Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Keflavík
2
1
Breiðablik
Sami Kamel '13 1-0
Sami Kamel '59 2-0
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson '75
25.04.2024  -  19:15
Nettóhöllin-gervigras
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Stórfínar, plastið verið vökvað. sólin skín og veðrið með ágætasta móti
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Sami Kamel
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('82)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Valur Þór Hákonarson ('63)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
2. Gabríel Máni Sævarsson
6. Sindri Snær Magnússon ('68)
9. Gabríel Aron Sævarsson
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('63) ('68)
17. Óliver Andri Einarsson ('82)
21. Aron Örn Hákonarson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Axel Ingi Jóhannesson ('19)
Frans Elvarsson ('65)
Dagur Ingi Valsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík úr Lengjudeildinni er að slá hér út Breiðablik!

Viðtöl og skýrsla væntanleg er líða fer á kvöldið!
97. mín
Dagur Ingi fer niður í teignum og heimamenn kalla eftir vítaspyrnu!

Skal ekki segja en tíminn er að fjara út fyrir Blika!
96. mín
Mínúta til stefnu og Keflavík er með boltann.
95. mín
Gunnlaugur Fannar með frábæran varnarleik. Stígur hér fyrir Höskuld og sækir aukaspyrnuna og tekur dýrmætar sekúndur af klukkunni.
93. mín
Höskuldur með fyrirgjöf frá hægra..... afturfyrir fer boltinn.
91. mín
Breiðablik fær horn.
90. mín
Við fáum SEX mínútur í uppbótartíma.

Margt sem getur gerst á þeim tíma.
87. mín
Tveir boltar í umferð þegar Blikar eru að spóla sig í gegnum vörn Keflavíkur og Dóri er alls ekki sáttur.

Elís stoppaði samt ekki leikinn en ekkert varð úr.
85. mín
Blikar þrýsta
Keflavíkurliðið fallið djúpt og Blikar gengið á lagið.

Vinna hér horn.
83. mín
Ásgeir Orri í brasi í teignum eftir fyrirgjöf Höskulds úr aukaspyrnu. Missir boltann í teignum en kemst upp með það í þetta sinn.
82. mín
Inn:Óliver Andri Einarsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
80. mín
Ofanverð sláinn
Kiddi Steindórs með skot eftir hornspyrnu sem dettur á ofanverða slánna.

Ásgeir Orri virtist með þetta á hreinu.
79. mín
Ásgeir Páll með skot af talsverðu færi en boltinn beint á Brynjar.
76. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
75. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Game on! Hröð sókn upp hægri vænginn. Boltinn fyrir markið í gegnum teiginn þar sem að Kristófer mætir á fjær og setur boltann í netið með föstu skoti.

Hans síðasta verk í dag.

73. mín
Kristófer Ingi er hér að gefa bendingar um að hann vilji skiptingu.
70. mín Gult spjald: Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Einn í gegn og flaggið a loft. Virkaði rosalega tæpt. Fær gult fyrir að skjóta boltanum því sem næst á sömu sekúndu og Elías flautaði.

Kolrangur dómur í þokkabót fæ ég sent og sé á Rúv sjálfur.
68. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Út:Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík)
Stutt gaman hjá Rúnari
65. mín Gult spjald: Daniel Obbekjær (Breiðablik)
Stöðvar snögga sókn.
65. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Brot á miðjum vellinum.
63. mín
Inn:Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík) Út:Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
63. mín
Ja hérna hér. The Sami Kamel show er nokkuð sem að kannski fáir bjuggust við í kvöld.

En það sem hann hefur refsað Blikum.
59. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
Það sem þessi gæi er góður í fótbolta! Dagur Ingi gerir frábærlega og vinnur boltann hátt á vellunum á vinstri vængnum. Finnur Sami Kamel í svæði í teignum sem að snýr boltann snilldarlega úr teignum vinstra megin yfir í fjærhornið óverjandi fyrir Brynjar í marki Blika.

Brekkan er bara að verða brattari fyrir Blika!

57. mín
Axel Ingi er sestur á völlinn og kennir sér meins. Fær aðhlynningu og þarf að yfirgefa völlinn um stund.
53. mín
Blikar líka
Jason Daði í skotfæri í teig Keflavíkur en heimamenn henda sér fyrir skot hans og hreinsa.
53. mín
Keflavík ógnar
Spila vinstri vænginn og boltinn fyrir markið en gestirnir hreinsa.
48. mín
Blikar eiga fyrstu tilraun síðari hálfleiks. Boltinn víðsfjarii markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Blikar hlaða í fjórfalda skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Tumi Fannar Gunnarsson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
46. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. Nokkuð óvænt staða hér en að því er bara ekki spurt. Mætum með síðari hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er ein mínúta.
42. mín
Skora beint úr horninu! En nei Elías dæmir aukaspyrnu fyrir brot á Ásgeir Orra.. Ég skal ekki segja, sá sjálfur ekki neitt athugavert.
42. mín
Blikar í dauðafæri
Færa boltann hratt upp völlinn, Kristinn Steindórsson í teignum aleinn fær boltann í fætur og lætur vaða en Ásgeir Orri ver.
40. mín
Blikar að sækja
Uppskera hér hornspyrnu, Lítið komið út úr sóknarleik þeirra í þessum fyrri hálfleik.
34. mín
Arnór Gauti heppinn þarna sýnist mér. Togar niður Dag Inga á miðjum vellinum sem var kominn framhjá honum. Elías dæmir brot en sleppir spjaldinu. Virtist svo sem lítið en maður hefur séð spjald á loft fyrir samskonar brot.

Edit: Ekkert í þessu eiginlega efast um að þetta geti talist brot.
28. mín
Rólegt yfir þessu þessa stundina hér við Nettóhöllina. Blikar virkað nokkuð ólíkir sjálfum sér og gengið illa að skapa nokkuð sem telja má dauðafæri. Þeir eru þó með rosalegan bekk í kvöld sem gæti auðvitað breytt miklu.
23. mín
Snörp sókn Blika
Kristinn Steindórsson með hörkuskot frá vinstra vítateigshorni sem Ásgeir Orri slær yfir markið í hornspyrnu. Upp úr horninu verður ekkert.
20. mín
Breiðablik á hornspyrnu.

Kristinn Steindórs býr sig undir að taka það.
19. mín Gult spjald: Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
Fullorðinstækling
Fer af talsverðum krafti í Andra Rafn og uppsker réttilega gult spjald.
17. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Brýtur af sér á miðjum vellinum. Elías beitir hagnaði og kemur svo til baka í næsta stoppi og spjaldar Arnór.
13. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Þeir verja hann ekki þarna1 Sami Kamel með frábæra aukaspyrnu sem syngur í
markvinklinum í horninu nær óverjandi fyrir Brynjar í marki Blika.

Frábær spyrna hjá dananum.

12. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Damir brýtur á Degi Inga rétt við vítateiginn hægra megin.
7. mín
Orrahríð að marki Blika
Hvert skotið af fætur öðru ríður af eftir skógarhlaup Brynjars, Brynjar ver það fyrsta frá að mér sýnist Ara Steini en varnarmenn henda sér fyrir þau þrjú næstu sem koma á meðan að Brynjar reynir að fikra sig tila baka í markið.
4. mín
Keflavík ógnar
Frans vinnur einvígi á miðjum vellinum og hleypir þar með Degi inga af stað upp hægri vænginn. Dagur leikur inn á teiginn og leggur boltann fyrir vinstri fótinn á sér og lætur vaða. Boltinn af varnarmanni í fang Brynjars í marki Blika.
1. mín
Blikar eiga fyrsta upphlaupið. Andri Rafn reynir að þræða Stokke í gegn en boltinn afturfyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka þessu af stað
Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð og má sjá þau hér til hliðar. Eins og búast mátti við er talsvert um breytingar í liði Blika frá tapinu gegn Víkingum en Dóri Árna nýtir leikinn til þess að hvíla eitthvað af lykilmönnum.

Lið Keflavíkur inniheldur það sem kalla má kunnuleg andlit það er þó nokkuð af ungum Keflvíkingum sem að taka mikla ábyrgð þetta sumarið.
Fyrir leik
Bikarviðureignir liðanna á þessari öld Liðin hafa leitt saman hesta sína í Mjólkurbikarnum (áður VISA bikarnuam) alls fimm sinnum á þessari öld. Tölfræðin hallar þar hressilega í átt að Kópavogi en Blikar hafa unnið fjórar af þessum fimm viðureignum. Það gefur því augaleið að Keflavík hefur einu sinni haft sigur.

Sá sigur kom í síðustu viðureign liðanna í bikarnum í 32 liða úrslitum sumarið 2021. Þar hafði Keflavík 2-0 sigur eftir framlengdan leik með mörkum frá Helga Þór Jónssyni og Davíð Snæ Jóhannssyni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Lengjudeildin er ekki enn farinn að rúlla en Keflavík hefur þó þegar leikið einn leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Liðið mætti liði Víkings Ó. i Akraneshöllinni þann 10.apríl síðastliðinn og hafði þar 3-2 sigur. Stefán Jón Friðriksson, Valur Þór Hákonarson og AxelIngi Jóhannesson gerðu þar mörk Keflavíkur en allir þrír eru þeir uppaldir Keflvíkingar og fæddir árið 2004.

Keflavík hefur lyft Bikarnum alls fjórum sinnum í sögu sinni síðast árið 2006 þegar liðið lagði KR í úrslitaleik 2-0. Nú 19 árum síðar er skilanlega enginn úr leikmannahópi liðsins þann dag eftir í liðinu en Ómar Jóhannsson markmannsþjálfari liðsins í dag stóð þó í markinu hjá Keflavík gegn KR.

Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson

Fyrir leik
Breiðablik Gestirnir úr Kópavogi mæta til leiks á þessu stigi Mjólkurbikarsins líkt og önnur Bestu deildar lið. Í deildinni hefur liðið farið þokkalega af stað. Unnu 2-0 sigur á FH í fyrstu umferð deildarrinar og fylgdu honum eftir með 4-0 sigri á Vestra í þeirri annari. Þeir lentu þó á vegg ríkjandi Íslands og Bikarmeistara Víkings um liðna helgi og þurftu að gera sér 4-1 ósigur að góðu.

Breiðablik hefur einu sinni í sögu sinni fagnað bikarmeistaratitlinum. Það var árið 2009 er liðið lagði lið Fram í vítaspyrnukeppni. Fjórir leikmenn í núverandi leikmannahópi Breiðabliks hafa upplifað það að verða bikarmeistarar með félaginu en Kristinn Steindórsson, Kristinn Jónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnór Sveinn Aðalsteinsson voru allir í leikmannahópi Breiðabliks í þessum úrslitaleik fyrir tæpum 15 árum síðan.

Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson

Kristinn Jónsson var eitt sinn hárprúður mjög
Fyrir leik
32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins lýkur í Keflavík
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikið verður á gervigrasinu við hlið Nettóhallarinnar og flautað verður til leiks klukkan 19:15
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
10. Kristinn Steindórsson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('46)
24. Arnór Gauti Jónsson ('46)
25. Tumi Fannar Gunnarsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('46)
8. Viktor Karl Einarsson ('46)
9. Patrik Johannesen ('76)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('46) ('76)
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('17)
Daniel Obbekjær ('65)

Rauð spjöld: