Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
Lengjudeild karla - Umspil
Keflavík
LL 0
1
Afturelding
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Víkingur R.
LL 1
2
Valur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Breiðablik
LL 4
2
FH
FH
3
1
Fylkir
Sigurður Bjartur Hallsson '11 1-0
1-1 Arnór Breki Ásþórsson '73
Arnór Borg Guðjohnsen '76 2-1
Kjartan Kári Halldórsson '85 3-1
23.06.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 11° skýjað og smá gola. Grasið er auðvitað í toppstandi
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('89)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('74)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('68)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('74)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('68)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason ('89)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Númi Már Atlason

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar sigra hér í dag! Leikurinn var lokaður í svona 70 mínútur en eftir að Fylkismenn jafna þá kviknar á FH-ingum. Þeir keyrðu svo bara á Fylkismennina og náðu tveimur góðum mörkum.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
93. mín
FH-ingar vinna boltan ofarlega á vellinum og boltinn berst á Ástbjörn úti hægra megin. Hann kemur með skemmtilega fyrirgjöf sem Ólafur þarf að hafa sig allan við í að blaka frá og Fylkismenn hreinsa.
92. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
91. mín
Uppbótartíminn verður að lágmarki 4 mínútur
89. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
85. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Eru þeir að klára þetta núna!? Ástbjörn kemur upp hægri kantinn og setur boltan fyrir. Fylkismenn eru í boltanum en ná ekki að hreinsa þannig boltinn hröklast bara til Kjartans inn í markmannsteignum. Hann snýr sér til að ná valdi á boltanum og þrumar boltanum í netið!
83. mín
Flott sókn hjá FH-ingum! Úlfur kemur með flotta sendingu inn á teig á Arnór Borg sem nær skoti á markið en Ólafur ver vel frá honum.
80. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
76. mín MARK!
Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
FH-ingar ekki lengi að svara! FH-ingar taka hornspyrnu sem þeir sveifla inn í teig en Ásgeir skallar frá. Ragnar Bragi framlengir svo hreinsunina en boltinn dettur beint fyrir Loga sem tekur skotið. Það fer í varnarmann og þá dettur boltinn til Arnórs sem þrumar í boltann og Ólafur á ekki séns í þetta skot!
74. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
73. mín MARK!
Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Stoðsending: Benedikt Daríus Garðarsson
ÞVÍLÍK NEGLA!!!! Fylkismenn búnir að vera að sækja töluvert upp á síðkastið og þeir setja boltan fyrir teiginn. Þá hreinsa FH-ingar en Arnór tekur bara skotið fyrir utan teig. Algjör negla sem syngur í fjærhorninu.
68. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
65. mín
Þvílíkt double save hjá Sindra!!! Fylkismenn setja fastan bolta inn í teig og boltinn skýst af Ólafi og er á leiðinni í netið. Sindri kemur með svakalega viðbragðs vörslu en sóknin er ekki búinn. Fylkismenn ennþá í dauðafæri, skotið kemur að marki og Sindri ver aftur.

Stórkostleg markmanns frammistaða hér!
62. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
62. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
58. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
58. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
57. mín
Alvöru færi þarna fyrir Úlf! Kjartan Kári setur boltan fyrir og Ásgeir fær boltan bara í sig. Boltinn skoppast á Úlf sem tekur skotið en það er varið.
57. mín
Björn Daníel með þrumuskot af löngu færi en boltinn siglir rétt yfir markið.
55. mín
Ekkert kom úr því horni.
54. mín
Fylkismenn fá horn og Arnór tekur þessa spyrnu. Hann sveiflar boltanum á fjærstöngina og FH-ingar skalla aftur fyrir. Annað horn.
46. mín
Ísak liggur í grasinu eftir að hafa fengið höfuðhögg, hann fær aðhlynningu en er fljótur aftur á lappir.
46. mín
Hálfleikur
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það verður bara að segjast eins og er, gæðalítill fyrri hálfleikur að baki. FH-ingar leiða en það hefur verið lítið sem skemmtir manni í þessum hálfleik. Vonandi fara þjálfararnir vel yfir málin í hálfleik og liðin koma brjáluð út í seinni.
41. mín
Svakalegt færi hjá Fylki! Þórður Gunnar keyrir með boltan á vörnina og tekur svo skotið. Það fer í Ólaf og skýst svo út á Nikulás inn í teig. Nikulás er einn gegn Sindra og tekur skotið en Sindri ver mjög vel frá honum.
40. mín
Þórður Gunnar nálægt því að sleppa í gegn einn gegn markmanni en Sindri gerir vel. Kemur út úr markinu og hreinsar.
38. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Tosar ítrekað í treyjuna á Præst sem var á leiðinni í skyndisókn.
34. mín
Hann setur boltan inn í teig og úr verður smá skallatennis leikur. Boltinn dettur svo fyrir Björn Daníel sem á lúmskt skot rétt framhjá fjærstönginni.
33. mín
FH-ingar fá hornspyrnu, Böðvar ætlar að taka.
27. mín
Ólafur Kristófer kemur vel út úr markinu til að hreinsa boltan en hann endar bara beint á Birni Daníel. Ólafur er þá í vondri stöðu og Björn reynir að chippa hann frá mjög löngu færir, en skotið fer framhjá.
23. mín
Fylkir fær aukaspyrnu nálægt miðlínu og Arnór Breki tekur þessa spyrnu. Hann sveiflar boltanum in í teig og boltinn dettur frekar óvænt fyrir Ásgeir, hann fær þá boltan meira í sig heldur en að hann skýtur og boltinn framhjá.
22. mín
Lúmskt færi fyrir FH, Fylkismenn tapa boltanum bara inn í eigin teig. Ástbjörn kemur þá á ferðinni og tekur skotið sem er mjög fast en líka langt framhjá.
19. mín
MARK fyrir FH en dæmt af Vuk fær boltan inn í teig, leggur boltan niður og rúllar honum snyrtilega í fjærhornið. Hann lagði hinsvegar boltan fyrir sér með hendinni þannig Erlendur dæmir réttilega aukaspyrnu fyrir Fylki.
14. mín
Dauðafæri fyrir Fylki!! Orri þræðir boltan upp kantinn á Præst sem er kominn inn í teiginn vinstra megin. Sindri kemur svo skrýngilega mikið út á móti honum þannig Præst setur hann bara aftur á Orra sem er með autt mark fyrir framan sig en hann skýtur í varnarmannn. Boltinn skýst þá til Emils sem er líka í góðu færi en aftur fer skotið í varnarmann.
11. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Úlfur Ágúst Björnsson
Þarna eiga Fylkismenn að gera betur!! Kjartan Kári kemur upp vinstri kantinn og setur boltan fyrir. Þar fleyti Böðvar boltanum áfram með skalla og Úlfur er í dauðafæri. Hann hinsvega nær ekki boltanum almennilega undan sér en boltinn hröklast á Sigurð sem plasserar boltan í netið.

Fylkismenn áttu fullt af sénsum þarna til að hreinsa en voru bara ekki nógu aggressívir.
5. mín
Uppstilling liðanna Uppstilling FH 4-4-2
Sindri
Ástbjörn - Ísak - Ólafur - Böðvar
Vuk - Logi - Björn - Kjartan
Úlfur - Sigurður

Uppstilling Fylkis 4-4-2
Ólafur
Birkir - Ásgeir - Sigurbergur - Arnór
Þórður - Ragnar - Præst - Orri
Emil - Nikulás
2. mín
Fylkismenn sækja hratt og Præst kemur boltanum yfir á Þórð sem tekur skotið inn í teig, en í varnarmann og Fylkismenn fá horn.

Þeir setja boltan inn í teig úr horninu en Sindri kemur vel út og kýlir boltan frá.
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur flautar leikinn af stað og það eru Fylkismenn sem taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði en bakverðirnir tveir sem voru í banni í síðasta leik koma aftur inn í liðið. Það eru þeir Ástbjörn Þórðarson og Böðvar Böðvarsson. Dusan Brkovic sest á bekkinn en Arngrímur Bjartur Guðmundsson er ekki í hóp.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis gerir eina breytingu á sínu liði en Orri Sveinn Segatta er ekki með í dag. Hans í stað kemur Birkir Eyþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 leikjum þessara liða í efstu deild hafa FH-ingar unnið fjóra leiki, Fylkir unnið þrjá leiki og liðin hafa skilið jöfn þrisvar. Markatalan í þessum leikjum er þannig að FH hefur skorað 18 mörk og Fylkismenn skorað 16 mörk.

24.07.23 FH - Fylkir 2-4
24.04.23 Fylkir - FH 4-2
18.07.21 FH - Fylkir 1-0
01.05.21 Fylkir - FH 0-2
21.09.20 Fylkir - FH 1-4
13.07.20 FH - Fylkir 1-2
18.08.19 FH - Fylkir 2-1
26.05.19 Fylkir - FH 2-2
19.08.18 Fylkir - FH 1-1
28.05.18 FH - Fylkir 1-1
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari þessa leiks verður Erlendur Eiríksson en honum til aðstoðar verða Eðvarð Eðvarðsson og Patrik Freyr Guðmundsson.

Eftirlitsmaður er Jón Sigurjónsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson leikmaður Norrköping í Allsvenskunni er sérlegur spámaður okkar fyrir þessa umferð. Þetta er það sem hann hafði að segja um þennan leik.

FH 2 - 2 Fylkir
Rúnar Páll nær i flott stig þar sem Sigurbergur Áki setur mark fyrir Fylki.
Mynd: Guðmundur Svansson
Fyrir leik
Fyllkismenn finna leiðir til að vinna Útlitið var svart þegar 7 leikir voru búnir af mótinu og Fylkismenn voru aðeins með 1 stig. Síðan þá hafa þeir hinsvegar unnið tvisvar af síðustu þremur leikjum og hafa fært sig úr neðsta sæti deildarinnar. Með sigri í dag gætu Fylkismenn farið upp í 10 stig og farið upp fyrir Vestra á markatölu. Það væri þá í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þeir myndu færa sig úr fallsæti.

Markaskorun hefur verið ákveðinn höfuðverkur fyrir Árbæinga en markahæsti leikmaður þeirra er daninn Matthias Præst með þrjú mörk. Næst koma tveir með tvö mörk en rest hefur aðeins skorað eitt eða ekkert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Langt síðan FH vann FH byrjaði tímabilið mjög vel en upp á síðkastið hafa þeir verið í brasi. Liðið hefur ekki unnið 5 leiki í röð en síðast unnu þeir 4. maí 3-2 sigur gegn Vestra. Síðan þá hafa þeir aðeins sótt 2 stig sem gerir að verkum að þeir sitja í 6. sæti deildarinnar með 14 stig.

Markahæstu leikmenn Hafnfirðinga hingað til eru þrír leikmenn sem allir hafa skorað fjögur mörk en það eru: Úlfur Ágúst Björnsson, Sigurður Bjartur Hallsson og Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lokaleikur 11. umferðar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Fylkis í 11. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Kaplakrikavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('92)
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('58)
16. Emil Ásmundsson ('62)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('62)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('58)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('92)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('58)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('58)
25. Þóroddur Víkingsson ('62)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('62)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('80)

Rauð spjöld: