Leik lokið!
Frábær sigur staðreynd og þessi undankeppni gæti varla byrjað betur. Núna er það bara að fylgja þessu eftir í Þýskalandi í næstu viku!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
93. mín
Amanda með ágætis skot sem fer yfir markið.
92. mín
Hlín með stórhættulega sendingu fyrir markið en Sveindís nær ekki til boltans. Hársbreidd frá því!
90. mín
Fimm mínútum bætt við
89. mín
Sjáðu stórglæsilegt mark Sveindísar
87. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur verið virkilega góður hjá Íslandi og þessi sigur hlýtur að næra fyrir ferðina til Þýskalands þar sem erfitt verkefni bíður.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
86. mín
Hlín með hættulega sendingu fyrir markið en Sveindís missir af boltanum.
83. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland)
Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Ísland)
83. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland)
Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
83. mín
Stemning!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
83. mín
Inn:Oliwia Domin (Pólland)
Út:Martyna Wiankowska (Pólland)
82. mín
Landsliðsþjálfarinn getur nú leyft sér að brosa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
78. mín
Þessi sending hjá Glódísi var í heimsklassa.
77. mín
ALGJÖRT DAUÐAFÆRI
Glódís með lúxus sendingu upp völlinn á Hlín sem leggur hann fyrir markið á Sveindísi. Hún tekur ekki nægilega vel á móti boltanum en hann fellur fyrir Selmu, en skot hennar fer í varnarmann. Þetta átti að enda með marki.
76. mín
Inn:Nikola Karczewska (Pólland)
Út:Ewa Pajor (Pólland)
76. mín
Inn: Natalia Wróbel (Pólland)
Út:Natalia Padilla-Billas (Pólland)
75. mín
Natalia Padilla-Billas með skalla að marki úr fínni stöðu en Fanney grípur.
71. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
71. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland)
Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
70. mín
DAUÐAFÆRI!!
Sveindís í algjöru dauðafæri en Kinga Szemik ver frá henni. Þarna átti Sveindís að gera betur.
68. mín
Ewa Pajor reynir skot en Ingibjörg hendir sér fyrir það. Svo á Grabowska skot en Fanney grípur það.
66. mín
Inn:Klaudia Jedlinska (Pólland)
Út:Kayla Adamek (Pólland)
66. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland)
65. mín
MARK!Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
ERTU AÐ GRÍNAST?
Sveindís Jane, dömur mínar og herrar!
Þetta mark var af dýrari gerðinni. Karólína með sendingu á Sveindísi sem er með bakið í markið. Hún snýr af sér varnarmann Póllands og klárar mjög vel.
Þetta var gæði og fleira.
64. mín
Vá!
Karólína með sturlaða hugmynd og næstum því stórkostlega útfærslu er hún reynir langan bolta á Sveindísi. Aðeins of fastur, munaði ekki miklu.
61. mín
Hliðarnetið!
Diljá, sem er búin að eiga stórkostlegan leik, gerir vel í að vinna boltann og kemur honum á Karólínu í svæði. Karólína komin í fínt færi en setur boltann í hliðarnetið.
60. mín
Hildur Antons í dauðafæri eftir langt innkast en hún er dæmd rangstæð.
58. mín
Stemningin á vellinum afar góð og íslensku stuðningsmennirnir láta vel í sér heyra.
58. mín
Darraðadans inn á teig Pólverja og Sveindís reynir bakfallspyrnu. Heppnast næstum því!
57. mín
Myndasyrpa frá öðru markinu
Skemmtilegar myndir!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
56. mín
Gult spjald: Kayla Adamek (Pólland)
Rífur kjaft.
56. mín
Diljá með fyrirgjöf sem verður að skoti. Markaóð þessa dagana og boltinn leitar í átt að markinu.
54. mín
Ewa Pajor í mjög fínni stöðu en snertingin sem hún tekur svo er alveg hörmuleg og hún missir boltann langt frá sér. Hún hefur ekki litið út eins og markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í dag.
52. mín
Nei, Karólína kemur bara aftur inn á. Veit ekki hvort þetta sé skynsamlegt þegar það er svona stutt í leik gegn Þýskalandi og staðan góð hérna.
52. mín
Nú áttu þær pólsku ágætis sókn en marktilraun þeirra fer fram hjá. Fanney var aldrei áhyggjufull.
51. mín
Sveindís í fínu færi en setur boltann yfir markið.
50. mín
Karólína liggur í grasinu. Ég held að hún hafi lokið leik hér í dag.
49. mín
Karólína með geggjaða sendingu upp á Sveindísi sem fer svo illa með varnarmann Pólverja. Hún á fyrirgjöf sem Kinga Szemik slær út í teiginn. Svo á Diljá skot sem fer fram hjá markinu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
ÁFRAM ÍSLAND!
45. mín
Þetta var ekki vítaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
Hálfleikur
Alvöru endir á þessum fyrri hálfleik. Ekkert sérlega vel spilaður hálfleikur hjá íslenska liðinu framan af og voru okkar stelpur heppnar að vera ekki lentar undir þegar Malgorzata Mesjasz skoraði fallegt sjálfsmark. Endirinn á þessum hálfleik var frábær hjá Íslandi og forystan er góð.
45. mín
Núna eru Pólverjar í dauðafæri en tilraun Kayla Adamek fer beint á Fanneyju í markinu. Sem betur fer.
45. mín
Fleiri myndir úr fyrri hálfleiknum
Hvernig finnst ykkur nýi búningurinn?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
45. mín
Næstum því 3-0!!!
Glódís í dauðafæri og nær skallanum á markið en Kinga Szemik með markvörslu í heimsklassa. Íslenska liðið að sýna ótrúlegt drápseðli.
44. mín
Flottar mínútur hjá íslenska liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
43. mín
MARK!Diljá Ýr Zomers (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
JÁÁÁÁÁÁÁ!!!!
Staðan er strax orðin 2-0!!!!
Diljá með frábæra sendingu á Sveindísi og mætir Diljá inn á teiginn til að skalla fyrirgjöf Sveindísar í netið.
Þetta gerist ekki betra!
41. mín
SJÁLFSMARK!Malgorzata Mesjasz (Pólland)
Stoðsending: Bryndís Arna Níelsdóttir
MARK!!!!!
Ísland er komið yfir!!!
Sending inn á teiginn sem Glódís skallar niður í teiginn á Bryndísi sem er alein í teignum. Hún hittir boltann algjörlega hörmulega en Malgorzata Mesjasz gerir okkur stóran greiða með því að skalla boltann í netið.
Tökum þetta!
41. mín
Flottir í stúkunni
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, glæsilegir saman.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
39. mín
Það besta frá Íslandi
Þetta var annars frábær sókn hjá íslenska liðinu, líklega það besta sem liðið hefur sýnt í þessum leik. Bryndís Arna gerði frábærlega í upphafi sóknarinnar en hún fékk mikið högg við að halda sókninni gangandi. Samt sem áður er allt í lagi með hana.
39. mín
Búinn að sjá endursýningu og þetta var hárrétt metið hjá dómara leiksins. Ekkert víti, frábær tækling.
38. mín
VÍTI?????
Karólína fellur í teignum eftir frábæra sókn en ekkert dæmt. Karólína er steinhissa en sú danska er viss í sinni sök.
35. mín
Núna eiga þær pólsku skot að marki sem Ingibjörg skallar fram hjá markinu. Ekki fór boltinn langt fram hjá.
34. mín
Þær pólsku að ógna
Pólska liðið líklegra þessa stundina. Dominika Grabowska setur boltann yfir markið úr kjörstöðu. Varnarleikurinn ekki sannfærandi hjá íslenska liðinu þarna og það telja sig heppið að hafa ekki lent undir.
34. mín
Sveindís Jane lætur dómarann gjörsamlega heyra það. Skiljanlega, sú danska hefur lítið getað.
33. mín
Karólína er komin aftur inn á og virðist geta haldið leik áfram.
32. mín
Karólína liggur eftir og þarf aðhlynningu. Lítur ekkert sérlega vel út.
31. mín
Ingibjörg bjargar
Ewa Pajor í stórhættulegri stöðu inn á teignum en Ingibjörg bjargar málunum og kemur boltanum frá.
27. mín
Það er mikið af pólsku stuðningsvellinum og þau láta vel í sér heyra.
26. mín
Bryndís Arna með hættulegan bolta fyrir en hann endar í innkasti.
25. mín
Álitleg sókn Ísland alltof lengi í uppsiglingu og endar í engu. Vantar meiri hraða og útsjónarsemi í þetta!
21. mín
Úffff
Glódís fær þungt höfuðhögg inn á teignum eftir hornspyrnu. Leit hræðilega út. Sú danska með flautuna er ekki alveg að fylgjast með og stoppar ekki leikinn strax. Sem betur fer er allt í lagi með Glódísi.
17. mín
Sveindís komin yfir hægra megin. Virkaði ágætlega þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í síðasta leik.
14. mín
Bryndís Arna tók einhvern galinn Zidane-snúning hérna áðan. Maður er enn að jafna sig eftir það.
13. mín
DAUÐAFÆRI!
Núna á hinum endanum er Sveindís í dauðafæri Sleppur í gegn og ætlar að setja boltann yfir markvörð Pólverja, en setur boltann fram hjá markinu.
11. mín
FRÁBÆR MARKVARSLA
Fanney að láta til sín taka hér snemma leiks!
Pólverjar í algjöru dauðafæri eftir fyrirgjöf en Fanney ver frábærlega. Svo á Ewa Pajor skot sem fer í slána og yfir, en Fanney náði að trufla hana. Þetta var stórhættulegt.
7. mín
Sædís með frábæran bolta upp í svæðið á Sveindísi. Hin eldsnögga Sveindís nær boltanum auðveldlega en aftur er fyrirgjöfin ekki nægilega góð.
3. mín
Pólsku varnarmennirnir ráða engan veginn við hraða Sveindísar og hún kemst hér í ágætis fyrirgjafarstöðu en sendingin inn á teiginn ekki nægilega góð.
2. mín
Sveindís kastar boltanum lengst inn á teig en pólska liðið var ekki í miklum erfiðleikum með að koma honum frá.
2. mín
Fáum langt innkast hér strax!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Vesen með pólska þjóðsönginn
Þjóðsöngvarnir að baki. Það var hökt á pólska söngnum í kerfinu og var pólska liðið búið að syngja hann þegar lagið kláraðist í kerfinu. Enginn taktur í þessu. Íslenski söngurinn gekk talsvert betur.
Fyrir leik
Upphitun er á enda og það er verið að lesa liðin upp. Styttist heldur betur í það að leikurinn fari af stað.
Fyrir leik
Hetjan í síðasta glugga byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik
Þorsteinn gerir þrjár breytingar frá síðasta landsleik þar sem Íslands vann 2-1 endurkomusigur á Serbíu í febrúar og tryggði sér sæti í A-deild undankeppninnar.
Þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Hlín Eiríksdóttir taka sér sæti á bekknum og inn koma þær Diljá Ýr Zomers og Bryndís Arna Níelsdóttir. Bryndís skoraði sigurmarkið gegn Serbíu.
Þriðja breytingin er svo í markinu þar sem Fanney Inga Birkisdóttir kemur inn fyrir Telmu Ívarsdóttur.
Landsliðsþjálfarinn var spurður út í Bryndísi á fréttamannafundi í gær. Bryndís var markadrottning Bestu deildarinnar í fyrra og samdi við Växjö í Svíþjóð í vetur.
Hefur hún tekið stór skref síðasta árið?
,,Já, hún hefur verið að koma vel inn hjá okkur, skilað sínu vel og gert vel. Auðvitað frábært þegar hún skoraði þetta mark gegn Serbíu, hún gerði vel í þeim leik. Hún er að taka hæg og róleg skref í þessu, er að styrkjast og verða betri og betri," sagði Steini.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sigur í síðasta leik gegn Póllandi
Ísland mætti Póllandi síðast í undirbúning fyrir Evrópumótið 2022 og vann þá 3-1 sigur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem er í dag styrktarþjálfari Íslands, var okkar besti leikmaður í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hvernig á að stoppa stjörnu pólska liðsins?
Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, mætir á Kópavogsvöll í dag með pólska landsliðinu. Pajor er 27 ára framherji, frekar lágvaxin, en ofboðslega öflug fyrir framan mark andstæðinganna. Í 75 landsleikjum hefur hún skorað 59 mörk.
„Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag. Hún er fljót, klár, gríðarlega vinnusöm, vinnur mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa augu á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum og þetta verður bara skemmtilegt verkefni."
„Hún leitar mikið á bakvið línu, ótrúlega góð að taka hlaup bakvið og koma svo á móti og fá boltann í fætur. Inni í teignum er hún góð, leyfir manni ekki að dekka sig, er alltaf á hreyfingu og reynir að vera á blindu hliðinni þar sem erfitt er að fylgjast með henni. Ég held hún sé mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu þeirra, en samt sem áður eru þær með aðra leikmenn líka og þetta verður hörkuverkefni," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi í gær.
Mynd: EPA
Fyrir leik
Nýju landsliðstreyjurnar frumsýndar
Fyrsti landsleikurinn í nýju landsliðstreyjunum er í dag.
Mynd: KSÍ
Fyrir leik
Fanney Inga mætt aftur í hópinn
Fanney Inga var í stúkunni í síðasta leik vegna meiðsla en er núna mætt aftur sem eru frábær tíðindi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hver verður í markinu?
Fótbolti.net spáir því að það verði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik gegn Serbíu.
Þrátt fyrir að hafa misst af talsverðum hluta undirbúningsins spáum við því að Sædís Rún Heiðarsdóttir verði í byrjunarliðinu líkt og í síðasta leik. Sandra María Jessen er einnig kostur í vinstri bakvörðinn.
Við spáum því að Fanney Inga Birkisdóttir verði í markinu en Telma Ívarsdóttir hefur varið mark liðsins í síðustu leikjum. Hin breytingin yrði svo sú að Diljá Ýr Zomers kæmi inn fyrir Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Bryndís Arna Níelsdóttir, sem skoraði gegn Serbíu, er einnig ansi líklegur kostur í framlínuna.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Ekkert að Sædísi
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson greindi frá því á fréttamannafundi í gær að Sædís Rún Heiðarsdóttir væri mætt í hópinn og væri klár í slaginn fyrir leikinn gegn Póllandi. Sædís var valin í upphaflega hópinn fyrir leikina gegn Póllandi og Þýskalandi en það þurfti að kalla inn leikmann í stað hennar þar talið var að hún gæti ekki spilað vegna meiðsla.
,,Sædís er heil heilsu. Eftir myndatöku hérna heima kom í ljós að það er í raun ekkert að henni," sagði Þorsteinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Hvernig komumst við á EM?
Ísland vann dramatískan 2-1 sigur á Serbíu fyrr á þessu ári til að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sú keppni tengist núna undankeppni Evrópumótsins þar sem búið er að taka upp nýtt fyrirkomulag.
Með því að vera áfram í A-deild erum við allavega örugg í umspil fyrir næsta stórmót en við eigum þá líka möguleika á að komast beint inn á Evrópumótið. Ef við hefðum fallið í B-deild þá hefði það ekki verið raunin.
Við förum í A-deild undankeppninnar og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.
Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.
Ísland hefði ekki getað verið heppnara með riðil og á góðan möguleika á því að komast beint á mótið.
Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl
Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl
Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí
Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní
Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí
Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Uppselt á Kópavogsvelli
Leikið er á Kópavogsvelli þar sem Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur.
Uppselt er í öll sæti á Kópavogsvelli en leikvangurinn tekur 1.709 manns í sæti. Ísland vann Serbíu á vellinum þegar stelpurnar okkar léku í umspili í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn!
Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Póllands. Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð