Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Njarðvík
3
0
ÍR
Dominik Radic '5 1-0
Arnar Helgi Magnússon '21 2-0
Dominik Radic '87 3-0
13.06.2024  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blæs ágætlega en sú gula lætur sjá sig við og við
Maður leiksins: Dominik Radic
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f) ('84)
9. Oumar Diouck ('75)
10. Kaj Leo Í Bartalstovu
13. Dominik Radic ('90)
15. Ibra Camara
19. Tómas Bjarki Jónsson
24. Hreggviður Hermannsson ('75)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
4. Slavi Miroslavov Kosov ('90)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('84)
14. Amin Cosic ('75)
16. Svavar Örn Þórðarson ('75)
18. Björn Aron Björnsson
21. Alexander Freyr Sigvaldason

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Margrét Ársælsdóttir
Bergur Darri Hauksson

Gul spjöld:
Arnar Helgi Magnússon ('14)
Ibra Camara ('43)
Tómas Bjarki Jónsson ('45)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
Skýrslan: Dominik Radic skaut Njarðvík á toppinn
Hvað réði úrslitum?
Árni Freyr orðaði það nokkuð vel í viðtali eftir leik að helsti munurinn á liðunum í dag var síðasti þriðjungurinn. Njarðvíkingar voru betri í dag og verðskulduðu þennan sigur en ÍR getur vel nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt eitthvað af þessum færum sem að þeir fengu. Virkilega skemmtilegur leikur sem við fengum hérna í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Dominik Radic
Var frábær fremst á vellinum hjá Njarðvík. Hélt vel í boltann og var ógnandi. Opnaði leikinn með marki og lokaði honum með marki. Frábær í kvöld.
2. Joao Ananias
Stýrði miðjunni hjá Njarðvík eins og herforingi. Var bæði að brjóta upp sóknir ÍR og byggja sóknir fyrir heimamenn. Var nánast óaðfinnanlegur á miðjunni og ekki skemmdi fyrir að hann slapp við spjald í dag - það kann að draga til tíðinda.
Atvikið
Ótrúlegt að ÍR hafi ekki náð að koma inn marki fyrir hálfleik. Sú sena þegar þetta líka kraðak var inn á teig og boltinn fór í stöngina og hver Njarðvíkingur á fætur öðrum henti sér svo fyrir alla bolta var ótrúlegt að sjá boltann ekki fara í netið.
Hvað þýða úrslitin?
Njarðvíkingar tylla sér á toppinn á Lengjudeildinni um stundarsakir hið minnsta. ÍR sitja áfram í 9.sætinu.
Vondur dagur
Ákvarðanartaka ÍR á síðata þriðjung átti virkilega vondan dag. Ótrúlegt að ÍR hafi ekki náð inn allavega einu marki.
Dómarinn - 9
Virkilega fín frammistaða hjá teyminu í dag. Ekkert út á það að setja. Flest allar ef ekki bara allar ákvarðanir réttar og létu ekki veiða sig í neinar gildrur.
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
6. Kristján Atli Marteinsson ('46)
9. Bergvin Fannar Helgason ('75)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland (f)
17. Óliver Elís Hlynsson
22. Sæþór Ívan Viðarsson
23. Ágúst Unnar Kristinsson ('84)
25. Arnór Gauti Úlfarsson
30. Renato Punyed Dubon ('65)
77. Marteinn Theodórsson ('46)

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
4. Jordian G S Farahani
5. Hrafn Hallgrímsson ('84)
8. Alexander Kostic ('46)
18. Róbert Elís Hlynsson ('65)
19. Hákon Dagur Matthíasson ('46)
24. Sæmundur Sven A Schepsky ('75)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Stefán Þór Pálsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sölvi Haraldsson

Gul spjöld:
Marc Mcausland ('52)
Renato Punyed Dubon ('56)

Rauð spjöld: