Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
Í BEINNI
Undankeppni EM U17
Ísland U17
LL 2
2
Spánn U17
Njarðvík
5
1
Þór
Dominik Radic '4 1-0
Kaj Leo Í Bartalstovu '21 2-0
2-1 Birkir Heimisson '62
Oumar Diouck '77 3-1
Freysteinn Ingi Guðnason '90 4-1
Oumar Diouck '93 5-1
5-1 Rafael Victor '96 , misnotað víti
31.05.2024  -  18:00
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blautt og smá blástur
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Oumar Diouck
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias ('89)
8. Kenneth Hogg ('81)
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('81)
13. Dominik Radic
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson ('59)
19. Tómas Bjarki Jónsson

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
4. Slavi Miroslavov Kosov
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('81)
14. Amin Cosic ('81)
16. Svavar Örn Þórðarson
20. Erlendur Guðnason ('89)
24. Hreggviður Hermannsson ('59)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Oumar Diouck ('38)
Joao Ananias ('51)
Kaj Leo Í Bartalstovu ('56)
Ibra Camara ('63)
Arnar Helgi Magnússon ('83)
Amin Cosic ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvíkingar fara með stórsigur hér gegn Þór!

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld!
96. mín Misnotað víti!
Rafael Victor (Þór )
FRAMHJÁ!!
95. mín
Víti! Þór fær vítaspyrnu!

Erlendur Guðnason brotlegur í baráttunni gegn Rafael Victor.
93. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Ibra Camara með frábæra pressu og boltinn dettur fyrir Oumar Diouck sem skorar fimmta markið hjá heimamönnum!

JAHÉRNAHÉR!!
90. mín MARK!
Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík)
Stoðsending: Oumar Diouck
NJARÐVÍKINGAR AÐ KLÁRA ÞETTA!! Oumar Diouck sér Freystein leggja af stað í hlaupið frá miðlínu og á frábæra stungusendingu innfyrir í hlaupið og Freysteinn leggur hann framhjá Aron Birki!
89. mín
Inn:Erlendur Guðnason (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)
87. mín
DAUÐAFÆRI!! Amin Cosic hleypur á vörn Þórsarar og á skot em Aron Birkir ver fyrir fæturnar á Freysteini Inga en nær ekki að koma boltanum á markið og hann fer framhjá!

Þetta hefði getað klárað leikinn fyrir heimamenn.
85. mín Gult spjald: Amin Cosic (Njarðvík)
83. mín
Birkir Heimisson tekur aukaspyrnu sem fer af veggnum og fellur fyrir Hermann Helga en skotið framhjá!
83. mín Gult spjald: Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
81. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Þór ) Út:Ýmir Már Geirsson (Þór )
81. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
81. mín
Inn:Elmar Þór Jónsson (Þór ) Út:Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
81. mín
Inn:Amin Cosic (Njarðvík) Út:Kenneth Hogg (Njarðvík)
81. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
80. mín
Þórsarar að reyna komast í gegnum þéttan múr Njarðvíkinga en Aron Snær kemur vel út á móti.
77. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Stoðsending: Kenneth Hogg
NJARÐVÍKINGAR SKORA!! Frábær sókn hjá Njarðvíkingum sem komast á bakvið vörn Þórsara og Kenneth Hogg og Oumar Diouck eru tveir á Aron Birki.
Kenneth Hogg rennir boltanum til hliðar á Oumar Diouck sem setur hann í netið!
76. mín Gult spjald: Aron Ingi Magnússon (Þór )
Tekur Oumar Diouck niður og kemur sér í svörtu bókina.
75. mín
Joao Ananias með flotta takta og með stórhættulega fyrirgöf inn á teig Þórsara sem Aron Birkir heldur.

Þórsarar keyra hratt upp og Aron Snær keyrir niður Ingimar Arnar sýndist mér en flaggið fór á loft og bjargar honum þar.
72. mín
Inn:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór ) Út:Kristófer Kristjánsson (Þór )
66. mín
Oumar Diouck með frábæran sprett og fíflar Kristófer upp úr skónnum áður en hann nær fínu skoti sem Aron Birkir ver virkilega vel.
Dominik Radic reynir við frákastið en boltinn fer yfir markið.
65. mín
Þórsarar að hóta jöfnunarmarki!

Ingimar Arnar með skot sem Sigurjón Már nær að henda sér fyrir.
63. mín Gult spjald: Ibra Camara (Njarðvík)
Sækir sér óþarfa spjald. Sparkar boltanum burt eftir að Twana hafði flautað aukaspyrnu fyrir Þór.
62. mín MARK!
Birkir Heimisson (Þór )
Þórsarar minnka muninn! Slæm mistök hjá Kenneth Hogg og Þórsarar komast í yfirtölu og boltiinn best svo á Birki Heimisson sem leggur hann framhjá Aroni Snær í marki Njarðvíkinga.
61. mín
Njarðvíkingar aðeins að ná að lyfta liðinu ofar á völlinn eftir að hafa verið þrýst heldur neðarlega af Þórsurum.
59. mín
Inn:Hreggviður Hermannsson (Njarðvík) Út:Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
56. mín Gult spjald: Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
Kaj Leo fær að fara í svörtu bókina.
56. mín
Þórsarar mætt grimmir til leiks í síðari hálfleik.
54. mín
Ingimar Arnar með flottan bolta fyrir markið og Þórsarar ná skoti að marki en Sigurjón Már nær að vera fyrir.
53. mín
Þórsarar að skapa sér flott færi en Rafael Victor dæmdur brotlegur.
51. mín Gult spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
Joao fær gult .. Furðuleg atburðarrás þar sem Twana ráðfærði sig við dómarann á hinum enda vallarins frá þessu og lyfti svo upp spjaldinu.
50. mín
Leikurinn er stopp á meðan Aron Ingi Magnússon liggur eftir og þarfnast aðhlyningar.

Þórsarar ekki sáttir og vilja sjá einhver spjöld fara á loft.
47. mín
Þórsarar í frábæru færi og sýndist það vera Egill Orri sem nær skoti að marki sem fer í Rafael Victor og aftur fyrir!

Er ekki viss um að staðan hefði haldist eins ef þetta hefði ratað á markið.
46. mín
Dominik Radic sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Njarðvíkingar leiða með tveimur mörkum í hálfleik og hafa litið vel út.

Veðrið er aðeins að stríða okkur hérna og ekki fallegur fótbolti oft.

Tökum okkur stutta pásu
45. mín
+1

Njarðvíkingar að komast í flotta stöðu en Dominik Radic fær dæmt á sig hendi.
42. mín Gult spjald: Kristófer Kristjánsson (Þór )
41. mín
Færi! Rafael Victor fær boltann rétt fyrir utan sex metra línuna á vítateignum og á skot sem Aron Snær ver vel!

Stuttu seinna lenda Njarðvíkingar aftur í vandræðum í öftustu línu en Rafael Victor nær ekki að refsa sínum gömlu félögum.
38. mín Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
Brýtur á Kristófer Kristjánssyni og fær gult fyrir það.
34. mín Gult spjald: Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þór )
Hefur sagt eitthvað á bekknum.
33. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Þór )
Brýtur á Joao Ananias og uppsker gult fyrir.
31. mín
Kaj Leo með fyrirgjöfina og Þórsarar skalla í horn.
28. mín
Þórsarar dæmdir brotlegir í teignum og Twana flautar um leið og hornspyrnan var tekinn. Njarðvíkingar fá aukaspyrnuna.
28. mín
Þórsarar fá hornspyrnu.
27. mín
Kristófer Kristjánsson kemst upp að endamörkum en fyrirgjöfin beint í hendurnar á Aroni Snær.
25. mín
Njarðvíkingar taka aukaspyrnu úti á velli virkaði mjög hættulítil en Aron Birkir missir hann aftur fyrir.

Njarðvíkingar hinsvegar ná ekki að nýta sér hornið að einu viti.
21. mín MARK!
Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
Stoðsending: Dominik Radic
NJARÐVÍKINGAR TVÖFALDA! Njarðvíkingar sækja hratt og Dominik Radic finnur Kaj Leo hægra meginn við sig sem nær að leggja boltann á vinstri fótinn og á frábært skot sem endar í netinu!
20. mín
Njarðvíkingar í lofandi sókn en flaggið á loft Kaj Leo til mikillar gleði sem lætur aðstoðardómarann heyra það.
17. mín
Njarðvíkingar skora en flaggið á loft.
15. mín
Oumar Diouck sér Aron Birki standa langt úr markinu og er með heiðarlega tilraun frá miðlínu en vindurinn skemmir fyrir.
12. mín
Færi! Kenneth Hogg með flottan bolta fyrir markið sem Oumar Diouck tekur viðstöðulaust á fjær og rétt framhjá!

Njarðvíkingar fá horn sem dettur niður á sex metrunum en Aron Birkir nær að kasta sér á boltann.
8. mín
Völlurinn blautur og óútreiknalegur. Verður áhugavert að sjá hvernig leikurinn mun þróast.
4. mín MARK!
Dominik Radic (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR TAKA FORYSTU! HRIKALEG MISTÖK HJÁ ÞÓRSURUM!

Aron Birkir sultuslakur með boltann aftast og Dominik Radic kemur á blindu hliðina og nær að komast fyrir spyrnuna frá Aron Birki og boltinn fer í netið hjá Þór!
3. mín
Þórsarar pressa Njarðvíkinga vel.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Kristinn Pálsson varð Íslandsmeistari á miðvikudagskvöld þegar lið hans, Valur, lagði Grindavík í oddaleik í körfuboltanum. Njarðvíkingurinn Kristinn er spámaður umferðarinnar.

Njarðvík 1 - 0 Þór Ak
Aron lokar markinu og Gunnar Heiðars army setja eitt i skyndisokn þar sem Oumar Diouck skorar og Njarðvik heldur leið sinni afram upp í Bestu deildina. Rabbi Vilbergs heldur áfram að gera góða hluti í Njarðvíkunum. Shout out á Aron markmann búinn að vera frábær.

Mynd: Bára Dröfn/Karfan



Fyrir leik
Dómarateymið Twana Khalid Ahmed mundar flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Hreinn Magnússon og Ronnarong Wongmahadthai.
Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Eftir fjórar umferðir sitja Njarðvíkingar á toppi deildarinnar ásamt Fjölni með 10 stig. Njarðvíkingar hafa sigrað þrjá og gert eitt jafntefli.

Njarðvíkingar sigruðu fyrstu þrjá leiki sína gegn Leikni R, Dalvík/Reyni og Þrótti R áður en ÍBV náði í jafntefli gegn þeim í síðustu umferð.

Oumar Diouck er markahæstur í liði Njarðvíkinga með þrjú mörk. Njarðvík hefur skorað sex mörk og aðeins fengið á sig eitt.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Þór Eftir fjórar umferðir sitja Þórsarar í 4.sæti deildarinnar taplausir með einn sigur og þrjú jafntefli.

Þórsarar hafa byrjað á hörku prógrammi og mætt Þrótti R, Aftureldingu, ÍBV og Keflavík.

Sigfús Fannar Gunnarsson og Rafael Victor hafa skorað tvö mörk hvor og eru markahæstir í liði Þórs eftir fjórar umferðir. Þór hafa skorað sjö mörk og fengið á sig fimm þar sem af er móti.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Rafholtsvellinum þar sem topplið Njarðvíkur fær Þór Akureyri í heimsókn.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason
7. Rafael Victor
10. Aron Ingi Magnússon
15. Kristófer Kristjánsson ('72)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
22. Egill Orri Arnarsson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('81)
24. Ýmir Már Geirsson ('81)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('81)

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson ('81)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('81)
8. Jón Jökull Hjaltason
9. Alexander Már Þorláksson ('81)
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('72)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson
Konráð Grétar Ómarsson

Gul spjöld:
Árni Elvar Árnason ('33)
Sigurður Heiðar Höskuldsson ('34)
Kristófer Kristjánsson ('42)
Aron Ingi Magnússon ('76)

Rauð spjöld: