PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Grindavík
2
2
Keflavík
0-1 Stefán Jón Friðriksson '18
Kwame Quee '34 1-1
Ingólfur Hávarðarson '45 , sjálfsmark 1-2
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '86 2-2
31.05.2024  -  19:15
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Stefán Jón Friðriksson
Byrjunarlið:
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('87)
5. Eric Vales Ramos
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson
23. Matevz Turkus
24. Ingólfur Hávarðarson
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('87)
77. Kwame Quee

Varamenn:
2. Hrannar Ingi Magnússon
11. Símon Logi Thasaphong
17. Hassan Jalloh ('87)
21. Marinó Axel Helgason
38. Andri Karl Júlíusson Hammer
44. Helgi Hafsteinn Jóhannsson ('87)
80. Eysteinn Rúnarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Kristófer Leví Sigtryggsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Matevz Turkus ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Kristinn Pálsson reyndist sannspár um úrslit hér.

Niðurstaðan 2-2 jafntefli.

Við þökkum fyrir okkur í kvöld.
93. mín

Dagur Ingi reynir skot frá vinstra vítateigshorni. Ætlar að snúa hann í fjærhornið en setur hann hálfa leið upp í Hvassaleyti.
92. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu.

Er dramatík í vændum?
89. mín
Turkus í hörkufæri
Fær boltann einn og yfirgefinn hægra megin í teignum og reynir skotið. Boltinn beint á Ásgeir sem slær boltann frá aftur fyrir fætur Turkus sem reynir fyrirgjöf en aftur beint á Ásgeir.
87. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Tekur boltann með sér eftir að hafa tæklað hann út af. Helgi hefur ekki húmor fyrir því
87. mín
Inn:Helgi Hafsteinn Jóhannsson (Grindavík) Út:Ion Perelló (Grindavík)
87. mín
Inn:Hassan Jalloh (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
86. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Heimamenn jafna!
Gunnlaugur Fannar skallar fyrirgjöf frá hægri afturfyrir sig í átt að eigin marki. Ásgeir reynir að ná til boltans en slær hann beint fyrir fætur Hammersins sem að skilar honum af öryggi í netið.
85. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Gunnlaugur Fannar vill endilega eiga treyjuna hans Turkus og reynir að klæða hann úr henni á miðjum vellinum

Uppsker fyrir það gult spjald.
84. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
83. mín
Varamaðurinn Kári í færi
Skyndisókn Keflavíkur upp hægri vænginn. Kári fær boltann í teignum frá Degi en Eric Vales nær að henda sér fyrir skot hans
80. mín
Hvernig klúðrarði hann?
Mamadou í algjöru dauðafæri eftir virkilega góða sókn en setur boltann framhjá markinu einn gegn Ingólfi
79. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
76. mín
Mamadou reynir skot úr teignum fyrir Keflavík en varnarmenn komast fyrir. Keflvíkingar dæmdir brotlegir í kjölfarið.
75. mín
Verið rólegt yfir þessu síðustu mínútur. Heimamenn að reyna bæta í sóknarleikinn en hefur orðið lítt ágengt í þeim efnum til þessa. Vörn Keflavíkur þétt og Ásgeir öruggur þar fyrir aftan.
68. mín
Kraftabarátta á milli Gunnlaugs Fannars og Turkus við teig Grindavíkur.

Turkus fer í grasið og fær dæmda aukaspyrnu við litla hrifningu Gunnlaugs.
66. mín
Dagur Hammer í hörkufæri
Kemst einn gegn Ásgeiri og ætlar að leika á hann með því að lyfta boltanum yfir hann. Ásgeir sér við honum og nær fingri á bolta og færið rennur út í sandinn.

Líklegara til árangurs eflaust fyrir Dag að skjóta á markið.
64. mín
Gestirnir líklegri.
Grindvíkingar átt sín augnablik en gengur illa að skapa sér færi.
62. mín
Keflvíkingar hársbreidd frá dauðafæri
Vinna boltann við teig Grindavíkur, boltinn berst fyrir fætur Dags Inga sem mundar skotfótinn en varnarmenn pota boltanum frá á síðustu stundu.
57. mín
Hammer með skot
Úr mjög þröngu færi en fær horn. Ágeir Orri lokar vel en hornspyrna niðurstaðan.
54. mín
Ion Perlló
Í afbragðsfæri á markteig eftir fína sókn Grindavíkur en skóflar boltanum yfir markið.

Þarf að gera mun betur í svona stöðu.
52. mín Gult spjald: Matevz Turkus (Grindavík)
Í baráttu við Stefán Jón um boltann. Fer of hátt með hendurnar og fer í andlitið á honum.
48. mín
Frans Elvarsson með ágætis skot. Nær fínum krafti í skotið sem Ingólfur missir frá sér en handsamar svo að lokum í annari tilraun.
46. mín
Valur Þór í fínu færi
Þröngt en gott færi í teignum eftir skyndisókn. Setur boltann yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað á ný.

Ekki sjáanlegar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur

Gestirnir verið heilt yfir sprækari hér í fyrri hálfleik og átt fleiri skot að marki. Grindvíkingar átt sín upphlaup en lítið ógnað marki Keflavíkur fyrir utan markið.
45. mín SJÁLFSMARK!
Ingólfur Hávarðarson (Grindavík)
Gestirnir leiða á ný
Ari Steinn spyrnir boltanum úr hornspynuinn á miðann markteiginn þar sem Dennis og Ingólfur eiga í baráttu við Mamadou. ´Ég fæ ekki betur séð an að boltinn fari af hnefa Ingólfs í netið.

Alltaf slæmt að fá á sig mark en á lokasekúndum hálfleiks er alveg hrikalegt.
44. mín
Heimamenn í veseni
Títtnefndur Kwame tekur boltann niður í eigin vítateig og leikur til baka á samherja. Mamadou kemst á milli í markteignum en nær ekki að gera sér mat úr því.

K
43. mín
Kwame gripinn í landhelgi
Kwame lítið verið að fylgjast með línunni í kvöld til þessa. Verið flaggaður rangstæður í þrígang í þessum fyrri hálfleik.
38. mín
Ágæt sóknarlota Keflavíkur endar með skoti frá Stefáni úr D-boganum. Í litlu jafnvægi en skotið þó þokkalegt. Framhjá markinu fer boltinn þó.
34. mín MARK!
Kwame Quee (Grindavík)
Stoðsending: Matevz Turkus
Grindvíkingar jafna
Turkus með boltann fyrir markið frá hægri. Gunnlaugur Fannar teygir sig í boltann og ætlar að spyrna frá en nær ekki til hans. Virðist fipa Ásgeir í markinu sem missir sömuleiðis af boltanum sem berst á Kwame á fjærstönginn sem ýtir honum yfir línuna af stuttu færi.
30. mín
Gestirnir kalla eftir vítaspyrnu Ásgeir Páll fer niður í teignum eftir ágætt spila Keflavíkur.

Turkus bara sterkari og lítið í þessu.
24. mín
Skotin koma frá Keflavík
Ari Steinn í þetta sinn en beint á Ingólf í markinu.

Eru fljótir að láta vaða fyrir utan teig og spurning hvort skipunin sé að láta reyna á hinn 19 ára Ingólf.
23. mín
Dagur Ingi og Dagur Ingi
Tveir Dagur Ingi á vellinum og spila fyrir sitthvort lið. Til að fyrirbyggja misskilning mun Dagur Ingi Grindavíkur megin verða nefndur Dagur Hammer héðan af í lýsingunni.
22. mín
Dagur Ingi í færi
Fær boltann inn á teig Grindavíkur og nær að snúa í átt að marki.

Nær ekki nægilegum krafti í skotið sem fer nokkuð beint á Ingólf sem á ekki í teljandi vandræðum.
20. mín
Grindavík í færi Josip Krznaric skallar yfir markið úr ágætis færi eftir góða fyrirgjöf Kwame frá hægri.
18. mín MARK!
Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
Stoðsending: Valur Þór Hákonarson
Virkilega falleg sókn Keflavíkur
Axel Ingi ber boltann upp hægri vænginn að vítateig Grindvíkinga. Þar finnur hann Dag Inga sem leggur boltann á Val sem rennir boltanum út fyrir teiginn í hlaupaleið Stefáns sem skorar með góðu skoti af vítateigslínu.
15. mín
Grindvíkingar fá sína fyrstu hornspyrnu.

Og aðra til strax í kjölfarið.
13. mín
Dagur Hammer niður í teig Keflavíkur
Á í baráttu við Nacho um boltann og endar í grasinu. Vonast eftir víti en fær ekki neitt. Spot on hjá Helga Mikael.
12. mín
Ingólfur með vörslu
Ásgeir Páll lætur vaða á markið af talsverður færi fyrir Keflavík. Skotið gott og þvingar Ingólf í að slá boltann frá marki sínu.

Grindvíkingar hreinsa á endanum.
9. mín
Valur Þór reynir skotið fyrir Keflavík en boltinn talsvert yfir markið.

Gestirnir verið líflegri hér í upphafi.
8. mín
Hætta við mark Grindavíkur Ari Steinn með skotið fyrir utan teig sem hrekkur af varnarmanni og svífur rétt fram hjá stönginni.
5. mín
Skarð fyrir skildi hjá Keflavík Þeirra lykilmaður Sami Kamel ekki á vellinum í kvöld og munar um minna fyrir Keflavík
4. mín
Meiðslavandræði í Grindavík Talsvert er um meiðsli í herbúðum Grindavíkur og telst mér til að einir 7-8 leikmenn séu frá vegna meiðsla eða rétt nýstignir upp úr meiðslum.
2. mín
Fyrsta skot leiksins
Nacho Heras vinnur boltann á miðjum vellinum og Keflavík sækir hratt. Boltinn á Mamdou við teig Grindavíkur sem leikur inn völlinn frá vinstri og á skotið en framhjá fer boltinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Safamýri. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Beint á Youtube
Fyrir leik
Spámaðurinn Kristinn Pálsson varð Íslandsmeistari á miðvikudagskvöld þegar lið hans, Valur, lagði Grindavík í oddaleik í körfuboltanum. Njarðvíkingurinn Kristinn er spámaður umferðarinnar.

Njarðvíkingurinn var ekkert að eyða of mörgum orðum í þennan slag og spáir jafntefli.

Grindavik 2 - 2 Keflavik
Kamelinn skorar bæði fyrir Keflavík.

Mynd: Bára Dröfn/Karfan

Fyrir leik
Dómari
Helgi Mikael Jónasson dæmir leik kvöldins. Honum til aðstoðar eru þeir Guðni Freyr Ingvason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Jón Sigurjónsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Grindavík
Talandi um áætlanir og toppbarátttu. Miklu var kostað til í Grindavík fyrir tímabilið og margir nýir og frambærilegir leikmenn sóttir til að styrkja liðið. Stigasöfnun hefur þó gengið treglega til þessa og uppskeran aðeins þrjú stig úr fyrstu fjórum leikjunum. Liðið hefur þó ekki tapað frá því í fyrstu umferð en á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur en í síðustu umferð gerði liðið 1-1 jafntefli gegn liði Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Keflavík
Gestirnir úr Keflavík hafa verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum eftir töp í fyrstu tveimur umferðum mótsins. Heimasigur á Aftureldingu og jafntefli við Þór á Akureyri eru úrslit síðustu leikja. Betur má þó ef duga skal fyrir lið Keflavíkur sem flestir reiknuðu með í toppbaráttu deildarinnar þetta sumarið. Fjögur stig eftir fjóra leiki og áttunda sæti var í það minnsta ekki í áætlunum Keflvíkinga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Suðurnesjaslagur í hjarta Reykjavíkur
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Suðurnesjaslag Grindavíkur og Keflavíkur sem fram fer á Stakkavíkurvelli í Safamýri.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson ('84)
7. Mamadou Diaw
8. Ari Steinn Guðmundsson ('79)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Valur Þór Hákonarson
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson
17. Óliver Andri Einarsson
19. Edon Osmani ('84)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('79)
50. Oleksii Kovtun

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('85)
Nacho Heras ('87)

Rauð spjöld: