
Keflavík
2
3
Stjarnan

Anita Lind Daníelsdóttir
'36
, víti
1-0

Susanna Joy Friedrichs
'45
2-0
2-1
Hannah Sharts
'50
2-2
Hannah Sharts
'53
2-3
Caitlin Meghani Cosme
'87
27.04.2024 - 14:00
Nettóhöllin-gervigras
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Alltaf vindur hérna
Dómari: Jakub Marcin Róg
Áhorfendur: 110
Maður leiksins: Hannah Sharts (Stjarnan)
Nettóhöllin-gervigras
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Alltaf vindur hérna
Dómari: Jakub Marcin Róg
Áhorfendur: 110
Maður leiksins: Hannah Sharts (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Elianna Esther Anna Beard
5. Susanna Joy Friedrichs

8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
('88)

14. Alma Rós Magnúsdóttir
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
7. Elfa Karen Magnúsdóttir
('88)

9. Marín Rún Guðmundsdóttir
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Ljiridona Osmani
Þorgerður Jóhannsdóttir
Eva Lind Daníelsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Kamilla Huld Jónsdóttir
Gul spjöld:
Jonathan Glenn ('62)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan vinnur frækinn sigur!
Eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfeik ná þær að snúa þessu við og fara með mikilvæg þrjú stig heim í Garðarbæinn.
Við segjum það gott héðan úr Keflavík í bili, viðtöl og skýrsla á leiðinni frá mér innan skams.
Þangað til næst, takk fyrir samfylgdina!
Við segjum það gott héðan úr Keflavík í bili, viðtöl og skýrsla á leiðinni frá mér innan skams.
Þangað til næst, takk fyrir samfylgdina!
89. mín

Inn:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Stjarnan)
Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
87. mín
MARK!

Caitlin Meghani Cosme (Stjarnan)
Stoðsending: Hannah Sharts
Stoðsending: Hannah Sharts
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!
ÉG SAGÐI AÐ ÞAÐ MYNDI KOMA SIGURMARK OG ÞARNA KOM ÞAÐ!
Hannah að fullkomna sinn leik með stoðsendingu úr löngu innkasti. Boltinn fer inn á teiginn, beint á pönnuna á Caitlin sem skallar boltann í netið. Alvöru sigurmark og drama sem við erum að fá í þessum stórskemmtilega leik!
En var þetta sigurmarkið?!
Hannah að fullkomna sinn leik með stoðsendingu úr löngu innkasti. Boltinn fer inn á teiginn, beint á pönnuna á Caitlin sem skallar boltann í netið. Alvöru sigurmark og drama sem við erum að fá í þessum stórskemmtilega leik!
En var þetta sigurmarkið?!
86. mín
Allt lagt í sölurnar
Það er mikið í undir fyrir bæði lið. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur eftir erfiða byrjun og liðin eru að leggja allt í sölurnar þessa stundina.
Ég hef það á tilfinningunni að við munum fá sigurmark öðru hvoru meginn í þetta.
Ég hef það á tilfinningunni að við munum fá sigurmark öðru hvoru meginn í þetta.
82. mín
Gestirnir að taka við sér
Hannah með innkastið inn á teiginn sem skoppar einu sinni áður en Caitlin Meghani skallar boltanum yfir markið.
71. mín
Susanna fer illa með stórhættulegt færi!
Susanna sleppur ein í gegn og í staðinn fyrir að skjóta á markið sendir hún frekar til hliðar á Anitu en sendingin var ekki nógu góð og sókninn rann í sandinn.
Þarna átti Susanna að skjóta á markið!
Þarna átti Susanna að skjóta á markið!
69. mín
Stál í stál
Leikurinn hefur róast töluvert. Mjög lítið um færi eða einhverjar opnanir. Heimakonur eru að ná vopnum sínum til baka hægt og rólega en það er bara spurning hvenær sigurmarkið kemur öðru hvoru meginn.
59. mín
Keflvíkingarnir að vinna sig inn í leikinn
Elianna með skot af löngu færi meðfram jörðinni sem fer rétt framhjá marki Stjörnunnar. Heimakonur hafa verið að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn eftir erfiða byrjun í seinni hálfleiknum.
57. mín
Leikurinn hefur aðeins róast eftir mörkin en Stjörnukonur eru ennþá betri aðilinn og líklegri að komast yfir en Keflavík þessa stundina.
53. mín
MARK!

Hannah Sharts (Stjarnan)
ÞETTA VAR EKKI LENGI GERT!
Hafsentinn að skora sitt annað mark í dag og að jafna leikinn á tveimur mínútum!
Ég sé ekki hver tekur hornið en boltinn kemur inn á teiginn og þar stekkur Hannah manna hæst á fjærstönginni og stangar boltann í netið!
Hvaða geggjaða leik erum við að fá hérna í Keflavík?!
Ég sé ekki hver tekur hornið en boltinn kemur inn á teiginn og þar stekkur Hannah manna hæst á fjærstönginni og stangar boltann í netið!
Hvaða geggjaða leik erum við að fá hérna í Keflavík?!
50. mín
MARK!

Hannah Sharts (Stjarnan)
MAARRKKKK!
Það kemur innkast inn á vítateig Keflvíkinga sem þær ná að hreinsa frá. Hulda Hrund kemst þá í boltann og kemur honum inn fyrir teiginn. Vera ver boltann þá boltann beint á Hönnuh sem minnkar muninn fyrir gestina.
Gestirnir miklu betri þessa stundina!
Gestirnir miklu betri þessa stundina!
47. mín
Varamaðurinn með skotið rétt yfir!
Gyða tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast þar mikill darraðardans áður en varamaðurinn Hulda Hrund kemst í boltann og tekur skotið rétt yfir markið.
46. mín

Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
Stjáni gerir eina breytingu í hálfeik
45. mín
Hálfleikur
Keflvíkingar ná mikilvægu marki rétt fyrir hálfleik og leiða 2-0 í hálfelik. En sjáum við annan leik í seinni hálfeik þegar Stjörnukonur fá vindinn í bakið?
Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur að vörmu spori
Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur að vörmu spori
45. mín
MARK!

Susanna Joy Friedrichs (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
Mark beint úr horni!
Melanie tekur hornið stutt á Susönnu sem á fyrirgjöf inn á teiginn sem flýgur svona fallega í vindinum yfir allan pakkann og yfir Erin í markinu. Inn fór boltinn og Keflvíkingar fagna vel og innilega þegar Jukub flautar til hálfeliks.
Sætt fyrir Keflvíkinga!
Sætt fyrir Keflvíkinga!
45. mín
Erin ver meistaralega!
Það myndast mikill darraðardans eftir hornið og Sigurbjörg nær mjög góðu skoti á markið sem Erin ver frábærlega í horn!
40. mín
Heimakonur mikið betri
Stjarnan hefur varla séð til sólar hérna í loka síðari hálfleiks
36. mín
Mark úr víti!

Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Örugg á punktinum!
Aníta fer til vinstri en sendir Erin í hitt hornið.
Heimakonurnar komnar yfir!
Heimakonurnar komnar yfir!
36. mín
Keflavík að fá víti!
Mjög áhugaverður dómur! Svipað og það sem gerðist í Meistaradeildarleik milli Arsenal og Bayern Munchen á dögunum.
Anna tekur markspyrnu til hliðar á Hönnuh sem stoppar þá boltann með hendinni. Keflvíkingarnir voru mættir inn í vítateiginn í pressuna þegar Hannah stoppar boltann með höndinni og biðja um víti.
Þetta er mjög áhugavert og verður væntanlega fjallað um og lengi vel næstu daga.
Anna tekur markspyrnu til hliðar á Hönnuh sem stoppar þá boltann með hendinni. Keflvíkingarnir voru mættir inn í vítateiginn í pressuna þegar Hannah stoppar boltann með höndinni og biðja um víti.
Þetta er mjög áhugavert og verður væntanlega fjallað um og lengi vel næstu daga.
31. mín
Keflvíkingar mikið betri
Saorla fær sendingu í gegnum varnarlínu Stjörnunnar og kemur með boltann inn á teiginn sem enginn nær til og fer rétt framhjá
30. mín
Keflvíkingar eru að reyna að nýta vindinn
Aníta Lind með aukaspyrnu af löngu færi sem er fast og fer á markið en Erin handsamar boltann örugglega.
27. mín
Esther óheppin
Esther kemst ein í gegn og er komin ein gegn Veru í markinu. Vera keyrir upp á móti Esther og fer í tæklinguna inn í vítateig Keflvíkinga en Eshter fer ekki niður og á misheppnaða fyrirgjöf. Þarna hefði Esther eiginlega átt að láta sig detta til að fá víti.
24. mín
Heimakonur herja að marki Stjörnunnar
Elianna með aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig Stjörnunnar sem fer rétt yfir. Heimakonur eru með vindinn í bakinu og þurfa að nýta sér það áður en Jakub flautar til hálfleiks.
21. mín
Munaði litlu!
Salóme með heiðarlega tilraun fyrir utan vítateig Stjörnunnar en boltinn fer rétt yfir þverslána.
15. mín
Melaine með spyrnuna yfir allan pakkan sem fer næstum því inn í netið yfir Erin en hún fer út fyrir í markspyrnu.
12. mín
Heimakonur sækja
Susanna með ágætis fyrirgjöf inn á teig Stjörnunnar sem er ætluð Ölmu en Erin gerir vel og kemst út í pakkann og handsamar boltann.
9. mín
Byrjunarliðin
Keflavík (4-3-3)
Erin
Susanna - Kristrún - Aníta - Salóme
Elianna - Anita - Sigurbjörg
Saorla - Alma - Melaine
Stjarnan (4-2-3-1)
Eyrún - Anna - Hannah - Arna
Caitlin - Henríetta
Andrea - Sóley - Gyða
Esther
Erin
Susanna - Kristrún - Aníta - Salóme
Elianna - Anita - Sigurbjörg
Saorla - Alma - Melaine
Stjarnan (4-2-3-1)
Eyrún - Anna - Hannah - Arna
Caitlin - Henríetta
Andrea - Sóley - Gyða
Esther
2. mín
Keflavík ná ekki að gera sér mat úr horninu
Heimakonur fá hornspyrnu eftir nokkuð fína vörslu frá Erin í marki gestanna en spyrnan var ekki góð og fer yfir allan pakkann og í innkast.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Það er alltaf klassískt að kanna hvernig þessum liðum hefur gengið að spila gegn hvoru öðru en það kemur líklega ekki á óvart að í þessum 40 leikjum milli þessara liða hefur Stjarnan unnið oftar en ekki.
Leikir: 40
Stjarnan sigrar: 24 (60%)
Jafntefli: 5 (12%)
Keflavík sigrar 11 (28%)
Markatala: Keflavík 51 - 97 Stjarnan
Leikir: 40
Stjarnan sigrar: 24 (60%)
Jafntefli: 5 (12%)
Keflavík sigrar 11 (28%)
Markatala: Keflavík 51 - 97 Stjarnan

Fyrir leik
Dómarateymið
Það verður enginn annar en Jakub Marcin Róg sem mun sjá um að dæma þennan geggjaða leik. Honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Arelíus Sveinsson og Ronnarong Wongmahadthai. Jovan Subic verður skiltadómari í dag og Bergur Þór Steingrímsson er eftirlitsmaður KSÍ í Keflavík.

Fyrir leik
Diljá Ýr spáir í þetta allt saman
Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers - sem hefur verið að gera frábærlega í belgíska boltanum - spáði á dögunum í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni. Þetta hafði hún að segja um leik Keflavík - Stjarnan:
Keflavík 0 - 2 Stjarnan (14:00 í dag)
Stjarnan mætir með það markmið að bæta upp fyrir síðustu umferð. Keflavík gefa þeim hörkuleik en Stjarnan tekur þetta 0-2. Andrea Mist setur eitt.
Keflavík 0 - 2 Stjarnan (14:00 í dag)
Stjarnan mætir með það markmið að bæta upp fyrir síðustu umferð. Keflavík gefa þeim hörkuleik en Stjarnan tekur þetta 0-2. Andrea Mist setur eitt.
Fyrir leik
Keflavík alltaf Keflavík í Keflavík
Manni líður eins og það sé geggjuð stemning í þessu Keflavíkurliði. En þær gátu líklegast ekki beðið um erfiðari opnunarleik þegar þær fengu Breiðablik á útivelli og lágu 3-0. Keflavík koma inn í þetta tímabil væntanlega með það hugarfar að halda sér uppi. Eftir að hafa verið meira og minna í fallsæti fram á sumar náðu þær að halda sætinu sínu í deildinni í lokaumferðinni í fyrra.
Keflavík byrja á erfiðum leikjum
Þrátt fyrir að hafa haldið sér uppi í seinustu umferðinni í fyrra er Keflvíkingum spáð falli í ár. Ég held að við munum sjá það almennilega um mitt mót hvaða lið verða í þessum fallsætum. Ég ætla að gefa Keflavík það að þær eiga hrikalega erfiða leiki í upphafi móts og það kæmi lítið á óvart ef þær verða neðstar nokkrar umferðir í röð núna á næstunni. Þær eiginlega verða að vinna Fylki og treysta á það að þær nái að stríða stóru liðunum.
Næstu 5 leikir Keflavík í Bestu deildinni:
Stjarnan (H)
Fylkir (Ú)
Valur (H)
Þór/KA (Ú)
Þróttur (H)
Keflavík byrja á erfiðum leikjum
Þrátt fyrir að hafa haldið sér uppi í seinustu umferðinni í fyrra er Keflvíkingum spáð falli í ár. Ég held að við munum sjá það almennilega um mitt mót hvaða lið verða í þessum fallsætum. Ég ætla að gefa Keflavík það að þær eiga hrikalega erfiða leiki í upphafi móts og það kæmi lítið á óvart ef þær verða neðstar nokkrar umferðir í röð núna á næstunni. Þær eiginlega verða að vinna Fylki og treysta á það að þær nái að stríða stóru liðunum.
Næstu 5 leikir Keflavík í Bestu deildinni:
Stjarnan (H)
Fylkir (Ú)
Valur (H)
Þór/KA (Ú)
Þróttur (H)
Fyrir leik
Væri mikilvægt fyrir Stjörnuna að taka sigur
Stjörnukonur áttu kannski vonbrigðarsumar í fyrra þegar þær lentu í 4. sæti en það voru margir sem gerðust svo djarfir fyrir mót að spá þeim deildarmeisturum. Það er óhætt að segja það að Stjarnan ætlar sér hærra en 4. sætið í ár en það verður áhugavert að sjá þróunina á liðinu milli ára.
Ná þær að kvitta fyrir tapið gegn Víkingum
Líkt og ég var búinn að skrifa að þá tapaði Stjarnan fyrir nýlliðum í Víkingi á heimavelli í 1. umferðinni. Þetta eru þeir leikir sem Stjarnan verður að vinna eða þá allavegana ekki tapa ef þær ætla sér í Evrópu í ár. Það er því ljóst að Stjörnukonur mega varla misstiga sig í kvöld ef byrjunin á deildinni á ekki að vera erfið og strembin fyrir þær.
Næstu 5 leikir hjá Stjörnunni
Keflavík (Ú)
Tindastóll (H)
Breiðablik (Ú)
FH (H)
Fylkir (H)

Ná þær að kvitta fyrir tapið gegn Víkingum
Líkt og ég var búinn að skrifa að þá tapaði Stjarnan fyrir nýlliðum í Víkingi á heimavelli í 1. umferðinni. Þetta eru þeir leikir sem Stjarnan verður að vinna eða þá allavegana ekki tapa ef þær ætla sér í Evrópu í ár. Það er því ljóst að Stjörnukonur mega varla misstiga sig í kvöld ef byrjunin á deildinni á ekki að vera erfið og strembin fyrir þær.
Næstu 5 leikir hjá Stjörnunni
Keflavík (Ú)
Tindastóll (H)
Breiðablik (Ú)
FH (H)
Fylkir (H)

Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
Esther Rós Arnarsdóttir
('76)

2. Sóley Edda Ingadóttir
('76)

3. Arna Dís Arnþórsdóttir
('46)

5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir
('89)

10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. Caitlin Meghani Cosme

21. Hannah Sharts


23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
('89)

26. Andrea Mist Pálsdóttir
Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
14. Karlotta Björk Andradóttir
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
('46)

17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir
('76)

19. Hrefna Jónsdóttir
('76)

30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
('89)

39. Katrín Erla Clausen
('89)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: