Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Grindavík
3
1
ÍBV
Dennis Nieblas '34 1-0
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '81 2-0
2-1 Vicente Valor '83
Kwame Quee '93 3-1
26.06.2024  -  18:00
Stakkavíkurvöllur-Safamýri
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sambamýrin klikkar aldrei, Sól og læti
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Aron Dagur Birnuson, Grindavík
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
5. Eric Vales Ramos
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
11. Símon Logi Thasaphong ('63)
13. Nuno Malheiro ('73)
16. Dennis Nieblas
17. Hassan Jalloh ('63)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Matevz Turkus
26. Sigurjón Rúnarsson ('53)
30. Ion Perelló

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
7. Kristófer Konráðsson ('53)
9. Adam Árni Róbertsson ('63)
18. Christian Bjarmi Alexandersson ('73)
21. Marinó Axel Helgason
77. Kwame Quee ('63)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Hávarður Gunnarsson
Bjarki Aðalsteinsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Eric Vales Ramos ('48)
Adam Árni Róbertsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Guðgeir flautar leikinn af, Grindavík með frábæran sigur gegn ÍBV!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

97. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
93. mín MARK!
Kwame Quee (Grindavík)
Kwame að klára þetta! Kwame er búinn að eiga svakalega erfitt uppdráttar síðan hann kom inná, smá mistök í vörninni og Kwame fær hann rétt fyrir utan teiginn og situr hann í fjær og Jón er í honum en boltinn rennur í netið! 3-1
90. mín
+9 heilar mínútur takk fyrir takk, hellingur af tíma fyrir fleiri mörk.
88. mín
Langt innkast hjá Felix sem Sigurður skallar en Aron ver.
83. mín MARK!
Vicente Valor (ÍBV)
Litlu gæðin! Hann lætur Ion Perreló fara í hring og labbar síðan framhjá honum og situr hann síðan í fjær, geðveikt skot! Þetta er aftur orðinn leikur!
81. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Christian Bjarmi Alexandersson
Dagur með vippuna yfir Jón Christian með fullkomna sendingu í gegn á Dag sem sér að Jón stígur rétt úr markinu og chippar honum yfir hann frábært mark!
78. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
78. mín Gult spjald: Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
77. mín
Það er hiti, Oliver fellir Ion Perreló og Adam Árni ýtir síðan Oliver harkalega.
75. mín
Víðir með sinni fyrstu snertingu hörkuskot sem Aron ver enn og aftur, Aron Dagur er að halda Grindvíkingum inn í þessu hér í seinni.
73. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
73. mín
Inn:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík) Út:Nuno Malheiro (Grindavík)
72. mín
Oliver! Oliver var aleinn og hafði bara átt að hamra á markið en reynir að sitja hann fyrir sem er lesið og hann fær hann aftur en á laflaust skot beint á Aron.
70. mín
Nuno er held ég búinn í dag, heldur aftan um lærið og gætið hafa tognað, Grindavík er að undirbúa aðra skiptingu.
67. mín
Litla varslan! Alvöru sending hjá Felix inn á Eyþór sem hefur tíma til að snúa og skýtur en Aron ver frábærlega!
63. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
63. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Grindavík) Út:Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
63. mín
Inn:Kwame Quee (Grindavík) Út:Hassan Jalloh (Grindavík)
62. mín
Frábærlega vel gert hjá Dag Inga sem leggst á varnarmanninn og býr til alvöru pláss fyrir skotið en hamrar honum framhjá.
61. mín
Tvöföld breyting á leiðinni hjá Grindavík og ein hjá ÍBV
58. mín
Jón Ingason með sturlaða sendingu yfir á Vicente sem situr hann á Oliver sem þrumar honum í varnarmann og aftur fyrir, skemmtilegt spil.

Sigurður skallar yfir markið.
54. mín
Vicente með alvöru takta liftir honum yfir 2 og tekur hann niður og situr hann á Arnar sem hamrar honum beint á Aron sem grípur þetta.
53. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Grindavík) Út:Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
50. mín
Felix á fyrirgjöf beint í hausinn á Matevz, alvöru power í þessu hlaut að vera svakalega vont en hann heldur leik áfram.
49. mín
Þeir taka hana stutta og hún misheppnast svakalega og þeir tapa honum.
48. mín Gult spjald: Eric Vales Ramos (Grindavík)
Brýtur af Sigurð Arnari sem var búinn að labba framhjá þrem, aukaspyrna á frekar hættulegum stað.
46. mín
Inn:Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV) Út:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Capitano farinn af velli
46. mín
Sá seinni er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Þá hefur Guðgeir blásað í flautu sína og þannig líkur þeim fyrri, allt að gerast hérna undir lok og vonandi gengur það yfir í seinni. Tökum gömlu góðu korters pásuna.
45. mín Gult spjald: Vicente Valor (ÍBV)
45. mín
+4 í uppbótartíma, frekar mikið ef þú spyrð mig.
45. mín
Oliver með fyrirgjöf á Sverri sem reynir sendinguna á Viggó sem er aleinn en Sigurjón les þetta og fær hann í sig og aftur á Sverri sem skýtur framhjá.
42. mín
Vá Grindavík heppnir þarna, Arnar á fyrirgjöf sem fer yfir Aron í markinu og það er bara engin inná teignum til að sitja hann í netið og Matevz kemst í hann og hreinsar.
39. mín
Símon Logi með skemmtilega takta og á skot í varnarmann og aftur fyrir, horn.

Einar Karl tekur það nú og það er hreinsað burt.
35. mín
Leikurinn svo sannarlega búinn að lifna við, vonum bara að mörkin halda áfram að koma.
34. mín MARK!
Dennis Nieblas (Grindavík)
Stoðsending: Ion Perelló
Alvöru skalli!! Ion tekur spyrnuna á miðjan teig þar sem Dennis Nieblas er með mann í sér en étur hann í loftinu og situr hann í markið, Jón lá niðri sá ekki alveg hvað gerðist þar en markið stendur allavega núna!
33. mín
Hornspyrna sem Grindavík á, Ion Perreló undirbýr sig að taka.

....
28. mín
Bíddu ha!? Jón situr hann upp í loftið og Oliver með alvöru pressu og vinnur boltan og situr hann í netið og búinn að fagna og allt, Þá labbar Guðgeir að AD2 og þeir taka markið af og dæma rangstöðu. Allt svakalega skrítið við þetta en gæti alveg hafa verið réttur dómur þar sem Oliver var mjög tæpur.
27. mín
Vicente með alvöru takta á miðsvæðinu og situr hann út á Guðjón sem á fyrirgjöf beint í hendur Arons.

22. mín
Djöfull er Oliver fljótur hann hirðir hann af Sigurjóni og situr hann fyrir, boltinn rennur út í teiginn til Felix sem situr hann fyrir sig og þrumar honum yfir.

ÍBV byrjaðir að ógna.
21. mín
Sláinn!! Skemmtilegir taktar hjá Nuno sem kemur með utanfótar sendingu fyrir sem endar hjá Ion Perelló sem chippar honum upp og tekur volley í slánna.
20. mín
VÁ alvöru sprettur hjá Oliver sem sólar bara alla varnarlínu Grindavík og leggur hann á Sverri sem situr hann aftur á Oliver sem neglir honum framhjá.
17. mín
Hörkuskot, Viggó fær hann og leggur hann út á Alex sem þrumar í Sigurjón og aftur fyrir, horn.

Viggó tekur og Grindavík hreinsa.
14. mín
Erum að fá alvöru fighter leik hér í byrjun, mikið um unna bolta á miðjunni og lítið um færi.
10. mín
Sýnist Grindvíkingar sækja í þessu þekkta 3-2-5 kerfi sem lið í dag eru mikið farinn að vinna með og gaman að heyra í Arnari Gunnlaugs sem var að tala um þetta í em stofunni í gær þar sem hann segir að þetta sé það kerfi sem tekur öll svæði vallarins sóknarlega.
8. mín
Grindavík að fara sömu leið og ÍBV og Nuno er að fara taka langt innkast.

Hann miðar á Einar Karl en ÍBV hreinsa.
4. mín
Fyrirgjöf frá Viggó sem endar á fjær hjá Oliver sem situr hann rétt framhjá! ÍBV að ógna hér í byrjun.
3. mín
íBV að vinna með guðsagnakenndu löngu innköstinn og sýnist þetta vera Oliver Heiðars sem er að þruma þessu inn í teig.

ÍBV vilja víti!? varnarmaður Grindavíkur hreinsar og sýnist hann reyndar ekki fara í andlitið á Arnari Breka en hann steinliggur, mér sýnist þetta vera allt í lagi og hann getur haldið leik áfram.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrja með hann og sækja í átt að íþróttaheimilinu.
Fyrir leik
Liðin ganga inná!
Fyrir leik
Taplausir í síðustu 7 leikjum ÍBV sitja í 3.sæti með 13 stig og eru á fínustu siglingu með 2 mjög sterka sigra í röð gegn Gróttu sem voru ekki búnir að tapa leik á mótinu að leiknum gegn ÍBV og síðan 3-0 risssaaa sigur gegn Aftureldingu.

Eins og ég sagði risa sigurleikur í síðustu umferð gegn Aftureldingu sem margir hafa spáð frábæru gengi á mótinu og eru á svipuðum stað og ÍBV í deildinni. Mörk ÍBV í leiknum: Arnar Breki, Nökkvi Már og Hermann Þór skoraði þetta mikilvæga þriðja mark til að klára leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Kemur þrijði sigurinn í röð hér í dag? Grindvíkingar byrjuðu mótið frekar illa eða betur sagt voru þeir með 4 stig eftir 5 leiki með 4 jafntefli í röð þangað til að Halli Hróðmars tók við liðinu. Fyrst kom mikilvægur sigur gegn Leikni R. og síðan Dalvík sem Grindavík gengu frá frekar auðveldlega og sitja þeir núna með 10 stig, 3 sætum neðar en ÍBV sem eru í 3.sæti og hafa þeir 3 stigum meira þannig tækifæri fyrir Grindavík að ná ÍBV hér í dag.

Grindavík unnu Dalvík 3-1 í síðustu umferð í Safamýrinni þar sem Dalvík byrjuðu leikinn á að komast 1-0 yfir með aukaspyrnu frá Áka sem fór í gegnum allann pakkann og inn, Grindavík voru ekki lengi að svara og komu mörk frá Hassan Jalloh og Kwame Quee með stuttu millibili og síðan var það 2008 módelið sem kláraði þetta Helgi Hafsteinn.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Hjartanlega velkominn í Safamýrina Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Stakkvíkur-Sambamýrinni þar sem Grindavík og ÍBV takast á í 9.umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('63)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('73)
22. Oliver Heiðarsson ('97)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f) ('46)
31. Viggó Valgeirsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
11. Víðir Þorvarðarson ('73)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('97)
19. Rasmus Christiansen
20. Eyþór Orri Ómarsson ('63)
45. Eiður Atli Rúnarsson ('46)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Bjarki Björn Gunnarsson
Henrik Máni B. Hilmarsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Vicente Valor ('45)
Oliver Heiðarsson ('78)

Rauð spjöld: