Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Víkingur R.
5
2
Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson '1
Aron Elís Þrándarson '14 1-1
Erlingur Agnarsson '18 2-1
2-2 Orri Sveinn Segatta '52
Helgi Guðjónsson '58 3-2
Ari Sigurpálsson '65 4-2
Karl Friðleifur Gunnarsson '79 5-2
02.06.2024  -  17:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 635
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson, Víkingur
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('46)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('46)
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson ('78)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('46)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('67)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed ('46)
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric ('67)
24. Davíð Örn Atlason ('46)
27. Matthías Vilhjálmsson ('78)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('29)
Pálmi Rafn Arinbjörnsson ('41)
Valdimar Þór Ingimundarson ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið, 5 - 2 sigur Víkinga. Skýrsla og viðtöl koma síðar í kvöld.
91. mín
Helgi í góðu færi en Ólafur Kristófer ver frá honum.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Halldór Jón Sigurður með skot rétt yfir markið.
90. mín
Það eru 635 áhorfendur.
88. mín
Þetta er hálfleliðinlegt svona í lokin eftir að Víkingar hættu að sækja. Hanga bara á boltanum.
85. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
Þetta var fyndið. Helgi Mikael skiltadómari gaf til kynna að Orri Segatta ætti að fara útaf og hann fór útaf við endalínu. Þá stoppaði þjálfarateymi Fylkiis hann af, það var vitlaus Orri. Orri Hrafn átti að fara af velli.
85. mín
Víkingar hanga bara á eigin vallarhelmingi og gefa stöðugt sín á milli. Lítið í gangi í þessum leik.
79. mín MARK!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Karl Friðleifur kórónar frábæra frammistöðu í þessum leik með geggjuðu marki. Lék í átt að vítateigshorninu og lét vaða upp í skeytin fjær. Frábært mark.
78. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
76. mín
Erlingur Agnarsson kominn einn á móti Ólafi Helgasyni sem lokaði á hann og varði utarlega í teignum.
75. mín
Guðmundur Tyrfingsson hirti boltann af Aron Elís fyrir utan teig og lét vaða á markið. Pálmi Rafn vandanum vaxinn og varði.
68. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Þreföld hjá Fylkismönnum.
68. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Þreföld hjá Fylkismönnum.
68. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Þreföld hjá Fylkismönnum.
68. mín
Ragnar Bragi liggur meiddur á vellinum og þarf aðhlynningu.
67. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
65. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur með góða sendingu in í teiginn á fjær þar sem Ari skallaði af stuttu færi í markið. Staðan orðin 4 - 2. Mér hefur ekkert fundist Fylkismenn vera að gefa neitt eftir svo eflaust erum við samt enn með leik hérna. Sjáum hvað gerist.
60. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Fyrir brot á vallarhelmingi Fylkis.
58. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Ari fór upp að endamörkum og sendi þvert fyrir markið þar sem Helgi var og skaut að marki, Ólafur Kristófer var næstum búinn að ná að koma í veg fyrir þetta en týndi boltanum sem fór í markið. 3-2.
52. mín MARK!
Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
Fylkismenn jafna Fylkir nær að jafna metin í 2 - 2. Arnór Breki tók góða hornspyrnu beint á kollinn á Orra Segatta sem skallaði í hornið á fjær.
50. mín
Mætingin Þsð er ekkert sérstök mætingin í Víkina á annars skemmtilegan fótboltaleik. Hefur mikið að segja eflaust að veðrið er leiðinlegt, kalt og mikill vindur beint upp í stúku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

48. mín
Halldór Jón í dauðafæri en Pálmi Rafn verði frábærlega.
47. mín
Pablo með góða laumusendingu á Erling sem var í góðum séns en skaut yfir.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
46. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Helgi mættur líka, þreföld skipting í hálfleik.
46. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Tvöföld skipting í hálfleik hjá Víkingum.
46. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Tvöföld skipting í hálfleik hjá Víkingum.
45. mín
Hálfleikur
+3 Jæja kominn hálfleikur. Tökum smá pásu og komum svo aftur.
45. mín
+3 Held menn bíði bara eftir flautinu til að komast inn úr rokinu. Ekki er verið að sækja allavega.
45. mín
+1 Komin mínúta framyfir venjulegan leiktíma. Stutt eftir af fyrri hálfleik.
45. mín
Tökumaður Stöðvar 2 missti símann sinn sem kom fljúgandi niður á milli varamannabekkjanna. Giska á að hann hafi verið að testa hvað þetta airplane mode væri og það hafi ekki virkað eins og hann héldi.
43. mín
Arnór Breki tók aukaspyrnu á hættulegum stað, beint í smettið á Nikolaj Hansen sem lá óvígur eftir. Hann var fljótur að hrissta það af sér og þurfti ekki einu sinni aðhlynningu.
41. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Arinbjörnsson (Víkingur R.)
Pálmi Rafn hikandi við að taka aukaspyrnu þegar boltinn var að fjúka frá. Þórður Þorsteinn dómari ekki alveg að lesa leikinn og ákvað að spjalda Pálma Rafn fyrir að tefja. Spes.
38. mín
Halldór Jón með flottan sprett að marki Víkinga, lék sér að varnarmönnum og sendi á Benedikt Daríus í góðu færi en skaut yfir.
35. mín
Aron Snær er staðinn upp. Hann ætlar að halda leik áfram.
33. mín
Víkingar í efnilegri sókn þegar Þórður þorsteinn stoppar leikinn. Aron Snær Guðbjörnsson liggur á vellinum og þarf að fá aðhlynningu.
29. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Fyrir brot.
29. mín

25. mín
Falla dómar of oft með Víkingum í sumar - sumum finnst það Um hendina á Aroni Elís þegar hann lagði boltann fyrir sig með hendi fyrir jöfnunarmarkið.


20. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stutt gaman hjá Nikulas Val í dag. Skokkar af velli, veit ekki hvað var að hrjá hann.
18. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Ari Sigurpálsson sendir fyrir markið frá vinstri, Orri Sveinn er í boltanum, stoppar hann en er í raun bara að tía hann upp fyrir Erling sem skorar af stuttu færi. Víkingar komnir í 2 - 1.
14. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Hendi? Jæja það er orðið jafnt. Karl Friðleifur tók aukaspyrnuna og lyfti inn í teigin þar sem Aron Elís gerði vel og þrumaði á markið. Svo virtist sem Aron Elís hafi lagt boltann fyrir sig með vinstri hendinni. Staðan orðin 1 - 1. Rúnar Páll þjálfari Fylkis kvartar við Helga Mikael skiltadómara. Það hefur lítið upp á sig.
13. mín
Matthias Præst beðinn að róa sig aðeins eftir að hafa tæklað Karl Friðleif. Víkingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingnum.
10. mín
Ekkert stórt að gerast. Fylkismenn kvörtuðu yfir að Þórður Þorsteinn flautaði ekki eftir þeirra hugmyndum um dómgæslu. Hann skammaði þá og rak í burtu.
5. mín
Víkingar hafa sótt aðeins að Fylkismönnum strax eftir markið, Ari Sigurpálsson átti færi sem var bjargað í horn og í kjölfarið af því var Nikolaj Hansen í færi en gerðst brotlegur.
1. mín MARK!
Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
Það er aldeilis! Víkingar fóru í fyrstu sóknina en Fylksmenn brutu hana á bak aftur, Þórður Gunnar brunaði upp hægri kantinn að endamörkum og sendi fyrir, þar var Benedikt Daríus klár og skoraði af stuttu færi. Óvænt byrjun!
1. mín
Leikur hafinn
Fylkismenn byrja með boltann og sækja í átt að Kópavoginum. Vindurinn er bara að aukast, vonandi mun hann ekki taka yfir þenna leik. Þórður Þorsteinn dómari er rólegur í tíðinni, leikurinn hófst 17:03.
Fyrir leik
Styttist í þetta Liðin ganga nú inn á völl og tilbúin í að leikurinn fari fljótlega að hefjast. Víkingar að venju í alsvörtum búinngum með mjóum rauðum röndum. Gestirnir í FYlki í appelsínugulum treyjum og sokkum og svörtum buxum.
Fyrir leik
Slkagamenn skeggræða Skagamennirnir Þórður Þorsteinn dómari og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings ræða málin fyrir leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ekroth veikur Ég var að fá uppfærslu frá Víkingum. Oliver Ekroth átti að byrja hjá Víkingum í dag en vaknaði lasinn í morgun svo hann getur ekki tekið þátt að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin - Ekroth, Pablo, Djuriic og Davíð út hjá Víkingum Byrjunarliðin eru klár hér til hliðanna. Víkingur gerði 1 - 1 jafntefli í síðasta leik gegn Breiðabliki á fimmtudagskvöldið. Frá þeim leik gerir Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins fjórar breytingar.

Oliver Ekroth, Pablo Punyed, Danijel Dejan Djuric og Davíð Örn Atlason fara út og í þeirra stað koma Erlingur Agnarsson, Gísli Gottskálk Þórðarson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Valdimar Ingimundarson. Pálmi Rafn Arinbjörnsson er áfram í markinu vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Ekroth er ekki í leikmannahópnum en enn á eftir að fá skýringar á fjarveru hans, hinir þrír eru á bekknum.

Fylkir vann HK 3 - 1 á heimavelli í síðustu umferð síðastliðið mánudagskvöld. Frá þeim leik gerir Rúnar Páll Sigmundsson eina breytingu. Orrri Sveinn Segatta kemur inn fyrir Birki Eyþórsson sem tekur út leikbann.
Fyrir leik
Völlurinn skoðaður Dómarateymið er fyrst út á völl til að fá tilfinningu fyrir grasi, veðri og vindum. Það blæs hressilega framan á stúkuna í Víkinni, engin úrkoma og 7 stiga hiti. Það er kominn júní og veðurguðirnir stefna ekki á að verða okkur hliðhollir næstu dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þeir bestu gegn þeim slökustu Hér í dag mætast besta og slakasta lið deildarinnar þegar tekið er mið af stöðutöflunni eftir fyrstu 8-9 umferðirnar.

Heimamenn í Víkingi eru í toppsætinu með 22 stig eftir 9 umferðir. Hafa unnið sjö leiki, gert jafntefli viið Breiðablik í síðustu umferð og tapað gegn HK.

Gestirnir í Fylki hafa farið þveröfuga leið. Þeir hafa leikið einum leik minna, 8 leiki og eru með 4 stig. Þeir eru í botnsætinu, hafa tapað sex af þessum átta leikjum en gert jafntefli við Val og unnu HK í síðustu umferð.
Úr leik liðanna í janúar. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Íslandsmeistarinn Jóhannes Berg Andrason er spámaður umferðarinnar. Hann varð Íslandsmeistari í handbolta með FH eftir sigur á Aftureldingu.

Víkingur 5 - 0 Fylkir
Þetta verður öruggur 5-0 sigur Víkinga, mínir gömlu menn alltof góðir um þessar mundir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Birki Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson sér til aðstoðar á línunum. Helgi Mikael Jónasson er skiltadómari og KSÍ sendir gamla varaformanninn Gylfa Þór Orrason til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Þórður Þorsteinn dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Víkinni Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Víkinni.

Hér mætast Víkingur og Fylkir í Bestu-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 17:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('68)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('68)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('68)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('20)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('85)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson ('68)
22. Ómar Björn Stefánsson ('68)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson ('85)
70. Guðmundur Tyrfingsson ('68)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('20)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: