Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
KA
4
2
Fylkir
Sveinn Margeir Hauksson '3 1-0
Daníel Hafsteinsson '25 2-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '45 , misnotað víti 2-0
Daníel Hafsteinsson '45 3-0
3-1 Matthias Præst '53
3-2 Aron Snær Guðbjörnsson '75
Ásgeir Sigurgeirsson '89 4-2
20.05.2024  -  16:15
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason ('58)
7. Daníel Hafsteinsson ('58)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('79)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('92)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason
8. Harley Willard ('92)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('58)
23. Viðar Örn Kjartansson ('79)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('58)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Bjarni Aðalsteinsson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA með sinn fyrsta sigur í deildinni! Viðtöl og skýrsla kemur inn á síðuna síðar í kvöld.
94. mín
Þóroddur Víkingsson með skalla en boltinn fer beint á Stubb.
92. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótatíma
89. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Viðar Örn Kjartansson
MAAAAARK! Ásgeir Sigurgeirsson með glæislegt mark! Viðar Örn Kjartansson með stoðsendinguna. Sendir Ásgeir í gegn og hann tekur á sprettinn og er á undan öllum í boltann og vippar yfir Ólaf.
88. mín
Bjarni Aðalsteinsson liggur eftir að hafa fengið boltann beint í andlitið af stuttu færi.
86. mín
Ómar Björn Stefánsson fékk tækifæri þarna til að jafna metin en skotið vel framhjá.
85. mín
KA fær hornspyrnu Var nokkuð viss um að það hafi verið rangstaða í aðdragandanum.
82. mín
Matthias Præst með skot sem Stubbur á í litlum vandræðum með.
79. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
76. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
75. mín MARK!
Aron Snær Guðbjörnsson (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
MAAAARK! Skallar boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka! Þetta er orðinn hörku leikur!
74. mín
Fylkir fær hornspyrnu Leikurinn fer bara fram á öðrum vallarhelmingnum. KA með yfirburði í fyrri hálfleik og Fylkismenn með yfirburði í seinni.
73. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
72. mín
Þvílíkur darraðadans inn á teig KA. Fylkismenn koma boltanum á markið í tví eða þrígang en ekk vildi hann fara inn.
68. mín
Hallgrímur Mar í færi en Ólafur Kristófer gerir hrikalega vel að verja frá honum.
65. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
64. mín
Fylkir fær hornspyrnu Ekkert kom út úr henni. Markspyrna.
60. mín
Bjarni Aðalsteinsson fellur inn á teignumog KA menn kalla eftir vítaspyrnu. Ekkert dæmt sem er hárrétt niðurstaða.
58. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
58. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
55. mín
Orri Hrafn Kjartansson með hörku skot, Stubbur gerir vel að blaka boltanum í burtu.
53. mín MARK!
Matthias Præst (Fylkir)
MAAAARK! Matthias Præst meeð skot fyrir utan teig og boltinn syngur í netinu!
51. mín
Fylkir á leið upp í álitlega skyndisókn en Matthias Præst með mislukkaða sendingu og þetta rennur út í sandinn.
47. mín
Matthias Præst vinnur boltann af Rodri á miðjunni og reynir að setja boltann yfir Stubb um leið en Stubbur nær að grípa boltanum.
47. mín
Hans Viktor í hörku færi eftir aukaspyrnu en honum tekst ekki að stýra boltanum á markið.
46. mín
Inn:Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað
46. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Tvöföld skipting strax hjá Fylkismönnum
46. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. KA menn með góða forystu. Gestirnir ekki sýnt mikla takta.
45. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
MAAAARK! Ólafur ver vítaspyrnuna frá Grímsa en frábært hlaup hjá Daníel inn á teiginn og hann nær fyrstur í boltann og neglir honum í netið.
45. mín Misnotað víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
45. mín
+2 KA fær víti!!
45. mín
Þrjár mínútur í uppbótatíma.
45. mín
SLÁIN! Stubbur með langa sendingu fram á Svein Margeir sem kemst einn í gegn. Hann likur á Ólaf Kristófer en skýtur í slána!
44. mín
Menn hafa legið mikið hérna í fyrri hálfleiknum. Eflaust nokkrar mínútur í uppbótatíma.
42. mín
Benedikt Daríus fer illa með Hrannar Björn og kemst inn á teiginn. Á skot sem Hans Viktor kemst fyrir.
38. mín
Orri Sveinn fellur inn á teignum eftir baráttu við Hrannar Björn. Hann virðist detta með andlitið á fæturnar á Hrannar og liggur eftir.

Hafa orðið smá töf á leiknum en hann er staðinn upp.
36. mín
Birkir með skot sem Stubbur ver út í teiginn. Hrannar Björn fyrstur að átta sig og kemur boltanum frá.
31. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Skipting hér. Ekki að sjá að það var nokkuð að Þórði.
28. mín
Benedikt Daríus með skot af löngu færi. Stubbur í marki KA hefði átt að taka þennan en Fylkir fær hornspyrnu.

Brot dæmt á Orra Svein.
25. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
MAAAARK Hallgrímur Mar leggur boltann út í teiginn. Andri Fannar lætur boltann fara í gegnum klofið á sér og hann endar hjá Daníel sem skorar!
22. mín
Birkir Eyjólfssson með skot sem fer af Ívari og út af. Matthias Præst nær skoti eftir hornspyrnuna en boltinn fer hátt yfir.
17. mín
Heimamenn mun sprækari hérna fyrstu mínúturnar. Fengu hér tvo sénsa að koma boltanum að marki en síðasta sendingin ekki nægilega góð.
12. mín
Birgir Baldvins brunar inn á teig Fylkismanna og á fasta sendingu inn á teiginn en því miður fyrir KA fór boltinn bakvið Svein Margeir.
11. mín
Máttlítið skot Matthias Præst fer af Ívari og Steinþór Már nær að handsama boltann. Flott spil hjá Fylkismönnum í aðdragandanum.
8. mín
KA fær hornspyrnu Léttur darraðadans inn á teignum. Pétur dæmir rangstöðu að lokum.
4. mín Gult spjald: Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
3. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Ívar Örn Árnason
MAAAARK! Sveinn Margeir sleppur einn í gegn eftir frábæra sendingu inn fyrir frá Ívari og setur boltann snyrtilega í netið.

Virkaði rangstæður héðan en þetta var bara fullkomið hlaup eftir allt saman.
1. mín
Fylkismenn komast strax upp í sókn. Fyrirgjöfin ratar ekki á samherja og síðan er rangstaða dæmd.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Liðin er að ganga út á völl KA spilar í sínum heimabúningum, gul treyja og bláar stuttbuxur. Fylkir er í bláum búningum með Fylkis appelsínugulum í.
Fyrir leik
Byrjunarliðin KA vann Vestra í Mjólkurbikarnum á dögunum. Aðeins ein breyting er á liðinu frá þeim leik. Steinþór Már Auðunsson kemur aftur í markið á kostnað Kristijan Jajalo. Fyrirliðinn Ásgeir Sigurgeirsson er á bekknum.

Lið Fylkis er óbreytt frá því að það vann HK í bikarnum á dögunum. Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis er að jafna sig af meiðslum og er á bekknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Pétur Guðmundsson verður með flautuna hér í dag. Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson verða honum til aðstoðar. Arnar Ingi Ingvarsson er fjórði dómari og Bragi Bergmann eftirlistmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson, sem varð bikarmeistari með Silkeborg í Danmörku á dögunum, er spámaður umferðarinnar.

KA 0 - 2 Fylkir
Her verð ég bara segja Fylkir þar sem kærastan er úr Árbænum, ekki flókið.
Mynd: Silkeborg

Fyrir leik
Fylkir Fylkismenn byrjuðu tímabilið ágætlega. Liðið tapaði fyrsta leik gegn KR 4-3 í hörku leik á Wurth vellinum í Árbæ. Í annarri umferð gerði liðið síðan jafntefli gegn Val en hefur tapað öllum leikjunum síðan þá.

Fylkir 3-4 KR
Fylkir 0-0 Valur
ÍA 5-1 Fylkir
Fylkir 0-1 Stjarnan
Fram 2-1 Fylkir
Fylkir 0-3 Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Jón Sigurður Þórðarson er markahæstur hjá Fylki með tvö mörk
Fyrir leik
KA Tímabilið hjá KA hefur verið eintóm vonbrigði en liðið er í næst neðsta sæti með aðeins tvö stig. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson veiktist alvarlega en hann er að koma til baka og er það mikið fagnaðarefni fyrir hann og liðið. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í vandræðum og lítið spilað.

KA 1-1 HK
KA 2-3 FH
KA 0-1 Vestri
Víkingur 4-2 KA
KA 1-1 KR
Valur 3-1 KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá uppgjöri liðanna á botninum í Bestu deildinni. Leikur KA og Fylkis fer fram á Greifavellinum á Akureyri. Hann er liður í 7. umferð.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta ('46)
9. Matthias Præst
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('73)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('31)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('46)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('46)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
72. Orri Hrafn Kjartansson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('46)
22. Ómar Björn Stefánsson ('31)
25. Þóroddur Víkingsson ('73)
27. Arnór Breki Ásþórsson ('46)
70. Guðmundur Tyrfingsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Þórður Gunnar Hafþórsson ('4)
Ragnar Bragi Sveinsson ('76)

Rauð spjöld: