Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Vestri
1
4
Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric '4
Silas Songani '32 1-1
1-2 Danijel Dejan Djuric '35
1-3 Ari Sigurpálsson '45
1-4 Erlingur Agnarsson '95
20.05.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá skýjað en annars bara flott
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
11. Benedikt V. Warén ('66)
13. Toby King
17. Gunnar Jónas Hauksson ('66)
19. Pétur Bjarnason ('78)
20. Jeppe Gertsen ('66)
21. Tarik Ibrahimagic ('57)
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
7. Vladimir Tufegdzic ('78)
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Nacho Gil ('57)
14. Johannes Selvén ('66)
16. Ívar Breki Helgason ('66)
77. Sergine Fall ('66)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Nacho Gil ('84)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Nýr búningur en sömu úrslitin
Hvað réði úrslitum?
Víkingar léku í nýjum búningum en úrslitin voru þau sömu: Þeir unnu leikinn. Gestirnir voru talsvert betri í leiknum og sköpuðu sér helling af færum og stöðum til að skora enn fleiri mörk. Eru Íslands- og bikarmeistarar að spila gegn nýliðum og það leit þannig út. Vestri átti góða kafla en þeir ákváðu að leggjast ekki í skotgrafirnar í þessum leik. Kannski hefði það verið betri ákvörðun eftir á til að ná jákvæðum úrslitum þó frammistaðan hefði verið jákvæð að mörgu leyti.
Bestu leikmenn
1. Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Alvöru svar hjá honum eftir núll mínútur gegn FH. Skoraði tvennu og var óheppinn að gera ekki fleiri mörk. Átti til dæmis hjólhestaspyrnu sem var ekki langt frá því að enda í markinu.
2. Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Algjör jarðýta þessi maður. Vann endalaust af einvígum og var virkilega flottur að venju.
Atvikið
Þriðja markið sem kemur rétt fyrir hálfleik. Það kom á versta tíma fyrir Vestramenn og gerir stöðuna þægilega fyrir Víkinga.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar styrkja stöðu sína á toppnum og eru núna með 18 stig eftir sjö leiki. Hafa svarað tapinu gegn HK afar vel og það er jákvætt að það sé hægt að rúlla svona mikið á liðinu. Breiddin er ógnvænleg þegar Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson geta bara komið inn af bekknum. Vestri er með sex stig eftir sjö leiki spilaða.
Vondur dagur
Það er vont fyrir Vestra að geta ekki spilað heimaleiki sína á heimavelli. Þetta er vondur dagur fyrir Ísafjarðarbæ að geta ekki boðið fótboltaliðinu sínu að spila á heimavelli í Bestu deildinni. Mér fannst vængirnir hjá Vestra líka ekki góðir varnarlega og það var mikið spilað á bak við þar. Vantaði meiri liðsheild einhvern veginn í varnarleikinn.
Dómarinn - 7,5
Ekkert rosalega erfiður leikur að dæma, en dómarateymið stóð sig bara vel. Negldu nánast allar ákvarðanir að mínu mati og flæðið var gott. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, átti samt að fá gult spjald.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson ('45)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('65)
17. Ari Sigurpálsson ('69)
19. Danijel Dejan Djuric ('65)
21. Aron Elís Þrándarson ('65)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
9. Helgi Guðjónsson ('69)
10. Pablo Punyed ('65)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('65)
12. Halldór Smári Sigurðsson
24. Davíð Örn Atlason ('45)
27. Matthías Vilhjálmsson ('65)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: