Leik lokið!
Valsarar eru komnir áfram í bikarnum! Skemmtilegur leikur þar sem gæði gestana var munurinn.
Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
92. mín
Guðmundur Andri með góða sendingu inn á teig þar sem hann finnur Tryggva í dauðafæri. Hann nær svo fínu skoti en Arnar ver vel.
92. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
92. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
91. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur
87. mín
Þrumuskot frá Oliver
Afturelding spilar hratt á milli sín og koma sér upp völlinn. Oliver fær þá boltan rétt fyrir utan teig og tekur þrumuna en rétt yfir markið.
81. mín
Boltinn kemur inn í teig á fjærstöng og hann skoppar eitthvað af mönnum. Hann dettur svo fyrir einn heimamanninn í miðjum teignum sem tekur skotið en yfir markið.
81. mín
Afturelding vinnur horn. Hafa sótt mikið síðustu mínútur en ekkert náð að skapa.
79. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
79. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
74. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding)
Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
74. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
70. mín
Aron í nóg af færum!
Úr hornspyrnunni spila heimamenn svo vel saman við hlið teigsins og koma boltanum aftur á Aron Jó (Aft) sem er í dauðadæri en skotið aftur í varnarmann og framhjá.
Næsta horn fer svo beint á Aron Jó (Aft) á fjær þar sem hann er aleinn en skotið hans í þetta skiptið varið!
70. mín
Aron Jó (Aft) fær boltan fyrir utan teig skoppandi. Hann lætur þá bara vaða en skotið í varnarmann og framhjá.
68. mín
Valsarar halda áfram að ógna og í þetta skipti var Jónatan komin inn í teig mjög nálægt Arnari markverði heimamanna. Hann tók svo skotið en beint á Arnar sem sá við honum.
65. mín
MARK!Adam Ægir Pálsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Var hann að meina þetta!?
Valur fær innkast ofarlega á vallarhelming Aftureldingar. Adam kastar boltanum á Birki sem setur hann til baka á Adam. Hann snýr sér svo og virðist ætla að setja boltan fyrir en boltinn tekur svaka sveiflu í loftinu og endar í samskeytunum í fjærhorninu.
63. mín
Adam fellur við inn í teig og vill fá víti. Elías segir honum hinsvegar bara að standa upp og ég held það sé bara hárrétt hjá honum.
61. mín
Frábær sókn frá Aftureldingu! Elmar vinnur vel upp kantinn og setur svo boltan til baka á Georg sem keyrir inn á teiginn. Fyrsta snertingin er hinsvegar of þung og hann endar á að hlaupa með boltan bara út í markspyrnu.
59. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Út:Patrick Pedersen (Valur)
59. mín
Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Elmar Kári nær að gera Birki að smá fífli með sínum töktum. Birkir tekur hann þá bara niður.
57. mín
Jónatan með lúmska sendingu inn í teig sem er ætluð Patick. Heimamenn gera hinsvegar vel og hreinsa í horn.
Úr horninu kemur boltinn inn í teig og eftir smá vesen á vörninni ná þeir að hreinsa frá.
55. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Út:Bjarni Mark Antonsson (Valur)
53. mín
Gult spjald: Bjarni Mark Antonsson (Valur)
Stöðvar Oliver í álitlegu hlaupi.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Seinni hálfleik lokið hér í Mosfellsbæ! Valsarar leiða og þetta hefur verið hörku skemmtun. Afturelding hefur haldið vel í boltan en yfirleitt átt erfitt með að komast í gegnum vörn gestana. Valsarar hafa aftur á móti verið svakalega effektívir þegar þeir sækja. Farið hratt upp völlinn og sýnt mikil gæði.
Nóg eftir og við sjáumst eftir korter.
45. mín
Ein mínúta í uppbót.
37. mín
Brotið á Aftureldingar manni rétt fyrir utan teig en dómarinn dæmir ekkert. Heimamenn verða þá vel pirraðir í stúkunni og ég verð að vera sammála þeim, þetta hefði átt að vera aukaspyrna í mjög góðri stöðu.
34. mín
Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
Hólmar brýtur á Elmari sem er að sleppa í gegn. Elmar tekur svo spyrnuna og skýtur, en boltinn flýgur yfir.
32. mín
MARK!Aron Jóhannsson (Valur)
Vals Aron Jó kemur Val yfir!
Patrick Pedersen var nýbúinn að skalla í slánna og svo stuttu seinna þá kemur Birkir Már með 'cutback' sendingu frá kantinum á Aron sem á svo skot í varnarmann, hann fær boltan strax aftur og þrumar boltanum upp í netið.
31. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
29. mín
Afturelding vinnur boltan eftir góða pressu á vallarhelming Valsara. Hrannar fær þá boltan og keyrir inn á teiginn þar sem hann tekur skotið en það fer í varnarmann og útaf.
26. mín
Þvílíkt hlaup frá Elmari!
Elmar Kári keyrir upp næstum allan vallarhelming Valsara og fer illa með varnarmenn þeirra. Hann setur svo boltan á Andra sem er í fínni stöðu rétt fyirr utan teig en skotið hans aðeins of laust og Schram ekki í miklum vandræðum.
21. mín
MARK!Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Stoðsending: Hrannar Snær Magnússon
Heimamenn jafna!!!
Afturelding vinnur boltan á miðjum vellinum og sækja svo hratt upp völlinn. Þeir skipta svo boltanum yfir á vinstri kantinn þar sem Hrannar er kominn í einn á einn stöðu á Birki. Hann platar svo Birki upp úr skónum og setur boltan fyrir þar sem Andri fær eitt stykki tap in á nærstönginni.
18. mín
Hættulegt færi fyrir Aftureldingu!
Aron Elí kemur með góða skiptingu yfir á Elmar sem keyrir svo inn á völlinn. Hann setur svo stungusendingu inn á Aron Jó (Aft) sem er kominn inn á teig en Hólmar nær að stoppa hann og heimamenn fá horn.
Hornspyrnan kemur svo inn í teig þar sem Georg nær skallanum í átt að marki en frekar beint á Schram sem handsamar boltan.
14. mín
Þetta var högg fyrir heimamenn þar sem þeir hafa byrjað leikinn frekar vel. Þeir ná að halda ágætlega í boltann en hraðinn og gæðin í Val eru bara alltof hættuleg.
8. mín
MARK!Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Þetta var ekki lengi gert!
Adam á stórkostlega sendingu upp kantinn og inn fyrir vörn heimamanna. Birkir fer þá af stað eins og vinturinn og setur lágan bolta fyrir markið. Enginn nær að komast í boltan fyrir miðjum teig þannig að boltinn rúllar á fjær þar sem Jónatan fær að klára í tiltölulega opið markið.
5. mín
Ég biðst fyrirfram forláts á rugling í textalýsingu þessa leiks. Það eru fjórir Aronar inn á vellinum þar á meðal tveir Aron Jó og báðir númer 7. Þar sem það er bara einn Aron, Vals meginn þá mun hann heita Vals Aron í þessum leik.
Betri uppástungur mega koma í DM
4. mín
Uppstilling liðanna
Afturelding 4-2-3-1
Arnar
Georg - Gunnar - Aron Jóns - Aron Elí
Bjartur - Oliver
Elmar - Aron Jó - Hrannar
Andri
Valur 4-3-3
Schram
Birkir - Orri - Hólmar - Jakob
Kristinn - Bjarni - Aron
Adam - Patrick - Jónatan
1. mín
Valsarar byrja leikinn á að fá horn sem þeir taka stutt á Adam. Hann setur boltan inn í teig en heimamenn hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Valsarar taka upphafssparkið
Fyrir leik
Þvílíkt entrence!
Leikmenn labba inn á völlinn en á undan þeim kemur einn nagli á svakalegu mótorhjóli!
Fyrir leik
Viðtal við Adda Grétars
Fyrir leik
Viðtal við Magga.net
Fyrir leik
Alvöru umgjörð í Mosfellsbænum
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Afturelding er með algjörlega óbreytt byrjunarlið frá því að þeir töpuðu 4-2 fyrir Þór í síðustu umferð.
Valur gerir hinsvegar tvær breytingar á sínu liði. Adam Ægir Pálsson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn í liðið, á meðan Lúkas Logi Heimisson sest á bekkinn en Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hóp.
Fyrir leik
Dómari leiksins
Elías Ingi Árnason verður dómari þessa leiks og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Eftirlitsmaður er Ólafur Ingvar Guðfinnsson og varadómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Arnar Daði spáir í lekinn
Arnar Daði Arnarsson handboltasérfræðingur er spámaður okkar fyrir þessa umferð í bikarnum og svona spáir hann í þennan leik.
Afturelding 1 - 1 Valur (Valur áfram eftir framlengingu)
Mosfellingar komast yfir í leiknum en Gylfi Þór Sigurðsson jafnar stundarfjórðungi fyrir leikslok. Valsarar þurfa framlengingu til að slá út Aftureldingu. Adam Ægir Pálsson fær rautt fyrir að segja Magga.net að grjóthalda kjafti og Kiddi Freyr fær gult spjald í kjölfarið fyrir að segja Adam að drulla sér útaf vellinum. Arnar Grétars verður með teip yfir munninum á sér á meðan á þessu öllu stendur en hleypur svo í fangið á Baldvini Borgarssyni besta vini sínum strax eftir leik og þeir syngja og tralla og fagna kærkomnum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
16 liða úrslitin hingað til
Fjölnir - Þór 0-2
KA - Vestri 3-1
Keflavík - ÍA 3-1
Fylkir - HK 3-1
Grindavík - Víkingur R. 1-4
Stjarnan - KR 5-3
Fram - ÍH Hefst klukkan 19:15 í kvöld
Afturelding - Valur Hefst klukkan 19:30 í kvöld
Fyrir leik
Leið Vals í bikarnum
Valsarar spiluðu sinn fyrsta lík í bikarnum þann 24. apríl síðastliðinn. Þeir fengu þá FH í heimsókn í alvöru Bestu deildar slag. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Val og markaskorarar þeirra í þeim leik voru Hólmar Örn Eyjólfsson, Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leið Aftureldingar í bikarnum
Afturelding spilaði sinn fyrsta leik í bikarnum 13. apríl síðastliðinn í 64. liða úrslitum þar sem liðið mætti Leikni á útivelli og vann þá 4-1. Næst tóku þeir á móti Dalvíkingum þann 25. apríl. Þeir unnu þá einnig 4-1. 3 leikmenn liðsins hafa skorað 2 mörk í keppninni en það eru þeir Elmar Kári Enesson Cogic, Hrannar Snær Magnússon og Patrekur Orri Guðjónsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Lokaleikur í 16 liða úrslitum bikarsins
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Vals í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður spilaður á Malbikstöðinni að Varmá í Mósfellsbæ.
Mynd: Raggi Óla