Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Víkingur R.
5
2
Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson '1
Aron Elís Þrándarson '14 1-1
Erlingur Agnarsson '18 2-1
2-2 Orri Sveinn Segatta '52
Helgi Guðjónsson '58 3-2
Ari Sigurpálsson '65 4-2
Karl Friðleifur Gunnarsson '79 5-2
02.06.2024  -  17:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 635
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson, Víkingur
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('46)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('46)
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson ('78)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('46)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('67)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed ('46)
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric ('67)
24. Davíð Örn Atlason ('46)
27. Matthías Vilhjálmsson ('78)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('29)
Pálmi Rafn Arinbjörnsson ('41)
Valdimar Þór Ingimundarson ('60)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Víkingar á vondum degi eru mun betri en Fylkir á góðum degi
Hvað réði úrslitum?
Víkingar áttu ekki sinn besta leik í dag, lentu undir eftir 50 sekúndur, jöfnuðu með marki sem átti ekki að standa og voru heppnir að Fylkir hafi ekki skorað fleiri mörk. Fylkisliðið leit vel út í dag, mikill kraftur í þeim og maður upplifði aldrei uppgjöf. Þegar allt kemur til alls eru Víkingar hinsvegar bara mikið betra lið þó þeir séu ekki á deginum sínum, en Fylkir á deginum sínum. Þeir geta hent inná fimm stórstjörnum sem varamönnum þegar það þarf að blása krafti í liðið.
Bestu leikmenn
1. Karl Friðleifur Gunnarsson, Víkingur
Ég var búinn að vera að velta fyrir mér að velja Karl Friðleif sem mann leiksins því hannn hafði verið virkilega góður, skilaði boltanum vel frá sér og lagði líka upp tvö mörk. Þegar hann skoraði svo markið sitt þegar tíu mínútur voru eftir var þetta aldrei spurning. Maður leiksins!
2. Ari Sigurpálsson, Víkingur
Alveg eins og Karl Friðleifur skilaði hann einu marki og tveimur stoðsendingum í dag. Kemur fast á hælana á honum.
Atvikið
Atvikið sem menn eru að tala um eftir leikinn gerðist eftir stundarfjórðung. Aron Elís Þrándarson fékk þá sendingu inn í teiginn frá Karli Friðleifi úr aukaspyrnu, fékk boltann í hendina og lét svo vaða á markið og skoraði, 1-1. Það er vonlaust að giska hvort og þá hvaða áhrif það hefði haft á úrslit leiksins ef markið hefði ekki fengið að standa, en líklega hefði það lítil áhrif haft, gæðamunurinn er slíkur á liðunum.
Hvað þýða úrslitin?
Það er að koma landsleikjapása í þessa deild, næst er spilað í henni eftir rúmlega tvær vikur þó þessi lið eigi innbyrðis bikarleik aðeins fyrr. Víkingar halda áfram í toppsætið sitt og eru með svo traust og gott lið að það skiptir ekkert stóru máli þó einn besti varnarmaður deildarinnar, Oliver Ekroth, og besti markvörður deildarinnar, Ingvar Jónsson séu frá keppni. Maður kemur í manns stað. Fylkisliðið fannst mér líta bara vel út og það kom mér helst á óvart að þeir hafi aldrei koðnað niður, alltaf vildu þeir reyna áfram. Þeir sitja fastast á botninum eftir fyrsta þriðjung mótsins.
Vondur dagur
Með kraftmikið og gott sóknarspil hjá Fylki í dag var svolítil vonbrigði að sjá hvað þeir gátu verið miklir kjánar oft á tíðum í vörninni og þá bara heilt yfir varnarmennirnir og Ólafur Kristófer í markinu sem var alveg úti á þekju í einu markinu. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari liðsins er góður varnarþjálfari og líklegt að hann muni nýta reynsluna sína til að fara vel yfir þetta í komandi æfingaviku.
Dómarinn - 5
Heilt yfir nokkuð góð stjórn á leiknum og ég hef gaman af svona dómara sem er tilbúinn að skamma menn og svara þeim. Það voru tvö atvik sem pirruðu mig í dómgæslunni í dag. Fyrst og fremst auðvitað að fjögurra manna dómarateymi sé á leiknum og enginn sjái augljósa hendi á Aron Elís í 1-1 markinu. Samt virðast þeir hafa vitað af því að þetta væri hendi því Þórður Þorsteinn dómari spurði Aron Elís sjálfan út í hvort hann hafi fengið hann í hendina og fékk jákvætt svar. Hitt atvikið er öllu saklausara, þegar Pálmi Rafn markvörður Víkinga fékk áminningu í fyrri hálfleik fyrir að tefja. Víkingar höfðu enga ástæðu til að reyna að tefja í stöðunni 2-1 í fyrri hálfleik. Þarna var ungur og óreyndur markvörður að reyna að glíma við boltann í miklu roki og gekk illa með það. Dómarinn verður líka að lesa leikinn og anda.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('68)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('68)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('68)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('20)
21. Aron Snær Guðbjörnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('85)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson ('68)
22. Ómar Björn Stefánsson ('68)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson ('85)
70. Guðmundur Tyrfingsson ('68)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('20)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: