Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fjölnir
0
2
Þór
0-1 Ingimar Arnar Kristjánsson '59
0-2 Ingimar Arnar Kristjánsson '79
14.05.2024  -  17:00
Egilshöll
Mjólkurbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Ingimar Arnar Kristjánsson
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
6. Sigurvin Reynisson ('46)
7. Dagur Ingi Axelsson
8. Óliver Dagur Thorlacius ('46)
10. Axel Freyr Harðarson
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('72)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('75)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Mikael Breki Jörgensson
9. Máni Austmann Hilmarsson ('75)
20. Bjarni Þór Hafstein ('72)
27. Sölvi Sigmarsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('46)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('46)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þórsarar fara áfram eftir hörkuleik!

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld.
90. mín
Rafael Victor fer niður í teignum eftir viðskipti við Július Mar en ekkert dæmt.
89. mín
Aron Birkir dúndrar upp í þakið, Byrjðaðir að tefja.
86. mín
Inn:Elmar Þór Jónsson (Þór ) Út:Árni Elvar Árnason (Þór )
85. mín
Þórsarar hársbreidd frá því að klára þetta!

Ingimar finnur Aron Inga sem á innanfótarskot rétt framhjá fjærstönginni.
79. mín MARK!
Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
Þórsarar að gera út um þetta! Flottur bolti yfir vörnina hjá Fjölni og Ingimar klárar frábærlega, tekur hann á lofti í stöngina og í netið.

Þórsarar virðast ætla áfram í 8 liða úrslitin.
75. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
72. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (Þór ) Út:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
72. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
70. mín
Birkir tekur spyrnuna sem er nokkuð góð en fer yfir allan pakkann naumlega.
70. mín
Þór fær aukaðspyrnu á prýðisstað fyrir fyrirgjöf
61. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (Þór ) Út:Alexander Már Þorláksson (Þór )
61. mín
Inn:Rafael Victor (Þór ) Út:Vilhelm Ottó Biering Ottósson (Þór )
61. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Birgir Ómar Hlynsson (Þór )
Þrefalt!
59. mín MARK!
Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
Þór leiðir! Langur bolti fram og Halldór Snær í basli!

Skallað yfir Halldór og hann lekur inn.
56. mín
Ingimar í dauðafæri!

Einn gegn Halldóri og verður að skora en setur hann framhjá. Illa farið með gott færi.
55. mín
Fjölnir mun betri hér í upphafi seinni hálfleiks, Jónatan Guðni með boltann fyrir á Kristófer, bróðir sinn, sem setur hann framhjá.
54. mín
Gummi Kalli gerir vel að finna Dag sem kemur með hættulegan bolta fyrir markið en enginn mættur.
52. mín
Varamaðurinn Kristófer Dagur á skot sem fer í varnarmann og veldur Aron Birki litlum vandræðum
50. mín
Axel hérna með flottan sprett en Birgir kemur þessu í horn.
46. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir)
46. mín
Inn:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
Fjölnismenn breyta hér í hálfleiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks, ekki tíðindamesti hálfleikur sumarsins, Þórsarar byrjuðu sterkari en Fjölnismenn hafa unnið sig fínt inn í þetta.
44. mín
Aron Birkir! Axel Freyr kominn í dauðafæri og nær skotinu en Aron Birkir ver virkilega vel. Þarna hefði Fjölnir getað komist yfir.
40. mín
Axel setur boltann fyrir á Dag sem skallar rétt yfir, fínt færi.
38. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Þór )
Groddaraleg tækling, fer fyrst í boltann en fylgir full fast á eftir fyrir Ívars smekk.
35. mín
Reynir tekur spyrnuna sem er skölluð í burtu.
35. mín
Fjölnir fær hér sitt fyrsta horn.
34. mín
Frekar bragðdauft hér síðustu mínútur, Það vantar mark í þennan leik.
25. mín
Tekið stutt á Birki sem kemur með fyrirgjöf á Ragnar óla sem setur hann framhjá.
24. mín
Þór fær horn.
24. mín
Sigurvin tekur skot af löngu færi sem er alls ekki galið og fer rétt framhjá. Fjölnismenn sprækari eins og er.
23. mín
Reynir tekur spyrnuna en Þórsarar ná þessu í burt eftir smá barning
22. mín
FLottur sprettur hjá Jónatan Guðna og Birgir brýtur á honum á hættulegum stað.
18. mín
Aðeins meiri ró yfir þessu eftir kröftuga byrjun Þórsara.
18. mín
Birkir Heimisson lætur vaða af löngu færi en skotið ógnar aldrei markinu.
12. mín
Dagur Ingi Axelsson sleppur hér skyndilega einn í gegn en skýtur framhjá, Siggi Höskulds er æfur og vill meina að hann hafi verið rangstæður.
9. mín
Halldór gerir vel og slær þetta í burt.
9. mín
Þór fær annað horn.
7. mín
Hornið náði ekki yfir fyrsta varnarmann.
7. mín
Þórsarar mikið sterkari hér í byrjun og fá fyrsta hornið
5. mín
Ingimar Arnar er hér kominn í gegn og nær að skjóta en Halldór Snær vel vakandi og sér við honum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Egilshöllinni, Það er Þór sem hefur leik og sækir í átt að Bauhaus.
Fyrir leik
Fjölnir Fjölnismenn eru hálf óutreiknanlegir þetta sumarið. Liðið hefur misst sterka pósta úr sínu liði og ljóst er að ekki er til fjármagn í Grafarvoginum til þess að styrkja hópinn. Liðið er þó alltaf sterkt og alltaf líklegt til afreka í þessari deild og þjálfarinn, Úlfur Arnar Jökulsson, hefur sýnt fram á færni sína seinustu ár.

Liðinu var spáð sjötta sætinu í Lengjudeildinni og ljóst er að það er alls ekki stefna Fjölni, ljóst er að þeir stefna að minnsta kosti á það að komast í úrslitakeppnina í lok móts. Liðið hefur líkt og Þór farið vel af stað en liðið er auk Njarðvík eina liðið sem hefur unnið báða sína leiki. Liðið hefur lagt bæði Grindavík og Leikni af velli.

Fjölnisliðið komst ekki langt í fyrra í bikarnum en það var erfitt að gera betur enda var liðið slegið út af sterku liði Breiðabliks í 32 liða úrslitum. Fjölnisliðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna í bikarnum seinustu ár. Liðið komst þó tvisvar í bikarúrslit í röð á árunum 2007 og 2008. Liðið tapaði þó í bæði skiptin, gegn KR og FH, árið 2007 var liðið einmitt í næst efstu deild. Er þetta árið þar sem Fjölnir snýr aftur í Laugardalinn?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Fyrir leik
Þór Þórsarar eru stórhuga fyrir komandi átök þetta sumarið, liðið hefur verið styrkt með góðum leikmönnum og Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals og fyrrum aðalþjálfari Leiknis, hefur verið ráðinn inn sem þjálfari.

Liðinu var spáð þriðja sætinu í deildinni en vilja eflaust gera betur en það og enda í fyrsta sætinu. Liðið hefur farið af stað með krafti og eru með fjögur stig eftir tvo leiki í deildinni en í seinasta leik vann liðið sterkan 4-2 sigur á liði Aftureldingar.

Þór átti afar góðu gengi að fagna í bikarnum á seinasta ári þegar liðið komst alla leið í átta liða úrslit en þar tapaði liðið naumlega 2-1 gegn Víkingi sem að lokum vann keppnina. Þórsarar fóru alla leið í úrslitaleik bikarsins árið 2011, þar tapaði liðið 2-0 gegn KR. Þórsarar telja sig eflaust eiga möguleika á því að komast í smá bikarævintýri, til þess þurfa þeir þó að sigra þennan leik og það verður alls ekki auðvelt verk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkominn! Hér fer fram bein textalýsing á leik Fjölnis og Þórs í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, leikurinn fer fram inni í Egilshöllinni en Fjölnisvöllurinn er enn ekki tilbúinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson ('61)
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason ('86)
9. Alexander Már Þorláksson ('61)
10. Aron Ingi Magnússon
15. Kristófer Kristjánsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('61)
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('72)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson ('86)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('61)
7. Rafael Victor ('61)
8. Jón Jökull Hjaltason ('72)
22. Einar Freyr Halldórsson
24. Ýmir Már Geirsson ('61)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Jónas Leifur Sigursteinsson
Konráð Grétar Ómarsson
Hlynur Helgi Arngrímsson

Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('38)

Rauð spjöld: