Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Fylkir
3
2
Vestri
0-1 Elmar Atli Garðarsson '27
Matthias Præst '35 1-1
Þóroddur Víkingsson '73 2-1
Ómar Björn Stefánsson '80 3-1
3-2 Jeppe Gertsen '88
18.06.2024  -  18:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Gola og léttur úði
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 673
Maður leiksins: Ólafur Kristófer Helgason
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Segatta ('67)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('67)
16. Emil Ásmundsson ('52)
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('55)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('67)
4. Stefán Gísli Stefánsson
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('52)
22. Ómar Björn Stefánsson ('67)
25. Þóroddur Víkingsson ('55)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('48)
Þóroddur Víkingsson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn fara með sigur af hólmi Arnar Þór flautar til leiksloka, dramatískar lokamínútur hér í lautinni, Fylkismenn hirða stigin 3!
Viðtöl og skýrsla innan skams.
93. mín
Tarik með skot úr teignum en aftur ver Ólafur Kristófer vel.
92. mín
Vestramenn leita af glufum í vörn Fylkis.
90. mín
Fimm mínútum bætt við!
90. mín Gult spjald: Davíð Smári Lamude (Vestri)
89. mín
TVÖFÖLD VARSLA Benedikt Warén á skot úr þröngu færi, Ólafur Kristófer ver út í teiginn á Jeppe sem er einn í teignum í frábæru færi en aftur ver Ólafur!
88. mín MARK!
Jeppe Gertsen (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
ÞETTA ER EKKI BÚIÐ! Benedikt rennir boltanum út á Jeppe sem setur boltann huggulega í samskeytin fyrir utan teig.
85. mín
Benedikt Daríus með skot sem Eskelinen ver örugglega.
80. mín MARK!
Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Stoðsending: Nikulás Val Gunnarsson
ERU ÞEIR AÐ KLÁRA ÞETTA? Nikulás Val þræðir boltann í gegn á Ómar sem klárar vel. Spurning um rangstöðu þarna, sést ekki vel á myndavélum.
79. mín
Inn:Morten Ohlsen Hansen (Vestri) Út:Ibrahima Balde (Vestri)
78. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
77. mín
Ómar Björn kominn í frábæra stöðu í teignum og tekur gott skot en Eskelinen á stórbrotna vörslu.
74. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
73. mín MARK!
Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
HEIMAMENN KOMNIR YFIR! Arnór Breki kemur með fallhlífarbolta í teiginn og Þóroddur stýrir boltanum í hornið fagmannlega.
72. mín
Boltinn dettur fyrir Benedikt Daríus í teignum en hann á skot beint á Eskelinen sem ver.
Benedikt heldur betur að koma sér í færi eftir að hann kom inná.
72. mín
Nikulás Val með skot sem fer af varnarmanni, Eskelinen ver vel og boltinn í hornspyrnu.
71. mín
Gestirnir fá hornspyrnu en ekkert kemur úr henni.
68. mín
Benedikt Daríus í frábæru færi utarlega í teignum en skotið fer beint á Eskelinen markvörð Vestra.
67. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
67. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
65. mín Gult spjald: Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
61. mín
Þarna munaði litlu Benedikt Daríus sker inn á hægri og á skot sem sleikir utanverða fjærstöngina!
59. mín
Silas kominn í góða stöðu og á skot sem fer í varnarmann og í hornspyrnu.
57. mín
Pétur Bjarna fellur við í teig Fylkis en ekkert dæmt!
Rétt ákvörðun hjá Arnari.
55. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
52. mín
Gott samspil Selvén og Péturs endar með skoti fyrrnefnda sem fer í varnarmann og aftur fyrir í hornspyrnu.
52. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
48. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Nú fær Emil gult.
47. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
Brýtur á Emil Ásmunds og fær gult spjald að launum. Emil sparkar aðeins á eftir Balde en Arnar Þór dómari sér það ekki.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Vestri byrjar með boltann!
45. mín
Tölfræðin í hálfleik (frá Stöð 2 Sport) Með boltann: 48% - 52%
Skot: 8-2
Á mark: 4-1
Horn: 2-3
Sendingar: 203-215
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið +4
Arnar Þór flautar til hálfleiks, liðin skilja jöfn að.
Fjör og hasar hér í lautinni.
45. mín
+1

Silas Songani sýnir hraða sinn og keyrir upp kantinn og fer svo í skotið sem endar rétt framhjá marki heimamanna.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
45. mín
Silas æðir upp hægri vænginn og kemur með stórhættulega fyrirgjöf sem Pétur Bjarna nær ekki til.
39. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! Fylkismenn sleppa í gegn í tveir á einn stöðu, Orri lyftir boltanum fyrir á Nikulás Val sem skallar boltann í stöngina og hann er á leiðinni inn en Elmar Atli kemur boltanum frá á ögurstundu.
38. mín
Rangstöðumark Vladimir Tufegdzic skorar með skalla af stuttu færi en réttilega flaggaður rangstæður.
37. mín
Silas á fasta fyrirgjöf fyrir sem Ólafur Kristófer neyðist til að verja frá.
35. mín MARK!
Matthias Præst (Fylkir)
PRESTURINN SVARAR! Þórður sendir Emil í gegn sem á góðan bolta fyrir og Matthias Præst neglir boltanum í þaknetið, frábært mark!
Tók ekki langan tíma fyrir Fylkismenn að jafna.
34. mín
Orri Hrafn með skot fyrir utan teig eftir flott spil heimamanna, Eskelinen á í engum vandræðum með að handsama boltann.
27. mín MARK!
Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
CAPTAIN FANTASTIC Vestramenn fá hornspyrnu, King tekur, Tufegdzic nær snertingu á boltann og boltinn berst á Elmar á fjærstöng og Elmar kemur boltanum í netið.
Fyrsta mark Elmars í tæp 2 ár!
23. mín
Mikil harka og barátta fyrstu 23 mínúturnar, Fylkismenn meira með boltann.
19. mín
Þórður Gunnar leikur listir sínar og tekur svo skot/fyrirgjöf sem fer rétt framhjá marki gestanna.
16. mín
Fylkismenn fá tvær hornspyrnur sem ekkert kemur upp úr.
11. mín
Ragnar Bragi með skot fyrir utan teig sem Eskelinen ver örugglega.
10. mín
Sigurbergur Áki með frábæran bolta á Nikulás sem sleppur í gegn en flaggaður rangstæður, réttilega sýnist mér.
6. mín
Nikulás Val með fast skot fyrir utan teig sem fer langt framhjá.
3. mín
Vestramenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins en heimamenn skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Tvær breytingar á Fylki - Óbreytt hjá Vestra Rúnar Páll þjálfari Fylkis gerir tvær breytingar frá síðasta deildarleik. Í byrjunarliðið koma þeir Sigurbergur Áki og Emil Ásmunds í stað Aron Snæs og Benedikts Daríusar sem er að koma til baka eftir meiðsli.

Vestri vann góðan 4-2 sigur á Stjörnunni í síðasta leik en Davíð Smári þjálfari Vestra heldur liði sínu óbreyttu frá þeim leik.
Andri Rúnar er utan hóps vegna veikinda.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Logi Tómasson spáir í spilin Fylkir 1 - 0 Vestri

Fylkismenn vinna þennan leik 1-0. Þetta verður lokaður leikur en Fylkismenn finna rammann á lokamínútunum, Ragnar Bragi óvæntur markaskorari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sex stiga leikur Fylkir tekur á móti Vestra í Árbænum á eftir í fyrirfram spennandi leik.

Fylkir er á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig. Rúnar Páll, þjálfari Fylkis segir liðið ekki hafa efni á því að tapa fleiri leikjum.

„Við höfum ekkert efni á að tapa mikið fleiri leikjum. Við verðum að vinna þessi lið í kringum okkur það er nokkuð ljóst og ætlum að safna stigum út úr þeim og verðum að gera það.“

Vestri vann frækinn 4-2 sigur á Stjörnunni í síðasta leik og er í 9. sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik fyrir vestan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta-deildin rúllar aftur af stað! Eftir rúmlega tveggja vikna landsleikjahlé fer Besta-deildin aftur af stað. Fimm leikir verða spilaðir í dag og verða þeir allir í þráðbeinni textalýsingu hér á fótbolti.net

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikir kvöldsins:

Besta-deild karla
18:00 Fylkir-Vestri (Würth völlurinn)
19:15 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
19:15 Fram-HK (Lambhagavöllurinn)
20:15 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde ('79)
7. Vladimir Tufegdzic ('74)
10. Tarik Ibrahimagic
13. Toby King
14. Johannes Selvén
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('79)
10. Gunnar Jónas Hauksson
11. Benedikt V. Warén ('74)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
16. Ívar Breki Helgason
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Ibrahima Balde ('47)
Pétur Bjarnason ('78)
Davíð Smári Lamude ('90)

Rauð spjöld: