Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
ÍA
1
2
FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson '13
Viktor Jónsson '42 1-1
1-2 Logi Hrafn Róbertsson '55
Ísak Óli Ólafsson '90
Oliver Stefánsson '98
28.04.2024  -  14:00
Akraneshöllin
Besta-deild karla
Aðstæður: Hefðbundnar hér inni í höllinni
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 469
Maður leiksins: Logi Hrafn Róbertsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('32)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson ('82)
13. Erik Tobias Sandberg ('89)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason ('82)

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson ('32)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('82)
18. Guðfinnur Þór Leósson
22. Árni Salvar Heimisson ('89)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Oliver Stefánsson ('24)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('32)
Jón Þór Hauksson ('36)
Arnór Smárason ('41)
Johannes Vall ('54)
Marko Vardic ('57)

Rauð spjöld:
Oliver Stefánsson ('98)
Leik lokið!
RISA ÞRJÚ STIG FARA Í HAFNARFJÖRÐINN! Já ég skal segja ykkur það. Frábær leikur inni í Akraneshöllinni í dag. Rauð og gul spjöld, læti, hiti, hasar, mörk og alvöru drama.

Viðtöl og skýrsla á leiðinin.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
99. mín
Það varð smá æsingur eftir lokasókn ÍA og Sindri og Óliver lenda saman og fá báðir gult.
98. mín Rautt spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
Annað gula og rautt!
98. mín Gult spjald: Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
97. mín
Það eru alvöru læti og hiti í þessum leik!
97. mín
Vall tekur spyrnuna og Árni Marínó nær skallanum sem fer nánast út í innkast
96. mín
Skagamenn að fá horn hérna í blálokin!
96. mín
Lítið eftir og Skagamenn liggja á FH-ingum þessa stundina!
95. mín
FH-ingarnir leika sér að því að sparka boltanum upp í þakið til að narta tíma af klukkunni.
94. mín
Skagamenn taka við sér í stúkunni og hvetja sína menn til dáða.

Eitthvað sem segir mér að við munum fá mark öðru hvoru meginn næstu tvær mínútur!
93. mín
469 áhorfendur inni í Akraneshöllinni í dag
92. mín
Inn:Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
90. mín
+6 mínútur í uppbót! Fáum við drama?!
90. mín Rautt spjald: Ísak Óli Ólafsson (FH)
Annað gula og þar með rautt!
89. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Erik Tobias Sandberg (ÍA)
87. mín Gult spjald: Dusan Brkovic (FH)
Spjaldagleði á Skaganum!
86. mín
Böddi tekur hornið sem fer í nærstöngina og útaf.
86. mín
FH að fá horn!
85. mín
Fáum við drama? Ná Skagamenn að jafna leikinn þegar lítið er eftir af honum?
84. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
83. mín
Rúnar Már mættur til leiks!
82. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
82. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
82. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
82. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
80. mín
Arnór Smára tekur hornið sem FH-ingar hreinsa frá. Boltinn virtist ætla að fara í annað horn en hann stoppaði við hornfánann.
79. mín
Skagamenn aftur í dauðafæri! Hinrik Harðar og Viktor Jóns keyra tveir á tvo. Hinrik er með boltann og ætlar að skora sjálfur en Sindri ver í horn.

Horn sem ÍA á!
78. mín
DAUÐAFÆRI! Steinar Þorsteins sem hefur verið allt í öllu í sóknarleik ÍA í dag gerir frábærlega á hægri vængnum. Hann keyrir upp kantinn og kemur með frábæran bolta beint á hausinn á Viktori sem skallar veint á Sindra.

Sindri var í smá basli með boltann en handsamar hann að lokum.
75. mín
Rétt framhjá! Aukaspyrnan er tekin inn á teiginn en FH-ingar ná að hreinsa frá. Þar er Steinar Þorsteins mættur og tekur skotið í fyrsta sem fer rétt framhjá.

Það liggur mark í loftinu!
73. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Spjald númer 10 í dag! Brýtur harkalega á sér rétt fyrir framan varamannabekk ÍA.

Jón Gísli liggur eftir niðri og fær aðhlynningu en stendur upp að lokum og nær að halda leik áfram.
72. mín
Alls ekki góð aukaspyrna Marko Vardic tekur spyrnuna sem fer hátt hátt yfir markið.
71. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Tekur Arnór Smára niður og Skagamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Get ekki sagt að ég sé sammála öllu sem Helgi er að dæma á eða línunni.
69. mín
Ekkert kemur úr horninu nema eitt skot Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn en FH-ingar hreinsa og bruna í skyndisókn. Þeim tekst að tapa boltanum og þá keyra Skagamenn upp völlinn. Arnór Smára er þá komin í ágætis færi en skotið fer í hliðarnetið.
69. mín
ÍA fær hornspyrnu!
68. mín
Ekkert mikið að frétta seinustu 5 mínúturnar. Skagamenn ívið betri og smá hasar í þessu
63. mín
Þetta er ekkert búinn að vera grófur leikur finnst mér en það eru allt í allt komin 8 spjöld í hann sem verður að teljast mikið.
61. mín
MAAARRRR.... rangur Sigurður Bjartur fær boltann inni á vítateig Skagamanna og skorar en hann var réttilega dæmdur rangstæður.
60. mín
ÚLFUR Í FÆRI! Kjartan Kári hreinsar boltanum burt og skyndilega er Úlfur kominn einn í gegn. Johannes Vall, sem hefur verið frábær í dag, eltir hann alla leið og gerir frábærlega í að ná honum og að hægja á honum.

Úlfur nær þá að komast í skotfæri og tekur skotið sem fer rétt framhjá.
59. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Stoppar skyndisókn.

Áttunda spjald leiksins ef við tökum bekkinn með!
58. mín
FH-ingar hafa tekið yfir leikinn eftir markið.

Björn Daníel fær afbragðsfæri inni á teig Skagamanna en setur hann beint á Árna.
57. mín Gult spjald: Marko Vardic (ÍA)
Spjald númer 6 í dag!
55. mín MARK!
Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Stórglæsilegt mark! FH-ingar hafa tekið forystuna í annað skiptið í dag!

Aukaspyrnan er tekin inn á teiginn og Skagamenn ná að hreinsa boltanum frá. Björn Daníel fær boltann og kemur honum fyrir en þeir hreinsa þá beint til Kjartans Kára sem á einnig misheppnaða fyrirgjöf. Þá fær Logi Hrafn boltann fyrir utan teig og tekur þetta glæsilega skot á markið sem syngur í netinu!

Mark umferðarinnar? Hafnfirðingarnir eru bara í rándýrum mörkum í dag!
54. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Fer í háskalega tæklingu og að mínu mati réttur dómur þótt að margir Skagamenn séu ósammála.

Ástbjörn stendur á fætur og nær að halda leik áfram.
52. mín
Steinar í flottu færi og Skagamenn byrja af krafti Þeir gulklæddu hafa byrjað seinni hálfleikinn mun betur. Miklu meiri orka og vilji í þeim að ná sigurmarkinu hingað til.

Arnleifur keyrir upp vinstri vænginn og kemur boltanum fyrir á Steinar sem á skotið í fyrsta. Það héldu allir í stúkunni að boltinn væri á leiðnni í netið en Sindri var vel á verði og varði vel.
48. mín
Skagamenn vilja víti! Marko Vardic fer niður í vítateig FH-inga og Skagamenn heimta vítaspyrnu en fá ekkert fyrir sinn snúð. Jón Þór fer síðan yfir málin með Arnari á hliðarlínunni.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Þá er leikruinn hafinn á ný og það eru Skagamenn sem hefja seinni hálfleikinn.

Góða skemmtun!
45. mín
Annar Bestu deildarleikur í gangi! Kári Snorrason er mættur í Laugardalinn og ætlar að fylgjast grant með gangi mála í leik Vestra og HK sem er sannkallaður 6 stiga slagur.

Besta deildar veisla!
45. mín
Hálfleikur
Skemmtilegur fyrri hálfeikur að baki Ekkert annað gerðist í uppbótartímanum og Helgi flautar til hálfleiks.

Skemmtilegur og áhugaverður fyrri háfleikur að baki. Tökum okkur korterspásu og komum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
Johannes Vall kemur boltanum inn á teiginn og það myndast mikill darraðardans áður en FH-ingar ná loks að bægja hættunni frá og hreinsa í horn.
45. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu rétt fyrir hálfleik
45. mín
+4 mínútur í uppbót
45. mín
Ísak Óli lendir í árekstri við Arnór Smára sýndist mér og heldur utan um hausinn á sér.

Hann stendur síðan á fætur og nær að halda leik áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu.
42. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Gísli Eyland Gíslason
SÁ ER FUNHEITUR!!! Þarna skiluðu fyrirgjafir Jón Gísla sér loksins!

Jón Gísli fær boltann út við hliðarlínuna og kemur með hann fyrir á fjærstöngina. Þar er Viktor Jónsson aleinn á auðum sjó og stekkur manna hæst. Hann stangar boltann þ.a.l. í netið og fagnar vel og innilega!

Hans 5. mark í sumar! Fuuuuunnheitur!
41. mín Gult spjald: Arnór Smárason (ÍA)
Helgi í spjaldastuði í dag Þetta er fjórða spjaldið hingað til í dag. Óhætt að segja að Helgi sé spjaldaglaður. Þetta bar líklega þó rétt.
38. mín
Þeir koma boltanum inn á teiginn. Skagamenn hreinsa en ekki nógu langt og FH-ingar liggja að vítateig Skagamanna en ná ekki að gera sér mat úr því.
36. mín
FH að fá hornspyrnu!
36. mín Gult spjald: Jón Þór Hauksson (ÍA)
Brjálaður!
35. mín
Marko vel gert! Sigurður Bjartur með listilega hælsendingu í gegn á Loga Hrafn sem er kominn einn í gegn og ætlar að senda boltann fyrir en Marko Vardic gerir frábærlega og nær að stoppa sóknina.
34. mín
Það er hiti Björn Daníel brýtur á Marko Vardic á vallarhelming Skagamanna og heimamenn vilja spjald en fá það ekki. Helgi Mikael er ekki vinsælasti maður Akraneshreppar í dag.
32. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Meiðsli að stríða Hlyn
32. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Stoppar boltann með hendinni þegar Kjartan Kári ar kominn framhjá honum.
31. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (FH)
Sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en hann lendir eitthvað saman með Viktori og þeir liggja báðir. Skagamenn brjálast og biðja um gult spjald sem þeir fá.
27. mín
Skagamenn eiga erfitt með að opna FH-ingana Skagamenn eiga erfitt með að brjóta FH-ingana. Þeir liggja þéttir til baka og eru að beita skyndisóknum en Hafnfirðingarnir eru að loka mjög vel á þessar skyndisóknir hingað til.
24. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
Skagamenn ekki sáttir Þetta var 50/50 fannst mér við fyrstu sín en hann virkaði eins og hann hafi farið í boltann þannig maður skilur pirring Skagamanna. Hins vegar ef hann fór ekki í boltann er þetta klárt spjald.
19. mín
Sá er fullur af sjálftrausti Kjartan fær boltann fyrir utan vítateig Skagamanna og lætur bara vaða en skotið fer hátt yfir.
17. mín
Heimir Guðjóns virkar allt annað en sáttur með línuna hjá dómaranum. Hafsentar ÍA duglegir að brjóta á sér með því að fara í bakið á Sigurði í miðri skallabaráttu en hafa sloppið með spjald hingað til.
16. mín
Þegar fyrirgjöf breytist í skot Jón Gísli með fyrirgjöf sem breytist í skot og lendir ofan á þversláni. Einhver sofandaháttur í gangi hjá FH-ingum.
13. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Beint úr aukaspyrnu! Já það held ég nú!

Kjartan lætur bara vaða og inn fer boltinn. Smá sokkur á mig fyrir seinasta komment en áfram gakk. Mér sýndist að boltinn hafi farið í gegnum varnarvegginn en þarna átti Árni Marínó að gera betur í markinu fannst mér. Þetta var lágt skot sem var vissulega fast en mér fannst að hann ætti að gera betur í þessu.

En Kjartan er búinn að brjóta ísinn og þeir fagna vel og innilega!
12. mín
FH-ingar að fá aukaspyrnu á vænlegum stað en líklega of langt til þess að láta vaða.
7. mín
Byrjunarliðin ÍA (3-4-1-2)
Árni
Hlynur - Erik - Oliver
Jón Gísli - Arnór (C) - Marko - J Vall
Steinar
Viktor - Hinrik

Skagamenn eru í bæði 3-4-1-2 og 3-4-3 þeir fara í 3-4-3 þegar þeir eru að pressa hátt upp á völlinn en Steinar kemur oftast inn á miðsvæðið þegar þeir eru að sækja.

FH (4-3-3)
Sindri
Ástbjörn- Dusan - Ísak - Böðvar
Logi - Finnur
Úlfur - Björn (C) - Kjartan
Sigurður

FH eru bara að mér sýnist í 4-2-3-1. Böddi droppar mjög mikið niður og myndar oft þriggja manna hafsenta línu í uppspilinu með Ísaki og Dusan. Síðan stígur Björn Daníel mjög oft upp með Sigurði í pressunni.
5. mín
Líflegur leikur Logi Hrafn fær afbragðsfæri inn í D boganum eftir að Sigurður Bjartur kassar boltann niður á hann en skotið fer rétt framhjá
3. mín
Skagamenn byrja betur Johannes Vall kemst einn inn fyrir á vinstri vængnum og kemur með hann fyrir á Steinar Þorsteinsson sem á misheppnað skot sem Sindri ver þægilega í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað!

Það eru gestirnir úr Hafnarfirði sem hefja hér leik í dag.
Fyrir leik
Styttist Liðin ganga þá til vallar og gera sig klár í slaginn
Fyrir leik
Liðin ganga þá til búningsklefa og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Annar leikur í gangi á sama tíma Kári Snorrason er mættur í Laugardalinn og ætlar að fylgjast grant með gangi mála í leik Vestra og HK sem er sannkallaður 6 stiga slagur.

Besta deildar veisla!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár: Úlfur byrjar - Rúnar á bekknum Skagamenn unnu Fylki 5-1 í síðustu umferð í Akraneshöllinni en Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir eina breytingu á hópnum frá þeim leik. Byrjunarliðið er óbreytt en Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn á bekkinn fyrir Albert Hafsteinsson.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á Hafnarfjarðarliðinu frá sigrinum gegn HK á dögunum. Þeir Dusan Brkovic og Úlfur Ágúst Björnsson koma inn í liðið fyrir þá Vuk Oskar Dimitrijevic og Ólaf Guðmundsson, Vuk er á bekknum en Óli er meiddur. Úlfur er mættur aftur til landsins en hann var í skóla í Bandaríkjunum í vetur. Grétar Snær Gunnarsson kemur þá á bekkinn í stað Haraldar Einars Ásgrímssonar sem seldur var til Fram á gluggadeginum. Bjarni Guðjón Brynjólfsson, sem kom á láni frá Val, er ekki í hópnum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Albert spáir í spilin Albert Brynjar Ingason, þáttastjórnandi Gula Spjaldsins og sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í fjórðu umferðinni. Þetta hafði hann að segja um leikinn sem við ætlum að fylgjast með:

ÍA 1- 1 FH (14:00 í dag)
Bæði lið með góða byrjun á mótinu og unnið síðustu tvo leiki sína, Skagamenn sterkir í Akraneshöllinni en FH-ingar með sína Skessu kunna alveg á þetta umhverfi. Skagamenn komast yfir og leiða 1-0 í hálfleik, Homie G kveikir á sínum með hálfleiksræðu sinni og Sigurður Bjartur jafnar þennan leik.

Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan leik í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Bergur Daði Ágústsson. Skiltadómarinn er Arnar Ingi Ingvarsson í dag en eftirlitsmaður KSÍ sem verður með stílabókina að vopni ser hann Jóhann Gunnar Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Nokkrir gamlir og skemmtilegir leikir liðanna ÍA og FH hafa mæst ofrar en einu sinni í gegnum tíðina en það er gaman að skoða gamla leiki og mörkin úr þeim milli þessara liða. Þessi leikur er nú ekki nema eitthvað tveggja mánaða gamall. Þá mættust liðin í Akraneshöllinni í úrslitaleik í Þungavigtabikarnum. Í þeim leik pökkuðu FH-ingar Skagamönnum saman 5-1.



Bikarsigur Skagamanna
Hér er rúmlega tveggja ára gamall leikur í Mjólkurbikarnum sem Skagamenn tóku 1-0 eftir marki frá Ísaki Snæ.



Heimasigur öflugs FH-liðs 2016
Þennan leik unnu FH-ingar 2-1 í Kaplakrika í efstu deild.



Stórskemmtilegt innslag
Síðan er þessi mjög skemmtilegur. Viðtöl og fleira sem fylgir þegar liðin skildu jöfn að stigum, 1-1, í Símadeildinni árið 2002.



Æsispennandi leikur sem Skagamenn tóku
Síðan er það elsti leikurinn frá 1995 þegar Skagamenn voru upp á sitt besta en þá unnu þeir góðan og spennandi 3-2 sigur.

Fyrir leik
Bank bank... já það er Akraneshöllin Fólki fannst það skrítið að ÍA hafi fengið leyfi frá KSÍ að spila heimaleikinn sinn gegn Fylki inni í Akraneshöllinni en núna skilur fólk ekkert í því hvernig þeir fá að spila tvo leiki í röð hérna inni. Skagamenn gerðu þó vel með umgjörð og þess háttar í kringum leikinn gegn Fylki en svona völlur og aðstaða á ekki að sjást í Bestu deildinni að mínu mati.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
FH-ingar áttu slæma viku en byrja deildina ágætlega FH-ingar byrjuðu, líkt og Skagamenn, á tapi en hafa unnið næstu tvo leiki á eftir það. Frammistaðan hefur verið að skána hjá Hafnfirðingunum en leikurinn gegn Val í bikarnum í miðri viku var alls ekki upp á marga fiska. 3-0 tap og hræðileg frammistaða. FH-ingarnir setja núna allt sitt púður í deildina en eins og ég skrifaði hér að ofan að þá eru þeir með jafn mörg stig og ÍA eftir þrjá leiki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bara útileikir hjá FH
FH-ingarnir hafa byrjað leiktíðina á þremur leikjum sem eru allir útileikir en eins og flestir vita að þá er Kaplakrikavöllur ekki orðin klár fyrir sumarið. Ég er persónulega mjög spenntur að sjá hvernig FH-lið við munum fá í dag. Verður frammistaðan góð en úrslitin slæm eins og gegn Blikum í fyrsta leik eða munu úrslitin fylgja? Það getur allt gerst í Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Þeir gulklæddu byrja vel Heimamennirnir í ÍA hafa byrjað leiktíðina frábærlega. Eftir 2-0 tap í fyrsta leik gegn Val hafa þeir náð að vinna Fylki á heimavelli sannfærandi og þar á undan rústað HK. Í báðum leikjunum hafa Skagamennirnir nýtt það frábærlega að andstæðingurinn fær rautt spjald. Þá keyra þeir á liðin og hrökkva í gang. Frábær byrjun hjá þeim gulklæddu en það var mikilvægt fyrir þá að byrja svona fyrir komandi leiki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveir búnir að hrökkva í gang
Það sem gæti reynst Skagamönnum mikilvægt líka er að þeir eru að fá menn eins og Viktor Jóns og Hinrik Harðar í gang. Hinrik skoraði gegn Fylki á dögunum og var frábær í þeim leik. Viktor sömuleiðis en hann skoraði meðal annars þrennu gegn HK í Kórnum um daginn og er markahæstur í deildinni eins og staðan er í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og verið þið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik ÍA og FH í Akraneshöllinni. Já þið lásuð það rétt, í Akraneshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('82)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('84)
10. Björn Daníel Sverrisson ('92)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
25. Dusan Brkovic
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('82)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('82)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('82)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('84)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('92)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('31)
Ástbjörn Þórðarson ('59)
Logi Hrafn Róbertsson ('71)
Böðvar Böðvarsson ('73)
Dusan Brkovic ('87)
Sindri Kristinn Ólafsson ('98)

Rauð spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('90)