86. mín
Fanney enn eina ferðina að verja! Katrín ein inn á teig Vals og tekur skotið á mark Vals sem Fanney ver vel. Hún gæti bara verið maður leiksins svei mér þá!
86. mín Gult spjald: Toni Deion Pressley (Breiðablik)
85. mín
Litla úthlaupið hjá Fanney! Tvær Blikakonur komnar einar í gegn á móti Fanneyju. Neinei þa sprettir hún upp völlinn og bara tekur boltann af Vigdísi Lilju og kemur honum aftur í spil. Þetta var helvíti nett, viðurkenni það.
84. mín
Sé ekkert mark í kortunum hjá Valskonum. Allt undir hjá Breiðablik líka þannig ég sé þær ekki missa þetta niður.
83. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Birta geggjuð í dag
82. mín
Valskonurnar liggja á Breiðablik þessa stundina!
81. mín
Bryndís með mjög lélegt skot fyrir utan vítateig Blika sem Telma er í engum vandræðum með.
80. mín
Inn:Lise Dissing (Valur) Út:Laura Frank (Valur)
Menn missáttir með rangstöðudóminn áðan
79. mín
Næstum því sjálfsmark! Bryndís með fyrirgjöf inn á teig Blika sem Toni ætlar að hreinsa frá en kikksar boltann en Telma nær að bjarga henni!
77. mín
Það má alltaf reyna Amanda með heiðarlega tilraun langt fyrir utan vítateig Blika. Fer langt yfir markið.
76. mín
MAAAARRRRR... rangur! Katrín Ásbjörns fær geggjaðan bolta í gegn og klárar framhjá Fanneyju en flaggið fór á loft við litla hrifningu Gulla Gull.
75. mín
Valskonur fá annað horn sem Telma kýlir frá
73. mín
Amanda tekur hornið inn á teiginn en Bryndís Arna skallar yfir.
73. mín
Valskonur að fá horn!
70. mín
Agla tekur hornið inn á teiginn. Boltinn skoppar bara og skoppar áður en Valskonur ná að hreinsa í burtu.
69. mín
Aftur ver Fanney! Frábær skyndisókn hjá Breiðablik. Agla fær hann við d-bogann og rúllar honumút á Katrínu sem er aleinn inn á teig Vals og tekur skotið í fyrsta sem Fanney ver mjög vel yfir markið og í horn!
68. mín
Fanney að halda Valskonum inn í þessu! Clara vinnur boltann og kemur honum upp á Birtu sem leikur á varnarmenn Vals áður en hún er komin ein gegn Fanneyju. Birta kýs þess að skjóta í nærhornið. Skotið var fast en Fanney gerir frábærlega og ver skotið. Heldur Valskonum inn í þessum leik!
65. mín
Agla tekur spyrnuna en ekkert kemur úr henni. Hún var slök og dreif ekki yfir fyrsta varnarmann.
64. mín Gult spjald: Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Brýtur á Öglu og Blikar að fá aukaspyrnu á fínum stað.
61. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
61. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
61. mín
Inn:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
60. mín
Laura Frank með bolta inn á teig Blika sem Berglind Rós skallar yfir markið. Hún stendur við d-bogann þegar hún skallar boltann frá!
58. mín
Blikar vilja vítaspyrnu! Boltinn virðist hafa farið í höndina á varnarmanni Vals áður en þær náðu að hreinsa og Breiðablik vill víti!
58. mín
Breiðablik að fá horn! Agla tekur hornið en það er skallað frá!
55. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (Breiðablik) Út:Viktoría París Sabido (Breiðablik)
Fyrsta skipting leiksins
52. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
MARK ÁRSINS?!?! Þessi afgreiðsla bara!

Fanney kýlir boltann í burtu og Valskonur vinna boltann á ný. Þegar undirritaðurlítur upp eru Blikakonurnar búnar að vinna boltann. Boltinn berst þá til Katrínar sem fær hann fyrir utan d-bogann og the rest is history. Klínir boltanum í samskeytin fjær. Vá!

Nákvæmnlega ekkert sem Fanney hefði getað gert í þessu. Sturlað mark!
51. mín
Breiðablik að fá horn!
49. mín
Fanndís fær boltann fyrir utan vítateig Blika og keyrir af stað. Fer framhjá tveimur varnarmönnum áður en hún tekur skotið rétt yfir. Verið saga hennar í kvöld. Gerir allt rétt fram að skotinu.
46. mín
Leikur hafinn
Valskonur koma þessu í gang á ný!

Komasvo! Fáum mörk í þetta!
Áhugavert!
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við og bara réttilega að mínu mati. Mjög rólegur og hægur leikur.

Vonandi fáum við meiri veislu í seinni hálfleik!

Sjáumst eftir korter!
43. mín
Það er stemmari á vellinum! Lítið að frétta hér á Hlíðarenda. Verð samt að nýta tækifærið og hrósa stuðningsmönnum liðanna. Það er vel mætt og sungið og trallað. Mikil stemning hjá Kópacabana!
38. mín
Amanda tekur hornið inn á teig Blika. Blikarnir ná að hreinsa en ekki lengra en á Láru Kristínu sem á skotið langt yfir samt sem áður.
37. mín
Valur að fá horn! Málfríður með geggjaða sendingu inn á teig Blika á Guðrúnu sem er komin ein í gegn en Telma ver glæsilega í horn!

Blikarnir í stúkunni syngja: Það var Telma sem bjargaði mér!
37. mín
Lokað á Hlíðarenda Mér finnst Breiðablik vera að vinna sig hægt og bítandi inn í þennan leik. Valskonur samt sem áður betri þessa stundina.
34. mín
Birta með fyrirgjöf inn á teig Vals sem Fanney á í engum vandræðum með.
30. mín
Skot sem Amanda á, sýndist mér, beint á Telmu sem grípur þetta þægilega.
26. mín
Hornspyrnumaraþon! Agla María tekur tvær hornspyrnur sem eru báðar hreinsaðar í horn. Sú þriðja er síða tekin stutt á Andreu sem kemur með hann fyrir. Þar myndast mikið klafs en Valskonurnar ná á endanum að bægja hættunni frá.
25. mín
Breiðablik að fá horn! Agla María fær boltann inn á teig Vals og leikur á tvo varnarmenn áður en hún tekur skotið í varnarmann og aftur fyrir í horn.
19. mín
Amanda með fína spyrnu inn á teiginn en Blikarnir halda áfram að verjast þessum spyrnum vel.
18. mín
Valskonur að fá horn! Fanndís gerir glæsilega inn á teig Blika og sækir horn fyrir Val.
15. mín
Andrea Rut með fyrirgjöf inn á teiginn sem Fanney grípur. Fyrsta skiptið sem Blikarnir ná að spila sig eitthvað í gegnum vörn Vals af viti.
14. mín
Amanda tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á Örnu Sif. Hún vinnur fyrsta boltann en Blikarnir ná að hreinsa.
13. mín
Valskonur að fá enn eitt hornið! Fanndís með skot fyrir utan teig í varnarmann og aftur fyrir.
10. mín
Valskonur með öll tök Blikarnir varla komist yfir miðju hér á upphafsmínútunum. Valskonur líklega ca 90% með boltann.
6. mín
Amanda tekur spyrnuna á nær. Þar er Arna Sif mætt í baráttuna og reynir að troða boltanum inn fyrir línuna en setur hann yfir markið.
6. mín
Valskonur að fá horn!
2. mín
Amanda tekur spyrnuna sjálf sem er slök og fer yfir allan pakkann.
2. mín
Valskonur að fá horn! Amanda gerir glæsilega inn á teig Blika og sækir horn!
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir eiga upphafssparkið!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Bryndís Arna Níelsdóttir best samkvæmt leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÞÞÞ besti dómarinn samkvæmt leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vanda að veita viðurkennigar fyrir leik! Vanda er mætt til að veita viðurkenningar fyrir leik. Besti dómarinn og leikmaður sem leikmenn kusu.

Besti dómarinn: Þórður Þorsteinn Þórðarson

Besti leikmaður: Bryndís Arna Níelsdóttir
Fyrir leik
Blikarnir standa heiðursvörð! Breiðablik stendur hér heiðursvörð fyrir Íslandsmeistarana. Bæði karla og kvenna lið Breiðabliks núna búin að standa heiðursvörp á skömmum tíma.

En það styttist í þetta!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Besta stefið komið í gang!

Allir á völlinn, þetta verður veisla!
Byrjunarlið Blika!
Hver var best? Hver var efnilegust?
Fyrir leik
Fyrri leikir liðanna Liðin hafa mæst tvisvar sinnum áður á leiktíðinni. Í fyrri leiknum hafði Valur betur og unnu 1-0. Það var Anna Rakel sem skoraði markið mikilvæga.

Valur 1-0 Breiðablik
Anna Rakel Pétursdóttir '73 1-0
Lestu um leikinn hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í seinni leiknum vann Breiðablik 2-1 eftir að hafa komist 2-0 yfir í hálfleik. Agla María braut ísinn fyrir Breiðablik en Arna Sif varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Asdís Karen minnkaði muninn fyrir Valskonur en það var bara ekki nóg fyrir Valskonur.

Breiðablik 2-1 Valur
Agla María Albertsdóttir '3 1-0
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir '44 , sjálfsmark
2-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir '53
Lestu um leikinn hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómaratríóið Það verður hann Þórður Þorsteinn Þórðarson, oft kallaður ÞÞÞ, sem mun dæma þennan leik. Hann dæmdi á dögunum sinn fyrsta leik í efstu deild karla þegar hann dæmdi leik Keflavík og HK. Honum til aðstoðar verða þau Daníel Ingi Þórisson og Eydís Ragna Einarsdóttir. Reynir Ingi Finnsson er varadómari dagsins en Viðar Helgason sér um eftirlitið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Íslandsmeistararnir í Val Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar og taka við titlinum í kvöld. Valskonur misstu toppsætið niður til Breiðabliks á miðju tímabili en náðu að koma sér aftur á toppinn í 16. umferð og hafa verið þar síðan. Núna þegar seinasti leikurin fer í gang eru Valskonur 9 stigum fyrir ofan Breiðablik sem eru í 2. sæti. Einnig hefur Valur gefið það út að Pétur verður áfram með liðið þannig það er svo sannarlega hátið í bæ á Hlíðarenda!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sóknarmenn vinna leikina en varnarmenn vinna titlana
Það mætti segja að Valskonur hafa unnið sér inn fyrir þessum titli. Frábær sóknarlega og öflug varnarlega líka. Valskonur eru með bestu sóknina í deildinni, 52 mörk skoruð í 22 leikjum, og bestu vörnina í deildinni, 18 mörk fengin á sig í 22 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fjórir leikir eyðilögðu titilvonir Blika Breiðablik var, kannski ásamt Þrótti, eina liðið sem var að keppast við Val um að vinna deildina fram að móti. En eftir bikarúrslitaleikinn, sem tapaðist gegn Víkingi, fór allt í skrúfuna. Þær töpuðu fjórum leikjum í röð í deildinni eftir það en hafa náð áttum núna í seinustu tveimur leikjum. Þær hafa unnið FH og Stjörnuna í seinustu tveimur leikjum en með jafntefli í dag er 2. sætið nánast öruggt fyrir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarabreytingar í Kópavoginum
Það hefur mikið gengið á bakvið tjöldin hjá Breiðablik en eins og svo margir vita að þá var Ásmundur Arnarsson látinn fara í lok móts eftir að hafa verið á öðru tímabilinu sínu með Blikaliðið. Í 15. umferð voru Blikakonur á toppi deildarinnar en klúðruðu þeirri stöðu niður undir lok móts. Gulli Gull, Kjartan Stefáns og Ólafur Péturs tóku þá við af Ása en þetta teymi hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur, í fjórum leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skjöldurinn fer á loft! Heil og sæl og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks Í Bestu deildinni. Eins og flestir vita að þá eru Valskonur orðnar íslandsmeistarar en það verða fagnaðarlæti í kvöld að leiks lokum þar sem skjöldurinn fer á loft!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('90)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('83)
29. Viktoría París Sabido ('55)

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('83)
14. Linli Tu ('90)
23. Valgerður Ósk Valsdóttir ('55)
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Kjartan Stefánsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Toni Deion Pressley ('86)
Valgerður Ósk Valsdóttir ('87)

Rauð spjöld: