Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
Keflavík
1
1
Þróttur R.
Ari Steinn Guðmundsson '55 1-0
1-1 Kostiantyn Iaroshenko '85
20.06.2024  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Sveinn Arnarsson
Áhorfendur: 205
Maður leiksins: Kostiantyn Iaroshenko
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
10. Valur Þór Hákonarson ('88)
19. Edon Osmani ('68)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
2. Gabríel Máni Sævarsson
9. Gabríel Aron Sævarsson ('88)
21. Aron Örn Hákonarson
23. Sami Kamel
25. Frans Elvarsson ('68)
50. Oleksii Kovtun

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Edon Osmani ('65)
Nacho Heras ('85)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Galdraspyrna Kostiantyn tryggði Þrótti stig
Hvað réði úrslitum?
Aðstæður? Reynsluleysi? Einstaklingsgæði? Allt atriði sem vel má velja úr en eins og alltaf samverkandi þættir sem leiða til niðurstöðu. Keflavík í góðri stöðu eftir að hafa komist yfir heldur ekki út þökk sé stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu eftir að lið Þróttar hafði brennt af góðum færum. Segjum við því ekki að þetta hafi bara verið sanngjörn niðurstaða? Í það er ég á því máli.
Bestu leikmenn
1. Kostiantyn Iaroshenko
Spilaði bara hálftíma en var X-faktorinn sem réði úrslitum í dag með frábærri aukaspyrnu sinni. Mér fannst líka sóknarleikur Þróttar skipta aðeins um gír við innkomu hans.
2. Ásgeir Orri Magnússon
Gat ekkert gert við marki Þróttar en var þess utan klettur í marki Keflavíkur og greip vel inní þegar á þurfti að halda. Er að öðlast stöðugleika í sinni frammistöðu og hefur gert vel í sumar.
Atvikið
Aukspyrnan klárlega. Af um 25 metra færi og í því sem næst samskeytin og inn. Frábært mark í alla staði. Töfrabrögð voru orð sem Sigurvin þjálfari Þróttar notaði í viðtali og verð ég að vera sammála því.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttur lyftir sér upp úr fallsæti á markatölu og setur lið Þórs niður í 11.sætið en bæði lið með 6 stig. Keflavík lyftir sér sömuleiðis upp um sæti og fer í 5.sætið með 10 stig.
Vondur dagur
Hjá heimamönnum var Axel Ingi Jóhannesson var í basli í hægri bakverðinum hjá Keflavík framan af leik en óx þó ásmegin er á leið. Þá var . Dagur Ingi Valsson fljótur að hverfa á vellinum eftir nokkuð góða byrjun hjá honum. Hjá gestunum gerði Cristofer Rolin lítið markvert fyrir mig annað en að eiga eina góða dýfu í fyrri hálfleik.
Dómarinn - 5,5
Mér fannst frammistaða Sveins vera svona hvorki né. Margir litlir dómar á vellinum sem ég var ekkert endilega sammála tríóinu. (Sófadómari með meiru skrifar) Hafði þó engin afgerandi áhrif á flæði leiksins. Setjum hann á miðju skalans og köllum það þokkalegt.
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson ('93)
7. Sigurður Steinar Björnsson ('60)
14. Birkir Björnsson
22. Kári Kristjánsson ('60)
25. Hlynur Þórhallsson
26. Samúel Már Kristinsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('46)
77. Cristofer Rolin ('82)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
4. Njörður Þórhallsson ('93)
9. Viktor Andri Hafþórsson ('60)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('82)
19. Ísak Daði Ívarsson ('46)
20. Viktor Steinarsson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('60)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Bjarki Reyr Jóhannesson
Eyjólfur Erik Ólafsson
Deyan Minev

Gul spjöld:

Rauð spjöld: