Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Þróttur R.
5
0
Fylkir
Sierra Marie Lelii '15 1-0
María Eva Eyjólfsdóttir '34 2-0
Kristrún Rut Antonsdóttir '45 3-0
Freyja Karín Þorvarðardóttir '64 4-0
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir '94 5-0
19.05.2024  -  16:00
AVIS völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Rok og rigning
Dómari: Hreinn Magnússon
Maður leiksins: Sierra Marie Lelii, Þróttur R.
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
Sierra Marie Lelii ('90)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('71)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('84)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('84)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('71)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir ('90)
7. Brynja Rán Knudsen ('84)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('84)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('71)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('71)
27. Íris Una Þórðardóttir
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson

Gul spjöld:
María Eva Eyjólfsdóttir ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hreinn flautar leikinn af þegar Þróttarar fagna markinu!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
94. mín MARK!
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
Þær bæta einu við! Fyrirgjöf inn á teiginn sem fer út á Sigríði. Hún tekur skotið í fjærhornið í fyrsta og er að klára leikinn fyrir Þrótt.
90. mín
+2 Í uppbót
90. mín
Inn:Hildur Laila Hákonardóttir (Þróttur R.) Út:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
90. mín
Sæunn tekur hornið sem Fylkiskonur skalla frá.
89. mín
Þróttur að fá horn!
86. mín
Enn eina dauðafærið! Sierra sleppur ein í gegn og er skyndilega komin ein á ein gegn Tinnu. En hún tekur skotið framhjá. Þessi færanýting er ekki upp á marga fiska. Hversu mörg færi þurfa þær spyrja menn sig hérna.
84. mín
Inn:Sigrún Helga Halldórsdóttir (Fylkir) Út:Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
84. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
84. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
80. mín
Sierra að ógna Sierra, sem hefur verið mjög góð í dag, tekur sprettinn inn á teiginn og nær skotinu á markið. Tinna ver mjög vel og handsamar boltann.
77. mín
Rétt framhjá! Freyja fær fyrirgjöf frá Sierru inni á teig Fylkis. Hún tekur skotið í fyrsta sem fer rétt framhjá. Dauðafæri!
71. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
71. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
68. mín
Inn:Katrín Sara Harðardóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
67. mín
Kristrún í færi! Caroline kemur með bolta inn á teiginn. Kristrún fær þar boltann og tekur skotið í fyrsta sem fer yfir. Hún hefði getað gert mun betur þarna.
64. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Sierra Marie Lelii
Þá ætti þetta að vera komið! Frábær leikur hjá Þrótturum en það þarf margt að gerast svo þær fari ekki áfram.

Sýndist það vera Sierra sem fær boltann inni á teig Fylkis. Hún rennir boltanum út á Freyju sem klárar vel framhjá Tinnu.
63. mín
Þróttur að fá horn!
61. mín
Boltinn kemur inn á teiginn sem Jelena skallar í varnarmann og Fylkiskonur ná að hreinsa.
60. mín
Þróttur fær hornspyrnu!
57. mín
Með sinni fyrstu snertingu! Fylkiskonur vinna boltann ofarlega á vellinum og Birta fær hann við d-bogann. Hún tekur þar skotið sem fer beint á Mollee í markinu. Alvöru byrjun hjá Birtu.
56. mín
Inn:Birta Margrét Gestsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
56. mín
Heimakonur betri Þróttarar byrja seinni hálfleikinn af sama krafti og þær gerðu í þeim fyrri. Færi eftir færi. Skot eftir skot. Bara tímaspursmál hvenær fjórða markið kemur.
54. mín Gult spjald: María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
51. mín Gult spjald: Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
Brýtur á Leah á miðjum vallarhelmingi Fylkis.
50. mín
Sæunn tekur spyrnuna inn á teiginn sem Sierra skallar framhjá.
49. mín
Þróttarar að fá annað horn!
48. mín
Sæunn kemur með bolta inn á teiginn sem gestirnir eru í veseni með að hreinsa. María nær til boltans og tekur skotið sem fer yfir markið.
48. mín
Þróttur fær horn!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Heimakonur í Þrótti byrja þetta fyrir okkur á ný. Þær sækja í átt að Húsdýragarðinum.
45. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
45. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Út:Emma Sól Aradóttir (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum fyrri hálfleik lokið. Hann hefur verið algjörlega í eigu Þróttara og þetta þriðja mark getur reynst mjög stórt.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur að vörmu spori.
45. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Sierra Marie Lelii
VERÐSKULDAÐ! Þær bruna upp í skyndisókn og skora!

Sierra fær boltann ein í gegn og kemur með hann fyrir. Hún finnur Kristrúnu sem klárar með glæsibrag framhjá Tinnu í markinu. Ekkert hægt að setja út á Tinnu í þessum mörkum sem Fylkir er að fá á sig. Ef eitthvað er þá hefur hún bjargað Fylki frá stærra tapi.

Risamark rétt fyrir hálfleik!

45. mín Gult spjald: Marija Radojicic (Fylkir)
Fer í Mollee í markinu hjá Þrótti eftir að hún handsamar boltann og fær spjald.
44. mín
Emma Sól liggur niðri og þarf aðhlynningu. Búin að liggja niðri í rúmar tvær mínútur. Vonandi ekkert alvarlegt.
40. mín
Þróttarar brjóta á sér inni í teignum.
39. mín
DAUÐAFÆRI! Caroline sleppur ein í gegn og ætlar að fara framhjá Tinnu en Tinna gerir vel og lokar. Þá fær Sierra boltann og tekur skotið en Tinna ver þá glæsilega. Þá fær loks Freyja boltann sem tekur skotið í varnarmann og í horn sem Þróttur fær.
38. mín
Ekkert breyst í þessu. Þróttarar miklu betri og líklegri að bæta við en Fylkiskonur að minnka muninn.
34. mín MARK!
María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Caroline Murray
Þarna kom það! Það er bara eitt lið á vellinum en Þróttarar hafa verið miklu betri þessar upphafsmínútur. Caroline kemur með bolta inn á teig Fylkis sem María klárar glæsilega í fyrsta. Loksins bæta þær við.

Verðskuldað en Þróttarar hafa verið miklu betri að mínu mati.

33. mín
Rét framhjá! Leah með skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá. Fékk að taka skotið ein og óvölduð fyrir utan vítateig Fylkis sem fer rétt framhjá.
31. mín
Annað dauðafæri! Sierra kemur með bolta inn á teiginn á Freyju á sem tekur skotið í varnarmann. Þaðan fær Leah boltann og er ein inni á teignum og tekur skotið rétt framhjá. Hvernig færi vilja þær spyr maður sig.
27. mín
Dauðafæri! Geggjaður bolti inn fyrir vörn Fylkis sem Freyja fær og er skyndilega komin ein á móti Tinnu í markinu. Hún tekur skotið sem fer framhjá. Hræðilegt skot hjá Freyju og þarna átti hún bara að gera mun betur.
24. mín
Tinna ver! Það kemur hár bolti inn á teig og Fylkiskonur ná ekki að hreinsa. Freyja Karín fær þá boltann og tekur skotið en Tinna ver glæsilega í markinu ein á móti Freyju.
24. mín
Kolfinna fer í frekar groddaralega tæklingu á Freyju Karínu en sleppur við spjald. Held að þessi tækling eigi að verðskulda spjald.
19. mín
Heimakonur betri aðilinn Þróttarar miklu betri aðilinn í dag að mínu mati. Líklegri að bæta við forystuna en að Fylkiskonur jafni þetta.
15. mín MARK!
Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
Stoðsending: Kristrún Rut Antonsdóttir
MAAAARRKKK!! Þær voru búnar að hóta þessu með þessum fyrirgjöfum og þarna kom það!

Kristrún fær boltann á hægri kantinum og kemur með geggjaða fyrirgjöf inn á teiginn. Þar er Sierra mætt og klárar glæsilega. Sendir Tinnu í rangt horn.

Eins og ég segi, verðskuldað hjá Þrótti.
12. mín
Annað færi María með fyrirgjöf fyrir teiginn á Kristrúnu sem skallar boltann rétt framhjá. Eins og ég segi. Þróttur eru að fá færin.
11. mín
Færi! Caroline með fyrirgjöf á Leah sem er ein með markið fyrir framan sig. Hún var ótrúlega nálægt markinu en skallar yfir. Þróttarar byrja leikinn betur.
10. mín
Byrjunarliðin Svona lítur þetta út hjá báðum liðum í dag.

Þróttur (5-3-2)
Mollee
María - Jelena - Sæunn - Sóley - Caroline
Kristrún - Álfhildur (F) - Leah
Freyja - Sierra

Fylkir (4-2-3-1)
Tinna
Viktoría - Erna - Klara - Mist
Signý (F) - Abigail
Emma - Marija - Kolfinna
Guðrún K.
8. mín
Freyja Katrín með skot af löngu færi sem Tinna er í engum vandræðum með.
7. mín
Ekkert mikið um almennilegar opnanir þessar upphafsmínútur fyrir utan færið sem Sierra fékk á 2. mínútu. Fylkiskonur líta vel út.
2. mín
Sæunn tekur spyrnuna sem fer í gegnum allan pakkann og í markspyrnu.
2. mín
Heimakonur að fá horn! Sierra sleppur í gegn og gerir vel á boltanum gegn tveimur varnarmönnum Fylkis. Hún nær skotinu sem Tinna ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað. Það eru gestirnir úr Árbænum sem hefja hér leik og sækja í átt að húsdýragarðinum.

Heimakonur í Þrótti spila í rauðum og hvítum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.

Gestirnir úr Árbænum spila í bláum og appelsínugulum treyjum, bláum og appelsínugulum stuttbuxum og bláum sokkum.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í slaginn. Það styttist í þessa veislu.
Fyrir leik
Mættust fyrir þremur vikum Liðin mættust auðvitað í fyrstu umferðinni í deildinni. Þá skildu liðin jöfn eftir að Fylkiskonur jöfnuðu í lokin en þær voru einnig nálægt því að vinna leikinn í restina.

Fyrir leik
Teymið Hreinn Magnússon sér um flautukonsertið í dag en honum til aðstoðar verða þeir Milan Djurovic og Steinar Stephensen. Skiltadómari er Daníel Ingi Þórisson en KSÍ er með engan eftirlitsmann á leiknum samkvæmt síðunni þeirra.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Komin pressa? Bryjun Þróttara á tímabilinu verður að teljast óásættanleg. Liðið er einungis með eitt stig eftir 5 leiki og er í fallsæti, fjórum stigum á eftir Fylki sem eru í öruggu sæti. En eina stigið þeirra til þessa kom einmitt á mót Fylkiskonum í fyrstu umferð. Þetta getur ekki verið byrjunin sem Þróttarar voru búnir að sjá fyrir sér. Þá kannski þykir eðlilegt að spurja sig, er strax komin pressa á Óla Kristjáns eftir þessa hörmulegu stigasöfnun?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjuðu vel Fylkiskonur byrjuðu leiktíðina mjög vel og voru ósigraðar eftir þrjá leiki. Í seinustu tveimur deildarleikjum hafa þær reyndar tapað og sitja núna í 8. sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Þrótt. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með nýliðanum úr Árbænum í sumar til þessa. Gunnar er að gera mjög góða hluti með þetta skemmtilega lið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Bikarstemning! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Þróttar og Fylkis í Mjólkurbikarnum. Alvöru Bestu deildarslagur sem mun eiga sér stað hérna í Laugardalnum á eftir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir ('84)
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
8. Marija Radojicic ('56)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('68)
10. Klara Mist Karlsdóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('45)
13. Kolfinna Baldursdóttir
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
22. Emma Sól Aradóttir ('45)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
4. Sigrún Helga Halldórsdóttir ('84)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('45)
24. Katrín Sara Harðardóttir ('68)
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('45)
31. Birta Margrét Gestsdóttir ('56)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Marija Radojicic ('45)
Kolfinna Baldursdóttir ('51)

Rauð spjöld: