Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Í BEINNI
Mjólkurbikar kvenna
Valur
LL 3
0
Þróttur R.
Keflavík
1
1
Njarðvík
Ásgeir Páll Magnússon '14 1-0
1-1 Arnar Helgi Magnússon '58
26.06.2024  -  18:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Keflavíkurgola en sólin skín og hiti um 12 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1100
Maður leiksins: Axel Ingi Jóhannesson
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
19. Edon Osmani ('66)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('89)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('70)
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('89)
17. Óliver Andri Einarsson
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon ('70)
50. Oleksii Kovtun
99. Valur Þór Hákonarson ('66)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('45)
Edon Osmani ('63)
Axel Ingi Jóhannesson ('79)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Jafnt í slagnum um Reykjanesbæ
Hvað réði úrslitum?
Sú staðreynd að bæði lið virtust nokkuð sátt við að mæta af fullum krafti í einn hálfleik hvort fyrir sig. Keflavík átti fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingum gekk illa að finna takt í sínum leik. Dæmið snerist svo algjörlega við í þeim síðari þar sem Njarðvík hafði tögl og haldir á leiknum. Liðin nýttu svo hvort sitt færið og því fór sem fór.
Bestu leikmenn
1. Axel Ingi Jóhannesson
Traustur varnarlega og kom sér oft í fínar stöður sóknarlega sömuleiðis. Datt eins og aðrir í liði Keflavíkur niður í seinni hálfleik þó og náði ekki sömu hæðum.
2. Ibra Camara
Lengi í gang eins og lið Njarðvíkur sem heild en átti miðju vallarinns í þeim síðari. Algjör múrbrjótur á miðjunni í dag.
Atvikið
Að labba út úr blaðamannastúkunni og lenda í umferðarröð sem hreyfist löturhægt út úr stúkunni út í sólina er alltof sjaldgæft á vellinum hér í Keflavík. En auðvitað á það að vera svona alltaf. Reyndar ekki hægt að treysta á blíðviðri eins og í kvöld en látum það liggja á milli hluta.
Hvað þýða úrslitin?
Njarðvík heldur toppsæti deildarinnar á markatölu. Fer í 18 stig jafnmörg og Fjölnir en eiga fimm mörk í plús á Grafarvogspilta. Keflavík fellur niður um eitt sæti. Fer í það sjötta þar sem liðið er með ellefu stig.
Vondur dagur
Það var ekkert sem hægt er að kalla vondur dagur á vellinum í kvöld. Jú jú leikmenn í báðum liðum gátu vissulega gert betur á mörgum sviðum en það voru allir að skemmta sér á vellinum í kvöld. Skellum vondum degi á stuðningsmenn beggja sem langaði að koma á völlinn en komust ekki.
Dómarinn - 9
Meira að segja Pétur Guðmundsson skemmti sér í sólinni í Keflavík. Leyfði leiknum að fljóta mjög vel og reyndar svo vel að fyrsta aukaspyrna leiksins fyrir brot var dæmd á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Hélt vel um taumana með sínu teymi og skilaði frábæru dagsverki eins og hann gerir reyndar yfirleitt.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Sigurjón Már Markússon (f)
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('78)
14. Amin Cosic
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson
19. Tómas Bjarki Jónsson
24. Hreggviður Hermannsson

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
4. Slavi Miroslavov Kosov
16. Svavar Örn Þórðarson ('78)
20. Erlendur Guðnason
23. Samúel Skjöldur Ingibjargarson
27. Jayden Mikael Rosento

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: