

Kópavogsvöllur
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Fínasta veður
Dómari: Frida Klarlund (Danmörk
Áhorfendur: 1152
('83)
('71)
('71)
('66)
('83)
('71)
('71)
('66)
('83)
('83)

Sveindís Jane Jónsdóttir með frábært skot og kemur Íslandi í 3-0 forystu! Skorar í öðrum landsleiknum í röð ???????? pic.twitter.com/fu7biEPrEL
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024

MARK!Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Þetta mark var af dýrari gerðinni. Karólína með sendingu á Sveindísi sem er með bakið í markið. Hún snýr af sér varnarmann Póllands og klárar mjög vel.
Þetta var gæði og fleira.
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var ánægð með fyrri hálfleikinn en hefði þó viljað skora sjálf! ???????? pic.twitter.com/Q48mHivR5G
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024
Ætlar enginn að tala um hversu mikið tiskuslys þessir landsliðs búningar eru? #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) April 5, 2024
MARK!Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Diljá með frábæra sendingu á Sveindísi og mætir Diljá inn á teiginn til að skalla fyrirgjöf Sveindísar í netið.
Þetta gerist ekki betra!
Diljá Ýr Zomers tvöfaldar forystuna! Sveindís Jane gerir vel og kemur með flotta fyrirgjöf sem Diljá Ýr skallar í markið. 2-0 ???????? pic.twitter.com/EhJFzfZXp0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024
SJÁLFSMARK!Stoðsending: Bryndís Arna Níelsdóttir
Sending inn á teiginn sem Glódís skallar niður í teiginn á Bryndísi sem er alein í teignum. Hún hittir boltann algjörlega hörmulega en Malgorzata Mesjasz gerir okkur stóran greiða með því að skalla boltann í netið.
Tökum þetta!
Ísland er komið yfir! Flott sending Hildar, Glódís og Bryndís gera svo mjög vel og þetta endar með sjálfsmarki Mesjasz ???????? pic.twitter.com/ZYraGawtbS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024

Pólverjar í algjöru dauðafæri eftir fyrirgjöf en Fanney ver frábærlega. Svo á Ewa Pajor skot sem fer í slána og yfir, en Fanney náði að trufla hana. Þetta var stórhættulegt.
Ewa Pajor í dauðafæri en Fanney Inga Birkisdóttir ver frábærlega! pic.twitter.com/ZELEGsP8Kq
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024
Vil sjá frammistöðu og geri kröfu á 3 stig gegn Póllandi á heimavelli.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) April 5, 2024
Vil sjá annað plan en langa bolta alltaf upp á Sveindísi. Nýtum hana betur á réttum tímapunktum í leiknum.
Eigum að geta spilað okkur í gegnum þessa vörn ef við höldum aðeins í boltann og öndum.
Áfram ???????? pic.twitter.com/jmO0NVCpsf
Þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Hlín Eiríksdóttir taka sér sæti á bekknum og inn koma þær Diljá Ýr Zomers og Bryndís Arna Níelsdóttir. Bryndís skoraði sigurmarkið gegn Serbíu.
Þriðja breytingin er svo í markinu þar sem Fanney Inga Birkisdóttir kemur inn fyrir Telmu Ívarsdóttur.
Landsliðsþjálfarinn var spurður út í Bryndísi á fréttamannafundi í gær. Bryndís var markadrottning Bestu deildarinnar í fyrra og samdi við Växjö í Svíþjóð í vetur.
Hefur hún tekið stór skref síðasta árið?
,,Já, hún hefur verið að koma vel inn hjá okkur, skilað sínu vel og gert vel. Auðvitað frábært þegar hún skoraði þetta mark gegn Serbíu, hún gerði vel í þeim leik. Hún er að taka hæg og róleg skref í þessu, er að styrkjast og verða betri og betri," sagði Steini.


„Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag. Hún er fljót, klár, gríðarlega vinnusöm, vinnur mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa augu á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum og þetta verður bara skemmtilegt verkefni."
„Hún leitar mikið á bakvið línu, ótrúlega góð að taka hlaup bakvið og koma svo á móti og fá boltann í fætur. Inni í teignum er hún góð, leyfir manni ekki að dekka sig, er alltaf á hreyfingu og reynir að vera á blindu hliðinni þar sem erfitt er að fylgjast með henni. Ég held hún sé mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu þeirra, en samt sem áður eru þær með aðra leikmenn líka og þetta verður hörkuverkefni," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi í gær.



Þrátt fyrir að hafa misst af talsverðum hluta undirbúningsins spáum við því að Sædís Rún Heiðarsdóttir verði í byrjunarliðinu líkt og í síðasta leik. Sandra María Jessen er einnig kostur í vinstri bakvörðinn.
Við spáum því að Fanney Inga Birkisdóttir verði í markinu en Telma Ívarsdóttir hefur varið mark liðsins í síðustu leikjum. Hin breytingin yrði svo sú að Diljá Ýr Zomers kæmi inn fyrir Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Bryndís Arna Níelsdóttir, sem skoraði gegn Serbíu, er einnig ansi líklegur kostur í framlínuna.

,,Sædís er heil heilsu. Eftir myndatöku hérna heima kom í ljós að það er í raun ekkert að henni," sagði Þorsteinn.

Ísland vinnur í dag 3-1.
— Max Koala (@Maggihodd) April 5, 2024
Karólína,Glódís og Sveindís skora mörkin.
Með því að vera áfram í A-deild erum við allavega örugg í umspil fyrir næsta stórmót en við eigum þá líka möguleika á að komast beint inn á Evrópumótið. Ef við hefðum fallið í B-deild þá hefði það ekki verið raunin.
Við förum í A-deild undankeppninnar og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.
Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.
Ísland hefði ekki getað verið heppnara með riðil og á góðan möguleika á því að komast beint á mótið.
Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl
Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl
Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí
Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní
Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí
Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí

Uppselt er í öll sæti á Kópavogsvelli en leikvangurinn tekur 1.709 manns í sæti. Ísland vann Serbíu á vellinum þegar stelpurnar okkar léku í umspili í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári.

('83)
('76)
('76)
('66)
('76)
('83)
('66)
('76)




























