Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Þór
0
1
Stjarnan
0-1 Róbert Frosti Þorkelsson '92
12.06.2024  -  18:00
VÍS völlurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Róbert Frosti Þorkelsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('70)
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason
7. Rafael Victor
9. Alexander Már Þorláksson ('76)
15. Kristófer Kristjánsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
22. Egill Orri Arnarsson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson
24. Ýmir Már Geirsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson
11. Marc Rochester Sörensen ('70)
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('76)
22. Einar Freyr Halldórsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flautað til loka þessa leiks. Stjarnan komið í undanúrslit en Þór situr eftir með sárt ennið.

92. mín MARK!
Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
MAAARK! Róbert Frosti að tryggja Stjörnunni ótrúlega dramatískan sigur! Örvar Eggertsson með fyrrigjöf seem Aron Birkir nær ekki að kýla frá heldur beint fyrrir fætur Róberts sem skorar á opið markið!
90. mín
Tvær mínútur í uppbótatíma. Erum við á leiðinni í framlengingu eða fáum við einhverja dramatík?
89. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
87. mín
Emil Atla sýnist mér sem skallar í varnarmann Þórs í góðu færi og það hægist því á boltanum og Aron Birkir grípur inn í.
83. mín
Kristófer Kristjánsson nær boltanum af Sindra Þór og kemst inn á teiginn en á slæma sendingu þvert yfir teiginn.
81. mín
Rafael Victor með fyrirgjöf en hún fer yfir allan pakkann
76. mín
Inn:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór ) Út:Alexander Már Þorláksson (Þór )
74. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Andri Adolphsson (Stjarnan)
70. mín
Inn:Marc Rochester Sörensen (Þór ) Út:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
Fyrsti leikur Marc í sumar en hann hefur verið að kljást við meiðsli
69. mín
Egill Orri með skot framhjá
67. mín
Verið ansi rólegt undanfarnar mínútur.
61. mín
Hörku skot frá Agli Orra úr þröngu færi og boltinn fer framhjá markinu.
55. mín
Stjarnan fær hornspyrnu Aron Birkir grípur boltann.
53. mín
Svakaalegt færi hjá Stjörnunni. Emil fær boltann inn á markteignum en hann nær ekki miklum krafti í skotið og AAron Birkir nær að verja með fótunum. Hann nær svo að handsama boltann að lokum.
47. mín
Alexander Már með skalla framhjá. Þurfti að teygja sig vel til að ná boltanum og náði því ekki að stýra honum að marki.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað Liðin eru óbreytt
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við. fáum vonandi meira fjör í þetta í seinni hálfleiknum!
41. mín
Rafael Victor í góðum séns. Nær ekki að taka nægilega vel á móti boltanum og á síðan skot sem Mathias Rosenörn á ekki í neinum vandræðum með.
39. mín
Hörku skot frá Óla Val viðstöðulaust eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir, önnur hornspyrna en ekkert verður úr henni.
38. mín
Smá hasar hérna. Helgi Mikael fljótur að stoppa það. Þór fékk aukaspyrnu inn í sínum vítateig eftir hornspyrnu frá Stjörnunni. Þórsari ýtir í Guðmund Kristjánsson eftir að það er búið að flauta aukaspyrnuna og hann fellur, í kjölfarið fara menn að ýta í mann og annan.
35. mín
Ingimar Arnar langhættulegasti maðurinn á vellinum þessa stundina. Hann á hér skot í fjærhornið en boltinn fer rétt framhjá markinu.
33. mín
Emil Atlason með skallann beint á Aron Birki.
31. mín
Stjörnumenn komu boltanum frá og reyndu að komast upp í skyndisókn en Þórsarar fljótir að koma sér til baka. Stjarnan vinnur hornspyrnu.
30. mín
Þór fær hornspyrnu
29. mín
Góð sókn hjá Þór. Ingimar kemur sér í átt að teignum og sendir á Rafael sem hælar boltann aftur til Ingimars sem á skot í varnarmann. Boltinn berst síðan til Árna Elvars sem nær ekki góðu skoti og boltinn fer hátt yfir.
26. mín
Hættulegur bolti inn á teiginn frá Birki Heimis og boltinn skoppar á milli manna en Stjörnumenn ná að hreinsa frá að lokum.
21. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á hættulegum stað Emil Atlason með skot meðfram jörðinni beint í fangið á Aroni Birki
18. mín
Fyrirgjöf frá Agli Orra og Ingimar Arnar er hársbreidd frá því að koma höfðinu í boltann en hann endar í höndunum á Rosenörn
12. mín
Þórsarar eru þéttir til baka. Leyfa Stjörnumönnum að spila boltanum í öftustu línu sem endar yfirleitt með langri sendingu fram völlinn og boltinn endar útaf.
7. mín
Ingimar Arnar Kristjánsson kemst í gott færi een Mathias Rosenörn ver frá honum.
6. mín
Byrjar ansi rólega hérna. Stjörnumenn hafa verið að spila í rólegheitum sín á milli, reyna finna sig á grasinu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að ganga út á völl
Fyrir leik
Það er bongó! 14 gráður, glampandi sól og örlítil gola, ekkert til þess að tala um!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Það eru tvær breytingar á liði Þórs og þrjár hjá Stjörnunni frá síðustu leikjum í deildinni. Þór spilaði síðast fyrir 12 dögum þegar liði stein lá fyrir Njarðvík 5-1. Þá tapaði Stjarnan 4-2 gegn Vestra.

Hermann Helgi Rúnarsson og Alexander Már Þorláksson koma inn í lið Þórs fyrir Aron Inga Magnússon og Bjarka Þór Viðarsson. Aron er ekki í hóp en Bjarki er á bekknum.

Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason koma inn fyrir Kjartan Má Kjartansson og Hauk Örn Brink. Haukur skoraði bæði mörkin gegn Vestra en er ekki í hóp í dag. Kjartan er á bekknum. Þá er Mathias Rosenorn í rammanum.
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna. Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson verða honum til aðstoðar. Sigurður Hjörtur Þrastarson er fjórði dómari og Sverrir Gunnar Pálmason eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Helgi Mikael Jónasson
Fyrir leik
Óvæntur heimasigur Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina. Hann var með alla leikina í 16-liða úrslitunum rétta, spáði rétt um sigurvegara allra átta leikjanna. Nú eru það hins vegar 8-liða úrslitin.

Hann spáir heimamönnum sigri þrátt fyrir að Bestu deildarlið Stjörnunnar muni mæta með sitt sterkasta lið.

Þór 2 - 1 Stjarnan
Siggi Hlö leyfir Þorpinu að dreyma. Mínir menn í Stjörnunni hafa verið í basli að undanförnu. Stjarnan mætir ótrúlegt en satt með sitt sterkasta lið til leiks en það dugar ekki í þetta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leið Stjörnunnar í 8 liða úrslitin Stjarnan hefur spilað einum leik minna en Þór í keppninni. Í 32 liða úrslitum mætti liðið Augnabliki en Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar þjálfaði áður lið Augnabliks. Í 16 liða úrslitum vann Stjarnan KR í hörku leik.

Guðmundur Baldvin Nökkvason og Örvar Eggertsson eru markahæstir í keppninni með tvö mörk hvor. Guðmundur skoraði eitt mark í sitthvorum leiknum á meðan Örvar skoraði tvö gegn KR.

Augnablik 1-2 Stjarnan
Stjarnan 5-3 KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason
Fyrir leik
Leið Þórs í 8 liða úrsltiin Þór hóf leik í 2. umferð þar sem liðið vann stórsigur á KFA. Í næstu tveimur umferðum voru andstæðingar Þórs úr sömu deild og Akureyringarnir, Lengjudeildinni, í 32 liða úrslitunum vannst sigur á Gróttu og í 16 liða úrslitunum gegn Fjölni.

Rafael Victor og Fannar Daði Malmquist Einarsson eru markahæstu leikmenn liðsins í keppninni með þrjú mörk hvor. Fannar Daði verður ekki með í kvöld þar sem hann er að kljást við meiðsli.

Þór 5-1 KFA
Grótta 0-3 Þór
Fjölnir 0-2 Þór
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rafael Victor
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu þar sem Lengjudeildarlið Þórs og Bestu deildarlið Stjörnunnar mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á VÍS vellinum á Akureyri.
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
17. Andri Adolphsson ('74)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Daníel Finns Matthíasson
30. Kjartan Már Kjartansson
55. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('89)

Rauð spjöld: