Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Liverpool
1
1
Man City
0-1 John Stones '23
Alexis Mac Allister '50 , víti 1-1
10.03.2024  -  15:45
Anfield
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Michael Oliver
Byrjunarlið:
62. Caoimhin Kelleher (m)
2. Joe Gomez
3. Wataru Endo
4. Virgil van Dijk
7. Luis Díaz
8. Dominik Szoboszlai ('61)
9. Darwin Nunez ('76)
10. Alexis Mac Allister
19. Harvey Elliott
78. Jarell Quansah
84. Conor Bradley ('61)

Varamenn:
13. Adrian (m)
11. Mohamed Salah ('61)
12. Kostas Tsimikas
18. Cody Gakpo ('76)
26. Andy Robertson ('61)
42. Bobby Clark
53. James McConnell
65. Amara Nallo
67. Lewis Koumas

Liðsstjórn:
Jurgen Klopp (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórmeistarajafntefli tveggja frábærra liða - Klopp og Guardiola fallast í faðma Stórskemmtilegur leikur að baki.

Arsenal á toppnum á markatölu, með 64 stig líkt og Liverpool. Man City í þriðja sæti með 63 stig.

Spennan heldur áfram. Takk fyrir að fylgjast með þessari textalýsingu!
99. mín
Önnur hornspyrna sem Liverpool fær
98. mín
Liverpool fær hornspyrnu! Síðasti séns!
98. mín
Síðasta mínútan í uppgefnum uppbótartíma
97. mín
Salah fer niður í teignum Oliver dæmir ekki vítaspyrnu.
95. mín
Doku með öflugt hlaup og kemst í hættulega stöðu en nær ekki að koma boltanum á Foden.
95. mín
Elliott kemur boltanum í netið en flaggið var löngu komið á loft Klárlega rangstaða í aðdragandanum. Salah vel fyrir innan.
94. mín
Marktilraunir í seinni hálfleik: 13-3 Liverpool verið miklu betra liðið í seinni hálfleik.
92. mín
Harvey Elliott með fyrirgjöf sem Stones skallar afturfyrir. Liverpool fær horn.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 8 mínútur
90. mín
Svo kemst Salah í færi hinumegin en skot hans ekki sérstakt og Ortega ver.
89. mín
CITY SKÝTUR Í STÖNGINA!!!!! DOKU! Svo nálægt... innanverð stöngin!
89. mín
Fáum við dramatík í lokin?
84. mín
Mac Allister í hörkufæri í teignum eftir þunga sókn en nær ekki að stýra boltanum á rammann.
83. mín
Van Dijk með skalla eftir hornið en talsvert frá því að ná að stýra boltanum á markið.
82. mín
Luis Díaz með rosalegt hlaup og vinnur hornspyrnu.
81. mín
Fyrri viðureign liðanna á tímabilinu endaði 1-1... verður endurtekning á því?
80. mín
Quansah með óvænt skot fyrir utan teig sem Ortega er í vandræðum með en nær að slá boltann í burtu.
79. mín
Doku með skot sem dempast af varnarmanni Liverpool og endar í höndum Kelleher.
78. mín
City búið að ná betri tökum og halda boltanum betur innan liðsins núna.
76. mín
Inn:Cody Gakpo (Liverpool) Út:Darwin Nunez (Liverpool)
74. mín
SLÁIN!!! BOLTINN Í SLÁNA Á MARKI LIVERPOOL Fyrirgjöf sem Kelleher slær í Foden og í þverslána.

Endursýningar sýna að boltinn fór í hendina á Foden svo þetta hefði væntanlega ekki talið, með VAR á vellinum.
73. mín
Góð stemning á Anfield og stuðningsmenn baula hressilega þegar City er með boltann.
72. mín
NUNEZ Í DAUÐAFÆRI! Ortega gerir vel, kemur út og lokar á þann úrúgvæska. Vel gert hjá varamarkverði City.
71. mín
Liverpool á að vera yfir í þessum leik Vendipunkturinn í þessum leik voru mistökin hjá Ake í upphafi seinni hálfleiks. Gjörbreytti leiknum. Liverpool farið illa með góð tækifæri til að taka forystuna.
69. mín
Inn:Jeremy Doku (Man City) Út:Julian Alvarez (Man City)
69. mín
Inn:Mateo Kovacic (Man City) Út:Kevin De Bruyne (Man City)
Belginn virkar mjög ósáttur með að vera tekinn af velli Áhugaverð skipting.
69. mín
Andy Robertson með misheppnaða fyrirgjöf sem verður síðan að marktilraun og boltinn fer rétt framhjá fjærstönginni.
68. mín
Pep Guardiola að búa sig undir að gera skiptingar. Ef þetta væri handbolti væri hann klárlega búinn að taka leikhlé!
66. mín
Einstefna að marki City Salah með skot framhjá. Meðbyrinn með Liverpool alla leið. City var í svo góðri stöðu í hálfleik en nú stendur ekki steinn yfir steini hjá liðinu.
64. mín
Það liggur mark frá Liverpool í loftinu! Aftur Díaz að komast í dauðafæri en Walker nær að setja boltann afturfyrir. Díaz að fara illa með rosalega góð færi.
63. mín
DAUÐAFÆRI!!! LUIS DÍAZ MEÐ SKOT FRAMHJÁ! Salah merð frábæra sendingu, Luis Díaz sleppur en setur boltann framhjá. Þarna átti Kólumbíumaðurinn að skora!!!
62. mín
Salah mættur inn Klopp búinn að gera tvöfalda skiptingu.
61. mín
Inn:Andy Robertson (Liverpool) Út:Conor Bradley (Liverpool)
61. mín
Inn:Mohamed Salah (Liverpool) Út:Dominik Szoboszlai (Liverpool)
61. mín
Szoboszlai með skot en hittir boltann illa, langt framhjá.
60. mín
Mynd: Getty Images

59. mín Gult spjald: Bernardo Silva (Man City)
59. mín
VÁ! Hörkufæri hinumegin Luis Díaz missir boltann of langt frá sér, vantar gæði í fyrstu snertinguna.
58. mín
Phil Foden i HÖRKUFÆRI! Nánast dauðafæri, smá þröngt, en Kelleher gerir vel. Lokar og ver vel!
55. mín
Inn:Stefan Ortega (Man City) Út:Ederson (Man City)
Þjóðverjinn kemur í markið Ederson meiddist þegar hann braut á Nunez í vítaspyrnudómnum áðan.
54. mín
Markvarðarskipti hjá City Hættuleg sending innfyrir en Ederson nær að handsama boltann. Ederson leggst síðan niður í grasið. Manchester City þarf að skipta um markvörð.
50. mín Mark úr víti!
Alexis Mac Allister (Liverpool)
Ederson fer í rétt horn en nær ekki að verja þetta! Virkilega gott víti, þéttingsfast. Allt orðið hnífjafnt að nýju á Anfield!
50. mín
Ederson heldur leik áfram. Alexis Mac Allister er að fara að taka vítaspyrnuna.
48. mín Gult spjald: Ederson (Man City)
Ederson fær gult Markvörður City fékk Nunez af krafti í lærið á sér og þarf aðhlynningu.
47. mín
LIVERPOOL FÆR VÍTASPYRNU! Hrikaleg mistök hjá Nathan Ake, sendir ömurlega sendingu til baka og Nunez kemst í boltann. Ederson brýtur á honum og víti sem heimamenn fá. Martraðarbyrjun á seinni hálfleik hjá City.
47. mín
Salah er að hita upp Bara spurning hvenær hann kemur inná.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað De Bruyne sparkar leiknum í gang að nýju.
45. mín
Hvenær kemur Salah inn? „Það hlýtur að vera freistandi fyrir Klopp að setja Salah strax inná. Þetta hefur verið erfitt fyrir Harvey Elliott. Hann hefur ekki verið eins líflegur og vanalega," segir Pat Nevin sérfræðingur BBC.
45. mín
Hálfleikstölfræði: Með boltann: 53% - 47%
Marktilraunir: 7-7
Á markið: 1-4
Hornspyrnur: 0-4
Brot: 2-4
45. mín
Hálfleikur
Þessi stórleikur hefur verið mikil skemmtun og bæði lið að gera vel
45. mín
Szoboszlai með skot úr aukaspyrnu Fyrsta tilraun Liverpool á markið. Ungverjinn tók skotið af löngu færi en Ederson vandanum vaxinn.
45. mín Gult spjald: Rodri (Man City)
Tæklaði Mac Allister niður. Klárt gult.
45. mín
Liverpool að ógna en sending Conor Bradley ratar ekki! Þarna var Liverpool nálægt því að jafna. Bjarni Guðjóns sem lýsir leiknum á Síminn Sport hefði viljað sjá Bradley láta vaða þarna.
45. mín
Kyle Walker með fyrirgjöf sem De Bruyne nær ekki að komast í. Aðeins of föst sending. Þarna var möguleiki fyrir City að tvöfalda forystu sína!
42. mín
Frábær tilraun hjá Luis Díaz Díaz með gott skot sem fer naumlega framhjá! Liverpool heldur áfram að spila vel en það vantar herslumuninn. Liverpool hefur átt sex marktilraunir en engin þeirra hefur hitt á rammann.
39. mín
Haaland með skot fyrir utan teig sem fer beint á Kelleher.
35. mín
Haaland að gera sig líklegan og þá mætir Van Dijk og kemur boltanum afturfyrir. Þriðja hornspyna City, Liverpool enn ekki hátt horn.
32. mín
Szoboszlai með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá Elliott Virkilega góður kafli hjá Liverpool, eru að spila vel og virðast nálægt jöfnunarmarki. Vantar herslumun.
29. mín
Hver veðjaði á þennan sem fyrsta markaskorara?
Mynd: Getty Images

27. mín
Liverpool í hættulegri sókn og Luis Díaz að láta til sín taka í teignum... á endanum fer flaggið á loft. Rangstaða.
23. mín MARK!
John Stones (Man City)
Stoðsending: Kevin De Bruyne
Af öllum mönnum! John Stones skorar eftir hornspyrnuna! De Bruyne með frábæra hornspyrnu beint á Stones sem skorar af afskaplega stuttu færi.

Þetta er beint af æfingasvæðinu!
23. mín
Bernardo Silva með flotta fyrirgjöf á fjærstöngina, Van Dijk skallar boltann afturfyrir í horn.
23. mín
Bernardo Silva og Darwin Nunez berjast um boltann
Mynd: Getty Images

19. mín
Luis Díaz kemur boltanum í netið en dæmd er rangstaða Nunez, sem lagði boltann á Díaz, var rangstæður þegar það kom stungusending á hann. Endursýningar sýna glögglega að þetta var hárrétt hjá aðstoðardómaranum.
18. mín
Phil Foden með skot sem fer í varnarmann. Það er svo mikill hraði í þessu að ensku sjónvarpsmennirnir fá engan tíma fyrir endursýningar.
17. mín
Díaz með fyrirgjöf, Nunez með skalla en nær ekki að stýra boltanum á markið. Var erfiður bolti að eiga við. Flottur kafli hjá Liverpool. Það eru heimamenn sem eru núna í sóknarhug.
16. mín
Nunez með skot framhjá. Flaggið fór á loft svo þetta hefði ekki talið.
14. mín
Liverpool að ógna Conor Bradley með lipur tilþrif á hættulega fyrirgjöf á fjærstöngina en Darwin Nunez nær ekki til boltans. Nunez lendir á stönginni en getur haldið leik áfram.
11. mín
Fín hornspyrna en Liverpool náði að koma hættunni í burtu. Manchester City ógnandi hér í upphafi leiks.
10. mín
City fær fyrstu hornspyrnu leiksins Phil Foden með fyrirgjöf og Conor Bradley tekur enga áhættu og setur boltann afturfyrir.
9. mín
Hættuleg sókn hjá Manchester City og Kevin De Bruyne kemst í frábæra stöðu í teignum og reynir að vippa boltanum fyrir en sendingin ekki nægilega góð. Skömmu seinna á De Bruyne svo skot sem Kelleher nær að verja.
6. mín
Mikil ákefð og hátt tempó Kraftmikil byrjun á þessum leik, lofar góðu. Hvorugt liðið mætt til að sætta sig við jafntefli.
3. mín
Fyrsta skot leiksins Góð sókn hjá Man City og Alvarez á fyrsta skot leiksins en Kelleher í marki Liverpool ver.
1. mín
Leikur hafinn
Liverpool hóf leikinn Michael Oliver hefur flautað til leiks.
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Man City
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Svona leggur Klopp línurnar
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Verður þetta í síðasta sinn sem Klopp og Guardiola mætast á vellinum?
   08.03.2024 14:15
„Við erum báðir ungir svo ég veit ekki hvort þetta verði í síðasta sinn“
Fyrir leik
Aldrei í myndinni að Salah yrði í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images

Mohamed Salah er að koma hægt og rólega til baka eftir að hafa meiðst í landsliðsverkefni með Egyptalandi í janúar.

Hann kom við sögu í leik Liverpool gegn Sparta Prag á fimmtudaginn en er á bekknum í dag þegar liðið mætir Man City í stórleik helgarinnar.

Salah var klár í slaginn fyrir nokkrum vikum en það kom bakslag í meiðslin. Jurgen Klopp ræddi stöðu leikmannsins fyrir leikinn í dag.

„Það var aldrei inn í myndinni að hafa Salah í byrjunarliðinu. Maður verður að læra af mistökum, ekki það að hann hafi farið of snemma af stað. Það var bara óheppni að það varð smá bakslag," sagði Klopp.

„Við ræddum þetta við Salah. Við vorum sammála um að það væri ekki tímabært að byrja núna. Þetta verður baráttu leikur og við getum sett hann inn á sem er geggjað."
Fyrir leik
Innlit inn í klefa Liverpool
Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Magnaður Rodri
Mynd: Getty Images

Einn allra mikilvægasti leikmaður Manchester City er spænski miðjumaðurinn Rodri. Síðast þegar Rodri spilaði og Manchester City tapaði var í febrúar 2023. Síðan þá hefur hann spilað 60 leiki fyrir liðið án þess að tapa.
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá City frá síðasta deildarleik Pep Guardiola gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Manchester United um síðustu helgi. Manuel Akanji kemur inn fyrir Ruben Dias og Jeremy Doku fer á bekkinn en Julian Alvarez byrjar.
Fyrir leik
Konate ekki með Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Liverpool frá dramatíska sigrinum gegn Nottingham Forest. Mohamed Salah byrjar á bekknum en Darwin Nunez kemur inn í liðið.

Ibrahima Konate er ekki með vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut gegn Sparta Prag og Jarrell Quansah byrjar.
Fyrir leik
Byrjunarlið Man City - Ógnarsterkt
Fyrir leik
Byrjunarlið Liverpool - Salah á bekknum
Fyrir leik
Spennan magnast og það er góð stemning fyrir utan leikvanginn
Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Oliver með flautuna
Mynd: Getty Images

Michael Oliver verður aðaldómari leiksins en Jurgen Klopp gagnrýndi hann eftir 3-2 tap Liverpool gegn Arsenal í október 2022. Sagt var að Oliver hefði beðið Klopp afsökunar.

Oliver er þó að flestra mati besti dómarinn sem England hefur upp á að bjóða í dag.

Hann er vanur því að dæma stórleiki og dæmdi til að mynda jafnteflisleik Liverpool gegn Manchester United og tapleik Manchester City gegn Arsenal fyrr á tímabilinu.

Stuart Burt og Dan Cook verða aðstoðardómarar í leiknum. Stuart Attwell verður VAR dómari og David Coote fjórði dómari.
Fyrir leik
Staðan?
Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Tómas Þór er á Anfield:
Mynd: Baldur Kristjánsson

„Eins og alltaf þegar að þessi lið mætast erum við að fara að sjá hágæða fótboltaleik," segir Tómas Þór Þórðarson, ristjóri enska boltans hjá Símanum, við Fótbolta.net.

„Þetta hafa verið gæðamestu fótboltaleikir bestu fótboltadeildar í heimi undanfarin ár og vona að það verði engin breyting á. Stóri munurinn er vissulega sá að nú er Arsenal með í hringiðunni þannig spurning hvernig liðin líta á þennan leik. Jafntefli er enginn dauði fyrir Liverpool og miðað við meiðslavandræðin þar óttast ég smá að það verði einhvers staðar í huga þeirra."

Það er erfitt að meta það hvort liðið sé sigurstranglegra fyrir þennan mikla stórleik.

„Heimavöllurinn vegur þungt þegar maður pælir í hvort liðið sé sigurstranglegra," segir Tómas. „Liverpool hefur ekki verið að sækja gull í greipar City-manna á Etihad og þá er City-liðið með fleiri á fótum þessa dagana. Svo hefur Pep almennt verið frábær í þessum stórleikjum en það er samt svo rosalegur meðbyr með Liverpool þessa dagana að ég útiloka ekkert sigurmark frá Conor Bradley frá miðju á fimmtándu mínútu í uppbótartíma."

Ótrúleg titilbarátta
Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en eins og Tómas nefnir, þá er Arsenal líka með í baráttunni, aðeins tveimur stigum frá toppnum. Mun þessi leikur hafa úrslitaáhrif í titilbaráttunni?

„Hann mun hafa áhrif, það er alveg klárt en við verðum að horfa til hins stórleiksins í mánuðinum. City og Arsenal mætast eftir þrjár vikur, á sjálfan Páskadag. Þegar dagur verður að kveldi kominn 31. mars er við jöpplum á vonda namminu úr páskaeggjunum okkar munum við vita ansi margt um toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni," segir Tómas.

En er þetta skemmtilegasta titilbarátta sem hann hefur fylgst með?

„Þær hafa verið nokkrar frábærar á milli Liverpool og City undanfarin ár en það er alveg frábært að vera með þrjú lið í pottinum. Svo má leita eitthvað aftur í tímann til að finna frábærar titilbaráttur þegar maður er orðinn þetta gamall, en þetta er sú besta í svolítinn tíma."

Alvöru hátíðarútsending
Það verður alvöru veisla á Síminn Sport og góð umfjöllun í kringum stórleikinn, sem og aðra leiki.

„Við verjum helginni á Lancaster-svæðinu og nýtum ferðina og kíkjum á Old Trafford þar sem Manchester United og Everton berjast í hádeginu á laugardaginn um mikilvæg stig á sitthvorum enda töflunnar. Svo verður Ofur-Sunnudagur á Anfield á sunnudaginn," segir Tómas.

„Við hitum upp fyrir Meistaradeildarbaráttuleik Aston Villa og Spurs frá Anfield og eftir hann tekur við 45 mínútna upphitun fyrir leik ársins hingað til. Við verðum með City-goðsögnina Shaun Wright-Phillips með okkur fyrir leik og manninn sem Liverpool-stuðningsmenn kalla Guð, Robbie Fowler, eftir leik í Vellinum þegar við gerum upp leikinn og umferðina í beinni frá Anfield. Alvöru hátíðarútsending á fótboltahátíðadegi."
Fyrir leik
Salah mættur aftur
Mynd: Getty Images

Arsenal náði toppsætinu í gær og spennandi að sjá hvað gerist í leik dagsins.

Sportsmole spáir því að Mohamed Salah komi inn í byrjunarliðið en hann er að stíga upp úr meiðslum og kom inn af bekknum í Evrópudeildarleik Liverpool í liðinni viku.

Trent Alexander-Arnold og Alisson Becker eru meðal leikmanna sem eru á meiðslalistanum og geta ekki tekið þátt í dag. Þá er óvíst með þátttöku Ibrahima Konate sem varð fyrir meiðslum.

Í líklegu byrjunarliði Manchester City má sjá ógnvænlega sóknarlínu. Kevin De Bruyne, Phil Foden og Erling Haaland eru allir á sínum stað.

Liverpool - Líklegt byrjunarlið
Kelleher; Bradley, Gomez, Van Dijk, Robertson; Szoboszlai, Endo, Mac Allister; Salah, Nunez, Díaz

Manchester City - Líklegt byrjunarlið
Ederson; Walker, Dias, Stones, Ake; Silva, Rodri, De Bruyne; Foden, Haaland, Alvarez
Fyrir leik
Hetja helgarinnar spáir sigri Man City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals átti stórleik og skoraði 17 mörk úr 19 skotum þegar Valur vann stórsigur í bikarúrslitum gegn ÍBV í handboltanum í gær. Benedikt var einmitt spámaður helgarinnar í enska boltanum hér á Fótbolta.net. Sjáum hvernig hann spáir stórleiknum:

Liverpool 1 - 3 Man City
Nunez er heitur, hann skorar fyrir Liverpool en Kelleher er alltof lítill í markinu hjá þeim þannig City vinna þetta þægilega. Big game KDB verður með tvö og Foden eitt.
Fyrir leik
Stórleikur tímabilsins til þessa! Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá stórleik tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield og flautað verður til leiks klukkan 15:45.

Mynd: Getty Images

Byrjunarlið:
31. Ederson (m) ('55)
2. Kyle Walker
5. John Stones
6. Nathan Ake
9. Erling Haaland
16. Rodri
17. Kevin De Bruyne ('69)
19. Julian Alvarez ('69)
20. Bernardo Silva
26. Manuel Akanji
47. Phil Foden

Varamenn:
18. Stefan Ortega (m) ('55)
3. Ruben Dias
8. Mateo Kovacic ('69)
11. Jeremy Doku ('69)
21. Sergio Gomez
24. Josko Gvardiol
27. Matheus Nunes
52. Oscar Bobb
82. Rico Lewis

Liðsstjórn:
Pep Guardiola (Þ)

Gul spjöld:
Rodri ('45)
Ederson ('48)
Bernardo Silva ('59)

Rauð spjöld: