Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fylkir
4
2
Keflavík
Eva Rut Ásþórsdóttir '9 1-0
1-1 Caroline Mc Cue Van Slambrouck '17
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '23 2-1
Eva Rut Ásþórsdóttir '58 3-1
4-1 Susanna Joy Friedrichs '66 , sjálfsmark
4-2 Saorla Lorraine Miller '77
02.05.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá skúrir og smá gola
Dómari: Jovan Subic
Áhorfendur: 301
Maður leiksins: Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
7. Tinna Harðardóttir ('67)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('90)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('67)
25. Kayla Bruster

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('67)
10. Klara Mist Karlsdóttir
13. Kolfinna Baldursdóttir ('90)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
22. Emma Sól Aradóttir ('67)
31. Birta Margrét Gestsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson

Gul spjöld:
Marija Radojicic ('84)
Mist Funadóttir ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessum leik hér með lokið. Frábær sigur Fylkis. Þeirra fyrsti sigur í efstu deild í ár!

Skýrsla og viðtöl mæta á síðuna innan skamms!

Takk fyrir mig!
95. mín
Marija með skot af löngu færi sem Vera ver.
94. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Fylkir)
94. mín
Það stefnir allt í Fylkissigur hérna í Árbænum!
91. mín
+6 í uppbót Fáum við einhvern rosalegan viðsnúning Keflvíkinga?
90. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
90. mín
Hafði of mikinn tíma? Saorla fær boltann alein á auðum sjó inni á teig Fylkis. Hún snýr og tekur skotið sem var alls ekki gott. Mjög illa farið með gott færi.
89. mín
Melanie tekur spyrnuna sem fer yfir allan pakkann og í innkast.
88. mín
Keflavík að fá horn Allir fram nema Vera!
86. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
85. mín
Saorla tekur spyrnuna sem fer rétt yfir markið. Það liggur mark frá gestunum í loftinu ég er að segja ykkur það.
84. mín Gult spjald: Marija Radojicic (Fylkir)
Kæruleysi í Fylkiskonum! Keflvíkingar sækja og sækja og skjóta og skjóta á meðan það er bullandi sofandaháttur í vörn Fylkis!

Endar með broti Mariju fyrir utan teig. Ná Keflvíkingar að gera sér mat úr þessu?
81. mín
Rétt framhjá! Langur bolti upp völlinn og Fylkiskonur aftur í stökustu vandræðum með að hreinsa boltann frá. Elianna nær þá til boltans við D-bogann og tekur skotið sem fer rétt framhjá.

Þær liggja að marki Fylkis!
79. mín
Mörk breyta leikjum Það er eins og markið hefur aðeins kveikt í gestunum. Miklu betri seinustu mínútur og það væri rosalegt ef það kæmi eitt mark frá Keflavík á allra næstu stundum.
77. mín MARK!
Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
Þær hafa ekki sungið sitt síðasta! Melanie tekur spyrnuna inn á teiginn. Fylkiskonur eiga í erfiðleikum með að koma boltanum frá og Saorla refsar. Melanie er allt í öllu í sóknarleik Keflvíkinga og á þessa geggjuðu aukaspyrnu sem Saorla nær að nýta.

Fáum við einhvern léik hérna?
76. mín
Keflavík að fá aukaspyrnu Aukaspyrna sem Keflvíkingar eiga út við hliðarlínu. Vænlegur staður fyrir fyrirgjöf.
73. mín
Það er allt að falla með Fylki þessa stundina. Keflvíkingar þurfa bara að vona núna að tapið verði ekki stærra.
72. mín
Inn:Kamilla Huld Jónsdóttir (Keflavík) Út:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík)
Glenn breytir
71. mín
Keflvíkingar búnir að kasta þessu frá sér? Keflvíkingar hafa vaknað örlítið til lífsins hérna eftir þessi mörk en það er kannski frekar augljóst að brekkan er orðin ansi brött núna.
67. mín
Inn:Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík) Út:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
67. mín
Inn:Emma Sól Aradóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
67. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Tinna Harðardóttir (Fylkir)
66. mín SJÁLFSMARK!
Susanna Joy Friedrichs (Keflavík)
Klaufalegt sjálfsmark! Guðrún Karítas kemur mep boltann inn á teig Keflvíkinga sem Vera stekkur út í og ætlar að handsama. Hún hins vegar missir boltann í Susönnu og þaðan fer boltinn í netið.

Þetta var klaufalegt og kannski súmmerar þessa byrjun á tímabilinu hjá Keflvíkingum.
65. mín
Fylkir að fá horn Tinna Harðar með skotið sem fer af varnarmanni og í horn.
64. mín
Anita Lind tekur spyrnuna sem Fylkiskonur skalla frá. Þá er skyndilega Mis Funadóttir komin ein í gegn á móti Veru.

Hún hins vegar er allt of lengi að skjóta og missir boltann. Ekki nógu vel gert.
63. mín
Keflvíkingar að fá hornspyrnu! Löng sókn og Fylkiskonur bjarga á línu. Tinna Brá liggur niðri en stendur upp að lokum.
62. mín
Anita Lind virðist fara niður og þarf aðhlynningu. Spurning hvort hún nær að halda leik hér áfram.

Hún skokkar aftur inn á völlinn.
60. mín
Abigail með spyrnuna inn á teiginn en Fylkiskonur brjóta á sér.
59. mín
Fylkir að fá strax aðra hornspyrnu!
58. mín MARK!
Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Kayla Bruster
Fyrirliðinn með tvennu! Já ég skal segja ykkur það!

Abigail tekur spyrnuna inn á teig Keflvíkinga sem Kayla skallar í átt að markinu. Þar bíður Eva Rut eins og refur fyrir framan markið og nær að komast í boltann og í netið fer hann.

Þetta er það seinasta sem Keflvíkingar vildu fá í þessu lífi!
57. mín
Fylkir að fá hornspyrnu!
57. mín
Tíðindalítið í Árbænum Ekkert mikið um stór færi eða einhverjar almennilegar opnanir í seinni hálfleiknum.

Keflvíkingar byrja þá hálfleikinn ívið betur.
53. mín
Áhorfendatölur! 301 áhorfendur!
50. mín
Guðrún Karítas sleppur ein í gegn og setur hann á mitt markið. Ekki það gott skot frá markahróknum en flaggið var síðan löngu farið á loft þannig það hefði ekki talið.
50. mín
Melanie með spyrnuna inn á teiginn enn eina ferðina sem Tinna nær til á geggjaðan hátt. Susanna fellur þá niður og liggur niðri en nær að halda leik hér áfram.
48. mín
Keflavík að fá horn hérna strax í seinni hálfleik!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Það eru heimakonur sem koma þessu í gang á ný.

Góða skemmtun segi ég nú bara!
45. mín
Hálfleikur
Þá hefur Jovan Subic flautað til hálfleiks. Fantaskemmtilegur hálfleikur. Þrjú mörk, nóg af færum og nóg að ræða um þennan hálfeik.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
+1 í uppbót
43. mín
Rólegt í Árbænum Leikurinn hefur aðeins róast seinustu mínútur. Mögnuð byrjun á leiknum en hann hefur róast aðeins.
42. mín
Darraðardans inni á teig Fylkis eftir aukaspyrnu Keflvíkinga á miðjum vellinum. Tinna Brá gerir mjög vel og handsamar boltann af öryggi.
39. mín
Sigurbjörg með skot yfir markið eftir ágætan undirbúning Saorlu.
37. mín
Fylksikonur með leikinn í teskeið Heimakonur hafa verið miklu betri aðilinn eftir að hafa tekið forystuna. Bara spurning um hvenær 3-1 markið kemur.
33. mín
Abigail tekur hornið inn á teiginn sem Vera í markinu kýlir þetta frá.

Fylkiskonur halda áfram að sókn sinni að marki Keflvíkinga.
33. mín
Fylkiskonur að sækja hornspyrnu!
31. mín
Melanie kemur boltanum inn á teiginn. Tinna Brá nær að koma út í boltann og kýlir hann frá beint á Caroline sem tekur skotið í fyrsta en Tinna ver vel í markinu áður en AD liftir upp flagginu.
30. mín
Keflvíkingar fá horn Melanie enn og aftur að koma sér í góðar stöður og fiskar horn!
30. mín
Guðrún Karítas kom Fylkiskonum yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

29. mín
Melaine, sem hefur verið geggjuð fyrir Keflvíkinga í dag, keyrir inn á völlinn og nær skotinu á markið sem Tinna er í engum vandræðum með.
27. mín
Guðrún Karítas í góðri stöðu Guðrún Karítas kemst í vænlega stöðu út við endalínu og í staðinn fyrir að koma boltanum beint fyrir markið þar sem Abigail er mætt þá kemur hún boltanum út í teiginn en þar er engin.

Geggjaður leikur!
26. mín
Aftur sofandaháttur í vörn Fylkis! Melaine kemur boltanum inn á teiginn á nærsvæðið. Þar er Anita Lind ein á auðum sjó og nær skotinu á markið sem fer rétt yfir markið.
25. mín
Keflvíkingar að fá horn!
23. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Abigail Patricia Boyan
Markamaskínan! Tinna í marki Fylkis var í stökustu vandræðum nokkrum sekúndum fyrir markið og var næstum því búin að missa hann á Melaine en rétt svo slapp.

Hún kemur boltanum upp hægri vænginn á Helgu Guðrúnu sem keyrir upp völlinn og sendir Abigail eina í gegn. Hún tekur þá skotið á markið sem var ekkert spes og breytist í sendingu. Því Guðrún Karítas beið eins og refur fyrir framan markið og potar honum í netið.

Frábær leikur í Árbænum!
23. mín
Byrjunarliðin Fylkir (4-2-3-1)
Tinnna
Viktoría - Erna - Kayla - Mist
Signý - Eva (C)
Helga - Abigail - Tinna
Guðrún

Keflavík (4-3-3)
Vera
Susanna - Kristrún (C) - Aníta - Caroline
Elianna - Anita - Sigurbjörg
Saorla - Alma - Melaine
17. mín MARK!
Caroline Mc Cue Van Slambrouck (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
UMDEILT MARK! Melaine tekur spyrnuna inn á teiginn á Caroline sem er aleinn á auðum sjó. Enginn sem er að taka hana og hún nær skoti í loftinu á markið, alveg upp við markið. Tinna í markinu virðist vera með boltann og allt leyt út fyrir magnaða vörslu en dómarinn dæmdi mark.

Mér sýndist það vera línudómarinn sem tók fyrst þessa ákvörðun. Hann hætti síðan við í tvær sekúndur en hélt sig svo við sinn dóm. Áhugavert mark en við fyrstu sýn var hann ekki allur inni.

Allt jafnt og galopið!
16. mín
Önnur hornspyrna Fylkis
16. mín
Spyrnan er tekin stutt á Susönnu sem kemur með fyrirgjöf í varnarmann og í innkast fer boltinn.
15. mín
Keflvíkingar að fá hornspyrnu!
14. mín
Keflvíkingar vilja aftur fá vítaspyrnu! Saorla keyrir inn á teig Fylkis og er komin í góða stöðu á móti markinu. Þá fær hún víst snertingu, sá ekki frá hverri, og fer niður. Keflvíkingar allt annað en sáttir og heimta vítaspyrnu í annað skiptið í dag. En líkt og áðan fá þeir ekkert fyrir sinn snúð.
9. mín MARK!
Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Tinna Harðardóttir
Heimakonur taka forystuna!! Það verður að segjast að þetta lá heldur betur í loftinu!

Ég gef Tinnu stoðsendinguna bara því þessi undirbúningur var svakalegur. Fer illa með nokkra varnarmenn og kemur honum inn á teiginn. Keflvíkingar með lélega hreinsun og bara lélegan varnarleik. Eva Rut gerir vel og refsar Keflvíkingum. Ekkert fast og ekkert vesen. Rúllar honum bara út í horn.

RISAMARK!
8. mín
Fylkir betri aðilinn Helga Guðrún fær boltann frá Viktoríu úti hægra meginn og kemur með boltann inn á teiginn en fyrirgjöfin var slök.

Fylkiskonur mun líklegri þessa stundina að taka forystuna.
6. mín
Keflvíkingar vilja víti Saorla fær bolta inn á teiginn og ætlar að taka boltann niður en nær því ekki. Hún fær Mist í bakið og sér og fellur í jörðina. Keflvíkingar biðja um vítaspyrnu en fá ekkert fyrir sinn snúð.
5. mín
Fylkiskonur strax komnar í færi! Viktoría gerir vel úti hægra meginn og kemur boltanum fyrir á Evu sem er með markið fyrir framan sig. Hún fær boltann inni á markteignum en nær ekki að gera sér neitt mat úr þessu.

Þarna hefði maður viljað sjá hana skora!
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir úr Keflavík sem byrja þetta fyrir okkur og sækja í átt að Árbæjarlauginni.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin og dómararnir til vallar og klappa í átt að áhorfendum!
Fyrir leik
Þá ganga liðin til búningsklefa og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Hildur Karítas spáir í spilin Framherji Aftureldingu Hildur Karítas spáir í komandi leiki í Bestu deildinni.

Fylkir 2 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Fylkir með sinn fyrsta sigur í Bestu, komnar með nóg af jafnteflum. Guðrún Karítas opnar markareikninginn þetta árið og setur bæði.
Fyrir leik
Umferðin í Bestu fimmtudagur 2. maí
18:00 Þór/KA-Þróttur R. (Boginn)
18:00 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Keflavík (Würth völlurinn)

föstudagur 3. maí
18:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
18:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
Fyrir leik
Þjálfarinn mætir dóttur sinni Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, á dóttur í Keflavíkurliðinu, Sigurbjörg Diljá. En í kvöld munu þau mætast í Árbænum. Gunnar spjallaði við Sverri Örn eftir seinasta leik Fylkis og ræddi meðal annars það hvernig það myndi vera fyrir hann að mæta sinni eigin dóttur.
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins í kvöld er Jovan Subic en honum til halds og trausts eru þeir Arnþór Helgi Gíslason og Tomasz Piotr Zietal. Skiltadómari er Brynjar Þór Elvarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Kaldir Keflvíkingar Það er óhætt að segja það að Keflvíkingum sé ekki spáð mjög svo farsælu gengi í ár. Þær hafa bryjað tímabilið alls ekki vel en hafa þó fengið feykisterk lið í upphafi móts. Núna bíður þeirra tækifæri að keppa gegn liði sem er á svipuðu getustigi og þær.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrsti sigur Keflvíkinga?
Líkt og ég skrifaði hér áður að þá hafa Keflvíkingar átt erfiða byrjun í upphafi móts með töpum gegn Breiðablik í fyrstu umferð og núna seinast 3-2 tap gegn Stjörnunni. Í Stjörnuleiknum komust Keflvíkingar yfir í 2-0 en fengu sigurmarkið á sig í blálokin þrátt fyrir fínasta seinni hálfleik. Lýsandi kannski. Nær Glenn að gera það sem fólki finnst nánast ómögulegt? Að halda Keflavík uppi.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Fylkiskonur byrja skemmtilega Fylkir eru nýlliðar í Bestu deildinni eftir að hafa farið upp í fyrra með sigri á Gróttu í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Árbæjarliðið hefur kannski komið mörgum á óvart í upphafi móts en þær hafa gert jafntefli í öllum leikjunum hingað til sem verður að teljast bara ansigott miðað við liðin sem þær fengu í byrjun móts.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Tveir leikir, tvö jafntefli
Fylkiskonur hafa byrjað á leiktíðina á móti Þrótturum og bikarmeisturunum í Víkingi Reykjavík. 1-1 gegn Fylki í opnunarleikur og 2-2 gegn Víkingum. Nú fá þær ískalda Keflvíkinga í heimsókn sem gæti reynst mjög mikilvægur í haust þegar talið verður upp úr pokanum. Bæði eru þetta lið sem eru spáð því að vera í kjallarabaráttunni í sumar svo þrjú stig í dag væru gífurlega mikilvæg fyrir bæði lið sem hafa enn ekki unnið leik á leiktíðinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Heil og sæl og verið þið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fylkis og Keflavíkur í Árbænum!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Elianna Esther Anna Beard
5. Susanna Joy Friedrichs
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('72)
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('86)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('67)
21. Melanie Claire Rendeiro
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('86)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('67)
23. Watan Amal Fidudóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Ljiridona Osmani
Eva Lind Daníelsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Kamilla Huld Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: