Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Stjarnan
2
1
Fylkir
Hulda Hrund Arnarsdóttir '25 1-0
Hannah Sharts '45 2-0
2-1 Eva Rut Ásþórsdóttir '71
24.05.2024  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Jens Elvar Sævarsson
Maður leiksins: Hulda Hrund Arnarsdóttir, Stjarnan
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('73)
7. Henríetta Ágústsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
21. Hannah Sharts
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir
19. Hrefna Jónsdóttir ('73)
22. Esther Rós Arnarsdóttir
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Karlotta Björk Andradóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:
Henríetta Ágústsdóttir ('59)
Arna Dís Arnþórsdóttir ('86)
Hulda Hrund Arnarsdóttir ('92)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Miðgarður bjargaði fótboltaleiknum og músinni meðan stormur geysaði úti
Hvað réði úrslitum?
Það var ekki gefið að Stjarnan myndi fara heim með öll stigin í dag. Það var nokkuð jafnræði með liðunum og leikurinn skemmtilegur á að horfa, færi á báða bóga. Eftir að Fylkir minnkaði muninn í 2 - 1 uku þær pressuna og í blálokin má segja að það hafi verið leikklukkan sem réði úrslitum. Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær þær næðu að jafna en leiktíminn var á undan að renna út.
Bestu leikmenn
1. Hulda Hrund Arnarsdóttir, Stjarnan
Ég veit það var ekki auðvelt fyrir Huldu Hrund að spila á móti gömlu liðsfélugunum í Fylki en hún var frábær í dag. Auk þess að skora markið var hún óþrótandi allan leikinn, hefði geta bætt við öðru marki ef lukkan hefði verið með henni í liði.
2. Eva Rut Ásþórsdóttir, Fylkir
Skoraði geðveikt mark beint úr aukaspyrnu og var allt í öllu í liði Fylkis í dag. Hana langaði svo mikið að fá meira út úr þessum leik en það gekk ekki að þessu sinni.
Atvikið
Upphaflega átti leikurinn að fara fram utandyra í stormi sem geysar á höfuðborgarsvæðinu en var fluttur inn í Miðgarð. Breyttum aðstæðum fylgja breytt vandamál. Skömmu fyrir leik heyrði ég á tal boltastelpnanna sem höfðu rekist á mús á vappi um húsið. Þær sáu músagildru en völdu sjálfar að loka henni, enda vildu þær ekki vinna músinni mein. Gæðablóð í Garðabænum.
Hvað þýða úrslitin?
Nú er þriðjungur búinn af venjulegu 18 leikja mótinu áður en farið verður í tvískiptinguna. Liðin fara nú í langt landsleikjahlé áður en haldið verður af stað að nýju. Þetta er því ágætis tími til að telja aðeins upp úr pokunum og sjá hver uppskeran hefur orðið. Úr leikjunum sex er Stjarnan búinn að ná í helming mögulegra stiga, 9 stig af 18 mögulegum og sigla upp töfluna með sínum öðrum sigri í röð. Ljúka kvöldinu í 4. sæti. Gestirnir í Fylki eru í þriðja neðsta sæti með 5 stig.
Vondur dagur
Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að tala um aðstæður í þessum lið og get eiginlega ekki setið á mér. Það var vitað alla vikuna að von væri á stormi, sumum leikjum var frestað en eftir stóð þessi leikur og toppslagur deildarinnar. Þrjóskast var við með báða leikina og á endanu þótti gæfulegra að færa þennan inn í hús. Af tvennu illu er að sjálfsögðu betra að spila inni en úti í snarvitlausu veðri eins og gert var með viðureign Breiðabliks og Vals. Hinsvegar hlýtur að vera hægt að finna aðrar lausnir en að spila sumarleik inni í fótboltahúsi. ÍTF og félögin hljóta að vilja selja betri vöru en það.
Dómarinn - 8
Toppdagur hjá Jens Elvari og teyminu hans í dag en ekki mikið um erfið atvik. Fær því góða einkunn fyrir frammistöðuna í dag. En hann þarf samt að fá hrós sem nær út fyrir þennan eina leik. Það er stöðugt verið að reyna að fá fólk til að koma inn í dómgæsluna og gengur misvel. Jens Elvar Sævarsson er með gríðarlega reynslu sem fótboltamaður og á að baki fjölda leikja í efstu deild auk þess að hafa spilað með yngri landsliðum þjóðarinnar. Að fá svona reynslubolta í dómgæsluna er hvalreki og góð fyrirmynd fyrir aðra sem velta fyrir sér hvort það sé til líf eftir fótboltann. Fyrir það fær hann stóra hrósið!
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('82)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('82)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('63)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('63)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('82)
23. Katla Sigrún Elvarsdóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir
28. Rakel Mist Hólmarsdóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Erik Steinn Halldórsson
Kristófer Númi Hlynsson

Gul spjöld:
Mist Funadóttir ('54)

Rauð spjöld: