Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Víkingur R.
Besta-deild karla
KR
19:15 0
0
Fylkir
Besta-deild karla
Vestri
13' 0
0
Fram
Lengjudeild kvenna
Selfoss
9' 0
0
Grótta
Þróttur R.
1
0
Stjarnan
Freyja Karín Þorvarðardóttir '40 1-0
21.06.2024  -  18:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 15°C, skýjað og hæglátur vindur
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 119
Maður leiksins: Leah Maryann
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('64)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('80)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('45)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('45)
14. Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('80)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('64)
27. Íris Una Þórðardóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Ingunn Haraldsdóttir
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Deyan Minev
Alex Mar Bjarkason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttarar sigra á heimavelli! Þróttur vinnur hér 1-0 sigur á Stjörnunni.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Stjarnan í leit að jöfnunarmarki. Eru í erfiðleikum að brjóta niður Þróttarana.
90. mín
Það verða að lágmarki fimm mínútur í uppbótartíma.
84. mín
Þróttur fær horn.

Ekkert verður úr því.
82. mín
Leikurinn kominn aftur í gang og Erin getur haldið leik áfram.
81. mín
Erin liggur eftir samstuð í teignum og þarfnast aðhlynningar. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
80. mín
Inn:Þórdís Nanna Ágústsdóttir (Þróttur R.) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
79. mín
Þróttur fær horn.

Erin gerir vel og grípur boltann.
75. mín
Inn:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan) Út:Sóley Edda Ingadóttir (Stjarnan)
75. mín
Inn:Karlotta Björk Andradóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
74. mín
Langskot! Stjarnan að sækja. Kemur skot langt fyrir utan teig. Skotið hátt upp í loftið og Mollee grípur boltann.
70. mín
Stjarnan fær horn.

Þróttarar hreinsa.
67. mín
Þróttur fær horn.

Stjarnan hreinsar.
64. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
64. mín
Inn:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Stjarnan) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
64. mín
Inn:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan) Út:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan)
62. mín
Rétt framhjá! Aftur eru Þróttarar að láta vaða fyrir utan teig. Í þetta sinn er það Lea Björt sem á bylmingsfast skot sem sleikir stöngina og fer rétt framhjá.
60. mín
Skot fyrir utan teig! Gott hlaup hjá Freyju Karín sem gefur boltann á Ísabellu. Hún á skot í átt að marki Stjörnunar. Skotið er fast en boltinn yfir markið.
55. mín
Færi! Stjarnan að ógna. Góð spyrna inn á teig Þróttara. Þar skapast mikil hætta er boltinn skoppar á milli leikmanna. Eftir léttan darraðadans hreinsa Þróttarar.
51. mín
Hætta! Þróttarar komnar í þrjár á móti þremur. Lea Björt með hlaup upp hægri og gefur fyrir. Spurning hvort hún hefði bara átt að láta vaða en Stjarnan hreinsar
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þróttur byrjar með boltann.
45. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Ein skipting gerð í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þá er komin hálfleikur í Laugardalnum. Þróttarar leiða þegar liðin ganga til búningsklefa eftir frekar rólegan fyrri hálfleik. Þróttarar meira með boltann og sókndjarfari en Gestirnir varist vel.

Tökum korterspásu og komum aftur að vörmu spori!
43. mín
Langskot Skot langt fyrir utan teig. Caroline lætur vaða, hittir hann vel en Erin ver vel í markinu.
40. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Þróttur komið yfir! MAAAAARK. Ísinn brotinn!

Hornið kemur inn á teigin og þar er Freyja. Hún hittir boltann og hann fer í átt að marki. Stjörnukonur nærri því að hreinsa á línu en boltinn endar í netinu!

1-0!
40. mín
Þróttur fær horn.

38. mín
Leah komin í vænlega stöðu úti vinstra megin en er dæmd rangstæð.
35. mín
Nokkuð jafn leikur hingað til. Tiltölulega lítið um færi og ekki margt gerst. Þróttarar sókndjafnari en gestirnir, en eru í erfiðleikum að skapa sér almennileg færi.
28. mín
Stjarnan fær horn.

Mollee kýlir í burtu.
24. mín
Stjarnan að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Kjörið tækifæri til að koma boltanum inn á teigin.

Góð spyrna inn á teigin. Boltinn berst á Esther sem fær hann eiginlega bara í sig og boltinn í átt að marki en Mollee grípur.
21. mín
Frábær sprettur! Caroline Murray með rosalegan sprett upp vinstri kantinn. Sýndi svakalegan hraða og kom honum svo fyrir. Fámennt inni á teignum og Gestirnir hreinsa.
15. mín
Lítið að gerast um þessar mundir. Þróttur heldur vel í boltann.
11. mín
Sæunn komin inn fyrir vörn Þróttar en er rangstæð.
9. mín
Góð sókn! Vel spilað hjá Þrótturum. Vinna boltann á sínum vallarhelming og spila sig frábærlega upp völlinn. Boltin berst inn á teiginn en enginn nær til hanns og Stjarnan hreinsar.
6. mín
Rétt yfir! Leah Maryann með gott skot sem fer rétt yfir markið.
4. mín
Þróttur fær horn.

Gestirnir hreinsa.
2. mín
Stjarnan fær horn.

Hætta skapast inn á teig Þróttara en flaggið fer á loft.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Fyrirliði Þróttar heiðruð! Álfhildur Rósa fær hér blómvönd en þetta er 200. leikur hennar fyrir félagið.
Fyrir leik
Styttist í upphafsflautið! Liðin ganga nú inn á völlinn. Þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Fínustu aðstæður í Laugardalnum! 15°C, skýjað og hæglátur vindur hér í Laugardalnum.
Fyrir leik
Guðmunda Brynja spáir í spilin! Fyrrum landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir, nú leikmaður HK í Lengjudeildinni, er spákona umferðarinnar! Hún spáir Þrótti sigri hér í kvöld.

Þróttur 2 - 1 Stjarnan
Þróttarar eru komnar á skrið og byrjaðar að skora. Á meðan það er smá lægð hjá Stjörnunni. Kristrún heldur áfram að skora fyrir Þrótt. Þetta verður erfiður iðnaðarsigur fyrir þrótt 2-1. Anna María skorar úr horni fyrir Stjörnuna.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Dómarateymið Atli Haukur Arnarsson dæmir leikinn hér í kvöld og eru það þeir Bergur Daði Ágústsson og Tryggvi Elías Hermannsson sem verða honum til aðstoðar. Varadómari er Jakub Marcin Róg og Eftirlitsmaður er Bergur Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttur R. Þróttur hefur verið í brasi það sem af er tímabili. Þróttur er í síðasta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og er þar með 4 stig. Þróttarar hafa hins vegar verið að gera góða hluti í Mjólkurbikarnum og eru komnar í undanúrslit þar sem þær munu mæta Val á Hlíðarenda í lok júní. Þróttur mætti geysisterku liði Breiðabliks í síðustu umferð þar sem Blikar unnu 3-0. Þróttarar hafa hins vegar, þrátt fyrir slaka stigasöfnun, verið að sýna góða takta í sumar og geta hæglega farið að næla sér í stig. Verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn spilast hér í kvöld!
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnunni var spáð 5. sætinu af spekingum fótbolta.net fyrir tímabil. Þær sitja í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld, þremur stigum frá Víkingi. Stjarnan mætti góðu liði Þór/KA í síðustu umferð. Þar enduðu leikar 4-1 fyrir Þór/KA. Stjarnan getur með sigri jafnað Víking að stigum. Stjarnan hefur tapað tveimur seinustu leikjum og vilja þær örugglega bæta úr því hér í kvöld. Því má búast við hörkuleik á eftir!
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðuregin Þróttar og Stjörnunar í Bestu deild kvenna! Leikurinn fer fram á Avis-vellinum í Laugardalnum og hefst kl. 18:00

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir ('75)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('64)
21. Hannah Sharts
22. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('75)
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('64)

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir ('64)
14. Karlotta Björk Andradóttir ('75)
19. Hrefna Jónsdóttir ('75)
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('64)
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: