Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
KR
0
1
Fram
0-1 Freyr Sigurðsson '7
20.04.2024  -  16:15
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Það er þungskýjað og rigning í Laugardalnum. Sumarið er svo sannarlega ekki komið, en það hlýtur að styttast.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Kyle McLagan
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('51)
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson ('84)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('52)
17. Luke Rae ('46)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
9. Benoný Breki Andrésson ('46)
15. Lúkas Magni Magnason
19. Eyþór Aron Wöhler ('52)
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson ('51)
45. Hrafn Guðmundsson ('84)

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Guy Smit ('57)
Finnur Tómas Pálmason ('62)
Kristján Flóki Finnbogason ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fram leggur KR að velli Rúnar Kristinsson skákar Gregg Ryder, fyrsta tap KR á tímabilinu.

Bæði lið nú með sex stig.
96. mín
Guy aftur í smá rugli, Tryggvi Snær með skot sem fer framhjá,
95. mín
Kennie Chopart með sprett upp allan völlinn og vinnur hornspyrnu. Fagnar því af innlifun!
94. mín
Aron Snær rangstæður, klaufalegt með allt þetta pláss.
93. mín
Atli Sigurjónsson í séns en skotið fer yfir mark Fram. Skotið frá vítateigslínunni.
92. mín
Tryggvi Snær með frábæra móttöku, boltinn svo inn á Aron Snæ sem á skot sem fer framhjá marki KR. Fínasta færi, slúttið ekkert sérstakt.
92. mín
Óli Íshólm tekur sér langan tíma í útsparkið og heimta KR-ingar leiktöf.
91. mín
Atli með spyrnuna, boltinn á fjær, Axel á skalla en hann er laus og Óli handsamar boltann.
91. mín
Þorri brýtur á Alex við vítateig Fram.

Sex mínútur í uppbót!
90. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
Mjög sterk frammistaða hjá Tiago.
89. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Brýtur á Tiago og fær gult.
87. mín
Hrafn fellur við fyrir utan teig Fram og einhver köll um brot en ekkert dæmt.

Núna liggur Benoný aðeins eftir inn á teig en stendur svo upp og hristir þetta af sér.
86. mín
Atli með spyrnuna inn á teiginn en boltinn endaði hjá Óla í markinu. Atli er kominn inn á miðsvæðið eftir skiptingarnar.
85. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Brýtur á Alex, renndi sér og tók hann niður.
84. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
83. mín
Tiago kemur á blindu hliðina á Atla og vinnur af honum boltann á sprettinum.
81. mín
Hrafn Guðmundsson er að fara koma inn á hjá KR.
80. mín
Smá hætta inn á KR teignum en Axel Óskar reddar sér í annarri tilraun og nær að hreinsa.
80. mín
Magnús Þórðarson í álitlegri stöðu í hraðaupphlaupi. Aron Kristófer vinnur vel til baka og nær að koma boltanum aftur fyrir.

Fram fær horn.
79. mín
Alex með hornspyrnuna en Tiago skallar aftur fyrir.

Seinni boltinn inn að markinu og Óli Íshólm kýlir frá.
79. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Freyr Sigurðsson (Fram)
Markaskorarinn af velli Skipting þegar liðið er að verjast föstu leikatriði.
78. mín
Eyþór vinnur hornspyrnu fyrir KR.
78. mín
Benoný með skot fyrir utan teig, boltinn fer í Kyle sem hefur átt virkilega góðan leik.

Benó hefði getað fundið Eyþór úti vinstra megin en sá ekkert nema markið.
76. mín
Friðgeir að ná í tvo varamenn Framara.
75. mín
Alex fer niður eftir viðskipti við Frey en ekkert er dæmt, hélt að þarna kæmi flaut.

KR hélt sókninni áfram, Atli með boltann fyrir með hægri. Óli Íshólm mætir út í teiginn og handsamar hann.
74. mín
Fram fær hornspyrnu, taka sér góðan tíma í að taka þetta fasta leikatriði.
72. mín
Boltinn í gegnum teiginn hjá KR, sóknarmenn Fram ná ekki til boltans, smá hætta þarna.
71. mín
Alvöru tækling frá Alex við hliðarlínuna, kemur boltanum út fyrir hliðarlínu og Alex Freyr fellur við í leiðinni, innkast niðurstaðan.
71. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
70. mín
Alex kominn í eins skó Kominn í tvo svarta, skipti í hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

69. mín
HÆTTA! Atli með spyrnuna á fjær, sýnist Axel Óskar hafa verið á fjærstönginni, boltinn fer sýnist mér í stöninga og svo er leikurinn stöðvaður því Óli í markinu liggur eftir.
68. mín
Atli með skot af löngu færi sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Atli tekur hornspyrnu.

Fín spyrna inn á markteiginn, Kyle skallar yfir. Önnur hornspyrna.
67. mín
Seinni spyrnan frá Atla er of föst og boltinn flýgur yfir allan pakkann. Lítið sést af Atla í þessum leik.
66. mín
Kristján Flóki með spyrnuna, boltinn fer í vegginn og aftur fyrir. Hornspyrna.

Smá bras hjá Tiago, KR fær annað horn.
65. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex brýtur á Benoný, keyrir hann niður og aldrei spurning um spjald.

Kyle er mjög ósáttur, vildi fá aukaspyrnu þegar Benoný steig inn í hann rétt á undan.

Aukaspyrnan er nokkra metra fyrir utan Fram vítateiginn.
63. mín
Vinnslan í Magnúsi Þórðarsyni er til fyrirmyndar. Djöfull er örugglega leiðinlegt að fá hann í trekk í trekk á blindu hliðina í pressu.
62. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Brýtur á Má Ægissyni. Klárt gult.
60. mín
Heyrist vel í stuðningsmönnum KR þessa stundina. Syngja um sanna stórveldið, einhver skot á Framara og þeirra titla.
60. mín
Eyþór reynir að finna Kristján Flóka en boltinn er of fastur í þessum vindi, boltinn fýkur aftur fyrir.
57. mín Gult spjald: Guy Smit (KR)
HVAÐ VAR GUY AÐ GERA??? Er að gaufa með boltann framarlega á vallarhelmingi KR eftir að hornspyrnan var hreinsuð úr teig Framara. Guy missir boltann frá sér og rennir sér og fær gula spjaldið.

Guy alls ekki sannfærandi í þessum leik!
56. mín
Aron Kristófer vinnur hornspyrnu Eyþór Wöhler með fyrirgjöfina en skallað í burtu.
55. mín
Magnús Ingi fer niður en ekkert er dæmt nema innkast. KR á boltann. Framarar baula. Atvikið átti sér stað á miðjum vallarhelmingi Fram.
54. mín
Borinn af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

53. mín
Kennie stoppar Eyþór og vinnur innkast, mikil reynsla í Kennie.
52. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Tvöföld breyting Fyrsti leikur Eyþórs fyrir KR. Kemur út á vinstri kantinn. Kristján Flóki kominn í holuna fyrir aftan Benoný.
51. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Jói borinn af velli.

Rúrik er sonur Gunnars Einarssonar sem er þjálfari kvennaliðs KR.
50. mín
Jóhannes þarf að fara af velli Sest niður og ljóst að hann getur ekki haldið leik áfram.
49. mín
Kristján Flóki lætur vaða Kristján Flóki tók aukaspyrnuna, setti boltann á nær og Óli Íshólm sló boltann í burtu.
47. mín
Freyr brýtur á Elmari við vítateig Framara.

Jóhannes Kristinn fær aðhlynningu fyrst, lítur ekki vel út.
46. mín
Þjálfararnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
46. mín
Seinn hálfleikur hafinn Magnús Ingi með fyrstu spyrnu hálfleiksins.
46. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út: Luke Rae (KR)
Benoný að koma inn á Luke Rae að fara af velli.
45. mín
Hálfleikur Mesta brasið hefur verið á bavörðum KR, Framarar sækja á þá og þeir hafa verið í smá brasi, sérstaklega Jóhannes Kristinn, hann er ekki búinn að sýna að hann sé nægilega öflugur varnarlega til að geta verið bakvörður í liði sem ætlar sér einhverja hluti.

Þá var þetta mjög dapurt hjá Smit áðan þegar hann missti boltann frá sér, stálheppinn að Gummi nýtti ekki þetta færi.
45. mín
Hálfleikur
Framarar leiða í hálfleik Vel spilaður hálfleikur hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar. KR-ingar eiga ennþá eftir að fá alvöru færi.
45. mín
45+2

Aron Kristófer fær tiltal fyrir brot á Alex Frey. Sleppur við að fá spjald.
45. mín
Sleppur með hrikaleg mistök 45+1

Guy Smit í ruglinu, ætlar að leika á Framarann en missir boltann frá sér. Gummi Magg fær færi á að setja boltann yfir Guy og í markið en hittir ekki rammann!
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma
45. mín
Skóbúnaður Alex
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
44. mín
Aron Kristófer vinnur hornspyrnu.
42. mín
Jóhannes með fyrirgjöf úr aukaspyrnu og finnur hausinn á Axel sem á skalla yfir.
41. mín
Sitthvor skórinn KR manni færri þesssa stundina þar sem Alex er að laga skóna sína eitthvað.

Hann er komin inn á núna, í einum hvítum skó og einum svörtum, þetta er nýtt.
36. mín
Fleiri myndir frá Hafliða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
35. mín
Kristján Flóki með skot hægra megin úr teignum sem fer vel framhjá fjærstönginni.
33. mín
Aðstæður hafa versnað finnst mér, hefur bætt í vindinn.
31. mín
Tvær fyrirgjafir frá KR-ingum sem Framarar eru ekki í miklum vandræðum með.
29. mín
Alex Freyr með langskot sem fer vel framhjá. Smá bjartsýnis.
26. mín
Framarar baula Var þetta taktík hjá KR-ingum, að Smit fengi aðhlynningu, til að endurstilla sig?
25. mín
Guy Smit fær aðhlynningu og þá er fundað Gregg Ryder kallar til fundar við hliðarlínuna. Markið hjá Fram var ákveðið rothögg og KR-ingar gert lítið eftir það.
23. mín
Fram fékk þrjú horn í röð. Þriðja spyrnan fór inn á teiginn eins og sú fyrsta, boltinn á nærstöngina þar sem Guðmundur nær að komast í hann en boltinn fer framhjá.
22. mín
Alex Freyr! KR-ingar ósáttir við að fá þessa hornspyrnu á sig.

Fred með hornspyrnuna og boltinn fer á fjærsvæðið. Þar er Alex Freyr sem kemur sér í skotfæri en Guy Smit nær svo að loka.

Annað horn.
21. mín
Steinsofandi Jóhannes Kristinn stálheppinn að þetta kostaði ekki. Langur bolti frá Kennie Chopart inn á teig KR en Jói er steinsofandi. Már kemst í boltann og reynir að koma boltanum framhjá Guy Smit en markvörðurinn lokar.
19. mín
Fyrsta markinu í efstu deild fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

16. mín
Fram fær sitt fyrsta horn Fred fellur við eftir að spyrnan var tekin stutt. Fram fær annað horn.

Guy handsamar boltann eftir seinni spyrnuna sem fór beint inn á teiginn.
14. mín
Fyrirgjöf frá vinstri sem Óli Íshólm handsamar, þægilegt fyrir markvörðinn.
14. mín
Kom inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjunum Fram fékk Frey frá Sindra á Hornafirði í vetur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrsta markið í efstu deild!
12. mín
Aðstæður Það er þungskýjað og rigning í Laugardalnum. Sumarið er svo sannarlega ekki komið, en það hlýtur að styttast.

Það er hins vegar glænýtt og glæsilegt gervigras hjá Þrótturum.
12. mín
Fram Óli
Alex - Kennie - Kyle - Þorri - Már
Freyr - Tiago - Fred
Guðmundur - Magnús
11. mín
Framarar fagna Skotið í hliðarnetið sem blekkti einhverja Framara. KR-ingar gleðjast yfir fagnaðarátunum.
10. mín
Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað Hendi dæmd á KR rétt við eigin vítateig. Fred líklegur til að taka.
9. mín
KR Smit
Jói - Finnur - Axel - Aron
Ægir - Alex
Luke Rae - T. Elmar - Atli
Kristján Flóki
7. mín MARK!
Freyr Sigurðsson (Fram)
Stoðsending: Magnús Þórðarson
MAARK FRAM ER KOMIÐ YFIR. Fyrsta sókn gestaliðsins!

Tiago og Fred að spila sín á milli, botlinn inn á Magnús Inga vinstra megin í teignum, hann sendir boltann í gegnum markteiginn og þar er Hornfirðingurinn, hinn átján ára gamli Freyr Sigurðsson, og hann skorar sitt fyrsta mark í efstu deild í fyrsta byrjunarliðsleiknum!
6. mín
Spyrnan frá Jóhannesi aðeins of há fyrir Axel Óskar, fínasta pæling.
6. mín
Helgi Mikael skoðar Þorra aðeins og hleypir honum svo inn á.
5. mín
Þorri Stefán kominn í nýja treyju og fer að koma inn á aftur. Ekkert númer á þessari treyju.
4. mín
Jóhannes nær ekki að finna Atla við vítateiginn eftir að hornspyrnan var tekin stutt og sókn KR rennur út í sandinn.
4. mín
Kyle bjargar Atli Sigurjónsson og Alex gera vel áðrur en Kristján Flóki sem á skot að marki sem Kyle kemst fyrir. Fyrsta hornspyrnan.

Magnús Ingi fær eitthvað tiltal.
3. mín
Þorri Stefán fær högg á sig frá Kyle þegar þeir reyndu við sama boltann. Þorri þarf á aðhlynningu að halda. Sýnist hann hafa fengið blóðnasir.
1. mín
Theodór Elmar með fyrstu tilraun leiksins, utarlega hægra megin í teignum og skotið fer ekki á markið, vel framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Palli Kristjáns, formaður KR, er klár í að afhenda Kennie viðurkenningarskjöld. Myndir frá Hafliða af þessu detta inn innan skamms.

,,Frábær leikmaður, frábær persóna og mikill karakter," segir Kristinn Kjærnested sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Kennie Chopart verður heiðraður fyrir leik Daninn Kennie Chopart gekk í raðir Fram frá KR í vetur eftir að hafa verið í Vesturbænum frá tímabilinu 2016.

KR-ingar ætla að heiðra Kennie fyrir leikinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Gamli heimavöllur Ryder Þjálfari KR er auðvitað fyrrum þjálfari Þróttara. Hann var þjálfari liðsins tímabilin 2014-2017.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Það er einungis ein breyting á byrjunarliðunum frá því í síðustu umferð. Sú breyting er Fram-megin. Rúnar Kristinsson setur Hornfirðinginn Frey Sigurðsson inn í liðið fyrir KR-inginn Tryggva Snæ Geirsson. Jannik Pohl er enn fjarverandi hjá Fram en hann missti einnig af tapleiknum gegn Víkingi.

Gregg Ryder, þjálfari KR, gerir enga breytingu á sínu liði frá leiknum gegn Stjörnunni í 2. umferð. Það eru hins vegar breytingar á bekknum. Eyþór Aron Wöhler og Aron Þórður Albertsson koma inn fyrir Birgi Stein Styrmisson og Óðinn Bjarkason sem eru utan hóps í dag.

Það er ein breyting á bekknum hjá Fram. Sigfús Árni Guðmundsson er ekki í hóp en inn kemur Egill Otti Vilhjálmsson.
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson með flautuna Egill Guðvarður Guðlaugsson og Antoníus Bjarki Halldórsson eru aðstoðardómarar, Halldór Breiðfjörð Jóhansson er eftirlitsmaður KSÍ og Gunnar Freyr Róbertsson er fjórði dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nadía spáir í spilin Nadía Atladóttir, leikmaður Vals, er spákona umferðarinnar.

Hún spáir KR sigri.

KR 2 - 0 Fram
Áhugaverður leikur. KR heldur sigurgöngu sinni áfram og þeir ætla ekki fara að tapa fyrir fyrrverandi þjálfaranum sínum, væri skandall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nýr leikmaður Eyþór Aron Wöhler var um síðustu helgi keyptur til KR frá Breiðabliki. Eyþór undirstrikar að Gregg Ryder sé með 'a license to cook'.

Hann sagði svo í viðtali við Stöð 2 að hann ætlaði sér að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth á sínum tíma.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góð byrjun hjá báðum liðum KR hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í mótinu. KR vann 3-4 útisigur gegn Fylki í fyrsta leik og svo Stjörnuna á útivelli, 1-3, í leik tvö.

Fram vann sannfærandi 2-0 sigur á Vestra í leik eitt en tapaði svo ósanngjarnt gegn Víkingi, 0-1, í leik tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ryder með fullt hús stiga
Fyrir leik
Goðsögnin kvaddi síðasta haust Rúnar Kristinsson fékk ekki nýjan samning sem þjálfari KR síðasta haust. Hann var þjálfari liðsins tímabilin 2010-2014 og svo aftur tímabilin 2018-2023. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari sem þjálfari liðsins.

Hann var svo ráðinn þjálfari Fram í vetur og er að fara mæta KR í fyrsta sinn í keppnisleik í dag. Fyrr í vetur mættust liðin í Reykjavíkurmótinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Í beinni úr Laugardalnum Góðan daginn lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá endurkomu Rúnars Kristinssonar í... Laugardalinn. Leikurinn í dag er heimaleikur KR en þar sem Meistaravellir eru ekki klárir í að fótboltaleikur fari þar fram var hringt í Þróttara og heimavöllur þeirra fenginn - AVIS völlurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f) ('71)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson ('79)
28. Tiago Fernandes ('90)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('79)
15. Breki Baldursson ('90)
17. Adam Örn Arnarson
20. Egill Otti Vilhjálmsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('65)
Fred Saraiva ('85)

Rauð spjöld: