Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
ÍR
2
2
ÍBV
0-1 Oliver Heiðarsson '1
Bragi Karl Bjarkason '9 1-1
Sæþór Ívan Viðarsson '41 2-1
2-2 Sverrir Páll Hjaltested '52
07.06.2024  -  17:30
ÍR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Bongó með smá golu
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, ÍR
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
4. Jordian G S Farahani ('67)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason ('73)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland (f)
22. Sæþór Ívan Viðarsson ('87)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
30. Renato Punyed Dubon
77. Marteinn Theodórsson ('73)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
3. Einar Karl Árnason
8. Alexander Kostic
17. Óliver Elís Hlynsson ('67)
18. Róbert Elís Hlynsson ('87)
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('73)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Stefán Þór Pálsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sindri Rafn Arnarsson
Olsi Tabaku

Gul spjöld:
Jordian G S Farahani ('12)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eftir að hafa legið að marki ÍR allan seinni hálfleikinn ná Eyjamenn ekki að skora. 2-2 í þrælskemmtilegum leik.

Viðtöl og skýrsla detta mögulega inn á eftir.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
87. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
87. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
87. mín
Inn:Róbert Elís Hlynsson (ÍR) Út:Sæþór Ívan Viðarsson (ÍR)
79. mín
Vicente tekur hornið sem er skallað frá en pressan heldur áfram
79. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu
76. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (ÍBV)
73. mín
Inn:Sæmundur Sven A Schepsky (ÍR) Út:Marteinn Theodórsson (ÍR)
73. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
71. mín
ÍR-ingar vilja víti! Bergvin fær boltann inni á teig Eyjamanna og fær snertingu í bakið. ÍR-ingar eru brjálaðir og vilja víti. Fannst þetta vera víti fyrst en ég þyrfti eiginlega sjá þetta aftur.
70. mín
Marteinn tekur spyrnuna stutt á Braga sem kemur með hann fyrir en Eyjamenn skalla frá.
70. mín
ÍR að fá horn!
67. mín
Inn:Óliver Elís Hlynsson (ÍR) Út:Jordian G S Farahani (ÍR)
Chico meiddur og fer af velli
63. mín
Vicente tekur spyrnuna en Arnór Gauti hreinsar
63. mín
Gestirnir fá horn nr 1853083 í dag
62. mín
Leikur tveggja hálfleika Eyjamenn verið mikið betri aðilinn í seinni hálfleik. ÍR-ingar lítið sem ekkert skapað sér.
60. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
57. mín
Vicente tekur hornið inn á teiginn sem fer beint í lúkurnar á Villa í markinu.
57. mín
ÍBV fær hornspyrnu
52. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Stoðsending: Vicente Valor
ALLT JAFNT! Sending inn á fjærstöngina sem Sverrir skallar í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá ÍR-liðinu en Sverrir var þarna einn og óvaldaður á fjærstönginni.
48. mín
Skalli framhjá og markspyrna
48. mín
Gestirnir fá horn
47. mín
Villi ver stórkostlega einn á einn! Chico mjög kærulaus og hittir ekki boltann þegar hann er að hreinsa hann. Oliver Heiðars er þá bara kominn einn á einn gegn Villa en Villi ver glæsilega!
46. mín
Vicente með skot strax í upphafi síðari hálfleiks sem fer rétt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þá er seinni hálfleikurinn kominn í gang. Það eru ÍR-ingar sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Það er dúndrað í andlitið á betri Punyed og hann fer niður. Í kjölfarið flautar Elli til hálfleiks.

ÍR-ingar skyndilega komnir yfir.

Tökum okkur korter og mætum svo aftur að vörmu spori!
41. mín MARK!
Sæþór Ívan Viðarsson (ÍR)
Stoðsending: Ágúst Unnar Kristinsson
MAAAARRRKKK!!!! Eiginlega bara verðskuldað!

Það var nýbúið að sparka Martein niður og ÍR-ingarnir voru brjálaðir. Þá fær Ágúst boltann úti hægra meginn og kemur með hann fyrir á Sæþór sem fær óvenju mikinn tíma inni á teig Eyjamanna. Hann tekur skotið og inn fer boltinn.

Eftir hörmulega byrjun ÍR-inga hafa þeir snúið þessu við!

Brekkan tryllist af fögnuði!
38. mín
Vicente tekur spyrnuna inn á teiginn sem fyrirliði ÍR-inga skallar í burtu
38. mín
Gestirnir fá horn
37. mín
Marteinn tekur spyrnuna inn á teiginn fer bara á markið og Hjörvar kýlir frá.
37. mín
ÍR fær horn!
36. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
36. mín
Arnar Breki tekur hornið en boltinn fer yfir allan pakkann en Eyjamenn halda pressunni áfram.
36. mín
ÍBV fær horn!
33. mín
Inn:Rasmus Christiansen (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
32. mín
Bergvin fær eitthvað högg í hausinn. Helgi Freyr skokkar inn á eftir að Elli stoppar leikinn. Vonandi er allt í góðu með Begga.
30. mín
Villi ver stórglæsilega! Vicente tekur hornið og Eyjamenn skalla á markið á fjærstönginni en Villi ver stórkostlega með hægri löppinni!
29. mín
ÍBV fá horn!
22. mín
Vicente gerir vel inni á teig ÍR og nær skotinu á markið sem Villi ver vel.
20. mín
Eyjamenn hreinsa
20. mín
ÍR fá horn ÍR-ingar sækja. Hjörvar ver vel frá Sæþóri sem slap í gegn
13. mín
Eyjamenn fá horn en Breiðhyltingarnir standa vaktina
12. mín Gult spjald: Jordian G S Farahani (ÍR)
9. mín MARK!
Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
JÁAAA SÆÆÆLL! ÍR-ingar keyra upp og sækja. Bragi fær þá boltann fyrir utan vítateig Eyjamanna og lætur vaða. Boltinn fer þá í slána og inn.

Litla markið!
8. mín
Sverrir Páll sendir Oliver Heiðars einan í gegn en flaggið fór á loft
6. mín
Eyjamenn hreinsa
5. mín
Fleiri horn! Renato með hornið á Marc sem skallar á markið en aftur ver Hjörvar í horn
5. mín
Hjörvar ver hann í annað horn
4. mín
Horn sem ÍR á
1. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Stoðsending: Sverrir Páll Hjaltested
Það er bara þannig! Ég sá nú ekki hvað gerðist þarna en þegar ég leit upp var Oliver Heiðars kominn einn í gegn og klárar framhjá Villa. Sverrir Páll með sendinguna í gegn.

Fimmta mark Olivers í Lengjudeildinni!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á youtube!
Fyrir leik
Sögulegur sigur ÍR-inga og þjálfarinn á afmæli Liðin mættust á undirbúningstímabilinu þegar ÍBV vann 5-2 eftir að hafa lent undir. Eyjamenn virkuðu mjög sprækir í þeim leik og unnu hann eins og ég segi mjög örugglega.

Liðin mættustu svo auðvitað árið 2021 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar ÍR-ingar unnu óvæntan 3-0 sigur. Það ár unnu ÍBV Lengjudeildina.

En kannski frægasti leikurinn milli þessara liða var í Landsímadeildinni árið 1998. Þá voru ÍR-ingar mættir í fyrsta sinn í efstu deild karla í fótbolta fyrir utan einn leik árið 1944 þegar ÍR spiluðu fyrsta leikinn á mótinu en ekki meir. Liðin mættust í 4. umferð deildarinnar á ÍR-vellinum og þar unnu ÍR-ingar óvæntan 1-0 sigur með marki frá Sævari Þór Gíslasyni sem var sjóðandi heitur fremstur í flokki fyrir ÍR-liðið á þessum tíma. ÍBV var þarna með roslega sterkt lið en það ári unnu þeir deildina. Bjarni Jóh var að þjálfa Eyjaliðið.

Lestu um leikinn hérna úr Mogganum

Þess má geta að þjálfari ÍR á þeim tíma, Njalli Eiðs, á afmæli í dag. Ég óska þeim toppmanni til hamingju með daginn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Baráttusigur Eyjamanna? Jakob Gunnar Sigurðsson, markahæsti leikmaður 2. deildar, er spámaður umferðarinnar. Jakob hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Völsungs. Minnir mann mjög mikið á það hvernig Bragi Karl, leikmaður ÍR, byrjaði 2. deildina í fyrra með 9 mörk í þremur leikjum. Jakob spáir þessu svona:

ÍR 0 - 1 ÍBV (Í kvöld 17:30)
Þetta verður baráttuleikur hugsa ég, en Eyjastrákarnir taka þetta. Hjaltested fyrrum Völlari setur hann.
Fyrir leik
Teymið Þegar það er landsleikjapása í Bestu deildinni fær Lengjudeildin Bestu deildar dómara á leikina hjá sér. En það var farið í efstu hillu fyrir leikinn í kvöld. Elli Eiríks verður með flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Ragnar Arelíus Sveinsson en eftirlitsmaður KSÍ er Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
ÍR-ingar þurfa að svara Eftir stórglæsilega byrjun á Lengjudeildinni hjá Breiðhyltingum gegn Keflavík er þeir unnu 2-1 sigur hafa þeir ekki unnið leik eftir það. Í seinasta leik ÍR fóru þeir í Laugardalinn og töpuðu stórt gegn Þrótti Reykjavík 5-0. Það er ljóst að leikmenn þurfa að stíga upp og sýna Breiðhyltingum eitthvað annað en þeir gerðu gegn Þrótturum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mættir aftur á grasið fagra
Knattspyrnudeild ÍR tók þá ákvörðun fyrir tímabilið 2021 og eftir að hafa ráðið Arnar Hallsson sem þjálfara liðsins að gera gervigrasið í Suður Mjódd að heimavellinum sínum. Sú ákvörðun hefur farið misvel ofan í stuðningsfólk ÍR. Núna er þeir hins vegar mættir aftur á gamla góða grasið þeirra en eftir að hafa farið upp í Lengjudeildina leyfði KSÍ þeim ekki að spila heimaleikina sína á gervigrasinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir ÍR-inga að vera mættir aftur á grasið.

Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Fyrir leik
Eyjamenn elska jafnteflin Eftir að hafa tapað óvænt gegn nýliðunum, Dalvík Reyni, í fyrsta leik mótsins hafa Eyjamenn gert þrjú jafntefli og unnið einn í fjórum leikjum. Seinasti leikur Eyjamanna var gegn Fjölni þar sem þeir gerðu 2-2 jafntefli eftir að hafa komist 2-1 yfir. ÍBV situr í 5. sætinu með 6 stig. En eins og menn vita er þessi Lengjudeild feykijöfn deild. Þeim var spáð í 4. sæti fyrir mót sem er líklega bara mjög fín staða fyrir ÍBV.
Næst markahæstur í deildinni
Oliver Heiðarsson er markahæsti leikmaður ÍBV til þessa. Hann hefur byrjað leiktíðina glæsilega en hann er einnig næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Eftir að hafa ekki skorað í fyrsta leik gegn D/R hefur hann skorað samtals fjögur mörk í fjórum leikjum. Verður hann á skotskónum í dag?
Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Leikur í 109! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik ÍR og ÍBV í Lengjudeildinni. Leikurinn byrjar 17:30 og er spilaður á einum fallegasta stað landsins, Suður Mjódd.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('33)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor ('87)
10. Sverrir Páll Hjaltested
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson ('87)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('87)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Rasmus Christiansen ('33)
20. Eyþór Orri Ómarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
31. Viggó Valgeirsson ('87)
45. Eiður Atli Rúnarsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('36)
Oliver Heiðarsson ('60)
Rasmus Christiansen ('76)

Rauð spjöld: