Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Breiðablik
2
3
Valur
0-1 Patrick Pedersen '28
0-2 Gylfi Þór Sigurðsson '32
Kristinn Jónsson '36 1-2
Adam Ægir Pálsson '49
Arnar Grétarsson '50
1-3 Gylfi Þór Sigurðsson '52
Aron Bjarnason '67 2-3
06.05.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigning, sól og rok til skiptis
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1654
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason ('85)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke ('85)
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Arnór Gauti Jónsson ('61)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen ('85)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('85)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('61)
25. Tumi Fannar Gunnarsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('51)
Kristinn Steindórsson ('58)
Damir Muminovic ('69)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
Skýrslan: Gylfi So-good-son sýndi að hann getur verið svindkall
Hvað réði úrslitum?
Gæðin frá Gylfa Þór Sigurðssyni réðu úrslitum hér í kvöld ef svo má segja. Valur mætti beittari til leiks og leiddu sanngjarnt eftir fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir smá mótlæti í upphafi seinni hálfleiks þá náðu þeir að landa sterkum útisigri.
Bestu leikmenn
1. Gylfi Þór Sigurðsson
Sýndi það og sannaði að hann er svindlkall í þessari deild. Átti þrumufleyg sem bjó til fyrsta markið hjá Patrick Pedersen og skoraði næstu tvö. Þegar allt leit út fyrir að vera á leið í skrúfuna hjá Val mætti Gylfi með þriðja mark liðsins sem reyndist á endanum sigurmarkið úr aukaspyrnu. Ég segi bara eins og Gummi Ben sagði eitt sinn ,,Þessi gæji!"
2. Birkir Már Sævarsson
Vindurinn fór illa með þá nokkra í liði Blika. Ótrúleg hlaupageta og hraði í svona gömlum skrokk.
Atvikið
Reykistefnan þegar Adam Ægir fær rautt spjald og Arnar Grétars í kjölfarið. Allt leit út fyrir að vera á leið í skrúfuna hjá Val en þá steig Gylfi Þór Sigurðsson upp og skoraði það sem reyndist sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Allt þetta gerðist á einhverjum tveggja til þriggja mínútna kafla.
Hvað þýða úrslitin?
Valsmenn lyfta sér upp í 6.sætið með átta stig. Breiðablik missti af tækifærinu að komast upp að hlið Víkinga og FH við toppinn.
Vondur dagur
Eins mikið og mig langar ekki að gera þeim meistara þetta en Adam Ægir hefur átt betri leiki. Fékk rautt spjald sem kom ekki að sök í þetta skipti en hefði getað kostað. Ekki alveg fyrsti byrjunarliðsleikurinn á tímabilinu sem hann sá fyrir sér býst ég við.
Dómarinn - 5
Ég ætla að sleppa þeim með fimm í einkunn bara því mér er illa við það að gangrýna störf dómara en þeir voru oft alveg að missa leikinn í þvælu. Eftir rauða spjaldið þurfti rosalega mikið að gerast til að Blikar fengu aukaspyrnu á meðan lítið sem ekkert þurfti fyrir Val að fá að heyra flaut. Rauðu spjöldin svo ein og sér má alveg rýna í og kannski saklausasti hluturinn af því sem gerðist á þessum kafla orsakði rautt. Að því sögðu þá var Adam Ægir heppinn að sjá það ekki nokkrum sekúndum fyrr fyrir að sparka boltanum inn á völlinn þegar Blikar fengu innkast og spurning hvort það hafi spilað inn í.
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Antonsson ('33)
7. Aron Jóhannsson ('85)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('74)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson ('74)
22. Adam Ægir Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Elfar Freyr Helgason ('74)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('85)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
17. Lúkas Logi Heimisson ('33)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason
Hilmar Karlsson

Gul spjöld:
Patrick Pedersen ('16)
Adam Ægir Pálsson ('39)

Rauð spjöld:
Adam Ægir Pálsson ('49)
Arnar Grétarsson ('50)