Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Þór/KA
3
1
Fylkir
Hildur Anna Birgisdóttir '23 1-0
1-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir '39
Hulda Björg Hannesdóttir '72 2-1
Lara Ivanusa '78 3-1
21.06.2024  -  18:00
VÍS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Maður leiksins: Hildur Anna Birgisdóttir
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('81)
7. Amalía Árnadóttir ('46)
10. Sandra María Jessen (f) ('81)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa
16. Lidija Kulis
17. Emelía Ósk Kruger ('64)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('46)
20. Bryndís Eiríksdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
12. Shelby Money (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('81)
3. Kolfinna Eik Elínardóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('64)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('81)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('46)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Hannes Bjarni Hannesson
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Þórs/KA staðreynd. Heimakonum tókst að klára þetta í lokin.
90. mín
Sex mínútum bætt við
89. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
87. mín
Abigail Patricia Boyan lá hérna eftir og leikurinn búinn að vera stopp í nokkrar mínútur. Hún er komin aftur inn á.
84. mín
Hulda Ósk fer illa með tækifæri, virtist ætla bara að hlaupa með boltann inn í markið en Tinna Brá var fyrir.
81. mín
Inn:Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA) Út:Sandra María Jessen (Þór/KA)
81. mín
Inn:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Út:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA)
78. mín MARK!
Lara Ivanusa (Þór/KA)
MAAARK! Lara með skot fyrir utan teiginn. Fer yfir Tinnu í markinu, hún lyftir upp höndunum og boltinn fer á milli. Ansi klaufalegt.
77. mín
Inn:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
72. mín MARK!
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
MAAARK! Þór/KA komið með forystuna! Sandra María með skalla í slá eftir horn og boltinn dettur fyrir Huldu sem skorar af stuttu færi.
69. mín
Lidija Kulis með bjartsýnisskot af löngu færi. Hátt yfir.
68. mín
Sandra María tekur smá gabbhreyfingu á teignum og setur boltann innfyrir vörnina þar sem Karen María mætir en hún nær ekki skoti á markið.
65. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir)
Skipting hjá gestunum
64. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA)
Emelía Ósk þarf að fara af velli. Karen María kemur inn á í hennar stað, ný komin eftir botnlangakast.
63. mín
Emelía Ósk Kruger liggur eftir. Virtist fá krampa, stóð upp en lagðist aftur.
61. mín
Signý Lára með bjartsýnisskot. Beint á Hörpu.
57. mín
Þór/KA í hörku sókn. Tvær á tvær. Hulda Ósk með boltann og ætlar að leggja hann út á Söndru Maríu en Kayla Buster kemst fyrir.
56. mín
Þór/KA fær hornspyrnu Boltinn fer yfir allan pakkann og í innkast
52. mín
Gengur illa hjá Þór/KA að binda endahnútinn á sóknirnar sínar í þessum leik.
46. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Út:Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
46. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
Tvöföld skipting hjá Þór/KA í hálfleik
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Komum með þann síðari að vörmu spori.
43. mín
Tvö langskot hjá Þór/KA með stuttu millibili en eru ekki að valda Tinnu neinum vandræðum.
39. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
MAAARK! Gestirnir jafna metin. Harpa kýlir boltann út en ekki langt, boltinn fer af hnéinu á Huldu og Guðrún Karítas nær að ýta boltanum yfir línuna.
38. mín
Þórhildur Þórhallsdóttir með gott skot en Harpa ver vel í horn
37. mín
Hildur Anna fékk nokkrar tilraunir til að setja boltann fyrir en alltaf komst Fylkismaður fyrir og færið rann út í sandinn að lokum.
35. mín
Þór/KA fær hornspyrnu
32. mín
Sandra María komin inn á teiginn en á laust skot sem Tinna Brá á ekki í neinum vandræðum með. Andartökum áður var vandræðagangur á varnarleik Þórs/KA en Guðrún Karítas tókst ekki að nýta sér það.
29. mín
Tinna Brá markvörður Fylkis með aukaspyrnu á miðjum vellinum og rennur um leið og hún spyrnir í boltann. Boltinn fer nánast beint á Löru Ivanusa sem nær ekki góðum tökum á boltanum til að fara beint í skotið.
28. mín
Guðrún Karítas leggur boltann fyrir sig inn á teignum en Þór/KA nær að koma boltanum frá í tæka tíð.
23. mín MARK!
Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA)
MAAAARK! Hildur Anna með glæsilegt mark! Fast skot fyrir utan teiginn. Set spurningamerki við Tinnu Brá í marki Fylkis. Boltinn fer sýnist mér bara nánast beint á hana, spurning hvort hún sjái boltann seint eða einhver stefnubreyting trufli hana.
18. mín
Fylkir vill fá vítaspyrnu. Slök sending til baka hjá Hildi Önnu. Guðrún Karítas kemst í boltann og er komin inn á teiginn, Hulda Björg er að toga eitthvað í hana en ekkert dæmt.
16. mín
Sandra María með skalla beint á Tinnu Brá eftir sendingu frá Margréti
14. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á hættulegum stað Agnes Birta braut á Helgu Guðrúnu. Abigail Patricia Boyan með fínt skot en boltinn rétt framhjá.
10. mín
Fylkir fær sína fyrstu hornspyrnu Boltinn fer á nærstöngina, Þór/KA á í smá vandræðum með að koma boltanum frá en það tekst á endanum
6. mín
Þór/KA verið með yfirhöndina fyrstu mínúturnar án þess að ógna marki Fylkis. Heimakonur hafa fengið nokkrar hornspyrnur sem þær hafa ekki náð að nýta vel.
2. mín
Þór/KA byrjar af krafti. Fyrirgjöf sem er hreinsuð í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
100 mörk Sandra María Jessen heiðruð hérna fyrir leikinn ng fær blómvönd. Hún skoraði sitt 100. mark fyrir Þór/KA í efstu deild á dögunum og bætti síðan við 101. marki sínu í kjölfarið
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að ganga út á völlinn
Fyrir leik
Byrjunarlið Fylkis Það er ein breyting á liði Fylkis sem tapaði 4-1 gegn Val í Árbænum í síðustu umferð. Eva Rut Ásþórsdóttir fær sér sæti á bekknum og Klara Mist Karlsdóttir kemur inn í hennar stað.
Mynd: Fylkir

Fyrir leik
Byrjunarlið Þórs/KA Hildur Anna Birgisdóttir kemur inn í byrjunarlið Þór/KA eftir frábæra frammistöðu gegn Stjörnunni í síðustu umferð þar sem hún kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks. Hún skoraði og lagði upp í 4-1 sigri. Amalía Árnadóttir kemur einnig inn í liðið.

Bríet Jóhannsdóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir setjast báðar á bekkinn. Þá er einnig markmannsskipting, Harpa Jóhannsdóttir er í rammanum á kostnað Shelby Money.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hildur Anna Birgisdóttir
Fyrir leik
Guðmunda Brynja spáir í spilin Fyrrum landsliðskonan Guðmunda Brynja Óladóttir, nú leikmaður HK í Lengjudeildinni, spáir í leiki umferðarinnar. Hún lék á sínum tíma 149 leiki og skoraði 65 mörk í efstu deild.

Þór/KA 3 - 0 Fylkir
Þægilegur sigur fyrir Þór/KA. Alltaf erfitt að fara norður og hvað þá að mæta einum besta leikmanni deildarinnar sem heldur áfram að skora i þessu leik. 3-0 og Sandra María skorar 2 og Hulda 1.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Dómarateymið Brynjar Þór Elvarsson verður með flautuna hér í kvöld. Sigurjón Þór Vignisson og Magnús Hilmar Felixson verða honum til aðstoðar. Aðalsteinn Tryggvason er fjórði dómari og Bragi Bergmann er eftirlistmaður KSÍ.
Fyrir leik
Fylkir Fylkir er í miklu brasi en liðið er í næst neðsta sæti aðeins með fimm stig. Liðið hefur tapað síðustu fimm leikjum eftir að hafa unnið Keflavík í 3. umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þór/KA Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar en liðið vann Stjörnuna 4-1 í Garðabæ í síðustu umferð. Liðið er þremur stigum á eftir Val og sex stigum á eftir Breiðabliki sem tapaði gegn Víkingi í gær.

Sandra María Jessen er markahæsti leikmaður deildarinnar en hún hefur farið hamförum og skorað 12 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og Fylkis í Bestu deild kvenna. Leikurinn er liður í níundu umferð deildarinnar en hann fer fram á Akureyri.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Klara Mist Karlsdóttir ('65)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('89)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('77)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
4. Sigrún Helga Halldórsdóttir
8. Marija Radojicic ('65)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('89)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir ('77)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: