Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
3
1
Víkingur R.
Atli Þór Jónasson '27 1-0
Magnús Arnar Pétursson '55 2-0
2-1 Aron Elís Þrándarson '58
Arnar Gunnlaugsson '95
Arnþór Ari Atlason '96 3-1
05.05.2024  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 806
Maður leiksins: Magnús Arnar Pétursson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('69)
14. Brynjar Snær Pálsson
24. Magnús Arnar Pétursson ('74)
30. Atli Þór Jónasson ('69)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
11. Marciano Aziz
18. Atli Arnarson ('69)
19. Birnir Breki Burknason ('74)
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson
33. Hákon Ingi Jónsson ('69)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('25)
Atli Hrafn Andrason ('37)
Magnús Arnar Pétursson ('67)
Brynjar Snær Pálsson ('71)
Atli Arnarson ('83)
George Nunn ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÓTRÚLEGUM LEIK LOKIÐ HK-ingar með sinn fyrsta sigur og það kemur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings.
Viðtöl og skýrsla úr þessum ótrúlega leik kemur innan skams.
96. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (HK)
ÓTRÚLEGUSTU LOKAMÍNÚTUR SEM ÉG HEF SÉÐ Arnþór Ari einn í gegn og lyftir boltanum yfir Pálma Rafn og í netið.
95. mín Rautt spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
94. mín
VÍKINGAR VILJA TVÆR VÍTASPYRNUR! Sigurður dæmir ekkert!
93. mín
Brynjar Snær liggur eftir, leikurinn stopp á meðan.
91. mín
Ari Sigurpáls með skot fyrir utan teig sem endar framhjá.
90. mín
4 MÍNÚTUM BÆTT VIÐ
90. mín
Ari með skot sem fer í hausinn á Birki Val sem liggur eftir. Leikurinn stopp!
89. mín
Víkingar sækja og sækja!
85. mín
NIKO KLÚÐRAR DAUÐAFÆRI! Aron Elís gefur fyrir Nikolaj Hansen rennir sér á boltann en hittir hann ekki og boltinn fer framhjá.
83. mín Gult spjald: Atli Arnarson (HK)
83. mín Gult spjald: George Nunn (HK)
83. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Pablo Punyed skallar George Nunn! George Nunn brýtur á Pablo Punyed. Þeir liggja báðir niðri en Pablo SKALLAR Nunn í magann eftir brotið. Þetta var nú ekki fastur skalli en samt sem áður galin hegðun.
80. mín
Boltinn lekur framhjá marki HK-inga eftir hornspyrnu Víkings.
77. mín
Víkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, Viktor Örlygur tekur en spyrnan fer beint í vegginn.
76. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK) Út:Magnús Arnar Pétursson (HK)
Magnús fer af velli, þvílík frammistaða hjá honum aðeins 17 ára gamall og skákar bestu miðjumönnum deildarinnar.
74. mín
73. mín
Magnús Arnar liggur niðri eftir návígi við Ara Sigurpáls.
71. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (HK)
69. mín
Inn:Atli Arnarson (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
Umferðastjórinn í Kórnum mættur inná
69. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Atli Þór Jónasson (HK)
Atli Þór með mark og stoðsendingu en orðinn mjög þreyttur og fer af velli.
67. mín Gult spjald: Magnús Arnar Pétursson (HK)
Maggi hleypur á Aron Elís sem fellur við, boltinn ekki nálægt og Magnús fær gult spjald.
65. mín
Ari Sigurpáls með skalla sem fer framhjá marki heimamanna.
64. mín
Djuric með skot sem fer í Birki Val. Víkingar vilja hendi en ekkert dæmt, rétt ákvörðun sýnist mér.
62. mín
Niko Hansen með skalla yfir.
58. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
ÞEIR SVARA STRAX! Ari á frábæra fyrirgjöf beint á pönnuna á Aroni sem stýrir boltanum í netið.
Þetta er alvöru leikur sem við erum að fá hérna í Kórnum.
55. mín MARK!
Magnús Arnar Pétursson (HK)
Stoðsending: Atli Þór Jónasson
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?? Atli pikkar boltanum frá Pablo og Magnús fær boltann og leikur á hálfa Víkings vörnina og setur svo boltann í netið!
Ég er rétt svo búinn að sleppa orðinu yfir hvað Magnús er búinn að vera frábær í leiknum svo gerir hann þetta!
55. mín
Pablo brýtur á Magnúsi sem liggur eftir. Magnús búinn að vera frábær í leiknum.
52. mín
Gríðarleg orka í HK-liðinu!
51. mín
Arnþór Ari æðir upp hægri kantinn, Gunnar Vatnhamar á eftir honum, Arnþór hleður svo í skotið sem fer rétt yfir mark gestanna!
47. mín
Djuric á skot langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
46. mín
Ágætis leikmenn sem Víkingar áttu á bekknum.
46. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Arnar gerir þrefalda skiptingu í hálfleik!
45. mín
Menn ekki sáttir
45. mín
Hálfleikur
HK-ingar leiða í hálfleik! Víkingar stýra leiknum en HK-ingar fara fast í öll návígi og eru orkumiklir, fróðlegt verður að sjá hvort það haldi út í seinni hálfleik. Langbesti hálfleikur HK á tímabilinu.
45. mín
1 mínúta í uppbót.
42. mín
Víkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Helgi Guðjóns tekur skotið í markmannshornið en Arnar grípur boltann.
37. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (HK)
Atli Hrafn sparkar bara í Djuric og fær gult spjald fyrir, Atli heppinn að fá bara gula spjaldið þarna. Pablo Punyed er ekki sáttur og ýtir við Atla eftir brotið.
34. mín
Víkingar fá sína sjöundu hornspyrnu en HK-ingar koma boltanum frá.
33. mín
Innipúkarnir láta vel í sér heyra eftir markið!
27. mín MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
Stoðsending: Magnús Arnar Pétursson
JA HÉRNA HÉR!!! Magnús Arnar gjörsamlega étur Pablo Punyed í uppspili Víkinga og gefur á Atla Þór sem leggur boltann snyrtilega í fjærhornið.
Víkingar búnir að liggja á HK-ingum en heimamenn skora fyrsta markið!
Ekki fastasta skot sem ég hef séð, spurning hvort að Pálmi gæti gert betur.
25. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
Birkir Valur fer harkalega í Helga Guðjóns og fær réttilega að líta gula spjaldið.
22. mín
Helgi Guðjðons einn gegn Arnari markverði, Helgi reynir að lyfta boltanum yfir Arnar ver skotið og Víkingar fá enn og aftur hornspyrnu.
20. mín
Helgi Guðjðóns með stórhættulegan bolta fyrir markið sem HK-ingar hreinsa í horn.
14. mín
Erlingur Agnars sleppur í gegn eftir frábæra sendingu Davíðs en Arnar Freyr mætir Erlingi vel og ver skotið.
8. mín
George Nunn með lúmskt skot fyrir utan teig sem Pálmi Rafn ver örugglega.
7. mín
Ekroth með skalla úr hornspyrnu sem fer beint á Arnar Frey.
7. mín
Djuric fer í skotið fyrir utan teig sem fer af varnarmanni og í horn.
6. mín
Davíð Örn fær bolta í gegn og gefur fyrir á Helga sem nær ekki til knattarins.
3. mín
HK-ingar breyta til frá síðustu leikjum og stilla upp í 5 manna varnarlínu.
2. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins, Pablo Punyed kemur sér í færi á nærstöng eftir hornið en Arnar Freyr ver.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Þrjár mínútur í leik og þá er slökkt á ljósunum í Kórnum, og fólk beðið að taka vasaljósin upp!
Liðin ganga inn á völlinn við lófaklapp áhorfenda.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Víkingar eru með ógnarsterkan varamannabekk
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! HK mætti Vestra í síðustu umferð í deildinni þar sem Vestri hafði betur 1-0. Ómar Ingi þjálfari HK gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Kristján Snær og Atli Hrafn koma inn í byrjunarliðið í stað Tuma Þorvarssonar og Ívars Arnar sem meiddist á hné í leiknum gegn Vestra og er því utan hóps í dag.

Víkingur R. mætti KA í síðustu umferð, Víkingar unnu þann leik 4-2 en Arnar Gunnlaugs gerir 5 breytingar á byrjunarliði Víkings frá þeim leik.
Ari Sigurpáls, Aron Elís, Halldór Smári og fyrirliðinn Nikolaj Hansen fara úr byrjunarliði Víkings.
Í stað þeirra koma þeir Oliver Ekroth, Matti Villa, Helgi Guðjóns og Valdimar Þór.
Einnig gera Víkingar markmannsbreytingu en Pálmi Rafn fer í búrið í stað Ingvars Jónssonar sem tekur sér sæti á tréverkinu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Ívar Örn meiddist gegn Vestra Ívar Örn Jónsson, byrjunarliðsmaður í liði HK, þurfti að fara af velli vegna hnémeiðsla í leik liðsins gegn Vestra á laugardaginn.

„Staðan er svolítið óljós ennþá, mikil bólga í þessu. Það kemur betur í ljós á næstu dögum en ég er vongóður um að hafa sloppið við eitthvað alvarlegt,"

„Öll test sem voru gerð úti á velli komu ágætlega út en ég fer í frekari skoðun og sennilega í myndatöku til að skera úr um það,"
segir bakvörðurinn aðspurður hvort að mögulega sé um brot eða slit að ræða.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Andstæður mætast Það hefur ekkert náð að stöðva Víkinga í byrjun móts en þeir eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Sömu sögu má ekki segja um HK-inga sem eru með einungis eitt stig. Síðasti sigur HK-inga í deild kom þann 9. ágúst á síðasta ári.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heimavöllur hlýjunnar heilsar! Komiði sæl og blessuð lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í beina textalýsingu beint úr Kórnum, þar sem HK tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed
19. Danijel Dejan Djuric ('76)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('46)
27. Matthías Vilhjálmsson ('46)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('76)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('46)
18. Óskar Örn Hauksson
21. Aron Elís Þrándarson ('46)
23. Nikolaj Hansen ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('83)

Rauð spjöld:
Arnar Gunnlaugsson ('95)