Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Besta-deild karla
FH
LL 3
1
HK
Besta-deild karla
Fylkir
LL 3
0
ÍA
Víkingur R.
3
2
Stjarnan
0-1 Hulda Hrund Arnarsdóttir '18
Hafdís Bára Höskuldsdóttir '41 1-1
1-2 Esther Rós Arnarsdóttir '42
Shaina Faiena Ashouri '65 2-2
Selma Dögg Björgvinsdóttir '67 3-2
26.06.2024  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: 12°C, sólskin, hægur vindur og léttskýjað
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Selma Dögg Björgvinsdóttir
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('84)
16. Rachel Diodati
21. Shaina Faiena Ashouri
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('63)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('63)

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir ('63)
13. Linda Líf Boama ('84)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Ingólfur Orri Gústafsson
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur sigrar á heimavelli! Fjörugum leik lokið hér í Fossvogsdalnum. Víkingur bar sigur úr býtum eftir tvö mörk með stuttu millibili í seinni.

Viðtöl og skýrsla væntanleg!
92. mín
Sláin!! Úlfa með skot langt fyrir utan teig. Geggjað skot sem hafnar í slánni!
90. mín
Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Stjarnan í leit að jöfnunarmarki! Eru í smá erfiðleikum að brjóta niður Víkingskonur.
84. mín
Inn:Linda Líf Boama (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
83. mín
Skot á mark Góð sókn hjá Stjörnunni. Spila sig upp völlinn og endar með skoti frá Esther. Skotið meðfram jörðinni en nokkuð laust og Birta ver.
78. mín
Víkingur fær horn.

Boltinn berst á Gígju, sem er fyrir utan teig, og hún tekur skot í fyrsta. Fast skot en boltinn yfir
77. mín
Stjarnan við það að komast í vænlega stöðu en Esther er rangstæð.
73. mín
Inn:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Erla Clausen (Stjarnan)
67. mín MARK!
Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Þær eru komnar yfir!! Hvílíkar mínútur!!

Selma Dögg fær boltann inn á teig Stjörnunar og klárar vel framhjá Auði í markinu!
3-2!
65. mín MARK!
Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
Allt orðið jafnt!!! MAAAARK Víkingur jafnar!

Góð skyndisókn hjá heimakonum! Boltin kemur í gegn og tekur Auður úthlaup úr marki Stjörnunar, Hafdís er hins vegar sneggri og nær til boltanns á undan. Hún leggur hann á Shaina sem klárar í opið markið.
63. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
Víkingur gerir tvöfalda skiptingu,
63. mín
Inn:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
62. mín
Víkingur að fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Kjörið tækifæri til að koma boltanum inn á teigin.

Kemur fyrirgjöf inn á teigin en Stjarnan hreinsar.
59. mín
Stjarnan fær horn.

Heimakonur hreinsa.
55. mín
Langskot Rachel með tilraun fyrir utan teig. Boltinn framhjá.
49. mín
Færi! Víkingur fær horn.

Gott horn inn á teiginn og berst á Shaina. Hún skýtur og boltinn í slánna! Boltinn skoppar aftur út í teig og eiga Víkingskonur skot á mark en gestirnir bægja hættunni frá.
46. mín
Svipmyndir úr fyrri hálfleik! Tryggvi már Gunnarsson, ljósmyndari, er á leiknum!

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Stjarnan rúllar þessu í gang.
45. mín
Inn:Karlotta Björk Andradóttir (Stjarnan) Út:Sóley Edda Ingadóttir (Stjarnan)
Stjarnan gerir tvöfalda skiptingu í hálfleik
45. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Fossvoginum! Snilldarendir á hálfleiknum! tvö mörk með MJÖG stuttu millibili. Stjarnan leiðir er liðin ganga til búningsherbergja.

Tökum korterspásu og komum svo með seinni hálfleikin!
42. mín MARK!
Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan)
HVAÐ ER Í GANGI?!?! Galið mark!! Stjarnan endurheimtir forystuna!

Víkingskonur nýbúnar að skora. Stjarnan tekur miðju og boltinn berst á Esther. Hún gerir sér lítið fyrir og þrusar boltanum vel fyrir utan teig beint upp í samskeytin. Litla markið!! Gestirnir komnir yfir á ný
41. mín MARK!
Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
Heimakonur jafna! Góð fyrirgjöf inn á teiginn og Hafdís nær til boltanns. Hún gerir vel og hælar hann inn á fjær!
37. mín
Heimakonur verið töluvert mikið meira með boltann síðastliðnar mínútur. Eru í leiti að jöfnunarmarki en eiga í erfiðleikum með að brjóta niður varnarmúr Stjörnunar.
33. mín
Stjarnan fær horn.

Heimakonur bægja hættunni frá.
27. mín
Hætta! Víkigskonur í stórhættulegri sókn! Spila sig vel upp völlinn og koma boltanum inn á teigin. Boltinn berst á Hafdísi sem á skot í varnarmann. Boltinn aftur út í teigin en Heimakonur ná ekki að nýta sér færið.
24. mín
Bergdís Sveinsdóttir með fyrirgjöf inn á teig gestanna. Hættulegur bolti en Auður gerir vel og grípur hann.
18. mín MARK!
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Gyða Kristín Gunnarsdóttir
Gestirnir taka forystuna!!! MAAAAAAARKK!

Stjarnan komin yfir. Hornspyrna kemur inn á teiginn. Heimakonur ná ekki að hreinsa boltann og boltinn á flakki inn á teignum. Hulda nær svo til hanns og klárar vel!

0-1!
12. mín
Rétt yfir! Víkingskonur að sækja. Bergdís Sveins gerir vel úti hægra megin og gefur boltann inn á völlinn, á Shaina. Hún á skot í átt að marki en boltinn yfir.
9. mín
Farið rólega af stað hér í Fossvoginum. Heimakonur meira með boltann en mikil orka í gestunum.
3. mín
Víkingskonur fá horn en Stjarnan hreinsar.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur byrjar með boltann.
Fyrir leik
Styttist í upphafsflautið! Leikmenn ganga nú inn á völlinn. Þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Flotttar aðstæður í Víkinni! 12°C, sólskin, hægur vindur og léttskýjað! Fáum vonandi hörkuleik hér í kvöld!
Fyrir leik
Elín spáir í spilin! Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, markahæsti leikmaður 2. deildar kvenna er spákona umferðarinnar! Hún spáir Víkingum sigri hér í kvöld.

Víkingur R. 1 - 0 Stjarnan
Stjarnan ekki unnið lengi þannig þær mæta sterkar til leiks. Víkingur alltaf solid á heimavelli og erfitt að sækja stig þangað þannig þetta verður hörkuleikur en ég held að Víkingskonur ná að sigla þessu heim. Sjálfstraustið eflaust hátt eftir seinasta leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Víkingur hafði betur fyrr í sumar Liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þetta árið og voru það Víkingskonur sem höfðu betur. Leikurinn endaði 1-2 fyrir Víking, eftir mörk frá Sigdísi Evu og Hafdísi Báru. Henríetta Ágústsdóttir skoraði mark Stjörnunar.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er dómari leiksins hér í kvöld og eru það þeir Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og Ricardas Kanisauskas sem verða honum til aðstoðar. Varadómari er Guðmundur Páll Friðbertsson og eftirlitsmaður kvöldsins er Kristján Halldórsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan mætti Þrótturum í síðustu umferð og tapaði þar 1-0 eftir bragðdaufan leik. Liðið er í 8. sæti deildarinnar fyrir leikinn hér í kvöld. Stjarnan er þremur stigum frá Víkingi og geta því jafnað þær að stigum með sigri hér í kvöld. Stjarnan hefur ekki verið að ná í úrslit undanfarið og hafa tapað síðustu þremur leikjum. Þær vilja því pottþétt rétta úr kútnum með sigri hér í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingi var spáð 7. sætinu af spekingum fótbolta.net fyrir tímbailið. Víkingskonur sitja í 5. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 9 umferðir fyrir leikinn í kvöld. Víkingur vann frænkin sigur á toppliði Breiðabliks í síðustu umferð og voru þær fyrsta liðið til þess að sigra Blikana í sumar. Þar voru það þær Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg sem voru á skotskónum fyrir Víkingana.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Hamingjan heilsar! Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á viðureign Víkings og Stjörnunar í Bestu deild kvenna! Leikurinn fer fram á Víkingsvellinum í Fossvoginum og hefst kl 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir ('45)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('45)
21. Hannah Sharts
22. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
39. Katrín Erla Clausen ('73)

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('45)
7. Henríetta Ágústsdóttir ('73)
14. Karlotta Björk Andradóttir ('45)
19. Hrefna Jónsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: