Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
ÍR
0
4
Grindavík
0-1 Tinna Hrönn Einarsdóttir '20
0-2 Tinna Hrönn Einarsdóttir '43
0-3 Sigríður Emma F. Jónsdóttir '53
0-4 Júlía Ruth Thasaphong '56
14.06.2024  -  19:15
ÍR-völlur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Það er bongó í 109!
Dómari: Sindri Snær A van Kasteren
Áhorfendur: 103
Maður leiksins: Júlía Ruth Thasaphong, Grindavík
Byrjunarlið:
1. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
2. Sandra Dögg Bjarnadóttir
3. Linda Eshun ('68)
4. Mia Angelique Ramirez
7. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
9. Lovísa Guðrún Einarsdóttir (f)
11. Michelle Elizabeth O'Driscoll ('85)
15. Suzanna Sofía Palma Rocha
18. Erin Amy Longsden ('85)
19. Anja Ísis Brown
23. Ísabella Eiríksd. Hjaltested ('60) ('68)

Varamenn:
12. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
6. Sara Rós Sveinsdóttir ('68)
10. Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('60)
16. Dagný Rut Imsland ('68)
20. Monika Piesliakaite
22. Kristrún Blöndal ('85)
25. Freyja Ósk Axelsdóttir ('85)

Liðsstjórn:
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Þórdís Helga Ásgeirsdóttir
Sigríður Salka Ólafsdóttir
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir
Laura-Sif Nora Andrésdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessum leik hér með lokið. Þakka samfylgdina í dag.

Viðtöl og skýrsla mæta inn á síðuna innan skamms.

Þangað til næst, takk fyrir mig.
90. mín
+2 í uppbót
85. mín
Inn:Freyja Ósk Axelsdóttir (ÍR) Út:Erin Amy Longsden (ÍR)
85. mín
Inn:Kristrún Blöndal (ÍR) Út:Michelle Elizabeth O'Driscoll (ÍR)
83. mín
Inn:Birta Eiríksdóttir (Grindavík) Út:Sigríður Emma F. Jónsdóttir (Grindavík)
83. mín
Inn:Þuríður Ásta Guðmundsdóttir (Grindavík) Út:Bríet Rose Raysdóttir (Grindavík)
83. mín
Inn:Rakel Rós Unnarsdóttir (Grindavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Grindavík)
83. mín
Mjög rólegt hérna í Breiðholtinu
80. mín
Inn:Ragnheiður Tinna Hjaltalín (Grindavík) Út:Júlía Ruth Thasaphong (Grindavík)
72. mín
Grindvíkingar fá hornspyrnu sem Lovísa hreinsar frá.
68. mín
Inn:Dagný Rut Imsland (ÍR) Út:Linda Eshun (ÍR)
68. mín
Inn:Sara Rós Sveinsdóttir (ÍR) Út:Ísabella Eiríksd. Hjaltested (ÍR)
65. mín
Inn:Júlía Rán Bjarnadóttir (Grindavík) Út:Mist Smáradóttir (Grindavík)
60. mín
Inn:Berta Sóley Sigtryggsdóttir (ÍR) Út:Ísabella Eiríksd. Hjaltested (ÍR)
59. mín
Esther ver eina á eina! Klaufagangur í vörn ÍR og skyndilega er Dröfn Einars komin ein í gegn á Esther. Hún tekur skotið en Esther er þá mætt úr markinu og gerir glæsilega vel að fverja frá henni.
56. mín MARK!
Júlía Ruth Thasaphong (Grindavík)
SKALLI OG INN! Ég sé ekki hver átti hornið en það var bísna gott. Beint á ennið á Júlíu sem skallar hann inn. Frábærlega klárað hjá Júlíu sem er að byrja seinni hálfleikinn af krafti.

Alls ekki varnarleikur upp á marga fiska hjá heimakonum.
53. mín MARK!
Sigríður Emma F. Jónsdóttir (Grindavík)
Stoðsending: Júlía Ruth Thasaphong
Gestirnir að ganga frá þessu! Júlia með geggjaðan sprett úti hægra meginn og kemst inn á teginn. Hún leikur framhjá einum varnarmanni og rennir boltanum fyrir markið á Sigríði sem gat ekki annað en skorað með allt markið fyrir framan sig.

Grindavík 3-0 ÍR
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Það eru heimakonurnar í ÍR sem byrja með boltann í þeim seinni og sækja í átt að ÍR-heimilinu en Grindvíkingarnir sækja í átt að Reykjanesbrautinni.
45. mín
Hálfleikur
Þá er Sindri, sem hefur dæmt leikinn mjög vel, búinn að flauta til hálfleiks.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
43. mín MARK!
Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík)
Beint úr horni! Ég sá ekki betur en það að hún setti hann bara beint úr horni!
39. mín
Ekkert að frétta úr Breiðholtinu. Hefur aðeins róast eftir tíðindamiklar upphafsmínútur.
32. mín
Grindavík fær horn en ÍR-ingar standa vaktina vel
24. mín
Sigríður tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer til Michelle. Hún er í erfiðri stöðu og nær skotinu í fyrsta sem var alls ekki gott.
24. mín
ÍR að fá horn! Mia með skot á nær sem Katelyn ver glæsilega í horn!
20. mín MARK!
Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík)
GESTIRNIR KOMNIR YFIR! Ég leit upp og boltinn lá í netinu!

Tinna fær boltann við D-bogann og lætur vaða. Boltinn endar í netinu en það má alveg setja spurningarmerki við varnarleik ÍR-liðsins þarna. Svona skot á hún ekki að geta fengið á þessum stað.

Markið lá í loftinu!
19. mín
ÍR-ingar verjast horninu vel og hreinsa og uppskera markspyrnu
18. mín
Grindavík að fá hornspyrnu! Anja gerir vel í vörn ÍR og hreinsar í horn í hættulegri stöðu Grindvíkinga
14. mín
Hittir ekki boltann! Ása Björg kemur með geggjaða sendingu inn á teiginn á Tinnu Hrönn sem er komin ein gegn Esther í markinu en hún hreinlega hittir ekki boltann þegar hún er að fara að skjóta.

Óheppin þarna hún Tinna en ÍR-ingar heppnir!
6. mín
Dauðafæri! Ása keyrir upp völlinn og kemur með fyrirgjöf á að mér sýnist Mist sem er með markið galopið fyrir framan sig en rennur og fær boltann í höndina.

Dauðafæri hjá Grindavík!
3. mín
ÍR-ingar ógna ÍR-liðið byrjar af krafti. Sigríður fær boltann frá Önju og kemur boltanum í gegn á Michelle sem er komin ein í gegn á Katelyn. En áður en Katelyn ver glæsilega frá Michelle var flaggið farið á loft hjá AD.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir í Grindavík sem hefja hér leik og sækja í átt að ÍR heimilinu.
Fyrir leik
Þriðja liðið Sindri Snær A van Kasteren sér um flautukonsertið í suður Mjóddinni í kvöld. Ásgeir Sigurðsson og Heimir Árni Erlendsson verða honum Sindra til halds og trausts.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Versta sóknin gegn verstu vörninni Í kvöld er versta sóknarlið deildarinnar í Grindavík að fara að mæta versta varnarliði deildarinnar í ÍR. Grindvíkingar hafa séð liðið sitt skora aðeins þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins á meðan ÍR-ingar hafa þurft að sjá andstæðingin skora 16 sinnum í fyrstu fimm leikjunum. Þess má einnig geta að ÍR-liðið hefur ekki skorað í seinustu tveimur deildarleikjunum.

Fáum við 0-0 leik í kvöld eða 5-5 leik? Ég ætla að gerast svo djarfur að spá 1-1 jafntefli. Það er mín spá en innst inni held ég að annað liðið vinni 2-1 er bara ekki alveg viss hvoru meginn markið dettur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vörnin lekur Breiðhyltingar fara af stað með einn sigur og fjögur töp í upphafi móts. Eftir skell í fyrsta leik gegn Fram sigruðu ÍR-ingarnir ÍBV 2-0 í frábærum leik. En eftir það hafa þær tapað gegn Selfossi, Gróttu og núna seinast gegn ÍA. Eftir fimm leiki er ÍR-liðið með verstu vörnina í deildinni eða búnar að fá á sig 16 mörk.

Þær sýndu það vissulega í fyrra og í vetur að þær eiga heima í þessari deild með góðum frammistöðum og úrslitum. En í vetur unnu þær einmitt Grindavíkurliðið 3-0 í Breiðholtinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bjóða okkur upp á leiðinlega leiki Það verður seint sagt að Grindvíkingar hafa verið að gefa okkur einhverjar flugeldasýningar í upphafi móts. En eftir fimm leiki eru þær með markatöluna 3-3 og sjö stig. Grindavíkurliðið hefur unnið HK og Gróttu en gert jafntefli við ÍBV í upphafi móts. Tapað þá gegn Aftureldingu og Skagakonum.

Allir leikir liðsins til þessa hafa farið 1-0 nema gegn ÍBV sem fór 1-1. Vægast sagt áhugavert að sjá hvort það opnast einhverjar flóðgáttir í Suður Mjóddinni í kvöld.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Stórslagur í Lengjunni! Heil og sæl ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik ÍR og Grindavíkur í Lengjudeildinni. Leikurinn fer fram í Breiðholtinu og byrjar á slaginu 19:15.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Katelyn Kellogg (m)
2. Bríet Rose Raysdóttir ('83)
4. Emma Kate Young
6. Helga Rut Einarsdóttir
7. Dröfn Einarsdóttir ('83)
10. Una Rós Unnarsdóttir (f)
11. Júlía Ruth Thasaphong ('80)
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir
18. Ása Björg Einarsdóttir
22. Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('83)
28. Mist Smáradóttir ('65)

Varamenn:
3. Rakel Rós Unnarsdóttir ('83)
5. Aubrey Goodwill
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
9. Þuríður Ásta Guðmundsdóttir ('83)
19. Ragnheiður Tinna Hjaltalín ('80)
21. Birta Eiríksdóttir ('83)
23. Júlía Rán Bjarnadóttir ('65)

Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Ísabel Jasmín Almarsdóttir
Alexander Birgir Björnsson
Hilmir Kristjánsson
Milan Stefán Jankovic
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:

Rauð spjöld: