Laugardalsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Kalt, mjög kalt
Dómari: Julian Weinberger (Austurríki)
Áhorfendur: 1211
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Varnarleikur Blika ekki upp á marga fiska þarna.
Djöfull var þetta soft víti ????????????
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) November 9, 2023
Gísli Eyjólfsson fær símtal frá Age í kvöld!!!
— Sigurjón Jónsson (@siggisorensen) November 9, 2023
Óskum Damir Muminovic til hamingju en hann er núna að spila sinn 350. keppnisleik í grænu Breiðablikstreyjunni. Damir er næst leikjahæsti leikmaður karlaliðs Breiðabliks frá upphafi – aðeins Andri Rafn Yeoman hefur spilað meira eða 433 leiki. pic.twitter.com/99OnwGM6gO
— Blikar.is (@blikar_is) November 9, 2023
Þeir höndla ekki kuldann!!!! pic.twitter.com/m40ETXuu09
— Halldór (@HalldorGauti08) November 9, 2023
INNÁ LOUVRE MEÐ ÞETTA pic.twitter.com/sPuhbouq78
— Freyr S.N. (@fs3786) November 9, 2023
Jason Daði ????????????
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) November 9, 2023
En geta þeir spilað á nistingsköldu nóvember kvöldi í Reykjavík? #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) November 9, 2023
#HistoryMaking pic.twitter.com/D8BM2HTCJp
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 9, 2023
Fá Jason Daða í United, sá er með VARið í vasanum!
— Jói Skúli (@joiskuli10) November 9, 2023
Eiður Ben þurfti bara 1 dag til að greina þetta Gent lið. pic.twitter.com/KKMr0E370g
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) November 9, 2023
HAHAHAHAHAHHAHAHA ALDREI VEKJA MIIIIG
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) November 9, 2023
AAAAAAAALDREEEEIIIIIII
Gísli Eyjólfs kemst í skotfæri og á skot sem Nardi nær að verja, en hann nær ekki að halda boltanum.
Aftur er Jason Daði mættur eins og gammur til að koma boltanum yfir línuna. Blikar eru búnir að snúa þessum leik við á nokkrum sekúndum.
Aftur er VAR að skoða markið...
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Klaufalegt hjá gestunum, slök sending úr vörninni og Davíð Ingvars er fljótur að átta sig á því. Hann kemst inn í sendinguna og leggur hann til hliðar á Gísla Eyjólfs sem á skot að marki. Það ratar á fjærstöngina þar sem Jason Daði er mættur til að koma boltanum yfir línuna.
VAR er að skoða þetta...
Sending frá hægri kanti inn á teiginn og Gift Orban er óvaldaður. Hann skallar boltann auðveldlega yfir Anton Ara í markinu.
Byrjunarliðið í leiknum gegn Gent. pic.twitter.com/ltSnlgVBAK
— Blikar.is (@blikar_is) November 9, 2023
Klefinn er klár fyrir kvöldið ???? pic.twitter.com/CdZki7bz4x
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) November 9, 2023
Á leið Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar skoraði færeyski landsliðsmaðurinn eitt mark og lagði upp eitt og svo hefur hann skorað bæði mörk Breiðabliks til þessa í riðlinum.
„Það hefur verið ótrúlega dýrmætt að hafa hann í hópnum. Þetta er algjör toppmaður og einhver heiðarlegasta mannvera sem ég hef kynnst; bæði inn á vellinum og ekki síður utan hans. Hann er frábær leikmaður og hefur heldur betur reynst okkur drjúgur, alltaf staðið fyrir sínu. Fyrst og fremst viðhorfið hans, hann er reynslubolti; alvöru karldýr sem hjálpar okkur Fífu-börnunum mikið. Hann er frábær einstaklingur, frábær leikmaður og við munum sakna hans mikið. Bæði innan vallar og ekki síður utan hans," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um Klæmint í gær.
Á meðan liðin í kring eru orðuð við leikmenn hafa fréttir af Breiðabliki síðustu vikur verið um leikmenn sem hafa framlengt samninga sína um nokkra mánuði og breytingar á þjálfarateyminu.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var hann spurður út í leikmannamál.
Ertu að fylgjast með leikmannamarkaðnum og að móta þinn leikmannahóp fyrir næsta tímabil?
„Að sjálfsögðu er það þannig að þó að okkar einbeiting sé nánast öll á þetta verkefni og við ætlum okkur að gera góða hluti í þessari keppni sem er hálfnuð, þá er það auðvitað þannig að menn eru að vinna í einhverjum tímaramma hérna og getum ekki hundsað það. Að sjálfsögðu er maður alltaf að skoða hvernig sé hægt að bæta og styrkja liðið. Það er klárlega verið að vinna eitthvað í því á bak við tjöldin."
Davíð Ingvarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman eru að verða samningslausir. Hvernig er staðan með þeirra framtíð?
„Ég myndi vilja halda þeim öllum, þú vilt ekki missa góða leikmenn, en ég veit ekki hvernig staðan á því er. Davíð hefur verið með einhverjar þreifingar erlendis. Ef af því verður þá er það auðvitað frábært tækifæri fyrir hann. Hann er frábær leikmaður."
,,Við rennum svolítið blint í sjóinn með aðstæður á vellinum, alveg eins og þeir. Ég held það sé alveg ljóst að á þessum árstíma er Laugardalsvöllur ekki jafn góður og völlurinn í Belgíu. Við gerum ráð fyrir að þeir þurfi því aðeins meiri tíma og pláss á boltann til að athafna sig. Við sjáum ákveðna möguleika þar í að pressa þá hærra og stífar," sagði Halldór.
„Að sama skapi eru þeir í mjög þéttu prógrami; hafa spilað þrjá leiki frá því við spiluðum við þá síðast og þeir eiga svo leik strax um helgina gegn Anderlecht sem er toppslagur í deildinni. Þeir hafa eflaust líka hugann við þann leik. Við þurfum að mæta mjög agressífir í þennan leik og láta finna fyrir því frá fyrstu mínútu að þetta verður ekki auðveldur leikur fyrir þá."
Allir leikfærir
Hver er staðan á hópnum varðandi meiðsli?
„Staðan er mjög góð. Það hafa verið einhver örlítil meiðsli, sérstaklega í fremstu víglínu. Það hafa allir verið aðeins tæpir; Kiddi, Klæmint, Kristófer Ingi og Eyþór. En þeir eru allir leikfærir á morgun. Aðrir, fyrir utan Patrik, eru í toppstandi."
Urðu bara að rétta upp hönd og viðurkenna að þeir voru sterkari
Gent skoraði fimm mörk í síðasta leik, mörkin mörg hver vel afgreidd. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var spurður hvað væri hægt að gera til að takmarka færafjölda Belganna.
„Ég held að það sé hægt að segja það hlutlaust að þetta er sterkasta liðið í þessum riðli. Þeir tóku Tel Aviv t.d. nokkuð örugglega. Við erum búnir með þrjá leiki núna, það sem situr eftir fyrstu tvo leikina, jákvætt í eðli sínu, er að við erum pirraðir að hafa ekki tekið neitt út úr þeim. Svo kemur þessi leikur í Belgíu, þar verður maður bara að rétta upp hönd, þeir voru bara sterkari en við. Að því sögðu fannst mér við ekki hitta á okkar besta dag. Ég hef trú á því að þetta verði allt öðruvísi leikur hérna í þessum aðstæðum. Við höfum greint leikinn vel, 'drillað' það sem við teljum okkur geta bætt og einbeitingin er þar," sagði fyrirliðinn.
Hvað lærðirðu af fyrri leiknum og hvernig ætlarðu að nálgast leikinn á morgun?
„Leikurinn var erfiður að mörgu leyti, Gent virkilega sterkur andstæðingur. Að okkar mati var margt sem við gerðum vel í leiknum, fengum góð tækifæri til að skora en fengum að okkar mati óþarflega mörg mörk á okkur. Við þurfum að passa okkur á því að læra mikið af leiknum, án þess þó að umbylta öllu sem við gerðum. Í okkar undirbúningi höfum við lagt áherslu á að halda í það sem við gerðum vel og laga ákveðnar færslur í varnarleiknum sérstaklega."
Hvernig var að fá eldskírnina sem aðalþjálfari gegn Gent?
„Ég held það hafi verið fullkomið. Færð (sem þjálfari) skýr svör við öllum þeim spurningum sem þú spurðir og þú þarft að læra hratt. Ég held að það hafi verið eins gott og það getur orðið. Ég, teymið og liðið þurfum að læra hratt af þeim leik. Fyrir fullri virðingu fyrir öðrum liðum þá held ég að þetta sé sterkasta liðið sem við höfum mætt í þessu ferli síðustu ár í Evrópu. Þetta er eitt af þeim liðum sem hótuðu að vinna þessa keppni í fyrra; fóru langt og eru virkilega sterkur andstæðingur. Það var frábært að fá að máta sig við þá og að sama skapi fínt að fá þá strax aftur. Vonandi getum við aðeins lagað það sem á mis fór síðast," sagði Dóri.
,,Þetta er búin að vera mjög góð æfingavika. Maður er ekki að finna fyrir því, enn sem komið er allavega, að það sé eitthvað of langt á milli leikja. Við erum búnir að vera í hörkuprógrami og ekkert svo langt frá því síðasti leikur gegn Gent kláraðist. Tíminn hefur verið nýttur vel; þjálfarateymið er búið að greina þann leik vel og 'drilla' vel það sem við teljum okkur geta bætt frá síðasta leik. Ég held að við höfum undirbúið okkur eins vel og við getum og erum auðvitað í öðruvísi aðstæðum en hefur tíðkast hér á Íslandi," sagði Höskuldur.
,,Ég fagna því að vera á keppnistímabili frekar en að vera farinn í einhver útihlaup á undirbúningstímabili. Það eru forréttindi að vera á keppnistímabili í nóvember, ekki að byrja í útihlaupum."
Stóra sviðið, hápunkturinn
Hvernig er að fylgjast með hinum liðunum vera í fríi á meðan þið eruð í þessari keppni?
,,Ég öfunda þau ekkert. Við fáum bara okkar frí þegar að því kemur. Við sleppum við hundleiðinlegan nóvember og desember alla jafna í eðlilegu árferði. Það er fínt fyrir þau að taka sitt Tene-frí, á meðan erum við í þessari veislu. Svo fáum við okkar frí þegar að því kemur."
„Við erum alls ekki að vorkenna okkur út af löngu tímabili eða að það sé svo mikið álag eða eitthvað. Þvert á móti, núna erum við bara að einblína á þessa keppni, og þetta er ekki bara einhver keppni. Þetta er stóra sviðið, eitthvað sem allur klúbburinn og allir í kringum hann eru búnir að stefna að undanfarin ár. Þetta er hápunkturinn og við ætlum heldur betur að njóta þess og gefa allt okkar til þess að fá eitthvað út úr því - meira en bara taka þátt. Við erum þar."