Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
Fram
2
1
Fylkir
0-1 Halldór Jón Sigurður Þórðarson '30
Guðmundur Magnússon '34 , misnotað víti 0-1
Haraldur Einar Ásgrímsson '36 1-1
Guðmundur Magnússon '37 2-1
05.05.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Mikil sól en blæs hressilega
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1033
Maður leiksins: Fred
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f) ('80)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva ('91)
11. Magnús Þórðarson ('83)
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
15. Breki Baldursson ('91)
16. Viktor Bjarki Daðason ('80)
20. Egill Otti Vilhjálmsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('83)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Tryggvi Snær Geirsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið !!

Framarar vinna frækinn sigur á Fylki og eru komnir í 3.sæti Bestu deildarinnar

Fylkismenn eru í því í neðsta sæti deildarinnar og eru enn að leita að sínum fyrsta sigri

Þakka samfylgdina, viðtöl og skýrsla seinna í kvöld.
91. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
90. mín
DAUÐAFÆRI!! Klafs í teignum og Birkir Eyþórs á lélegt skot sem fer í gegnum þvöguna og eina sem Gummi Tyrfings þarf að gera er að stýra boltanum í netið en tekst ekki einu sinni að setja boltann á markið....
89. mín
Varsla !!

Arnór Breki reynir skot af löngu færi og Óli Íshólm ver þetta virkilega vel !!
85. mín
Guðmar reynir að fiska víti en fær ekki

Maður hefur nú alveg séð dæmd víti fyrir minna en þetta samt
84. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu!
83. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
Mingi út, sá Gríski inn
Mynd: Aðsend

80. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
80. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
79. mín
Viktor Bjarki Daðason gerir sig kláran að koma inn á
72. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
71. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
71. mín
Inn:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir) Út:Matthias Præst (Fylkir)
71. mín
Inn:Guðmar Gauti Sævarsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
70. mín
Það er nú ennþá bara 2-1 í þessum leik og þótt hvorugt liðið sé líklegt til að skora þá þarf bara eitt lítið móment og mark!

Mark fyrir Fram klárar leikinn og mark fyrir Fylki hleypir heldur betur spennu í restina
65. mín
Færi!

Alex Freyr fær geggjaða sendingu og fer inn á teig og reynir skot í fjær en Ólafur ver í horn!
61. mín
Fylkismenn að sækja í sig veðrið aðeins!
58. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Hvað er Nikulás að gera?

Tapar boltanum ótrúlega heimskulega og viljandi straujar Fred niður og biður nánast Ívar um að gefa sér gult spjald
56. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu

Kjörin staða fyrir góða fyrirgjöf en Birkir fær boltann úti hægra meginn og gefur yfir markið..
53. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
53. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Markaskorari Fylkis fer út af snemma, meiðsli?
52. mín
Seinni hálfleikurinn fer jafn hægt af stað og sá fyrri
48. mín
Halldór Jón keyrir upp vinstri kantinn en Alex Freyr með sturlaða tæklingu og stöðvar kappann
46. mín
Seinni er farinn af stað !!
45. mín
Hálfleikur
Eftir gjörsamlega ömurlegan fyrsta hálftíma þá á 7 mínútna kafla fengum við þrjú mörk og eitt klúðrað víti

Fleiri mörk fleiri mörk

Fram leiðir í hálfleik!
40. mín
Þessi leikur skuldaði mörk og einhver skemmtilegheit þar sem ég var byrjaður að skrifa um veðrið

Þvílik skemmtun síðustu 10-12 mínútur
37. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA !!!! Þessi leikur sem var drep leiðinlegur fyrsta hálftímann!!

Fred er með boltann upp við endalínu, stutt sending á Thiago sem á geggjaða fyrirgjöf á fjær og þar er Gummi Magg sem skallar í jörðina og klobbar Ólaf Kristófer

Búinn að bæta upp fyrir vítið !!!
36. mín MARK!
Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
ÞVÍLÍKAR MÍNÚTUR Í ÚLFARSÁRDAL !!!!

Geggjað mark þar sem að Þorri gefur eina utanfótarsendingu á Fred úti vinstra megin, Haraldur kemur með geggjað hlaup og Fred finnur hann og Haraldur vippar boltanum frábærlega yfir Ólaf Kristófer í markinu!
34. mín Misnotað víti!
Guðmundur Magnússon (Fram)
HANN VER ÞETTA !!!!

Hægri fótur vinstra horn og ÓKH ver þetta fáranlega vel !!!
32. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Sá brotlegi
32. mín
VÍTI FYRIR FRAM!!!!

Sending inn fyrir á Thiago sem ætlar að taka skot á lofti sem er svo yfir markið en er tæklaður í leiðinni og Ívar Orri bendir á punktinn!!
30. mín MARK!
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Stoðsending: Birkir Eyþórsson
Fyrsta markið !!!!

Birkir Eyþórs með sendingu frá hægri yfir til vinstri á ´The Man Of Many Names´

Halldór reynir skot með vinstri í fjær en fer af varnarmanni og leeeekur í nærhornið þar sem að Óli Íshólm nær ekki til boltans

Loksins gerist eitthvað í leiknum!
28. mín
Svona í takt við leikinn

Gæðin ekki verið mikil í leiknum en það var allavega sól yfir Úlfarsárdalnum

En hún er farin núna og sýnist hún ekki vera á leiðinni aftur
25. mín
Þórður Gunnar geysist upp hægri kantinn og fer framhjá Kyle sem rennur, á sendingu út í teig á Ómar sem á skot í varnarmann og aftur fyrir

Ómar öskuillur og vill fá hendi víti en ómögulegt að sjá það í sjóvarpinu
23. mín
Orri Hrafn með skemmtilega takta og á sendingu fyrir markið en Kyle McLagan bombar þessu frá
22. mín
Fínt spil hjá Fram en blauta gervigrasið veldur því að sending Fred inn fyrir á Magnús Inga endar í markspyrnu

Vantar gæði í þennan leik....
20. mín
Rúmar 20 mínútur liðnar hérna og voðalega lítið að frétta

Fram fengið besta færið en eins og ég segi, nákvæmlega ekkert að frétta
16. mín
Bræðraslagur í dag, Magnús og Halldór Þórðarsynir eigast við í dag

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

13. mín
Geggjuð aukaspyrna hjá Fred á Kyle

Kyle á skot sem Óli ver virkilega vel en flaggið fer á loft
12. mín
Fram fær aukaspyrnu í frábærri fyrirgjafastöðu
10. mín
Thiago !!

Frábær skyndisókn hjá Fram þar sem að Tryggvi Snær gerir frábærlega og stingur Thiago í gegn, Thiago kemst einn inn fyrir gegn Óla Kristófer en síðasta snertingin heldur betur svíkur hann og endar í höndunum á ÓKH

Virkilega gott færi
5. mín
Gummi Magg ! ? Haraldur Einar fær þessa frægu flugbraut upp vinstri kantinn og á geggjaða sendingu fyrir markið í átt að GM sem reynir ekki einu sinni við boltann

Leit þannig út að Gummi hefði getað náð þessu og hann hafi bara ekki nennt því að kasta sér á þetta

Uppfært: Eftir að hafa skoðað í sjónvarpinu var þetta bara ekki nægilega góð sending hjá Haraldi
3. mín
Orri Sveinn með langa sendingu inn fyrir, hún er of löng fyrir Þórð Gunnar en boltinn skoppar næstum yfir Óla Íshólm í markinu
2. mín
Fylkismenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins, Arnór Breki á fína hornspyrnu inn á teig sem Framarar skalla í innkast
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað !!
Fyrir leik
Svo fallega íslenskt, leiknum lýst í sendiferðabíl
Fyrir leik
Einn sá besti á flautunni Það verður Ívar Orri sem sér til þess að allt fari almennilega fram hér í Úlfarsárdal, einn besti dómari landsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Markamaskínan spáir Fram sigri Sandra María Jessen sem hefur verið sjóðandi heit í byrjun móts í Bestu Deild kvenna var spámaður Fótbolti.net fyrir þessa 5.umferð.

Fram - Fylkir: 2-0
"Það ljómar allt af gleði innan sem utan vallar hjá þeim bláklæddu. Þeir eru að spila vel skipulagðan og þéttan varnarleik sem er að skila stigum. Þeir eru almennt búnir að hefja þetta mót af krafti og hafa mikinn meðbyr. Árbæingar þurfa að finna markaskorara til að skora mörkin. Þeir eru að spila flottan fótbolta en það vantar aðeins upp á"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkir nota sína heimamenn, vel gert ! Tölfræði tekin saman eftir fyrstu tvær umferðir Bestu deildarinnar

Fyrir leik
Fylkir komnir í fallsæti Eftir að leik KA og KR eru Fylkimenn komnir í 11.sæti Bestu Deildarinnar, jafnir HK á stigum sem eru 12.sæti en Fylkir eru með betri markatölu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skýrsla Fyrir áhugasama Framara sem skilja dönsku og ensku þá skilaði ég skýrslu til Kaupmannahafnar þar sem ég talaði um Viktor Bjarka og við hverju FCK stuðningsmenn ættu að búast við. Byrjar á 56 mínútu.

Fyrir leik
Stjarna Framara í síðasta leik Það var hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason sem skoraði jöfnunarmark Framara gegn Val í síðustu umferð en Viktor hefur nú þegar verið seldur til FC Kaupmannahöfn og fer hann þangað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkir leitar og leitar Eftir fjórar umferðir eru Fylkismenn ennþá í leit að sínum fyrsta sigri, eru með eitt jafntefli og þrjú töp en spilamennskan verið mjög fín hingað til, óheppnir gegn Stjörnunni og KR, rautt spjald snemma gegn ÍA o.s.frv.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram ekki unnið Fylki síðan 2014 ! Það var þann 4. október 2014 þegar að Framarar unnu Fylkismenn síðast í deildarleik.

Fylkismenn spiluðu t.a.m. þrisvar við Fram í fyrra, unnu tvo og gerðu eitt jafntefli, en þetta er allt annað Fram lið en Fylkismenn eru vanir, þetta nýja Fram lið undir stjórn Rúnars Kristins hefur sýnt að það er mjög erfitt að vinna þá.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Fyrir leik
Rúnar vs Rúnar Talandi um Rúnar þá eru það einmitt afmælisbarnið Rúnar Páll og Rúnar Kristins sem stýra liðum sínum hér í dag !

Í fyrra þegar að þessir tveir mættust og Rúnar Kristins var að þjálfa KR þá voru þetta heldur betur skemmtilegir leikir, í deildinni fóru leikirnir 3-3 og 2-0 fyrir KR. Liðin mættust einnig í Mjólkurbikarnum og þar enduðu leikar 3-4 fyrir KR þannig vonandi verður svipað upp á teningnum í kvöld, mörk!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stórafmæli !! Þjálfari Fylkis, hann Rúnar Páll Sigmundsson er 50 ára í dag.

Til hamingju með daginn Rúnar !
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og veriði velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá Lambhagavellinum þar sem að Framarar fá Árbæinga í heimsókn !
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst ('71)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('71)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('71)
22. Ómar Björn Stefánsson ('80)
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('53)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('53)
13. Guðmar Gauti Sævarsson ('71)
14. Theodór Ingi Óskarsson ('71)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('71)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('80)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('32)
Birkir Eyþórsson ('53)
Nikulás Val Gunnarsson ('58)

Rauð spjöld: