Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Breiðablik
2
3
Gent
0-1 Gift Orban '6
Jason Daði Svanþórsson '15 1-1
Jason Daði Svanþórsson '18 2-1
2-2 Gift Orban '53 , víti
2-3 Gift Orban '69
09.11.2023  -  20:00
Laugardalsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Kalt, mjög kalt
Dómari: Julian Weinberger (Austurríki)
Áhorfendur: 1211
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('83)
10. Kristinn Steindórsson ('83)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('77)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('83)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
20. Klæmint Olsen ('77)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('83)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('52)
Gísli Eyjólfsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Að mörgu leyti flott frammistaða hjá Blikum en súrt tap niðurstaðan.
93. mín
Höskuldur með skot sem fer undir vegginn en Nardi nær að grípa hann, því miður.
93. mín
Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað. Þetta er skotfæri. Síðasti möguleikinn?
92. mín Gult spjald: Julien De Sart (Gent)
Fyrir almenn leiðindi.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við Það liggur jöfnunarmark í loftinu.
90. mín
Hörkuskot! Höskuldur með hörkuskot sem Nardi þarf að hafa sig allan við að verja!
89. mín
Vá! Gísli með skot af varnarmanni og rétt fram hjá. Blikar eru að banka!
88. mín
Blikarnir eru enn að reyna á fullu. Dóri Árna hvetur sína menn áfram.
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
83. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
82. mín
Inn:Jordan Torunarigha (Gent) Út:Pieter Gerkens (Gent)
80. mín
Kiddi! Höskuldur með frábæran bolta fyrir markið og Kiddi Steindórs er einn á fjærstönginni. Hann nær hörkuskalla en Nardi er mættur til að verja hann. Þarna mátti ekki miklu muna!
77. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
76. mín
Flott sókn hjá Blikum! Davíð Ingvars með boltann fyrir og Jason Daði er í teignum, en hann er dæmdur rangstæður. Náði hvort sem er ekki almennilega til boltans.
75. mín
Tarik Tissoudali aftur í ágætis færi en hann setur boltann langt fram hjá. Ég er farinn að skilja af hverju hann skaut ekki sjálfur áðan.
73. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur ekki farið að óskum fyrir Blika, en það er enn nóg eftir!
71. mín
Tarik Tissoudali kominn í ágætis stöðu og reynir skot en hann hittir boltann ekki almennilega.
69. mín MARK!
Gift Orban (Gent)
Þrenna hjá Gift Orban! Sending á bak við vörnina og varamaðurinn Tarik Tissoudali er kominn í dauðafæri. Hann er ekki eigingjarn og leggur boltann til hliðar á Orban sem fullkomnar þrennu sína.

Varnarleikur Blika ekki upp á marga fiska þarna.
68. mín
Inn:Tarik Tissoudali (Gent) Út:Hugo Cuypers (Gent)
68. mín
Inn:Hyunseok Hong (Gent) Út:Malick Fofana (Gent)
68. mín Gult spjald: Archie Brown (Gent)
Brýtur á Jasoni Daða út við hliðarlínuna.
65. mín
Myndir úr seinni hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
65. mín
Áhugaverð útfærsla á hornspyrnunni, ekki útfærsla sem virkar mjög vel hins vegar.
64. mín
Blikar fá hornspyrnu. Ná þeir að gera eitthvað úr þessu?
63. mín
Ekkert verður úr þessari hornspyrnu. Blikar sækja sér bara innkast í kjölfarið.
62. mín
Julien De Sart með skot úr aukaspyrnunni sem fer í varnarvegginn og aftur fyrir í hornspyrnu.
61. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Klaufaleg sending inn á miðsvæðinu og Gísli tekur á sig gula spjaldið.
60. mín Gult spjald: Núrio Fortuna (Gent)
Jason Daði gerir vel, sækir aukaspyrnu á stað með fyrirgjafarmöguleika.
56. mín
Gísli með sturlaða sendingu frá vinstri til hægri, beint á Viktor Karl. Hann nær ekki alveg nægilegra góðri snertingu og er svo dæmdur brotlegur. Soft dómur.
53. mín Mark úr víti!
Gift Orban (Gent)
Öruggur á punktinum og jafnar metin.
52. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Gent fær vítaspyrnu Mér fannst nú ekki mikið í þessu við fyrstu sýn.
51. mín
Inn:Archie Brown (Gent) Út:Brian Agbor (Gent)
49. mín
Næstum því! Viktor Karl með stórhættulegan bolta fyrir markið og Davíð Ingvars er hársbreidd frá því að komast í boltann. Þarna mátti ekki miklu muna.
47. mín
Hlé á leiknum þar sem leikmaður Gent liggur meiddur. Vonandi ekkert alvarlegt en hann virðist ekki ætla að halda leik áfram. Þetta er miðvörðurinn Brian Agbor.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Inn:Julien De Sart (Gent) Út:Sven Kums (f) (Gent)
Skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks á Kópavogsvelli. Geggjaður fyrri hálfleikur hjá Blikum!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn
39. mín
Gent að hóta! Gift Orban er virkilega sprækur leikmaður. Hann fær hér boltann inn á teignum og reynir skot í fyrsta, en það fer rétt yfir markið!
39. mín
Jason Daði er með bæði mörk Blika
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
38. mín
Hættulegt! Omri Gandelman með skot rétt fyrir utan teig sem fer í slánna og yfir markið. Var mjög nálægt jöfnunarmarkinu þarna.
37. mín
Anton Logi með góðan bolta á bak við vörnina, á Davíð Ingvars og hann reynir fyrirgjöf strax en varnarmenn Gent eru fyrstir í boltann. Blikar eru í leit að þriðja markinu.
36. mín
Kiddi Steindórs með skot að marki en það fer vel fram hjá. Þetta var bjartsýnistilraun, en þú skorar ekki nema þú skjótir.
35. mín
Gift Orban með skemmtilega takta áður en hann sendir boltann yfir á fjærstöngina, en þar er Höskuldur mættur til að skalla frá.
33. mín
Smá darraðadans inn á teig Blika eftir hornspyrnu en Viktor Örn gerir vel í því að koma boltanum í burtu.
31. mín
Markasyrpa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
30. mín
Búið að vera frekar rólegt eftir seinna mark Blika. Kópavogsliðið að halda vel aftur af Gent.
23. mín
Þvílíkar mínútur hér á Laugardalsvelli. Blikar heldur betur að bíta frá sér sem er virkilega gaman að sjá. Leikmenn Gent eru furðulostnir.
20. mín
MARKIÐ FÆR AÐ STANDA! Engin rangstaða, Blikar taka forystuna!
19. mín
Það er frábær stemning á vellinum, stuðningsmenn Breiðabliks að láta vel í sér heyra á meðan markið er skoðað í þaula af VAR-herberginu. Löng skoðun.
18. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
BLIKAR ERU KOMNIR YFIR! Hvað er að gerast?

Gísli Eyjólfs kemst í skotfæri og á skot sem Nardi nær að verja, en hann nær ekki að halda boltanum.

Aftur er Jason Daði mættur eins og gammur til að koma boltanum yfir línuna. Blikar eru búnir að snúa þessum leik við á nokkrum sekúndum.

Aftur er VAR að skoða markið...
17. mín
Stuðningsmenn Gent á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
16. mín
Markið fær að standa! Það var spurning með rangstöðu en markið er gott og gilt.
15. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
MARK!!!!!!! Blikarnir að jafna metin!

Klaufalegt hjá gestunum, slök sending úr vörninni og Davíð Ingvars er fljótur að átta sig á því. Hann kemst inn í sendinguna og leggur hann til hliðar á Gísla Eyjólfs sem á skot að marki. Það ratar á fjærstöngina þar sem Jason Daði er mættur til að koma boltanum yfir línuna.

VAR er að skoða þetta...
14. mín
Gent að hóta öðru marki en Hugo Cuypers er eigingjarn og sendir ekki á Gift Orban sem var í algjöru dauðafæri.
11. mín
Virkilega klaufalega útfærð hornspyrna. Tekin stutt og Höskuldur fær boltann aftur. Hann er dæmdur rangstæður.
10. mín
Ágætis spilkafli hjá Breiðabliki og Jason Daði vinnur hornspyrnu. Höskuldur röltir út að hornfánanum.
7. mín
Þetta var fyrsta færi Gent í leiknum, og fyrsta markið komið.
6. mín MARK!
Gift Orban (Gent)
Fyrsta markið komið! Þetta var ekkert eðlilega auðvelt.

Sending frá hægri kanti inn á teiginn og Gift Orban er óvaldaður. Hann skallar boltann auðveldlega yfir Anton Ara í markinu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
3. mín
,,Hverjir eru bestir í náranum? Blikarnir í Smáranum," syngja stuðningsmenn Breiðabliks sem láta vel í sér heyra hér í byrjun leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Það verður að viðurkennast að Laugardalsvöllur hefur litið betur út, en hann verður líklega ekkert betri á þessum árstíma. Gent byrjar með boltann og sækir í átt að Þróttaraheimilinu.

Fyrir leik
Stefið!!!
Fyrir leik
Það er kalt á Laugardalsvelli, mjög kalt.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Setur spurningamerki við tímasetninguna Hein Vanhaezebrouck, þjálfari Gent, var í viðtali í heimalandinu þar sem hann talaði um aðstæður hér á Íslandi. Hann er ekki par sáttur með þær. Hann setur spurningamerki við það að leikurinn sé ekki spilaður fyrr um daginn, þegar sólin er enn á lofti og hitastigið hærra.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Síðasti leikur Klæmint Klæmint Olsen spilar í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann er á láni hjá Blikum frá NSÍ Runavík í Færeyjum. Klæmint er 33 ára framherji. Hann skoraði sex mörk og lagði upp fjögur í Bestu deildinni í sumar. Hann skoraði auk þess fjögur mörk í Mjólkurbikarnum.

Á leið Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar skoraði færeyski landsliðsmaðurinn eitt mark og lagði upp eitt og svo hefur hann skorað bæði mörk Breiðabliks til þessa í riðlinum.

„Það hefur verið ótrúlega dýrmætt að hafa hann í hópnum. Þetta er algjör toppmaður og einhver heiðarlegasta mannvera sem ég hef kynnst; bæði inn á vellinum og ekki síður utan hans. Hann er frábær leikmaður og hefur heldur betur reynst okkur drjúgur, alltaf staðið fyrir sínu. Fyrst og fremst viðhorfið hans, hann er reynslubolti; alvöru karldýr sem hjálpar okkur Fífu-börnunum mikið. Hann er frábær einstaklingur, frábær leikmaður og við munum sakna hans mikið. Bæði innan vallar og ekki síður utan hans," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um Klæmint í gær.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikmannamál Blika Tímabilinu 2023 lauk hjá öllum liðum nema Breiðabliki fyrir mánuði síðan. Breiðablik á ennþá rúman mánuð eftir af tímabili sínu því liðið tekur þátt í Sambandsdeildinni.

Á meðan liðin í kring eru orðuð við leikmenn hafa fréttir af Breiðabliki síðustu vikur verið um leikmenn sem hafa framlengt samninga sína um nokkra mánuði og breytingar á þjálfarateyminu.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var hann spurður út í leikmannamál.

Ertu að fylgjast með leikmannamarkaðnum og að móta þinn leikmannahóp fyrir næsta tímabil?

„Að sjálfsögðu er það þannig að þó að okkar einbeiting sé nánast öll á þetta verkefni og við ætlum okkur að gera góða hluti í þessari keppni sem er hálfnuð, þá er það auðvitað þannig að menn eru að vinna í einhverjum tímaramma hérna og getum ekki hundsað það. Að sjálfsögðu er maður alltaf að skoða hvernig sé hægt að bæta og styrkja liðið. Það er klárlega verið að vinna eitthvað í því á bak við tjöldin."

Davíð Ingvarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman eru að verða samningslausir. Hvernig er staðan með þeirra framtíð?

„Ég myndi vilja halda þeim öllum, þú vilt ekki missa góða leikmenn, en ég veit ekki hvernig staðan á því er. Davíð hefur verið með einhverjar þreifingar erlendis. Ef af því verður þá er það auðvitað frábært tækifæri fyrir hann. Hann er frábær leikmaður."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gæti kuldinn hjálpað? Er hægt að nýta það að Belgarnir séu að koma í kuldann hér á Íslandi?

,,Við rennum svolítið blint í sjóinn með aðstæður á vellinum, alveg eins og þeir. Ég held það sé alveg ljóst að á þessum árstíma er Laugardalsvöllur ekki jafn góður og völlurinn í Belgíu. Við gerum ráð fyrir að þeir þurfi því aðeins meiri tíma og pláss á boltann til að athafna sig. Við sjáum ákveðna möguleika þar í að pressa þá hærra og stífar," sagði Halldór.

„Að sama skapi eru þeir í mjög þéttu prógrami; hafa spilað þrjá leiki frá því við spiluðum við þá síðast og þeir eiga svo leik strax um helgina gegn Anderlecht sem er toppslagur í deildinni. Þeir hafa eflaust líka hugann við þann leik. Við þurfum að mæta mjög agressífir í þennan leik og láta finna fyrir því frá fyrstu mínútu að þetta verður ekki auðveldur leikur fyrir þá."

Allir leikfærir
Hver er staðan á hópnum varðandi meiðsli?

„Staðan er mjög góð. Það hafa verið einhver örlítil meiðsli, sérstaklega í fremstu víglínu. Það hafa allir verið aðeins tæpir; Kiddi, Klæmint, Kristófer Ingi og Eyþór. En þeir eru allir leikfærir á morgun. Aðrir, fyrir utan Patrik, eru í toppstandi."

Urðu bara að rétta upp hönd og viðurkenna að þeir voru sterkari
Gent skoraði fimm mörk í síðasta leik, mörkin mörg hver vel afgreidd. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var spurður hvað væri hægt að gera til að takmarka færafjölda Belganna.

„Ég held að það sé hægt að segja það hlutlaust að þetta er sterkasta liðið í þessum riðli. Þeir tóku Tel Aviv t.d. nokkuð örugglega. Við erum búnir með þrjá leiki núna, það sem situr eftir fyrstu tvo leikina, jákvætt í eðli sínu, er að við erum pirraðir að hafa ekki tekið neitt út úr þeim. Svo kemur þessi leikur í Belgíu, þar verður maður bara að rétta upp hönd, þeir voru bara sterkari en við. Að því sögðu fannst mér við ekki hitta á okkar besta dag. Ég hef trú á því að þetta verði allt öðruvísi leikur hérna í þessum aðstæðum. Við höfum greint leikinn vel, 'drillað' það sem við teljum okkur geta bætt og einbeitingin er þar," sagði fyrirliðinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
,,Sterkasta lið sem við höfum mætt" Halldór Árnason stýrði Breiðabliki í fyrsta sinn sem aðalþjálfari í keppnisleik þegar Blikar mættu Gent á útivelli fyrir tveimur vikum síðan. Sá leikur endaði með 5-0 sigri belgíska liðsins.

Hvað lærðirðu af fyrri leiknum og hvernig ætlarðu að nálgast leikinn á morgun?

„Leikurinn var erfiður að mörgu leyti, Gent virkilega sterkur andstæðingur. Að okkar mati var margt sem við gerðum vel í leiknum, fengum góð tækifæri til að skora en fengum að okkar mati óþarflega mörg mörk á okkur. Við þurfum að passa okkur á því að læra mikið af leiknum, án þess þó að umbylta öllu sem við gerðum. Í okkar undirbúningi höfum við lagt áherslu á að halda í það sem við gerðum vel og laga ákveðnar færslur í varnarleiknum sérstaklega."

Hvernig var að fá eldskírnina sem aðalþjálfari gegn Gent?

„Ég held það hafi verið fullkomið. Færð (sem þjálfari) skýr svör við öllum þeim spurningum sem þú spurðir og þú þarft að læra hratt. Ég held að það hafi verið eins gott og það getur orðið. Ég, teymið og liðið þurfum að læra hratt af þeim leik. Fyrir fullri virðingu fyrir öðrum liðum þá held ég að þetta sé sterkasta liðið sem við höfum mætt í þessu ferli síðustu ár í Evrópu. Þetta er eitt af þeim liðum sem hótuðu að vinna þessa keppni í fyrra; fóru langt og eru virkilega sterkur andstæðingur. Það var frábært að fá að máta sig við þá og að sama skapi fínt að fá þá strax aftur. Vonandi getum við aðeins lagað það sem á mis fór síðast," sagði Dóri.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
,,Fínt fyrir hin liðin að taka sitt Tene-frí Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í hvernig það væri að halda sér í standi á þessum árstíma og spila leiki á meðan Íslandsmótið væri ekki í gangi.

,,Þetta er búin að vera mjög góð æfingavika. Maður er ekki að finna fyrir því, enn sem komið er allavega, að það sé eitthvað of langt á milli leikja. Við erum búnir að vera í hörkuprógrami og ekkert svo langt frá því síðasti leikur gegn Gent kláraðist. Tíminn hefur verið nýttur vel; þjálfarateymið er búið að greina þann leik vel og 'drilla' vel það sem við teljum okkur geta bætt frá síðasta leik. Ég held að við höfum undirbúið okkur eins vel og við getum og erum auðvitað í öðruvísi aðstæðum en hefur tíðkast hér á Íslandi," sagði Höskuldur.

,,Ég fagna því að vera á keppnistímabili frekar en að vera farinn í einhver útihlaup á undirbúningstímabili. Það eru forréttindi að vera á keppnistímabili í nóvember, ekki að byrja í útihlaupum."

Stóra sviðið, hápunkturinn
Hvernig er að fylgjast með hinum liðunum vera í fríi á meðan þið eruð í þessari keppni?

,,Ég öfunda þau ekkert. Við fáum bara okkar frí þegar að því kemur. Við sleppum við hundleiðinlegan nóvember og desember alla jafna í eðlilegu árferði. Það er fínt fyrir þau að taka sitt Tene-frí, á meðan erum við í þessari veislu. Svo fáum við okkar frí þegar að því kemur."

„Við erum alls ekki að vorkenna okkur út af löngu tímabili eða að það sé svo mikið álag eða eitthvað. Þvert á móti, núna erum við bara að einblína á þessa keppni, og þetta er ekki bara einhver keppni. Þetta er stóra sviðið, eitthvað sem allur klúbburinn og allir í kringum hann eru búnir að stefna að undanfarin ár. Þetta er hápunkturinn og við ætlum heldur betur að njóta þess og gefa allt okkar til þess að fá eitthvað út úr því - meira en bara taka þátt. Við erum þar."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hafa ekki riðið feitum hesti Það er auðvitað merkilegt afrek hjá Breiðabliki að komast í riðlakeppnina en þeir hafa ekki riðið feitum hesti í riðlinum og hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa. Gent er á toppi riðilsins með sjö stig en þeir fóru illa með Blika í fyrri leik liðanna í Belgíu, 5-0.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Verður áhugavert að sjá Það er ekki oft sem við fáum leiki á Laugardalsvelli í nóvember, en hitatjald hefur verið á vellinum síðustu daga til að halda honum á lífi. Það er spurning hvernig aðstæður verða í kvöld, það verður áhugavert að sjá.
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Laugardalsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Paul Nardi (m)
4. Tsuyoshi Watanabe
6. Omri Gandelman
8. Pieter Gerkens ('82)
11. Hugo Cuypers ('68)
18. Matisse Samoise
19. Malick Fofana ('68)
20. Gift Orban
21. Brian Agbor ('51)
24. Sven Kums (f) ('45)
25. Núrio Fortuna

Varamenn:
26. Louis Fortin (m)
33. Davy Roef (m)
3. Archie Brown ('51)
5. Ismael Kandouss
7. Hyunseok Hong ('68)
10. Tarik Tissoudali ('68)
13. Julien De Sart ('45)
15. Bram Lagae
22. Noah Fadiga
23. Jordan Torunarigha ('82)
28. Matias Fernandez-Pardo

Liðsstjórn:
Hein Vanhaezebrouck (Þ)

Gul spjöld:
Núrio Fortuna ('60)
Archie Brown ('68)
Julien De Sart ('92)

Rauð spjöld: