Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fjölnir
4
2
Njarðvík
Kristófer Dagur Arnarsson '24 1-0
1-1 Kenneth Hogg '36
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson '40 2-1
Dagur Ingi Axelsson '43 3-1
Máni Austmann Hilmarsson '52 4-1
4-2 Kaj Leo Í Bartalstovu '90
06.06.2024  -  18:00
Egilshöll
Lengjudeild karla
Aðstæður: Alltaf sama tröll blessuð blíðan í Egilshöllinni
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Máni Austmann Hilmarsson
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson ('70)
4. Júlíus Mar Júlíusson
7. Dagur Ingi Axelsson ('70)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson ('46)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('88)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('80)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('70)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('80)
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('70)
16. Orri Þórhallsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('46)
27. Sölvi Sigmarsson ('88)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Baldvin Þór Berndsen ('60)
Júlíus Mar Júlíusson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjölnismenn sigra Njarðvíkinga hér í toppslagnum!

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinni í kvöld með kvöldkaffinu.
90. mín Gult spjald: Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
Brýtur á Mána Austmann.
90. mín
Njarðvíkingar búnir að ýta sínu liði vel upp.
90. mín
Veit ekkert hverju er bætt við en myndi gera ráð fyrir alveg allavega 5 mín plús.
90. mín MARK!
Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
Njarðvíkingar minnka muninn! Njarðvíkingar minnka muninn með fínasta marki en það er að öllum líkindum fullt seint að láta sjá sig fyrir gestina. Vel klárað samt.
88. mín
Inn:Sölvi Sigmarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
85. mín
Njarðvíkingar sækja en það verður að segjast að það sé ekki mikil trú í þessum hjá gestunum.
80. mín
Inn:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík) Út:Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
80. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir)
76. mín
Máni Austmann kassar boltann niður og á skot sem SIgurjón Már nær að komst fyrir.
75. mín
Gunnar Heiðar biður um meira frá sínu liði. Ekki alveg sama ákefð og við sáum fyrr í leiknum.
70. mín
Inn:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
70. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Reynir Haraldsson (Fjölnir)
70. mín
Inn:Hreggviður Hermannsson (Njarðvík) Út:Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
70. mín
Inn:Amin Cosic (Njarðvík) Út:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík)
69. mín
Tomas Bjarki stálheppinn að fá ekki rautt! Er að spjaldi og brýtur á Reynir Harlds sem liggur eftir.

Gunnar Heiðar fljótur að kalla á Hreggvið á bekknum til að skipta Tómasi Bjarka af velli.
67. mín
Tómas Bjarki með flottan bolta fyrir markið en Oumar Diouck nær ekki að stýra skallanum að marki!
65. mín Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
Oumar Diouck brotlegur og Júlíus Mar hreytir einhverju að Njarðvíkingum og Vilhjálmur Alvar lyftir upp spjaldi á Júlíus.


Klaufalegt spjald að fá.
62. mín
Joao Ananias bjargar á línu frá Degi Inga.
60. mín Gult spjald: Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
Fór útaf í aðhlyningu og fær spjald fyrir að hlaupa inná án leyfis býst ég við.
57. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu sem fer í gegnum allan pakkann og lekur framhjá fjærstönginni. Gunnar Heiðar ekki sáttur með sína menn þarna að hafa ekki verið á tánnum.
56. mín
Bjarni Þór reynir að koma boltanum fyrir markið en Njarðvíkingar ná að kasta sér fyrir og Fjölnir fær hornspyrnu.
52. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Fjölnir að ganga frá þessum leik snemma Misheppnuð sending hjá Njarðvík og Máni Austmann fær boltann svona 35 metrum frá marki. Aron Snær stendur langt út úr markinu og Fjölnismenn öskra "skjóttu" og þá lítur Máni Austmann upp og lyftir boltanum yfir Aron Snær og í opið markið!
50. mín
Oumar Diouck með aukaspyrnu vel yfir markið.
47. mín
Kenneth Hogg í frábæru færi en skotið af varnarmanni og aftur fyrir!
46. mín
Fjölnir sparka okkur af stað aftur.
46. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikur
Fjölnismenn leiða með tveimur mörkum í hálfleik!

Njarðvíkingar verið flottir í þessum leik en Fjölnismenn verið klínískari og þar skilur á milli.

Tökum okkur stutta pásu og snúum svo aftur með síðari hálfleikinn.
43. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Fjölnir tvöfalda! Frábær sprettur frá Axel Freyr sem hristir af sér varnarmenn Njarðvíkur og keyrir í átt að marki og svo frábæran bolta fyrir þar sem Dagur Ingi mætir á ferðinni.
Aron Snær var í þessum og virtist vera að bjarga þessu en aðstoðardómarinn flaggar og gefur merki um að boltinn hafi verið kominn allur inn!
40. mín MARK!
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
Fjölnir tekur forystuna á ný! Aukaspyrnan inn á teig Njarðvíkinga sem Fjölnir koma á fjærstöngina og aftur fyrir markið á Vilhjálm Yngva sem skorar!

Núna voru það Njarðvíkingar sem kölluðu eftir flagginu sem kom þó ekki.
39. mín Gult spjald: Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
36. mín MARK!
Kenneth Hogg (Njarðvík)
Stoðsending: Freysteinn Ingi Guðnason
Njarðvíkignar jafna! Njarðvíkingar koma boltanum til Freysteins Inga sem á skot sem endar sem frábær sending á Kenneth Hogg fyrir miðju marki við 6 metrana og hann jafnar leikinn!

Fjölnir vildu sjá flaggið fara á loft þar sem Kenneth Hogg var grunsamlega frjáls fyrir aftan vörnina en dómarinn bendir strax á Baldvin Þór sem merki um að hann spilaði hann réttstæðan.
34. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu sem Arnar Helgi flikkar á fjærstöng en Tómas Bjarki nær ekki að skalla að marki.
31. mín
Oumar Diouck með skot sem fór rétt framhjá. Vildi meina að boltinn hafi farið af Fjölni og bað um horn en Vilhjálmur Alvar ekki á sama máli.
29. mín
Varsla! Oumar Diouck fær boltann frá Kaj Leo og nær að snúna. Kemur skoti á markið sem Halldór Snær ver virkilega vel yfir markið.
28. mín
Fjölnir við það að komast aftur í frábæra stöðu en flaggið á loft.
24. mín MARK!
Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
Fjölnir kemst yfir! Fjölnismenn ná að læða Mána Austmann á bakvið vörnina upp að endalínu inni á teig en hann nær föstum bolta fyrir markið beint í hættusvæðið þar sem Kristófer Dagur er fyrstur á boltann.
23. mín
Björn Aron með tilraun hátt yfir markið.
21. mín
Fjölnismenn koma horninu frá og Njarðvíkingar lenda í smá brasi á miðjunni sem opnar stórt svæði fyrir Dag Inga til þess að keyra á Njarðvíkingana en Sigurjón Már hleypur hann uppi en Dagur Ingi nær þó skoti á markið sem Aron Snær slær burt og Njarðvíkingar ná að hreinsa.
20. mín
Njarðvíkingar sækja á Fjölnismenn og vinna horn.
15. mín
Njarðvíkingar í flottri stöðu en Kaj Leo á skot hátt yfir markið.
12. mín
Fínasta hornspyrna en Baldvin Þór skallar framhjá.
11. mín
Fjölnir fær hornspyrnu.
10. mín
Njarðvíkingar eru aðgangsharðari þessar fyrstu mínútur.
9. mín
Tomas Bjarki með hörku skot sem Halldór Snær ver!
7. mín
Færi! Hornið er tekið fast niðri með jörðinni og Oumar Diouck nær skoti að marki en Fjölnir nær að henda sér fyrir og það er smá kraðak inni á teig þar sem Njarðvíkingar eru í hörku færi en Vilhjálmur Alvar flautar svo og dæmir brot.
7. mín
Baldwin Þór og Oumar Diouck fá tiltal inni á teig áður en hornið er tekið.
6. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta horn leiksins.
5. mín
Kaj Leo með fínt hlaup af hægri og inn í átt að marki og nær skoti en það fór rétt yfir.
1. mín
Fjölnismenn að komast í hættulega stöðu en Máni Austmann setur boltann framhjá úr þröngu færi.
1. mín
Gestirnir frá Njarðvík eiga upphafssparkið.
Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Birkir Sigurðarson.
Ólafur Ingi Guðmundsson er eftirlitsdómari hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Jakob Gunnar Sigurðsson, markahæsti leikmaður 2. deildar, er spámaður umferðarinnar.

Fjölnir 3-0 Njarðvík
Njarðvíkingar haf byrjað mótið virkilega vel, hafa komið á óvart en þeir mæta inn í Egilshöll og tapa fyrsta leiknum sínum. Ef minn maður Jónatan Guðni spilar þá setur hann eitt.

Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Samkv. vef KSÍ hafa þessi lið mæst 18 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ.

Fjölnir hefur sjö sinnum (39%) haft betur.
Njarðvíkingar hafa 8 sinnum (44%) hrósað sigri.
Liðin hafa skilið jöfn þrisvar (17%) sinnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fjölnir Fjölnir hafa einnig farið vel af stað og sitja í 2.sæti deildarinnar með 11 stig.

Fjölnir heimsóttu eyjamenn í ÍBV í síðustu umferð og sóttu sterkt stig til eyja. Leikar þar enduðu 2-2.

Fjölnir hafa skorað 9 mörk á mótinu til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk. Aðeins Njarðvíkingar hafa fengið á sig færri mörk.

Máni Austmann Hilmarsson hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu og er markahæsti maður Fjölnis í Lengjudeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar tróna á toppi deildarinnar og hafa farið frábærlega af stað.

Í síðustu umferð fengu þeir Þór Akureyri í heimsókn á Rafholtsvöllinn og kjöldrógu þá 5-1.

Njarðvíkingar hafa skorað 11 mörk í deildinni til þessa en aðeins Keflavík hefur skorað meira eða 12 talsins. Njarðvíkingar hafa þá fengið á sig fæst mörk eða aðeins tvö mörk.

Oumar Diouck hefur verið flottur fyrir framan markið hjá Njarðvíkingum og er markahæstur í deildinni með 5 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Toppslagur í Lengjunni! Bæði þessi lið hafa farið frábærlega af stað og sita í 1. og 2.sæti deildarinnar.

Njarðvíkingar hafa komið virkilega á óvart í upphafi móts en það bjuggust ekki margir endilega við þeim við toppsætið á þessum tímapunkti.

Fjölnir hafa þrátt fyrir umfjöllun síðustu vikur náð að leiða það hjá sér og sótt góð úrslit.

Lengjudeildin:

1.Njarðvík - 13 stig
2.Fjölnir - 11 stig
3.Grótta - 9 stig
4.Keflavík - 8 stig (6 leikir)
5.ÍBV - 6 stig
6.Dalvík/Reynir - 6 stig
7.Þór AK - 6 stig
8.Afturelding - 5 stig
9.ÍR - 5 stig
10.Þróttur R. - 4 stig
11.Grindavík - 4 stig
12.Leiknir R. - 3 stig (6 leikir)
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu úr Egilshöll þar sem toppslagur Fjölnis og Njarðvíkur fer fram.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f)
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('70)
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson ('80)
19. Tómas Bjarki Jónsson ('70)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
4. Slavi Miroslavov Kosov
14. Amin Cosic ('70)
16. Svavar Örn Þórðarson ('80)
20. Erlendur Guðnason
21. Alexander Freyr Sigvaldason
24. Hreggviður Hermannsson ('70)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Tómas Bjarki Jónsson ('39)
Sigurjón Már Markússon ('90)

Rauð spjöld: