Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Breiðablik
3
0
Tindastóll
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '17 1-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '84 2-0
Agla María Albertsdóttir '98 3-0
27.04.2024  -  16:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Tólf stiga hiti og sól
Dómari: Tomasz Piotr Zietal
Maður leiksins: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
5. Anna Nurmi ('82)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('82)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir ('74)
28. Birta Georgsdóttir ('58)

Varamenn:
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('82)
17. Karitas Tómasdóttir ('58)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('74)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('82)
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Að lokum sannfærandi sigur Blika. Þær voru miklu, miklu betri í seinni hálfleik og þetta er verðskuldað. Blikar á toppnum eftir tvo leiki.
100. mín
Komnar 100 mínútur á klukkuna.
98. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
GENGUR FRÁ ÞESSU! Agla María rekur síðasta naglann í kistu Tindastóls.

Fín sókn hjá Blikum og boltinn hreyfður vel. Agla María fær boltann vinstra meginn og klárar svo frábærlega í fjærhornið.
96. mín
Stöngin! Vigdís Lilja með skot í stöngina!
95. mín
Áslaug Munda með fast skot í hliðarnetið. Það héldu einhverjir í stúkunni að þessi væri inni.
94. mín
Við erum að fara yfir 100 mínútur hérna, það er klárt.
94. mín
Jæja! Það er búið að loka fyrir blóðnasirnar hjá Telmu og við getum haldið leik áfram.
92. mín
Enn er stopp á leiknum út af samstuðinu. Tekið gríðarlega langan tíma.
90. mín
Níu mínútum er bætt við Telma og Jakobína báðar staðnar upp.
88. mín
Það er enn verið að hlúa að Jakobínu og Telmu. Þetta lítur ekki vel út.
86. mín
Telma og Jakobína liggja eftir samstuð.
84. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
MARK!!!!!! Breiðablik fer upp í sókn hinum megin og skorar sitt annað mark. Það er Andrea Rut í þetta skiptið sem skorar með frábæru skoti.

Virkilega flott mark hjá Andreu sem var búin að fá fullt af færum til að skora áður en hún gerði það þarna.
84. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Jordyn Rhodes sendir Hugrúnu í gegn. Hún sleppur ein í gegn en er of lengi að ákveða sig. Telma gerir frábærlega og ver frá henni.
82. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
82. mín
Inn:Mikaela Nótt Pétursdóttir (Breiðablik) Út:Anna Nurmi (Breiðablik)
81. mín
Frábært tækifæri! Fín sókn hjá Breiðabliki og Agla María er í virkilega fínu færi en Monica í markinu sér við henni.
80. mín
Stöngin! Áslaug Munda með geggjaða hornspyrnu og Anna Nurmi setur boltann í stöngina. Þarna átti hún að gera mun, mun betur.
79. mín
Aðeins að lifna yfir Stólunum aftur. Nægur tími fyrir jöfnunarmark.
79. mín
Gwen Mummert með ágætis sendingu inn fyrir en Telma kemur út á móti og handsamar boltann.
77. mín
Ásta Eir heppin. Sendingin til baka á Telmu afar tæp en sem betur fer fyrir hana er Telma á undan Hugrúnu í boltann.
75. mín
Áslaug Munda tekur strax á rás upp vinstri vænginn. Hraðinn hefur ekkert minnkað hjá henni.
74. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
73. mín
Áslaug Munda er að koma inn á.
72. mín
Inn:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll ) Út:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
71. mín
Vigdís Lilja er tekin niður í teignum. Dómarinn í fínni stöðu og dæmir hornspyrnu.
71. mín
Aftur er Andrea í fínu færi en skotið er slakt.
70. mín
Agla María með geggjaða sendingu í gegn á Andreu en hún hafði enga trú á því að hún væri að fara að klára færið.
68. mín
Inn:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
65. mín
Agla María með þrumuskot sem Monica ver. Stólarnir komast ekkert áleiðis þessa stundina.
63. mín
Annað mark Blika liggur í loftinu. Ekki eins mikill kraftur í Tindastóli núna.
61. mín
Bjarga á línu! Stólarnir bjarga núna á línu eftir hornspyrnu. Mikill darraðadans á teignum en gestirnir koma að lokum boltanum frá.
60. mín
Hættulegt! Karitas nýkomin inn á og frábæra sendingu á Vigdísi Lilju sem er aðeins of lengi að athafna sig í teignum. Of lengi að koma sér í skotið. Breiðablik fær hornspyrnu.
58. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
57. mín
Monica kemur út og grípur hornspyrnuna, en missir svo boltann úr lúkunum. Sem betur fer fyrir hana, þá var enginn leikmaður Breiðabliks nálægt boltanum.
57. mín
Vigdís Lilja vinnur hornspyrnu. Breiðablik með tögl og haldir á seinni hálfleiknum til þessa.
53. mín
Frábært færi! Vigdís Lilja og Agla María spila frábærlega sín á milli. Svo fær Birta boltann út í teiginn og reynir skot, en það fer yfir markið. Fínasta tækifæri.
50. mín
Hrafnhildur Ása með fína skottilraun eftir hornspyrnuna. Fer af varnarmanni og Blika fá aðra hornspyrnu. Taka hana stutt og það misheppnast hrapalega. Tindastóll vinnur innkast.
49. mín
Dauðafæri! Ásta Eir allt í einu í algjöru dauðafæri eftir langa sókn en hittir ekki boltann. Blikar fá hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Kópavogsvelli. Nokkuð skemmtilegur hálfleikur en Blikar leiða að honum loknum. Stólarnir hafa þó fengið fullt af fínum möguleikum og þær hafa heillað mig. Eru grimmar og gefa Blikum lítinn tíma til að anda. Verður fróðlegur seinni hálfleikur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Gabrielle Johnson núna með skotið en það er yfir.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleik
45. mín
Stólarnir vinna boltann nálægt teignum og Rhodes er í skotfæri, en hún setur boltann yfir.
44. mín
Anna Nurmi með ágætis fyrirgjöf á fjærstöngina og þar mætir Barbára Sól. Hún á skalla að marki en nær ekki nægilega miklum krafti í hann.
39. mín
Agla María með hættulega fyrirgjöf en Birta rétt missir af boltanum.
37. mín
Jakobína lá aðeins eftir í kjölfarið á færinu en er staðin aftur upp.
36. mín
Hættulegt! Laufey Harpa með frábæra fyrirgjöf og Rhodes nær kröftugum skalla á markið en Telma ver vel. Þetta var hættulegasta færi Tindastóls í leiknum til þessa og voru þær óheppnar að jafna ekki.
35. mín
Jakobína með alveg hræðilega sendingu út úr vörninni en Stólarnir ná ekki að gera neitt við hana.
33. mín
Andrea Rut fer illa með Laufeyju Hörpu og á svo hættulega sendingu fyrir markið en þar er enginn Bliki mættur til að stýra boltanum í netið.
33. mín
Birgitta Rún með fyrirgjöf sem endar sem skot. Það fer yfir markið.
31. mín
Blikarnir hafa tekið leikinn föstum tökum eftir frekar 'sloppy' byrjun.
31. mín
Blikar að hóta öðru marki! Birta í frábæru færi eftir sendingu frá Barbáru, en Monica er á réttum stað í markinu og nær að verja vel. Það kemur svo ekkert úr hornspyrnunni í kjölfarið.
30. mín
Myndir úr fyrri hálfleiknum Hafliði að sjálfsögðu mættur á völlinn til að taka myndir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
29. mín
Blikar í stórhættulegri sókn en Bryndís er á hárréttum stað til að koma boltanum frá markinu.
27. mín
Agla María með fínasta skot en Monica er mætt í hornið og nær að handsama boltann.
26. mín
Vigdís Lilja enn og aftur að skapa usla. Hættuleg sending í gegn en Monica er rétt á undan henni í boltann og sparkar honum í innkast. Munaði alls ekki miklu.
25. mín
Rhodes með annað skot sem Telma grípur auðveldlega.
24. mín
Á hinum endanum á Jordyn Rhodes skot í ágætri stöðu en það er kraftlítið og auðvelt fyrir Telmu.
23. mín
Víti? Vigdís Lilja fellur í teignum eftir baráttu við Maríu Dögg en ekkert víti dæmt. Nik er ósáttur en ég held að það hafi ekki verið neitt á þetta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
21. mín
Agla María við það að finna Vigdísi Lilju í hættulegri stöðu en Bryndís Rut er mætt til að stoppa þetta.
18. mín
Líklega gífurlega pirrandi fyrir Monicu Wilhelm að fá þetta mark á sig beint eftir alveg stórkostlega markvörslu.
17. mín
Er að byrja sumarið frábærlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
HÚN HELDUR ÁFRAM AÐ SKORA! Fyrsta markið er komið!

Hornspyrnan á nærstöngina og þar mætir Vigdís Lilja til að skila boltanum inn. Hún skorar hér sitt þriðja mark í Bestu deildinni í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. mín
VÁÁÁ!! Breiðablik fær aukaspyrnu á ágætis stað. Rúmlega 30 metra færi. Heiða Ragney lætur bara vaða og boltinn virðist vera á leiðinni inn en Monica ver frábærlega!
15. mín Gult spjald: Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
13. mín
Murielle í liðsstjórn Það vekur athygli að Murielle Tiernan, fyrrum leikmaður Tindastóls, er í liðsstjórn hjá Stólunum í dag. Hún samdi við Fram í vetur eftir að hafa spilað lengi á Sauðárkróki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. mín
Leikurinn er farinn aftur af stað og mér sýnist Aldís ætla að halda áfram.
11. mín
Aldís María fær boltann af miklum krafti í hausinn af stuttu færi. Liggur eftir en vonandi er þetta ekkert alvarlegt.
10. mín
Vigdís Lilja nær næstum til boltans á stórhættulegum stað inn í teignum en Gwen Mummert er á undan og kemur honum frá.
6. mín
Agla María reynir að þræða Birtu í gegn en sendingin er alltof föst. Nik segir henni að slaka á, hún þurfi ekki að flýta sér svona mikið.
5. mín
Það er kraftur í Stólunum í byrjun leiks. Þær fá hornspyrnu en á ekkert að gera við hana. Donni er greinilega ánægður með byrjunina.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. mín
Svona er Breiðablik að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

2. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika og Elísa Bríet tekur. Það skapast smá hætta á teignum en Stólarnir ekki alveg nógu áræðnar að koma sér á boltann.
2. mín
Svona er Tindastóll að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!
Fyrir leik
Telma fær treyju Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir fær treyju frá Flosa, formanni knattspyrnudeildar, fyrir leik þar sem hún er búin að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir Blika. Til hamingju með það Telma!

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Mjög efnilegur leikmaður Á miðjunni hjá Tindastóli er Elísa Bríet Björnsdóttir en hún er fædd árið 2008. Elísa Bríet er afar efnileg og var hún í úrvalsliði 1. umferðar hér á Fótbolta.net.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Upphitun er lokið og það er verið að vökva völlinn. Tíu mínútur í leik, allt að verða klárt fyrir upphafsflaut.
Fyrir leik
Áslaug Munda mætt Það vekur athygli að það er enginn varamarkvörður á bekknum hjá Blikum og þar eru aðeins sex leikmenn. Þó er þar landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir en hún er mætt aftur heim úr háskólaboltanum. Nik, þjálfari Blika, sagði á dögunum að það væri ólíklegt að Munda myndi spila í sumar vegna höfuðmeiðsla en hún er í hópnum í dag. Athyglisvert.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Frábært veður en lítil mæting Sumarið er farið að láta sjá sig á höfuðborgarsvæðinu. Maður keyrði á völlinn með gluggana niðri. Sólin er farin að skína og hitastigið er í tveggja stafa tölu. Gleðilegt sumar! Aðstæður eru frábærar en það eru því miður innan við 100 manns í stúkunni. Mætingin alveg skelfileg þegar innan við korter í leik.
Fyrir leik
Ásta Eir í nýju hlutverki Ein af þeim áherslubreytingum sem Nik Chamberlain gerði þegar hann tók við liði Breiðabliks var að gera Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins, að miðverði.

Ásta Eir hefur verið hægri bakvörður hjá Blikum undanfarin ár en spilaði allan leikinn gegn Keflavík í 1. umferð Bestu-deildarinnar sem miðvörður. Hún byrjar sem miðvörður í dag.

Fyrir leik
Byrjunarlið Tindastóls Donni gerir einungis eina breytingu frá tapinu gegn FH í fyrstu umferð. Lara Margrét Jónsdóttir byrjar og fer Hugrún Pálsdóttir á bekkinn.

1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir
27. Gwendolyn Mummert
30. Jordyn Rhodes
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Það eru þrjár breytingar á byrjunarliði Breiðabliks frá síðasta leik gegn Keflavík. Jakobína Hjörvarsdóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Birta Georgsdóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Elínu Helenu Karlsdóttur, Margréti Leu Gísladóttur og Edith Kristínu Kristjánsdóttur

12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Fyrir leik
Breytt í tígul Síðasta tímabil var erfitt fyrir Breiðablik, þó svo að liðið hafi endað í öðru sæti Bestu deildarinnar. Það voru vonbrigði að ná ekki titlinum af Valskonum. Það voru líka mikil vonbrigði að tapa í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi úr Lengjudeildinni.

Nik Chamberlain tók við liði Blika í vetur eftir að hafa þjálfað lengi Þrótt. Hann kemur inn með nýjar áherslur og verður spennandi að sjá hvernig það fer í sumar.

„Ég held að hópurinn sé ótrúlega sterkur í ár og mín tilfinning er sú að við höfum bætt við okkur mjög góðum leikmönnum," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net áður en tímabilið hófst.

„Nik er mjög skýr með það hvað hann vill gera. Hann og Edda (Garðarsdóttir) eru gott teymi og vinna mjög vel saman. Þau eru mjög ólík. Það er fullt af nýjum hlutum sem við erum að gera og læra. Hann er mjög góður þjálfari og er með skýra sýn á hvað hann vill gera," segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.


Nik er með kerfi sem hann hefur mótað síðustu ár og kemur hann með það inn í Breiðablik: Tígulmiðjan.

„Þetta er kerfi sem hann er greinilega hrifinn af. Ég held að það sé gott fyrir okkur að prófa eitthvað nýtt. Breiðablik hefur örugglega spilað sama kerfið í tíu ár eða eitthvað. Ég held að það sé fínt að læra eitthvað nýtt," segir Ásta og bætti svo við:

„Ég held að hann sé týpan sem við þurftum. Hann segir bara hvernig hlutirnir eru, en er á sama tíma mjög sanngjarn. Þegar hann er ósáttur með eitthvað þá er það rétt og hægt að taka því. Á sama tíma er hann góður þegar við erum að gera vel. Ég fékk góða tilfinningu þegar hann kom."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það kemur náttúrulega engin í staðinn fyrir Murielle Tiernan Murielle Tiernan yfirgaf í vetur Tindastól eftir að hafa spilað fyrir félagið samfleytt frá 2018. Hún er goðsögn hjá félaginu og skoraði 117 mörk í 129 leikjum.

Í fyrra skoraði hún fjögur mörk í 17 leikjum í Bestu deildinni, en eftir tímabilið ákvað hún að söðla um og ganga í raðir Fram í Lengjudeildinni.


Tindastóll samdi á dögunum við framherjann Jordyn Rhodes frá Bandaríkjunum. Rhodes er gríðarlega öflug og er markahæsti leikmaður í sögu háskólans í Kentucky. Donni, þjálfari Tindastóls, var í viðtali hér á Fótbolta.net á dögunum og var þar spurður að því hvort Rhodes muni fylla beint í skarðið fyrir Murielle.

„Það kemur náttúrulega engin í staðinn fyrir Murielle Tiernan. Ég held að það séu alveg hreinar línur," sagði Donni.

„Hún er alveg einstök í því sem hún hefur gert fyrir félagið. Jordyn er aðeins öðruvísi leikmaður. Spilar svipaða stöðu en ekki alveg sömu stöðu. Hún hentar fullkomlega í það hlutverk sem við ætlum henni. En það kemur engin í staðinn fyrir Murielle."

Það verður spennandi að sjá hvað Jordyn Rhodes gerir í dag, ef hún spilar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Murielle Tiernan
Fyrir leik
Diljá spáir í leikina Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers - sem hefur verið að gera frábærlega í belgíska boltanum - spáir í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni. Þetta hafði hún að segja um leik Breiðabliks og Tindastóls:

Breiðablik 4 - 1 Tindastóll
Breiðablik með góðan sigur í fyrstu umferð og mæta með sjálfstraust í þennan leik! Held að þær verði ekki í neinum vandræðum og vinni þetta örugglega 4-1.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Diljá Ýr Zomers.
Fyrir leik
Leikurinn átti að fara fram á Sauðárkróki Leikurinn í dag átti upphaflega að fara Sauðárkróki en völlurinn þar er ekki leikhæfur. Því er hann spilaður á Kópavogsvelli.

Fjallað var um málið á Feykir.is. Þar segir: „Í leysingunum síðastliðinn laugardag fór gervigrasvöllurinn glæsilegi á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki undir vatn og var völlurinn ekki leikhæfur á sunnudegi."

Gúmmípúðinn undir vellinum er ónýtur og þarf að grípa til aðgerða snögglega.

„Völlurinn er slysahætta eins og hann er í dag," sagði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, við Feyki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Viðtöl við leikmenn liðanna fyrir mót Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er landsliðskona, nemandi í sálfræði við Harvard og bara einn skemmtilegasti karakter íslenska fótboltans. Olla Sigga, eins og hún er oft kölluð, byrjaði að sparka í bolta í Valsheimilinu á barnsaldri en snemma var fótboltinn settur í fyrsta sæti. Hún lagði mikið á sig til að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki og hefur verið mikilvægur leikmaður fyrir Þrótt á síðustu árum. Núna er hún í mætt í Breiðablik og verður spennandi að sjá hvernig það fer hjá henni.



Bryndís Rut Haraldsdóttir er algjör lykilkona fyrir Tindastól. Innan sem utan vallar. Innan hópsins er hún leiðtogi og mikilvægur leikmaður, en utan vallar gengur hún í öll verk fyrir félagið sem henni þykir svo rosalega vænt um. Saga Bryndísar er mjög áhugaverð en hún var á sínum tíma einn efnilegasti markvörður landsins. Draumar um háskólabolta í Bandaríkjunum fjöruðu út þegar hún meiddist en við það mynduðust nýir draumar. Hún er í dag stolt að leiða stelpurnar sínar í Tindastóli út á völlinn í deild þeirra bestu.

Fyrir leik
Tindastóll tapaði heima Stólarnir hins vegar töpuðu í fyrstu umferð. Þær mættu FH á heimavelli, en það var lítið sem skildi liðin að í þeim leik. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði eina markið í seinni hálfleiknum.



Stólarnir eru að fara inn í sitt annað tímabil í röð í Bestu deildinni en þeim er spáð áttunda sæti. Fyrirfram reiknar maður kannski við þriggja liða baráttu í kringum fallsvæðið á milli Tindastóls, Fylkis og Keflavíkur.

Fyrir leik
Sannfærandi byrjun hjá Blikum Breiðablik byrjaði á sannfærandi 3-0 sigri gegn Keflavík á Kópavogsvelli. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir fór á kostum í liði Blika og skoraði tvö mörk. Agla María Albertsdóttir gerði þriðja markið og var einnig mjög sterk í leiknum.



Blikum er spáð öðru sæti deildarinnar en það búast flestir við að baráttan um titilinn verði á milli Breiðabliks og Vals.

Fyrir leik
Góðan daginn! Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Tindastóls í Bestu deild kvenna. Þetta er leikur sem er í annarri umferð deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('68)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('72)
27. Gwendolyn Mummert
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('72)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir ('68)
20. Kristrún María Magnúsdóttir
23. Katla Guðný Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Birna María Sigurðardóttir
Murielle Tiernan
Magnea Petra Rúnarsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
Jón Hörður Elíasson
Nikola Stoisavljevic

Gul spjöld:
Lara Margrét Jónsdóttir ('15)

Rauð spjöld: