Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Breiðablik
3
1
Víkingur R.
Alexander Helgi Sigurðarson '18 1-0
Ágúst Eðvald Hlynsson '19 2-0
Jason Daði Svanþórsson '57 3-0
3-1 Erlingur Agnarsson '80
08.12.2023  -  19:00
Kópavogsvöllur
Úrslitaleikur Bose-mótsins
Aðstæður: Ískalt en logn
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m) ('46)
3. Oliver Sigurjónsson ('46)
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('46)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('61)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
14. Jason Daði Svanþórsson ('61)
18. Davíð Ingvarsson ('79)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('46)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('46)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m) ('46)
8. Viktor Karl Einarsson ('46)
10. Kristinn Steindórsson ('46)
11. Gísli Eyjólfsson ('61)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('46)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('61)
29. Arnar Númi Gíslason ('79)
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Kristófer Ingi Kristinsson ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik hreppir Bose-hátalarann! Breiðablik vinnur sanngjarnan sigur á Víkingi.
Gústi Gylfa mættur að afhenda gripinn!
86. mín
Víkingar sækja á.
84. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
84. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Hrannar Ingi Magnússon (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Kári Vilberg Atlason (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
80. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Víkingar minnka muninn! Helgi Guðjóns með fyrirgjöf úr teignum á fjærstöng þar mætir Erlingur Agnarsson eins og hrægammur og stýrir boltanum í netið.
79. mín
Inn:Arnar Númi Gíslason (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
78. mín
Víkingar með fyrirgjöf frá hægri, Damir hreinsar næstum því í sjálfsmark en Víkingar fá hornspyrnu, sem ekkert kemur upp úr.
76. mín
Uggi Jóhann liggur niðri eftir samstuð.
75. mín
Gísli Gotti með fast skot en Brynjar Atli ver örugglega.
73. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
70. mín
Helgi Guðjóns í dauðafæri en Brynjar Atli ver frábærlega.
63. mín
Davíð Ingvars með frábæran bolta á Gísla Eyjólfs sem á skot rétt framhjá.
61. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
60. mín
Inn:Bjarki Björn Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
60. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
57. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Aftur eru Víkingar í brasi! Davíð Ingvars fær bolta í gegn og gefur fyrir á fjær, Sveinn Gísli hittir ekki boltann og boltinn berst á Jason Daða sem klárar vel.
56. mín
Alvöru varsla! Alexander Helgi sloppinn einn í gegn og tekur skotið en Uggi ver frábærlega!
55. mín
Helgi Guðjóns í færi en skotið fer yfir mark heimamanna.
51. mín
Blikar spila sig vel í gegnum vörn Víkinga, Kiddi Steindórs fer svo í skotið sem fer í hliðarnetið að utanverðu.
46. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Brynjar Atli Bragason (Breiðablik) Út:Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Breiðablik byrjar með boltann.
45. mín
Hef ekki séð Arnar Gunnlaugs á hliðarlínunni, áhugavert.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið hér á Kópavogsvelli, Breiðablik verðskuldað 2-0 yfir. Víkingar búnir að vera mjög opnir baka til og mikið bras búið að vera á þeim.
42. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fínasta skotfæri, Djuric tekur en boltinn fer beint á Anton Ara sem grípur boltann auðveldlega.
37. mín
Halldór Smári sendir beint á Blika, Jason Daði í frábæru færi en Uggi með stóra vörslu.
30. mín
Stöngin! Davíð Ingvars með þrumuskot sem hafnar í stönginni!
29. mín
Kristófer Ingi við það að sleppa í gegn en Uggi kemur vel á móti og sópar boltanum burt.
27. mín Gult spjald: Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
24. mín
Blikar sækja og sækja.
19. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Víkingar í brasi Blikar eiga sendingu í gegn, Halldór Smári sendir fasta sendingu á Ugga sem tekur slæma snertingu, Ágúst Hlyns er kemst í boltann og er einn á móti opnu marki og getur ekki gert annað en að skora.
18. mín MARK!
Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Blikar komast yfir! Uggi á sendingu á Pablo Punyed í uppspili en Alexander Helgi kemst í sendinguna og tæklar boltann í netið!
Stórskrýtið mark!
17. mín
Kristófer Ingi fær boltann í gegn og Uggi fer í stórskrýtið úthlaup en reddar sér svo fyrir rest.
16. mín
Davíð Ingvars fer harkalega í Ugga markmann Víkinga og Uggi liggur eftir.
14. mín
Jason Daði með frábæran snúning og fer svo í skotið sem fer rétt framhjá, frábærir taktar.
10. mín
Stöngin! Víkingar fá hornspyrnu, boltinn berst á Helga Guðjóns á fjær sem skallar í stöngina!
8. mín
Breiðablik fær sitt þriðja horn í röð. Þeir taka það stutt, Jason fer illa með Djuric en ekkert kemur úr sókninni.
7. mín
Jason í góðu færi, tekur lúmskt skot sem fer rétt framhjá marki gestanna.
6. mín
Kristófer Ingi með skot rétt fyrir utan teig en Uggi ver örugglega í marki Víkinga.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Víkingar byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings Uggi
Karl - Halldór - Matthías - Davíð
Pablo - Viktor - Danijel
Erlingur - Nikolaj - Helgi
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Bose bikarinn kominn í hús! Sigurliðið fær frábæran BOSE hátalara í verðlaun.

Mynd: Bose

Besti leikmaður mótsins fær svo glæsileg heyrnartól, að sjálfsögðu frá BOSE.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Fimm breytingar eru á liði Breiðabliks frá leiknum gegn Maccabi fyrir rúmri viku.

Alexander Helgi, Oliver Sigurjóns, Ágúst Eðvald, Kristófer Ingi og Arnór Sveinn koma inn fyrir Gísla Eyjólfs, Viktor Karl, Kidda Steindórs, Anton Loga og Andra Yeoman.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sýnt á Spiideo Leikurinn verður í beinni útsendingu í gegnum Spiideo og kostar 9 evrur að fá aðgang að útsendingunni.

Smelltu hér til að nálgast útsendingu af leiknum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Skemmtilegt viðtal við Gústa Gylfa um Bose-mótið Sæbjörn Steinke ræddi við Ágúst Gylfason sem á stóran þátt í mótinu, þeir ræddu um stofnun mótsins, þróun þess, viðskilnaðinn við Stjörnuna og framtíð Gústa.

Viðtalið má hlusta á hér og á öllum hlaðvarpsveitum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Arnar á förum? Norrköping hefur sýnt Arnari Gunnlaugssyni mikinn áhuga. Arnar hefur farið á Zoom fundi með félaginu og kom inn á það í viðtali við Fótbolti.net að hann væri að fara út á fund með Norrköping í vikunni.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Langt tímabil Blika Tímabil Breiðabliks hefur verið einstaklega langt í ár vegna Sambandsdeildarinnar. Breiðablik er eina liðið sem tekur þátt í Bose-mótinu tvisvar á sama tímabili. Þeir eiga einn leik eftir þar gegn Zorya Luhansk og fer hann fram þann 14. desember. Eftir þann leik fara Blikar í frí til 1. febrúar.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
ÚRSLITALEIKUR! Úrslitaleikur Bose-mótsins fer fram í kvöld á Kópavogsvelli og eru það erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur R. sem mætast og má búast við hörkuleik!

Mynd: Fótbolti.net
Byrjunarlið:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
7. Erlingur Agnarsson ('84)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed ('84)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
19. Danijel Dejan Djuric ('82)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('82)
23. Nikolaj Hansen (f) ('60)
24. Davíð Örn Atlason ('60)
27. Matthías Vilhjálmsson ('73)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('46)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('60)
14. Sigurður Steinar Björnsson ('73)
15. Bjarki Björn Gunnarsson ('60)
26. Kári Vilberg Atlason ('82)
29. Hrannar Ingi Magnússon ('82)
30. Ísak Daði Ívarsson ('84)
30. Daði Berg Jónsson ('84)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: