Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
3
2
Valur
1-0 Nesta Matarr Jobe '9 , sjálfsmark
Árni Vilhjálmsson '11 2-0
2-1 Kolbeinn Kárason '18
Elfar Árni Aðalsteinsson '32 3-1
3-2 Iain Williamson '72
27.04.2013  -  16:00
Samsung völlurinn
Lengjubikarinn - Úrslitaleikur
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 384
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason ('52)
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('83)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('89)
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('75)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason ('89)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('75)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('52)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna þennan titil í fyrsta sinn. Lögðu grunninn að honum með frábærum fyrri hálfleik.
94. mín
Úlfar Hrafn í hörkufæri! Hefði getað jafnað en skot hans yfir. Samherjar hans í teignum vildu fá sendingu.
89. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
89. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Valur) Út:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
87. mín
Ef Valsmenn jafna þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni. Engin framlenging.
83. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Út:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
Varnarsinnuð skipting hjá Blikum.
82. mín
Fjalar getur haldið leik áfram.
79. mín
Tafir á leiknum. Elfar Árni var of seinn og keyrði inn í Fjalar Þorgeirsson sem fær nú meðhöndlun sjúkraþjálfara.
75. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
75. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
72. mín MARK!
Iain Williamson (Valur)
Valsmenn ná að minnka muninn! Williamson með mark af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Nú er komin spenna í leikinn.
67. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Valur) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (Valur)
65. mín
Áhorfendur í dag: 384.
63. mín
Kristinn Jónsson með aukaspyrnu og boltinn á Rohde sem var á fjærstönginni en hitti ekki markið. Seinni hálfleikur verið fremur tíðindalítill miðað við þann fyrri.
57. mín
Kolbeinn með hörkuskot en vel varið hjá Gunnleifi.
55. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
55. mín
Matthías Guðmundsson með skalla á markið en Gunnleifur varði.
52. mín
Inn:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) Út:Gísli Páll Helgason (Breiðablik)
Gísli Páll meiddist á ökkla og er borinn af velli á börum. Virtist sárþjáður. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
47. mín
Nú er haglél. Engin sumarstemning.
46. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Ein skipting í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Ná Valsmenn að snúa þessu við? Blikar verið virkilega góðir í dag og líta vel út.
45. mín
Hálfleikur - Skítaveður í Garðabænum og leikmenn fegnir að komast inn í hlýjuna. Rigning og rok. Blikar talsvert betri en Valur átti flottan kafla kringum mark sitt.
40. mín
Guðjón Pétur Lýðsson með fína skottilraun en boltinn naumlega framhjá.
37. mín Gult spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Valur)
36. mín
Það hefur bætt í vindinn og í rigninguna um leið.
32. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Blikar hafa bætt við marki! Elfar Árni Aðalsteinsson með bogaskoti sem hafnaði yfir Fjalari og í fjærhorninu. Veðuraðstæður eitthvað truflað Fjalar.
28. mín
Valsmenn hafa heldur betur komist inn í leikinn og átt hættulegar sóknir.
24. mín
Kolbeinn hefur verið funheitur á undirbúningstímabilinu. Annar leikmaður sem hefur verið flottur í vetur er Árni sem skoraði annað mark Blika. Hann átti einmitt marktilraun áðan en boltinn naumlega framhjá.
18. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Það er stuð í Garðabænum! Kolbeinn Kárason með laglegt mark. Fékk boltann rétt fyrir utan teig og tók gott skot sem var alveg út við stöng.
15. mín
Þórir Guðjónsson með fyrstu marktilraun Valsmanna, hörkuskot en Gunnleifur varði.
13. mín
Það er rigning og vindurinn er með Breiðabliki sem hefur verið miklu betra liðið á þessum upphafskafla.
11. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Blikar komnir í 2-0! Boltinn barst á Árna sem var vinstra megin í teignum og skoraði með laglegu skoti framhjá Fjalari. Óskabyrjun Breiðabliks.
9. mín SJÁLFSMARK!
Nesta Matarr Jobe (Valur)
Breiðablik hefur tekið forystuna. Það var Nichlas Rohde sem gaf fyrir og boltinn af Nesta og í netið.
2. mín
Blikar ógna strax í upphafi en Fjalar Þorgeirsson á tánum í markinu og varði.
1. mín
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er meðal áhorfenda í dag en sessunautur hans er Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar.
Fyrir leik
Aðstoðarvallarþulur í dag er Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar. Mun hann veita vallarþulnum góð ráð í dag.
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið flott í síðustu leikjum... augljóst kannski þar sem bæði eru komin í þennan úrslitaleik.

Magnús Már Lúðvíksson og Kristinn Freyr Sigurðsson eru ekki með Val í dag þar sem þeir fengu rautt gegn Stjörnunni. Þá er Bjarni Ólafur Eiríksson einnig fjarri góðu gamni en ekki veit ég ástæðuna fyrir því.
Fyrir leik
Siggi Dúlla, liðsstjóri Stjörnunnar, og fjórði dómarinn Jóhann Gunnar Guðmundsson ræða málin í kuldanum. Væntanlega að ræða kosningarnar enda mjög pólitískir báðir tveir.

Það gengur á með rigningu, er þokkalegur vindur og nokkuð kalt. Allir ættu þó að lifa af.
Fyrir leik
Við hliðarlínuna er Björgólfur Takefusa að láta setja rauðar reimar í skó sína. Allir leikmenn munu leika með rauðar reimar til stuðnings Special Olympics á Íslandi.

Íþróttasamband fatlaðra er umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi, en alþjóðasamtök Special Olympics standa að verkefninu Laces Campaign, sem byggir á sölu á rauðum reimum með merki Special Olympics og er liður í alþjóðlegu verkefni. Fjölmörg íþróttalið og íþróttafólk úr hinum ýmsu greinum um allan heim hefur stutt verkefnið og tekur Special Olympics á Íslandi nú þátt í fyrsta sinn.
Fyrir leik
Nú má nálgast byrjunarlið liðanna hér til hliðar.
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð. Úrslitaleikur Lengjubikarsins hefst klukkan 16 þegar Breiðablik og Valur eigast við. Fylgst verður grannt með gangi mála í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Valur hefur tvisvar farið með sigur í þessari keppni en Breiðablik hefur ekki náð að hampa þessum titli en hafa þrisvar áður komist alla leið í úrslitaleikinn.

Það eru KR sem eru núverandi handhafar titilsins en þeir lögðu Fram í úrslitaleik á síðasta keppnistímabili.

Breiðablik vann Víking Ólafsvík 2-1 í undanúrslitum keppninnar en Valur vann Stjörnuna 2-1.

Valsmönnum er spáð fimmta sæti á komandi tímabili í Pepsi-deildinni. Ekki hefur verið opinberað í hvaða sæti Blikum er spáð en ljóst er að þeir eru meðal fjögurra efstu liða. Það má því búast við hörkuleik í dag.

Vonandi eru allir búnir að kjósa og við fáum góða mætingu í Garðabæinn í dag.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('46)
23. Andri Fannar Stefánsson ('89)

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('37)

Rauð spjöld: