Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Valur
5
6
Víkingur R.
0-1 Sigdís Eva Bárðardóttir '6
Amanda Jacobsen Andradóttir '52 1-1
Fanndís Friðriksdóttir '91 , víti 2-1
2-2 Erna Guðrún Magnúsdóttir '91 , víti
Amanda Jacobsen Andradóttir '91 , víti 3-2
3-3 Selma Dögg Björgvinsdóttir '91 , víti
Kate Cousins '91 , misnotað víti 3-3
3-3 Sigdís Eva Bárðardóttir '91 , misnotað víti
Anna Björk Kristjánsdóttir '91 , víti 4-3
4-4 Birta Birgisdóttir '91 , víti
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '91 , víti 5-4
5-5 Tara Jónsdóttir '91 , víti
Hailey Whitaker '91 , misnotað víti 5-5
5-6 Gígja Valgerður Harðardóttir '91 , víti
16.04.2024  -  19:30
N1-völlurinn Hlíðarenda
Meistarar meistaranna konur
Aðstæður: Það snjóar á Hlíðarenda. Í mið apríl, takk fyrir.
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
8. Kate Cousins
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('87)
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('64)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('64)
23. Fanndís Friðriksdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('46)

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
13. Nadía Atladóttir ('64)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('87)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir ('46)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('64)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Hallgrímur Heimisson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGUR SIGRAR Á HLÍÐARENDA! Eftir langa og stressandi vítaspyrnukeppn sigrar Víkingur í vítaspyrnukeppninni og er meistari meistaranna árið 2024!

Til hamingju Víkingur!

Viðtöl og skýrsla kom inn seinna í kvöld, takk fyrir mig!
91. mín Mark úr víti!
Gígja Valgerður Harðardóttir (Víkingur R.)
91. mín Misnotað víti!
Hailey Whitaker (Valur)
Sigurborg ver gegn Hailey sem er með lélegt víti
91. mín Mark úr víti!
Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
91. mín Mark úr víti!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
91. mín Mark úr víti!
Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
Fanney fer í vitlausa átt.
91. mín Mark úr víti!
Anna Björk Kristjánsdóttir (Valur)
SIGURBORG VER, EN HÚN STENDUR EKKI Á LÍNUNNI OG VÍTIÐ ER TEKIÐ AFTUR.
91. mín Misnotað víti!
Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
SKÝTUR YFIR LÍKA!
91. mín Misnotað víti!
Kate Cousins (Valur)
YFIR!
91. mín Mark úr víti!
Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Fanney nær að koma við boltann, en ekki nóg.
91. mín Mark úr víti!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Sigurborg skutlar sér í vitlausa átt.
91. mín Mark úr víti!
Erna Guðrún Magnúsdóttir (Víkingur R.)
Setur boltann upp í hægri hornið
91. mín Mark úr víti!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
90. mín
Leik lokið! Þetta mun allt enda með vítaspyrnukeppni!
90. mín
Valur í sinni seinustu sókn, en Sigurborg grípur boltann.
90. mín
Bættar við 4 mínútur 4+ til uppbótar hér í Hlíðarenda. Víkingur hafa verið sterkari seinustu mínútur. Ætla þær að stela þessu í lokinn?
89. mín
Beint í vító Fyrir þau sem ekki vita, ef leikurinn endar jafntefli eftir 90 mínútur, þá er farið beint í vítaspyrnukeppni. Það verður engin framlenging í þessum leik.
89. mín
Inn:Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur R.) Út:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.)
87. mín
Inn:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
86. mín
Valur spilar hér einum færri á meða Berglind Rós fær aðhlyðninngu.
80. mín
Amanda ótrúlega hættuleg þennan seinni hálfleik! Amanda fær boltann fyrir utan teigin og fer illa með Ernu Guðrúnu til þess að komast ein gegn markverði. Amanda tekur svo skotið sem endar framhjá markinu.
77. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Fyrsta spjald leiksins
75. mín
Nadía fær boltann á sig inn í teig. Með mann í bakinu sér hún Amöndu fyrir framan sig og sendir boltan á hana. Amanda lætur svo vaða og skýtur svo boltanum rétt framhjá.
74. mín
Inn:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
72. mín
Hreint klúður. Amanda fær þarna boltann beint gegn markvörð. Hún var í dauðafæri, en sér Nadíu við hliðinná sér og ákveður að senda á hana í staðinn fyrir að skjóta sjálf. Nadía reynir skóti, en nær ekki góðu skoti.
66. mín
Guðrún Elísabet með lága fyrirgjöf sem rennur framhjá Sigurborg í markinu og í stöngina. Leikmaður Vals var mjög nálægt því að tækla þessum inn í netið
65. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
65. mín
Munaði engu hjá Nadíu Fyrirgjöf inn í teig þar sem Nadía nær næstum því að koma Val yfir með sinni fyrstu snertingu í Vals treyju. Flott markvarðsla hjá SIgurborgu þarna!
64. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
Nadía að koma hér inná gegn fyrrum félagi sínu
64. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
60. mín
Víkingur vinnur hér hornspyrnu eftir klúður í vörn Vals. Mjög ódýrt horn fyrir Víkinga.
53. mín
Freyja nálægt því að koma Víkingum strax aftur yfir! Freyja með skot sem endar í stönginni, leikmaður Víkings fellur svo inn í teig og þau biðja um víti, Þórður dómari er ekki sammála
52. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
WOW! Amanda með fáranlega flotta aukaspyrnu sem endar beint í markinu. Þetta lá í loftinu!

Ég mæli með að horfa á markið hér fyrir neðan!

52. mín
Amanda er tekinn niður rétt fyrir utan D-bogann. Valur með hættulega aukaspyrnu sem AManada tekur líklegast sjálf
50. mín
Valur að byrja þann seinni með krafti! Flott spil hjá Val inn á Amöndu sem nær að finna sér svæði til að skjóta á mark. Sigurborg ver þó þetta skot mjög vel. Amanda nálægt því að jafna þennan leik!
47. mín
Amanda með skot fyrir utan teig sem Sigurborg grípur. Fínt skot þó frá Amöndu þarna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Valur sparkar hér seinni hálfleik í gang! Valur gerði breytingu hér í byrjun seinni hálfleiks, Helena var tekin útaf fyrir Jasmínu.
46. mín
Inn:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur)
45. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Víkingur fer inn í klefan einu marki yfir hér á Hlíðarenda. Óvænt úrslit hér í hálfleik, en þau eiga það skilið. Bæði lið hafa verið sterk, en Víkingur hafa spilið mjög vel hér gegn fyrrum Íslandsmeisturum.
45. mín
Guðrún Elísabet komin ein geng Sigurborgu í markinu, nær næstum því að komast framhjá Sigurborgu, en varnamaður V'ikinga nær að sparka boltanum útaf.
43. mín
Fanndís hleypur upp alein á vinstri kanti og reynir svo skot fyrir utan teigin sem Sigurborg grípur.
36. mín
Víkingur héldu boltanum eftir hornspyrnuna og Shaina var kominn með gott pláss á markið frá stuttu færi, en boltinn er blokkaður af Kate og Víkingur vinnur inn aðra hornspyrnu.
35. mín
Víkingur að vinna hornspyrnu eftir skot hjá Sigdísi. Ef ég sé að fara með rétt þá er þetta aðeins annað horn leiksins.

Leimaður Vals skallar boltann út úr teignum.
33. mín
Færi hjá Val! Kate vinnur boltann í vallarhelming Víkinga eftir mistök hjá leikmanni Víkings. Kate kemur boltanum á Guðrúnu sem leggur boltann inn í teig frá vinstri kanti. Tveir leikmenn Vals standa í teignum, en ná ekki til boltans.
31. mín
Hailey hleypur upp hægri kantin með Sigdísi á sér. Hailey reynir að finna sér pláss til að leggja boltann inn í teigin, en Sigdís gerir ótrúlega vel þarna með því að pressa á Hailey.
30. mín
Þetta hefur verið frekar jafn leikur eftir að Víkingur skoraði mark á 6. mínútu. Víkingur hafa þó verið öflugari og virðiast vera með betra sjálfstraust á vellinum.
27. mín
Sigdís nær að stela boltanum af Hailey, en er svo í barsli með að senda boltanum. Sigdís tekur þá skot frá löngu færi, sem endar yfir markið.
24. mín
Freyja með glæsilegt hlaup upp hægri kantinn sem reynir svo á fyrirgjöf. Hafdís er sú eina sem stendur í teignum, en hún ákveður að hoppa yfir boltann vonandi að einhver sé fyrir aftan henni.
21. mín
Berglind Rós með skot fyrir utan teig sem Sigurborg grípur með léttum.
19. mín
Valur að skapa sér færi Glæsilegt spila á milli Guðrúnu og Fanndísi sem ná að spila boltann á milli sín gegn fjórum varnamönnum Víkings. Guðrún komst næstum því ein gegn markvörð, en Birta Birgis nær að sparka boltanum í burt frá fætur hennar.
17. mín
Emma Steinsen með aukaspyrnu sem endar inn í teignum. Hafdís nær að taka á móti boltanu, en boltinn skoppar útaf eftir fyrstu snertingu hennar.
16. mín
Guðrún Elísabet nær inn flottu hlaupi á vinstri kanti, en er dæmd rangstæð.
14. mín
Selma Dögg sem reynir fyrirgjöf sem endar í hendurnar hjá Sigurborgu.
13. mín
Anna Rakel reynir fyrirgjöf inn í teigin, en þar er engin til þess að taka á móti fyrirgjöfinni.
6. mín MARK!
Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Shaina Faiena Ashouri
EKKI LENGI AÐ ÞESSU! Glæsilegt mark frá Sigdísi. Markið kemur eignilega alveg upp úr þurru. Selma Dögg er með flott hlaup frá hægri vængi. Selma sendir boltann á Shaina sem sér Sigdísi við hliðinná sér. Sigdís tekur skotið svo í fyrstu snertingu á vítateigs línunni.

Víkingur að setja spennu í þennan leik snemma, þannig viljum við hafa það!
3. mín
Fanndís reynir að leggja boltann inn í teig, en boltinn fer í varnamann Víkings og út af. Valur að vinna sér inn horn.

Leikmaður Vals skallar boltanum yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur sparkar leikinn í gang! Spennandi leikur farinn af stað þar sem sigur liðið tekur með sér heim bikar!
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2
Fyrir leik
Byrjunarlið fyrir leikin komin í hús! Pétur og John Andrews eru búnir að birta byrjunarliðin fyrir þennan stóra leik.
Fyrir leik
Spjöld gilda inn í tímabilið Þó svo þessi leikur sé almennt síðasti leikur áður en Besta-deildin hefur göngu sína um helgina þá er hann túlkaður sem hluti af deildinni í agamálum. Þannig munu þau sem fá rauð spjöld í dag verða í leikbanni í 1. umferðinni og gul spjöld sem eru gefin í dag gilda inn í heildarfjölda gulra spjalda í deildinni þegar kemur að leikbönnum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Þórður Þorsteinn Þórðarson dæmir leikinn í dag en hann er með þá Svein Inga Sigurjónsson Waage og Guðna Frey Ingvason sér til aðstoðar á línunum.

Bergrós Lilja Unudóttir er skiltadómari og KSÍ sendir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.

Þórður Þorsteinn dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Meistarar meistaranna! Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá N1-vellinum að Hlíðarenda.

Hér verður bein textalýsing frá viðureign Vals og Víkings, meistarar meistaranna. Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs í árlegum leik.

Valur varð Íslandsmeistari á síðasta ári en þá lék Víkingur í Lengjudeildinni en vann samt Mjólkurbikarinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir ('89)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('65)
21. Shaina Faiena Ashouri ('74)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('74)

Varamenn:
31. Mist Elíasdóttir (m)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('74)
19. Tara Jónsdóttir ('74)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('65)
28. Rakel Sigurðardóttir
29. Halla Hrund Ólafsdóttir
33. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('77)

Rauð spjöld: