Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Þróttur R.
1
2
Afturelding
0-1 Andri Freyr Jónasson '8
1-1 Gunnar Bergmann Sigmarsson '9 , sjálfsmark
1-2 Sigurpáll Melberg Pálsson '79
13.06.2024  -  19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 14°C, skýjað og gola
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson ('84)
7. Sigurður Steinar Björnsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('59)
14. Birkir Björnsson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
26. Samúel Már Kristinsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('66)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
4. Njörður Þórhallsson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
19. Ísak Daði Ívarsson ('59)
20. Viktor Steinarsson
77. Cristofer Rolin ('66)
99. Kostiantyn Iaroshenko ('84)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Stefán Þórður Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bergsveinn Ás Hafliðason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Laugardalnum! Afturelding sigrar 2-1 eftir skemmtilegan leik.

Skýrsla og viðtöl væntanleg!
Takk fyrir samfylgdina.
93. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
92. mín
Þróttur fær horn.

Tekið stutt. Kári á skot sem fer framhjá.
89. mín
Þróttarar í leit að jöfnunarmarki Þróttur að ógna hér trekk í trekk. Spurning hvort þeir nái að jafna þetta.
87. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
85. mín
Dauðafæri! Þróttarar svo nálægt því að jafna! Boltinn skoppar inni á teignum og hálfótrúlegt að Þróttarar hafi ekki komið honum inn.
84. mín
Inn:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.) Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
83. mín Gult spjald: Aron Jónsson (Afturelding)
82. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á hættulegum stað.

Hættulegur bolti á fjær en hann fer afturfyrir endamörk
79. mín MARK!
Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
MAAAAARK!! Afturelding komnir yfir

Gott horn inn á teiginn. Sigurpáll nær til boltans og stangar hann á markið. Þórhallur í boltanum en nær ekki að stöðva hann og boltinn inn.

1-2!
78. mín
Aron Jóns með skot sem er varið. Afturelding fær horn.
76. mín
Skot á mark! Cristofer Rolin gerir vel fyrir utan teig og vinnur boltann. Skýtur svo á markið en Arnar Daði grípur hann í marki Aftureldingar.
72. mín
Afturelding að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan D-bogann.

Aron Jóhanns með spyrnu yfir markið.
70. mín
Afturelding fær horn.

Þróttarar hreinsa.
66. mín
Inn:Cristofer Rolin (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
65. mín
Vilhjálmur kallar á varamannabekinn og leggst í grasið. Þróttarar að undirbúa skiptingu.
62. mín
Rétt framhjá! Frábær skyndisókn hjá Þrótturum! Boltinn berst á Sigurð Steinar úti hægra megin og hann tekur sprett inn á teig gestanna. Kominn inn á teigin og skýtur í átt að marki. Boltinn sleikir stöngina og fer rétt framhjá.
60. mín
Langskot! Bjartur fær boltan vel fyrir utan teig og lætur vaða á markið. Boltinn meðfram grasinu en vel varið hjá Þórhalli í markinu.
59. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Þróttarar gera sína fyrstu skiptingu í kvöld.
57. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding) Út:Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
Gunnar getur ekki haldið leik áfram.
55. mín
Leikurinn stopp. Gunnar Bergmann lagstur í grasið og þarfnast aðhlynningar. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
53. mín
Hætta! Flott spil hjá Þrótturum. Góð sending inn fyrir vörn Gestanna frá Eiríki. Sigurður fær boltann og neglir á markið. Skotið fast á nær en vel varið hjá Arnari.
51. mín
Þróttur fær hornspyrnu.

Arnar Daði grípur boltann.
48. mín
Mini myndaveisla! Tryggvi Már Gunnarsson, ljósmyndari er á leiknum. Hér má sjá svipmyndir úr fyrri hálfleik.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

46. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Ein skipting gerð í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þróttarar rúlla seinni í gang.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Laugardalnum Fyrri hálfeik lokið hér og er allt jafnt þegar gengið er til búnigsklefa. Spennandi seinni hálfleikur framundan!
42. mín
Afturelding fær horn.

Skemmtileg útfærsla. Gestirnir vinna annað horn.
38. mín
Skot í hliðarnetið Aron Jóns með boltann inn í teig. Lætur vaða en boltinn hafnar í hliðarnetinu.
32. mín
Varið! Góð sókn hjá Þrótturum! Viktor með góðan sprett upp vinstri kantinn. Boltinn kemur fyrir og skotið á mark. Fínt skot en boltinn tiltölulega beint á Arnar Daða í markinu
30. mín
Afturelding fær horn.

Boltinn á fjær og þar bíður Aron Jónsson. Hann á skalla en boltinn hátt yfir markið.
26. mín
Skot! Afturelding í færi! Gott hlaup upp hægri katninn hjá Oliver sem kemur honum inn á teig Þróttara. Boltin berst á Aron sem á skot í átt að marki. Skotið fast en hafnar í varnarmanni.
25. mín
Lítið að gerast um þessar mundir. Boltinn flakkar á milli liða en hvorugt þeirra að ná að skapa sér almennileg færi.
17. mín
Þróttur fær horn.

Arnar Daði grípur boltann.
16. mín
Afturelding að vinna aukaspyrnu á vænlegum stað. Kjörið tækifæri til að koma boltanum inn á teiginn.

Spyrnan há og boltinn fer afturfyrir.
14. mín
Hvílík Varsla! Vááá. Afturelding nærri því að komast aftur yfir! Góð sending inn á teiginn og þar lúrir Andri Freyr á fjær. Hann með markið fyrir framan sig en Þórhallur stekkur fyrir skotið og ver glæisilega!
9. mín SJÁLFSMARK!
Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
Þróttarar jafna! EKKI LENGI GERT!

Snögg sókn beint eftir miðju! Sprettur upp hægri kantinn og boltinn fyrir markið. Gunnar Bergmann fær hann í sig og boltinn af honum í netið. Óheppinn þarna.

Allt orðið jafnt! 1-1!
8. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Gestirnir komnir yfir! MAAAARK!

Boltinn fyrir. Aron Jóhannsson með skot sem er varið aftur út í teiginn.Erfitt að sjá hver á síðustu snertinguna en leit út fyrir að Andri potaði honum inn.

0-1!
4. mín
Þróttarar að skapa hættu inn á teig gestanna eftir horn. Skemmtilega útfært og boltinn skoppar í teignum. Eftir léttan daraðardans fer hann afturfyrir endamörk.
2. mín
Þróttur fær horn.

Boltinn aftur fyrir endamörk og markspyrna frá marki Aftureldingar.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Leikmenn ganga inn á völlin. Styttist í þetta!
Fyrir leik
Prýðilegar aðstæður hér í Laugardalnum. 14°C, skýjað og smá gola. Fáum vonandi skemmtilegan leik hér í kvöld!
Fyrir leik
Bjarki Steinn spáir í spilin! Landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason, sem leikur með Venezia á Ítalíu er spámaður umferðarinnar! Hann spáir Aftureldingu sigri hér í kvöld.

Þróttur 1 - 3 Afturelding
Eldingin að komast á flug, Andri Freyr og Cogic deila mörkum UMFA á milli sín og Maggiball heldur áfram að heilla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan í deildinni fyrir leikinn í kvöld! Lengjudeildin er gríðarlega spennandi í sumar og er stutt á milli liða. Svona lítur taflan út fyrir leikina í kvöld:

1.Fjölnir - 14 stig
2.Njarðvík - 13 stig
3.Grótta - 10 stig
4.Keflavík - 8 stig
5.Afturelding - 8 stig
6.ÍBV - 7 stig
7.Dalvík/Reynir - 6 stig
8.Þór - 6 stig (5 Leikir)
9.ÍR - 6 stig
10.Þróttur R. - 5 stig
11.Grindavík - 4 stig (5 Leikir)
12.Leiknir R. - 3 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Afturelding Þjálfarar og fyrirliðar spá Aftureldingu fyrsta sætinu í deildinni í sumar. Afturelding var hársbreidd frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra. Liðið mætti Vestra í úrslitum umspilsins en tapaði þar í eftir framlengingu. Afturelding situr í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og er með átta stig. Afturelding mætti Dalvík/Reynir í síðustu umferð og vann þar 4-3 eftir fjörugan leik.

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Þróttur R. Þróttur er í tíunda sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og eru þeir með fimm stig eftir sex leiki. Þrótturum var spáð áttunda sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar fyrir mót. Þróttur mætti Gróttu í síðustu umferð. Þar enduðu leikar 1-1 og var það Viktor Andri sem skoraði mark Þróttar.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Heil og sæl! Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðuregin Þróttar og Aftureldingar í Lengjudeild karla! Leikurinn fer fram á Avis-vellinum í Laugardalnum og hefst kl. 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('57)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('87)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('46)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('93)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
10. Kári Steinn Hlífarsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('46)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('87)
26. Sævar Atli Hugason
28. Sigurpáll Melberg Pálsson ('57)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('93)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Aron Jónsson ('83)

Rauð spjöld: