Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Fram
1
4
Breiðablik
Guðmundur Magnússon '15 1-0
1-1 Viktor Karl Einarsson '20
1-2 Aron Bjarnason '73
1-3 Viktor Karl Einarsson '83
1-4 Ísak Snær Þorvaldsson '85
26.05.2024  -  17:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 1247
Maður leiksins: Viktor Karl Einarsson, Breiðablik
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('86)
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva
16. Viktor Bjarki Daðason ('80)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson ('80)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson ('80)
11. Magnús Þórðarson ('86)
15. Breki Baldursson
25. Freyr Sigurðsson ('80)
32. Aron Snær Ingason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('28)
Adam Örn Arnarson ('73)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Ekki 4-1 leikur
Hvað réði úrslitum?
Eftir afar jafnan fyrri hálfleik var nokkuð ljóst að við værum að fara að fá svipaðan seinni hálfleik. Framarar fengu fullt af góðum stöðum en fóru illa með þær. Í eitt skiptið töpuðu þeir boltanum á mjög klaufalegum stað sem Blikarnir nýttu sér og skoruðu úr skyndisókn. Það er kannski það sem skóp þennan sigur hjá Blikum. Gæðin á þriðja vallarhelmingnum. En síðan fá þeir auðvitað gefins mark alveg í restina sem hjálpaði þeim vissulega og þá bættu þeir við. Samt sem áður alls ekki 4-1 leikur.
Bestu leikmenn
1. Viktor Karl Einarsson, Breiðablik
Viktor Karl. Hiklaust. Skorar tvö og leggur upp. Heilt yfir mjög góður leikur hjá miðjumanninum í dag.
2. Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik
Klárlega geggjaður í dag. Fannst hann gera mjög vel á miðsvæðinu og leysti erfiðar stöður á vellinum. Fyrirliðinn geggjaður í dag.
Atvikið
Tvö atvik. Það fyrra var í upphafi síðari hálfleiks þegar Blikar vildu víti. Það er traðkað ofan á Kidda Jóns sem fer niður en ekkert dæmt. Hafliði Breiðfjörð náði mjög góðum myndum af því. Fannst þetta fyrst ekki vera víti en eftir að hafa séð myndirnar breyttist sú skoðun. Hitt atvikið er þriðja mark Blika þegar Viktor Karl kemur með ömurlegt skot beint á Ólaf í markinu sem missir hann inn.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru núna búnir að minnka muninn í Víkinga í þrjú stig og fara í annað sætið. Framarar missa Blika 6 stigum frá sér og sitja í 6. sætinu.
Vondur dagur
Verð að velja Ólaf Íshólm í markinu. Hann var búinn að eiga fáranlega góðan leik fannst mér áður en hann gerir sig sekan um hræðileg mistök sem gera nánast út um leikinn. Slakt skot frá Viktori Karli beint á hann sem hann missir klaufalega í netið.
Dómarinn - 8
Bara mjög vel dæmdur leikur heilt yfir hjá Ella og teyminu. Mögulega klikkaði hann á vítinu en annars bara fáranlega vel dæmdur leikur. Eins og flestir þeir leikir sem Elli hefur dæmt í Bestu í sumar.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('55)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('86)
9. Patrik Johannesen ('67)
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson ('86)
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('55)
10. Kristinn Steindórsson ('67)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('67)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('86)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('93)

Rauð spjöld: